Af hverju má ekki lækka tekjuskatta í 10% og stýrivexti í 5% ?

 

taxbarrel

 

Ég bara spyr.

Mér þætti þetta eðlileg neyðarlög við ástandinu í dag, sem gæti hjálpað fólki að rétta sig við.

Hins vegar segir efasemdarmaðurinn einhvers staðar í huga mínum að ástandið yrði einfaldlega misnotað til að keyra upp verðlag enn frekar, rétt eins og gert var í tilraun til skattalækkana fyrir ári.

Það mætti lækka skatta tímabundið í einhverja mánuði og frysta verðlag á meðan. Mér finnst vanta töluvert af frumkvæði til að gera svona góða hluti, og hef á tilfinningunni að ekkert sé gert fyrr en í óefni er komið. Ríkisstjórnin hefur staðið sig vel síðustu dagana, þegar hún loks greip inn í ástand sem hefði þurft að grípa inn í fyrir mörgum mánuðum, en hún framkvæmdi loks og gerði það vel. Nú væri óskandi að hún framkvæmdi aðeins meira, en drægi sig síðan í hlé.

Lækkun stýrivaxta er náttúrulega nauðsynleg og óskiljanlegt af hverju hún hefur ekki þegar verið framkvæmd.

Ég veit að það er mikil einföldun að taka þá Geir Haarde og Davíð Oddsson sérstaklega fyrir sem mennina sem ráða, enda eru þeir einfaldlega að stjórna, sem þýðir að þeir verða að vinna í samvinnu með sínu fólki. Slíkt tekur skiljanlega tíma. Það væri áhugavert að heyra rætt um kosti og galla þessara hugmynda, og góða ástæðu fyrir af hverju þetta er ekki gert strax.

Að lækka tekjuskatta og stýrivexti væri góð leið til að létta undir með þeim sem tapað hafa miklu og skulda enn mikið.

Leiðréttið mig fari ég með rangt mál.


Bloggfærslur 11. október 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband