Ef þú fengir einn milljarð króna í gjöf, án skuldbindinga, í hvað færi peningurinn?

 


 

Möguleikar sem mér dettur í hug:

1. Skipta í evrur

2. Kaupa jeppaflota

3. Borga skuldir

4. Kaupa íbúð í miðborg Moskvu

5. Gefa Bush

6. Gefa Jóni Ásgeiri

7. Gefa bankamönnum vegna lægri launa þeirra

8. Gefa til góðgerðarstarfsemi

9. Brenna peninginn á haug og spyrja: "Why so serious?"

10. Styrkja vini og ættingja

11. Finna leiðir til að ávaxta hann enn frekar, því maður fær aldrei nóg.

12.  Kaupa allt sem hugurinn og líkaminn girnast.

13. Fara út í sjoppu með svartan ruslapoka og biðja um bland í poka, fullan.

14. Hætta að hugsa um peninga og endurhugsa eigið líf.

15. Detta í það.

16. Lifa lífinu eins og ég geri dags daglega og láta ekki peninga breyta því.

 

Hvað um þig, hvað myndir þú gera?


Bloggfærslur 1. október 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband