Ætlar þessi ríkisstjórn aldrei að hlusta?

listen_storytelling_image

 

"Að ríkisstjórnin hlusti."

 

Það er ljóst að stjórnvöld eru ekki að hlusta á fólkið, né þingmenn á hver annan, heldur þylja þau stanslaust sömu gömlu tuggurnar. Jóhanna neyddist til að taka við undirskriftum um 34.000 Íslendinga sem eggjuðu ríkisstjórn til að fella niður verðtryggingu og leiðrétta lán heimila sem hafa stökkbreyst eftir hrun, enda eggjuð til þess í beinni útsendingu í Kastljósi og samþykkti það þar. Hunsun hennar á skilaboðum þeim sem fylgdu undirskriftunum er hrópandi. Hún sagðist ætla að taka mið af þeim í setningarræðu sinni, en gerði það ekki.

 

"Fellið niður verðtrygginguna og lagfærið lán heimila."

Jafnvel forsætisráðherra sjálf skyldi mikilvægi þessa áður en hún komst til valda. Nú virðist hún vilja nota spennuna sem óréttlætið myndar til að þvinga þjóðina inn í ESB, sem er hin eina og sanna töfralausn Samfylkingarinnar. Steingrímur er ekkert skárri. Hann virðist trúa því að allt sé í allrabesta lagi. Hugsanlega fyrir hann sjálfan. Hann er í valdastól. Á sitt eigið heimili. Á hlut í fjármálafyrirtækjum. Það er augljóst hvoru megin línunnar hann stendur. Jóhanna er Samfylkingin. Steingrímur er Vinstri grænir. Aðrir þingmenn verða að hlíða stefnu þeirra og skipunum, annars verða viðkomandi hundeltir með skömmum. 

Sumir þingmenn eru góðir, virðast hlusta á fólkið og eigin samvisku, en því miður er það svolítið einangraður hópur sem er hunsaður algjörlega af meirihlutanum. En það er nákvæmlega þetta fólk sem þjóðin vill að tekið verði meira mark á, skynsamt fólk sem hlustar á þjóðina, og á móti hlustar þjóðin á þetta fólk. Þessir hugrökku einstaklingar eru útundan á þingi og verða fyrir stöðugu einelti. Ég vildi að ég gæti hjálpað þeim einhvern veginn, en kann enga aðra leið en að skrifa þeim til stuðnings.

Lánin þarf að lagfæra. Slík lagfæring er ekki ölmusa. Fólk er ekki að betla. Fólk er að krefjast réttlætis. Lán heimila hafa hækkað gríðarlega. Hjá fólki þar sem endar ná ekki saman lengur, og upplifir sig á heljarþröm. Sífellt borgar fólkið meira og meira. Þessi peningur fer beint í feitar pyngjur. Það hefur jafnvel heyrst úr búðum stjórnarinnar að þeim þyki ekki eðlilegt að allir eignist eigið heimili. Aðrir kostir eru: að leigja og lifa við óöryggi vegna uppsagnatíma og vita það að tekjunum er fleygt út um gluggann í vasa þess sem á húsnæðið. Hinn kosturinn er að taka lán til að eignast húsnæði og þar með borga pening sem ætti að vera fjárfesting, en þess í stað reynist lánið vera rán á hábjörtum degi, fara beint í vasa einhvers gæja úti í heimi sem er nákvæmlega sama um íslenskt samfélag. 

 

"Við krefjumst réttlætis!"

Hin afar vandaða Rannsóknarskýrsla Alþingis sannaði að lánin stökkbreyttust vegna þess að bankarnir voru rændir innanfrá. Fólk krefst réttlætis. Það er tvenns konar þetta réttlæti sem fólk krefst:

  1. Að glæpamönnum sé refsað
  2. Að skaðinn verði bættur 

Hvort tveggja er mikilvægt, en mikilvægast er að skaðinn verði fólki bættur þannig að það geti farið að lifa eðlilegu lífi. Einnig er mikilvægt að sanna glæpina á glæpamennina og refsa þeim af hörku, bæði til að stoppa þá og vera öðrum víti til varnaðar. Hryllingurinn er sá að þetta fólk leikur enn lausum hala og heldur áfram uppteknum hætti.

 

 

"Ríkisstjórnina burt, eða að hún hysji upp um sig buxurnar, en ekki endilega nýjar kosningar!"

 Þetta hefur verið margendurtekið. Hvorki Ríkisstjórn né Alþingi er treyst, hvorki stjórn né stjórnarandstöðu. Utanþingstjórn eða jafnvel þjóðstjórn virðast einu leiðirnar til að glitti í einhverja von.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek undir þetta.  Nú þarf bara að skora á forsetann að rjúfa þing, setja þessar ríkisstjórnaf, setja á utanþingsstjórn, og boða til nýrra kosningar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.10.2011 kl. 09:46

2 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Hvernig væri það ef við framkvæmdum eitthvað af þessu sem við erum alltað að skrifa um? Ég held að sumir hverjir bakki á fullu ef spurt væri um"villtu vera með og velta klíkunni og stofna utanflokkastjórn" En það mætti reyna á það.

Eyjólfur Jónsson, 4.10.2011 kl. 14:05

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það er tómur misskilningur að þingmenn heyri ekki hvað fólk er að segja. Og það er ekkert skilningsleysi hjá þeim heldur. Það er bara of mikið af vondu og illgjörnu fólki í stjórn og það virðist sem valdafíklar og drullusokkar sækist í þessi störf á þinginu okkar ...

Óskar Arnórsson, 4.10.2011 kl. 19:13

4 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Jóhanna Sigurðardóttir er illgjörn kona..eða karl?

Vilhjálmur Stefánsson, 4.10.2011 kl. 21:53

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þeir þjást af sama heilkenni og þeir vændu fyrri ríkisstjórn um í síðustu mótmælum, þ.e.a.s. þegar menn vildu stjórnina frá.

Ásdís Sigurðardóttir, 5.10.2011 kl. 14:06

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

Jóhanna er fræg fyrir að terrorisera fólk í kringum sig. Menn tipla á tánum í kringum hana og engin þorir eiginlega að rífast við þessa konu af samstarfsmönnum hennar. Það er hrikaleg valdastaða að geta bara rekið alla í kringum sig sem ekki eru sammála...

Óskar Arnórsson, 5.10.2011 kl. 14:39

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Minnir á annan forsætisráðherra óneitanlega,og ef út í það er farið þann næsta sem á eftir honum sat líka um stuttan tíma. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.10.2011 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband