Sætur stórsigur gegn Dönum!

Fylgdist með leiknum á netinu eins og hinum leikjunum.

Ég hafði fyrir leikinn spáð stórum sigri eða stóru tapi. Ekkert annað kæmi til greina. Allt færi eftir hinum sanna karakter liðsins.

Liðið hefur sýnt sinn karakter og tekið á stórveldum með baráttuhug. 

Megi ríkisstjórnin taka handboltakappana til fyrirmyndar í slag sínum við Breta og Hollendinga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við skulum vona að hún sé að gera eins og landsliðið, sýna slappan leik í byrjun sem gerir væntanlega mótherja værukæra,en sýnir svo snilldartakta í lokin og hraunar þá yfir þá sterkari. Flott herkænskubragð.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 21:10

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Leikurinn var mjög skemmtilegur og spennandi. Gríðarlega gaman að horfa á hann og ekki skemmdi að sigra Danina

Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.1.2010 kl. 22:01

3 Smámynd: Ómar Ingi

Þú og aðrir hélduð nú kjafti þegar illa gékk, væri nú ekki nær að gera slíkt hið sama.

Ómar Ingi, 23.1.2010 kl. 22:45

4 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ómar Ingi: Ég var nú ekki var við að það hafi gengið neitt sérstaklega illa, þó að fyrstu tveir leikirnir enduðu á frekar svekkjandi hátt. Ég hafði hugsað mér að skrifa um þessa leiki, en gerði það ekki, enda ekki íþróttafréttamaður þó að ég hafi mjög gaman af að fylgjast með landsliðsleikjum í handbolta.

Hina leikina sá ég líka á netinu en náði þeim ekki í beinni sýningu. Það var ekki fyrr en í þessum leik að ég náði að horfa á leik beint. Ég var reyndar búinn að skrifa að ég spáði stóru tapi eða sigri í þessum leik, en á allt annarri síðu, þar sem mér þótti jafntefli afar ósennileg miðað við baráttuhuginn sem yrði í liðinu fyrir þennan leik. 

Vertu ekki svona dómharður, Ómar Ingi.

Hólmfríður: Þessi leikur var skemmtilegur og spennandi. Það voru líkar hinir tveir leikirnir. 

Rafn Haraldur:  Handboltalandsliðið sýndi reyndar mjög öflugan leik í leikjunum þremur, en héldu ekki út í leik eitt, fengu furðulega dóma á sig í lok leiks tvö, og sýndu svo góðan karakter í síðasta leiknum. Ég sé því miður ekki neitt líkt með karakter liðsins og ríkjandi ríkisstjórn.

Hrannar Baldursson, 24.1.2010 kl. 02:03

5 identicon

Nei, þetta var nú bara óskhyggja af minni hálfu.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 24.1.2010 kl. 08:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband