Er efnahagskreppan kosningaútspil Bush og McCain?

 

 

Sú kenning barst í tal fyrir nokkrum mánuðum að forvitnilegt væri að sjá sveiflur í efnahagslífinu rétt fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum. Mig grunaði að repúblikanaflokkurinn ætti eitthvað svakalegt útspil, annað hvort í tengslum við olíuverð eða húsnæðismarkaðinn. Mig óraði samt aldrei fyrir að staðan yrði eins og hún er í dag.

Nú er sú staða komin upp að heimskreppa blasir við. Ef repúblikönum tekst að koma í veg fyrir hana, að minnsta kosti í Bandaríkjunum, eru þá ekki góðar líkur á að þeir taki kosningarnar?

Ég er einfaldlega að pæla í hvort að hugsanlegt sé að einn af sökudólgunum á bakvið fall allra íslensku bankanna geti verið kosningabrella í vestri. Allt leikur á reiðiskjálfi, en svo mun eldsneytisverð lækka gífurlega, hlutabréf rjúka upp, og þeim Bush og McCain þakkað fyrir vegna þeirra 700.000.000.000 dollara sem dælt var inn í kerfið og ná að treysta hagkerfið ytra rétt fyrir kosningarnar í nóvember.

Langsótt samsæriskenning?


mbl.is Mesta dagshækkun Dow Jones
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. október 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband