Bloggannáll: Hvernig ég uppgötvaði fjármálakreppuna með gagnrýnni hugsun á meðan ráðamenn voru í fríi

 

Wizard

 

Mér finnst merkilegt hvernig ég virðist hafa innsæi í stoðir íslenska efnahagskerfisins, þrátt fyrir að hafa aldrei áður rannsakað það af áhuga. Eini bakgrunnur minn í hagfræði er að ég kenndi fagið í framhaldsskóla í Mexíkó fyrir nokkrum árum og þurfti þá að leggja mig mikið fram við undirbúning, til að átta mig á helstu straumum og stefnum hagfræðinnar, og lærði að sjálfsögðu mikið af því að rannsaka fagið með nemendunum.

Það sem vakti áhuga minn í mars 2008 var að eitthvað siðferðilegt virtist vera að gefa undan - að verið væri að ráðast á bankakerfið okkar og enginn vissi hver. Því fór ég að pæla í þessu og áttaði mig á hversu illa stödd við vorum í raun og veru - að stjórnvöld stóðu aðgerðarlaus frammi fyrir miklum vanda - og það sem verra var, notuðu tímann í páskafrí, sumarfrí og utanlandsferðir í stað þess að hrinda strax af stað rannsókn á málinu.

Ég uppgötvaði...

....að árásirnar á kerfið komu ekki utanfrá, heldur virtust þær koma innanfrá til að tryggja gott útlit ársfjórðungsreikninga bankanna - og þá var mér ljóst að í okkar litla kerfi gat lítill hópur hrist stoðir kerfisins þegar þeim hentaði til að fella krónuna - og þá gætu þeir skipt erlendu fjármagni á hagstæðari máta.

...að líklegt væri að þetta bitnaði fyrst og fremst á þeim sem minnst mega sín, og að fjölskyldur og framtíð barna okkar væri í voða. Einnig áttaði ég mig á því að mótmæli gegn einstaklingum og ráðamönnum skila engu - þessar aðgerðir rista ekki djúpt - því að raunverulegu völdin eru í höndum auðmanna og þeir hafa haft þau í áratugi og munu hafa þau áfram - en ríkisvaldið er í augnablikinu peð sem hægt er að fórna þegar það hentar. 

...að góð leið til að berjast áfram í þessari stöðu væri að vekja upp nýjar og ferskar hugmyndir, og úr varð bjartsýni.is með stuðningi Forseta Íslands og nokkurra frábærra einstaklinga frá ýmsum fyrirtækjum af landinu. Í dag telur Facebook hópur bjartsýni 1250 meðlimi og fer stækkandi. Mér til mikillar ánægju stofnaði Eyjan.is síðu með svipuðu formerkjum, kallað Betra Ísland skömmu eftir að ég stofnaði til Facebook hópsins.

Árið 2008 verður kvatt í kvöld. Ég ætla ekki að sprengja neina flugelda, en í stað þess minnast á það sem mér þykir merkilegt á árinu sem er að líða, úr eigin bloggfærslum. Kvikmyndaumfjöllun og slíkir dómar verða ekki hluti af þessum annáli, né pælingar um upplýsingatækni og vefsíðugerð, sem tóku reyndar mikið pláss á bloggsíðum mínum í ár.

 

Færslur ársins 2008: 

1. sæti Var stærsta bankarán aldarinnar framið á Íslandi rétt fyrir páska? (25. mars)

2. sæti: Dystópía eða veruleiki: Hvað ef Ísland verður gjaldþrota? (2. apríl)

3. sæti: VANDAMÁLIÐ VIÐ VERÐTRYGGINGU: Af hverju einstaklingar, fjölskyldur og fyrirtæki tapa á meðan bankarnir græða (3. ágúst)

4. sæti: Er pólitísk spilling búin að skjóta rótum á Ísland? (21. ágúst)   

 

Janúar 2008 - Mánuður dauðsfalla og gleymsku

1. sæti: Snillingur fallinn: Robert James Fischer (1943-2008)

2. sæti: Stórleikari fallinn: Heath Ledger (1979-2008)

3. sæti: Af hverju eru Íslendingar svona fljótir að gleyma? 

 

Febrúar 2008 - Mánuður pælinga um trú, tungu og toll

1. sæti: Skipta trúarbrögð einhverju máli? 

2. sæti: Brengluð tilfinning fyrir íslenskri tungu: Hlakkar mig til eða hlakka ég til?

3. sæti: Tollurinn: með okkur eða á móti?

 

Mars 2008 - Mánuður fjármálakrísu, umburðarlyndis og eineltis

1. sæti: Var stærsta bankarán aldarinnar framið á Íslandi rétt fyrir páska? 

2. sæti: Hvað ætlar ríkisstjórnin að gera fyrir fólkið í landinu? 

3. sæti: Erum við virkilega hamingjusamasta þjóð í heimi?  

4. sæti: Gætir þú hugsað þér að búa í gámi?

 

Apríl 2008 -Mánuður gjaldþrotapælinga og undrun á aðgerðarleysi stjórnvalda

1. Dystópía eða veruleiki: Hvað ef Ísland verður gjaldþrota?

2. Af hverju hlusta ráðamenn lýðræðisþjóðar ekki á lýðinn?

3. Íslenskt réttlæti: Erum við að borga alltof mikið í skatta og af lánum vegna bankarána og skattsvika sem við botnum ekkert í?

 

Maí 2008 - Mánuður 500 milljarða heimildar, bankabjörgunar og tilvistar Guðs

1. sæti: Á íslenska þjóðin að redda bönkunum? 

2. sæti: Til hvers þarf ríkið heimild til að taka allt að 500 milljarða króna erlent lán?  

3. sæti: Er Guð til? 

 

Júní 2008 -Mánuður ísbjarnadrápa, bensínverðs og menntunar

1. sæti: Hvaða hugmyndir hafa bandarískir unglingar um ísbjarnarmálið? 

2. sæti: Af hverju er eldsneyti allt í einu orðið svona dýrt? 

3. sæti: Hellislíkingin, heimspeki menntunar og það sem þú færð aldrei að vita nema þú leggir þig eftir því 

 

Júlí 2008 - Mánuður brjálaðra viðtala

1. sæti: Núna: Sverrir Stormsker og Guðni Ágústsson í stórskemmtilegu viðtali á Útvarpi Sögu

2. sæti: Guðni Ágústsson rýkur reiður út eftir erfiðar spurningar frá Sverri Stormsker í þætti Sverris á Útvarpi Sögu

3. sæti: Ólafur F. hemur reiðina gegn harðri yfirheyrslu í Kastljósi (og samanburður við þátt Sverris og Guðna).

 

Ágúst 2008 - Mánuður verðtryggingar, spillingar og hagsmunaárekstra

1. sæti: VANDAMÁLIÐ VIÐ VERÐTRYGGINGU: Af hverju einstaklingar, fjölskyldur og fyrirtæki tapa á meðan bankarnir græða

2. sæti: Hvernig ríkisstjórnin getur komið skuldurum til hjálpar þrátt fyrir verðtryggingar, gengisfellingu og verðbólgu

3. sæti: Er pólitísk spilling búin að skjóta rótum á Íslandi? 

4. sæti:  // Eru það persónulegir hagsmunir sem koma í veg fyrir aðgerðir ríkisstjórnar?


September 2008 - Mánuður þegar lán hættu að vera hagnaður, Glitnir fer á hausinn og bjartsýni skýtur upp í mínum kolli

1.// Eru lán skilgreind sem hagnaður það sem valdið hefur Íslandskreppunni árið 2008? 

2. Hver er áhættan fyrir þjóðina og ábyrgð okkar há í milljörðum fari Glitnir á hausinn?

3.// 13 einkenni góðs hugarfars til að takast á við gengisfellingu, kreppu og verðbólgu

 

Október 2008 - Mánuður bankahruns, þjóðargjaldþrots og mótmæla

1. sæti:  Þarf sérstaklega að rannsaka hnitmiðaðar gengisfellingar, ofurlaun, hagsmunatengsl, gjaldþrot og spillingu vegna fjármálakreppunnar?

2. sæti: Má ég vinsamlegast mótmæla mótmælunum gegn Davíð Oddssyni? 

3. sæti: Hófst stærsta bankarán aldarinnar fyrir nákvæmlega sjö mánuðum og lauk því fyrir tveimur vikum? 

 

Nóvember 2008 - Mánuður bankaránspælinga og hugmynda til að hjálpa þegnum Íslands

1. sæti: Sagan um bankaránið 

2. sæti: Heimilislíking Don Hrannars 

3. sæti: Af hverju má ekki nota séreignalífeyrissparnað til að borga húsnæðislán? 

4. sæti: Kemur ríkisstjórnin með aðgerðarpakka fyrir heimilin sem tekið verður fagnandi? 

 

Desember 2008 - Mánuður bjartsýni, reiði og jóla

1. sæti: Af hverju bjartsýni á myrkum dögum? Og hvað er eiginlega bjartsýni? 

2. sæti: Hvor röddin er réttmætari: hin siðfágaða, fræðilega, hugljúfa og friðsama, eða reiðiöskrin, pönkið, rokkið og ofbeldið?

3. sæti: Vissir þú að fyrsti jólasveinninn lenti í fangelsi fyrir að berja biskup?

 

Ég óska bæði lesendum mínum og ekki-lesendum farsældar á nýju ári. (Gleymi ég einhverjum?) Wizard

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Glæsileg uppsetning hjá þér. Vildi ég hefði tíma til að herma eftir þér. Gleðilegt og árangursríkt  baráttu bjartsýnis ár og þakka þér fyrir allar skemmtilegu færslurnar á árinu.

María Kristjánsdóttir, 31.12.2008 kl. 12:50

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Takk fyrir, María.

Hrannar Baldursson, 31.12.2008 kl. 13:44

3 Smámynd: Ómar Ingi

Ofur Bloggarainn Don

Svalur að venju , takk fyrir árið og vonandi kemur bjartari tíð með betri kvikmyndum

Friður

Ómar Ingi, 31.12.2008 kl. 13:45

4 identicon

Flott blogg.  En það leiðinlega við þessar aðstæður er það að þetta á við um öll vesturlönd.  Öll okkar voru sofandi og engin steig fram.  Sem afsakar ekki það fólk sem var í vinnu hjá okkur til að taka á þessum málum.  Hvað er að meðal okkar???

itg (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 15:16

5 identicon

Vildi bæta við.  Þetta átti við um allan heiminn:)

itg (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 15:18

6 Smámynd: Hrannar Baldursson

Takk Ómar og itg.

itg: Ástandið á Íslandi á ekki við um öll vesturlönd. Fyrir leikmann eins og mig var augljóst að eitthvað var að strax í mars, en þá fóru ráðamenn bara í frí, fyrst páskafrí og svo sumarfrí. Hvernig er hægt að réttlæta slíkt?

Fólk sem hafði aðgang að upplýsingunum og átti að vita betur gerði ekki neitt á meðan fólk sem átti ekkert að vita sá að eitthvað var bogið við þetta.

Af hverju var ekkert gert strax? 

Hrannar Baldursson, 31.12.2008 kl. 15:23

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

takk fyrir þetta glæsilega blogg.. talsverð vinna hefur farið í þetta hjá þér og þakka ég þér fyrir framtakið :)

Gleðilegt ár og vonandi upplifum við heiðarlega stjórnmálamenn, sanngjarna banka og ...útrásarvíkinga bak við lás og slá næsta ár..  

Óskar Þorkelsson, 31.12.2008 kl. 15:31

8 identicon

Ertu að segja að Gordon Brown hafi bara þeytt miljörðum punda í breska banka ( þá sem ekki voru farnir lóðrétt á hausinn ) bara af því hann átti leið framhjá?.  Búið er að bjarga Citicorp 2 frá gjaldþroti á 60 dögum og er það ekki neinn smábanki.  Haltu síðan áfram í gegnum lönd heims ýmist er pumpað peningum beint í bankana eða í stórfyrirtæki til að geta staðið í skilum við bankna.  Hvað heimta USA stjórnvöld núna að bankarnir geri við næstu 250 billjónir USD.  Jú eyrnamerkja það til áfram lánveitinga til að örva efnahag USA.  Svo þeir hendi þessu ekki í að borga upp skuldir sem þeir vilja að falli á efnahaglífið/ almenning í USA og er það rétt.  Ekki misskilja mig okkar fólk lá í dásvefni.  En allir eru með sinn Icesave reikning hvar sem er í heiminum. Nánast:)

itg (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 16:38

9 identicon

Vil vekja athygli lesenda sem eru með húsnæðislán á www.heimilin.is. Hópur sem er að berjast fyrir hagsmunum heimilana og hefur sett stefnuna á að fá bankana og ríkið að samningaborðinu til að knýja fram réttlæti fyrir Heimilin.

 kveðja,

Ólafur

Ólafur Garðarsson (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband