Hvort eigum við að standa saman og borga skuldir einkavæddra banka, eða standa saman og neita að borga skuldir sem aðrir bera ábyrgð á?

 

 

 

Þrír einkavæddir bankar fara á hausinn og skilja eftir sig skuldahala sem jafnast á við tólffalda ársframleiðslu íslensku þjóðarinnar.

Þjóðin mun borga fyrir ballið og hreingerningarnar sem skildu samkomuhúsið eftir sem rjúkandi rústir. Annars myndi enginn gera það, og fólk sættir sig ekki við að  búa í brunarústum.

Talað er um að hin skuldlausa þjóð þurfi að taka lán til að borga skuldir. Lán af Hollendingum til að borga Hollendingum. Lán af Bretum til að borga Bretum. Lán frá Rússum til að borga öllum hinum. Lán frá IMF sem enginn veit hvað þýðir.

Við erum að tala um lán fyrir þúsundi milljarða og lán þarf að borga til baka. Af hverju á ég og mín fjölskylda að taka lán til að borga fyrir mistök og glæpi annarra einstaklinga?

Ég spái því að þetta muni kosta eins og eitt skólakerfi, íbúðalánasjóð, heilbrigðiskerfi, félagslegt velferðarkerfi og nokkrar orkuauðlindir, auk hærri skatta í nokkur ár.

 

Samviskuspurning:

Hvort eigum við að standa saman og borga skuldir einkavæddra banka, eða standa saman og neita að borga skuldir sem aðrir bera ábyrgð á?


Bloggfærslur 14. október 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband