Felur Forseti Íslands slóðina með Jóni Ásgeiri eða kann Ástþór Magnússon ekki að googla?

53d01216ad5ca689

Í morgun kl. 5:27 birti hinn ágæti Ástþór Magnússon samsæriskenningu undir nafninu Forseti Íslands felur slóðina. Hér er greinin:

Á vefnum forseti.is er nú nánast útilokað, nema með einhverri djúpleitartækni, að finna myndir af atburðum tengdum útrásarvíkingum eða ræður forsetans við þau tilefni. Efnið virðist annaðhvort hafa verið fjarlægt eða linkar á það faldir.

Smellið á myndina til vinstri sem sýnir: http://forseti.is/Forsida/Myndasafn/Atburdir en þar finnast ekki lengur linkar á t.d. myndir frá afhendingu Útflutningsverðlauna forseta Íslands til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Þess í stað er fólki sýnd mynd af forsetanum með fólki í hjólastólum og engir linkar á aðra atburði, eins og útrásina, sem þó var meira áberandi í starfi forsetans.

Myndirnir af Jón Ágeiri og forsetanum geta aðeins þeir augum litið sem vita nákvæmlega hvar eigi að kafa undir yfirborðið: http://forseti.is/Forsida/Myndasafn/Atburdir/Utflutningsverdlaun2008/ - Linkar á síðuna hafa verið fjarlægðir og myndirnar faldar öðrum en þeim sem kunna djúpleit á vefnum.

Ljóst er að vef forseta Íslands hefur verið breytt að undanförnu með svipuðum hætti og Bók um forseta sem var breytt eftir að bókin var komin í prentsmiðju þegar hagkerfið hrundi.  Menn tala um að 60 síður hafi horfið úr bókinni. Það virðist orðið mikið feimnismál fyrir Ólaf Ragnar Grímsson að sjást á ljósmyndum með útrásarvíkingum eða hafa flutt hvetjandi ræður fyrir útrásina. Slíkt efni virðist annaðhvort horfið eða slóðirnar faldar (linkarnir) frá þeim sem fara inná heimasíðu forsetans.

Slóðin á afhendingu Útflutningsverðlauna skaut upp í athugasemd við frétt um þetta mál á eyjan.is eftir að ég vakti athygli á þessu máli í fyrri grein minni. Ég fann ekki þessa slóð þegar ég skrifaði fyrri greinina þótt ég hafi eytt meira en klukkutíma á vef forsetans í að leita að þessu. Hvort forsetinn keyrði í Loftsköstum á skrifstofuna til að smella linknum aftur inná síðu sína veit ég ekki. Hinsvegar líkist þetta því sem gárungarnir á sorprit.com kalla "Hreinsgerningar" og þar sagt að Íslandsmeistari í sjónhverfingum viðskiptalífsins kenni þau fræði í Grísaskólanum við Höfðabakka.

Ef googlun er það sem Ástþór Magnússon kallar djúpleitartækni, þá þyrfti hann að sækja almennt tölvunámskeið með bloggvini mínum Bjarna Harðarsyni. Ég ákvað að athuga hvort þetta væri satt og fór beint á google.com og sló inn leitarorðin "forseti.is Jón Ásgeir".

Það komu nokkrar niðurstöður. Ljóst er að Eyjumenn eru að standa sig vel í leitarvélarmálum því að þeir birtust efstir á blaði. Niðurstaðan sem ég sóttist eftir var hins vegar númer fimm í röðinni, nokkuð sem auðvelt er að sjá því að slóðin byrjar á forseti.is:

google_nidurstada_forseti.jpg

Þegar ég smelli svo á niðurstöðuna fæ ég þessa síðu:

forseti_islands_jonasgeir.jpg

Þessi leit tók mig um sekúndu í framkvæmd. (Að skrifa greinina tók aðeins meiri tíma) Wink

Síðan hrun bankana hefur átt sér stað hefur mikið verið ráðist á einstaklinga með einhvers konar níð, sama hvort viðkomandi heiti Davíð, Geir, Björgvin, Ólafur, Jón - það er alltaf verið að finna einhvern sökudólg og hann ásakaður um hitt og þetta, ætlunin að taka orðspor viðkomandi af lífi.

Slíkar upphrópanir skila litlu. Það þarf að rannsaka vandlega hvað gerðist og hver gerði hvað og ákæra þá sem hafa gerst uppvísir um alvarlega spillingu eða glæpi. Dómstóll götunnar er aldrei nákvæmur og sjaldan réttur og er ekki líklegur til að skila okkur réttlæti.

Ólafur Ragnar studdi útrásarvíkingana. Það er rétt. Það gerir hann hins vegar ekki að glæpamanni frekar en allar þær manneskjur sem hafa farið í Bónus eða Hagkaup síðustu 10 árin og keypt eitthvað þar. Ólafur Ragnar hefur stutt þá einstaklinga sem leitað hafa til hans og hjálpað þeim að koma sér á framfæri erlendis. Hvað getur verið slæmt við það?

Þegar í ljós kemur að ástandið er alvarlegt, fer Ólafur Ragnar í fyrirtæki og biður starfsmenn fyrirtækja að hjálpa sér við að leita leiða til að styðja þá Íslendinga sem eiga um sárt að binda vegna kreppunnar. Hvað er slæmt við það?

Ólafur Ragnar hefur verið úthrópaður fyrir þetta og sagt að hann sé bara að leita sér vinsælda. Það er út í hött. Hann var endurkjörinn síðasta sumar til næstu fjögurra ára og hefur því ekkert við vinsældir að gera. Hann hefur sýnt óvæntan styrk og áhuga á að hjálpa þeim sem minna mega sín, og leita leiða til að opna fyrir tækifæri á nýjan leik. 

Einnig hefur Ólafur Ragnar verið gagnrýndur fyrir að hafna fjölmiðlafrumvarpinu. Hann gerði það ekki. Þegar hann skrifaði ekki undir þurfti þjóðaratkvæðagreiðslu til að samþykkja það. Af einhverjum ástæðum fór sú atkvæðagreiðsla ekki fram. Ef forseti telur sig ekki geta skrifað undir lög af einhverjum ástæðum, á hann ekki að skrifa undir þau lög. Það er ekkert flóknara en það.

Hugsanlega verð ég gagnrýndur fyrir að verja Forseta Íslands og á reyndar vini, kunningja og ættingja sem hafa gagnrýnt mig harkalega fyrir að sýna honum og þjóðinni stuðning í verki, en mér er slétt sama. Ég sé ekki betur en að hann hafi lagt sig allan fram við að verja heiður Íslendinga með kjafti og klóm, af heilindum, bæði erlendis og hérlendis, og ég leyfi mér að virða hann fyrir það.

Þannig hefur vonandi einni samsæriskenningu sem á sér enga stoð í veruleikanum verið varpað fyrir borð. Gróa er nefnilega ansi öflug þar til hún er stoppuð með sannleikanum, og hún á jafnvel einhvern mátt þrátt fyrir að sannleikurinn hefur komið í ljós - því hún hefur tilhneigingu til að hlusta aðeins á það sem hentar hverju sinni.

(Það má taka fram að Sverrir Stormsker skrifar aðra grein af sinni alkunnu ritsnilld, væntanlega um sama mál, en er mér greinilega ósammála: Sögufölsun forsetans). Spurning hvort að þetta sé ekki ágætis dæmi um hvernig sögurnar spinnast.

Og enn spinna menn lengra: Ljósmyndir af forseta Íslands með auðmönnum og útrásarvíkingum fjarlægðar af vef embættisins

Ætli þessu verði nokkuð hætt fyrr en allir trúi þessu? Er þetta kannski sprottið úr öfgatrú eins og þeirri að fjölmiðlar ljúgi aldrei?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Sný ekki aftur með það að þessar myndir og útrásarræðurnar er VEL FALIÐ!

Ég lýsi eftir fleiri myndum af forsetanum og starfsemi embættisins með útrásarvíkingum. Einnig af Dorrit, hvar er t.d. myndina af henni í dansinum með Jón Ásgeiri sem birtist í einhverjum fjölmiðlinum nýlega. Ég get með engu móti fundið þessar myndir á vef forsetans.

Og hvar er útrásrarræðusafn forsetans? Ég get ómögulega fundið þetta heldur og hef þó eytt töluverðum tíma á forseti.is. Þessar ræður er ekki hægt að finna með þeim ræðum sem forsetinn birtir á vef sínum. Hvar er hægt að lesa þessar ræður?

Skora á ykkur lesendur góðir að aðstoða við þessa leit að myndum af útrás forsetans og ræðunum hans. Setjum þetta á einhvern góðan stað hér á netinu svo þetta verði aðgengilegt í framtíðinni.

Ástþór Magnússon Wium, 30.12.2008 kl. 12:43

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Það lítur út fyrir að tekist hafi að slökkva þetta bál í fæðingu, en Eyjan birti blogg Ástþórs sem frétt í morgun, og hefur nú dregið þetta til baka í greininni Engar ljósmyndir fjarlægðar.

Hrannar Baldursson, 30.12.2008 kl. 12:44

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

Sæll Ástþór.

Tillaga. Þú gætir prófað að hafa samband við forsetaskrifstofuna og spurt hvar þessar greinar er að finna. Einnig geturðu sjálfsagt prófað að googla þær ef þú þekkir umfjöllunarefnið. Varla heldur vefur þeirra utan um allar ljósmyndir sem eru teknar og birtar í fjölmiðlum, eða allar ræður sem forsetinn heldur?

Hrannar Baldursson, 30.12.2008 kl. 12:47

4 Smámynd: Neddi

Það þarf ekki einu sinni að googla þetta.

Ef farið er inn á síðu forsetans, farið í ræður og kveðjur þá er þar ekki nema takmarkaður fjöldi af færslum til að spara pláss. Neðst er svo tengillinn fréttasafn.

Ef menn leita svo í fréttasafninu að útflutningsverðlaun (ctrl+F fyrir þá sem kunna ekki að leita á síðum í vafranum) þá lendum við á tenglinum  Útflutningsverðlaun - Heiðursverðlaun frá 23/4 á þessu ári. Ef á hann er smellt kemur stutt frétt um verðlaunin og neðst er tengillinn myndir. Og hvað finnum við þar annað en myndir af Jóni Ásgeiri við hlið forsetans.

Þetta er bara spurning um að kunna að lesa heimasíður og mér sýnist Ástþór ekki kunna það. 

Neddi, 30.12.2008 kl. 13:02

5 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég er kominn á þá skoðun að Ástþór eigi að fara í læknisskoðun. Við hin gerum það vonandi reglulega líka.

Haukur Nikulásson, 31.12.2008 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband