Borgarahreyfingin með 41% fylgi í skoðanakönnun HH

Ef þú ætlar ekki að taka áhættu og gefa litlum flokki atkvæði þitt, kíktu þá á þetta. Þetta eru góð rök fyrir þá sem ákveða að kjósa ekki litla flokka, að kjósa Borgarahreyfinguna, því að hún er samkvæmt þessari könnun stór flokkur.

Alltof margir kjósa eftir því sem kannanir spá, og átta sig ekki á því að fari þeir eftir spám kannana mun spáin rætast, annars ekki.

Hagsmunasamtök heimilanna settu í gang skoðanakönnun fyrir meðlimi sína. Meðlimir samtakanna eru fólk sem hefur áhyggjur af skuldastöðu heimila sinna og annarra í samfélaginu. Það er ekkert flóknara en það.

Meðlimir samtakanna eru úr öllum stéttum samfélagsins og stjórnarmenn mega ekki vera í framboði fyrir stjórnmálaflokk eða á þingi, en eiga það sameiginlegt að hafa áhyggjur af stöðu mála og reyna að gera eitthvað áður en það verður of seint. Það var meðal annars HH að þakka að útborði fjölskyldna af heimilum þeirra var hætt í febrúar, Alþingi samþykkti þennan frest aðeins þar til í ágúst. Þá er spurning hver verður við völd.

Ef það verður Borgarahreyfingin má reikna með að fjölskyldur í landinu fái forgang, án þess að það gangi af fyrirtækjum og efnahagslífi dauðu, eins og sumir munu sjálfsagt reyna að telja þér trú um.

Það er bara einn flokkur fólksins í framboði: X-O

Það skiptir mig engu máli persónulega hvaða flokkur sigrar í kosningunum í dag, enda er ég á leið úr landi, en mér er samt alls ekki sama um samlanda mína. Svo einfalt er það.

Hérna eru niðurstöðurnar:

Ég lít svo á að þeir sem kjósa ekki Borgarahreyfinguna í dag, eru að tefja nauðsynlegar framfarir um fjögur ár, því að þá verður hreyfingin loks búin að stimpla sig almennilega inn og fer að hala inn atkvæðum.

Málið er að þetta þarf ekki að fara þannig. Það er í höndum kjósenda, ekki þeirra sem mæla kjósendur.

Það ert þú sem merkir eXið á seðilinn þinn, enginn annar, engin önnur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þar sem ég er huxandi kona, kýs ég að sjálfsögðu Borgarahreyfinguna.  Ég gekk til liðs við Borgarahreyfinguna fyrir 6 vikum.  X-O þjóðin á þing.  Borgarahreyfingin er breytingarafl. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.4.2009 kl. 02:08

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Svo er ég náttúrulega félagi í HH. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.4.2009 kl. 02:08

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

Sjálfur hef ég ekki gengið til liðs við Borgarahreyfinguna, en er einfaldlega á nákvæmlega sömu línu, þó óháður sé. Er skráður í Samfylkinguna - en það var aðeins til að kjósa vin minn í prófkjöri fyrir nokkrum árum. Hef ekki losnað af skrá þar síðan.

Hrannar Baldursson, 25.4.2009 kl. 02:15

4 Smámynd: Hrannar Baldursson

Reyndar hafði ég gífurlega mikla trú á Samfylkingunni fyrir síðustu kosningar og kaus hana þá, aðeins til að verða fyrir gífurlegum vonbrigðum þegar ég sá að öll loforð og jafnvel stefnuskrá flokksins var gufa, að minnsta kosti í höndum fjölda þeirra sem fengu kosningu.

Hrannar Baldursson, 25.4.2009 kl. 02:18

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Samfylkingin breyttist í Samspillinguna þar er efinn? 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.4.2009 kl. 02:48

6 Smámynd: Hrannar Baldursson

Efinn fólst í aðgerðarleysinu - staðfestingin í styrkjunum.

Hrannar Baldursson, 25.4.2009 kl. 02:51

7 Smámynd: Bumba

Hrannar og Jóna Kolbrún. Þetta er alveg rétt hjá ykkur. Þess vegna styð ég ekki Samfylkinguna lengur, hún sveik mig. Með beztu kveðju.

Bumba, 25.4.2009 kl. 14:31

8 Smámynd: Hrannar Baldursson

Bumba: svik særa og brennt barn forðast eldinn. Mig grunar að margir sem gerðu þau mistök að kjósa Sjálfstæðisflokkinn síðast ætli að endurtaka þau með því að kjósa Samfylkinguna.

Styrkjarmálin hafa ekki komist á hreint, leyniskýrslan um stöðu Íslands má ekki birtast, talið er að annað hrun gæti skollið á og þá skella VG og S sér bara í haardegírinn.

Hrannar Baldursson, 25.4.2009 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband