Sönnun Dan Brown á tilvist Guđs í "The Lost Symbol"

LostSymbol

Ég er enginn sérstakur ađdáandi Dan Brown eđa ćvintýra hins ađgerđarlitla frćđimanns Robert Langdon, sem leysir málin međ ţví ađ hugsa frekar en ađ berja fólk og skjóta. Eins og ađ hugsun getir veriđ áhugaverđari en framkvćmd? Halo

Ég las á sínum tíma myndskreytta útgáfu af "The Da Vinci Code" og fannst plottiđ og persónugerđin heldur flöt, en hafđi gaman af orđaleikjum, ţrautum og pćlingum um falda kóđa í listaverkum Leonardo Da Vinci. Kvikmyndin var síđan allt í lagi. 

Ég las ekki framhaldiđ "Angels and Demons" en sá kvikmyndina og fannst hún ansi ţunnur ţrettándi, hreint ömurleg satt ađ segja, fyrir utan eitt atriđi.

Samt keypti ég mér "The Lost Symbol" og las hana. 

Hún er mun betri en "The Da Vinci Code" ađ ţví leyti ađ persónusköpunin er afar góđ, ţó ađ persónuleikarnir séu sams konar týpur og í fyrri sögunum. Persónurnar eru dýpri og hafa ađeins meiri vigt en áđur. Plottiđ er svo nánast nákvćmlega ţađ sama og í hinum sögunum, illmenni hrindir af stađ atburđum sem enginn getur leyst annar en Robert Langdon, međ alfrćđilegri ţekkingu hans á táknum, list, og nú heimspeki og trúarritum.

Ţar sem ađ ég hef menntađ mig í heimspeki, fannst mér gaman ađ ţví hvernig Dan Brown fléttađi forsendum heimspekinnar og trúarbrögđum saman, og notfćrđi sér ţann algenga misskilning ađ innihald heimspekinnar og trúarbragđa skipti meira máli en sá sem ástundar heimspeki eđa er leitandi í trú sinni.

Sagan gerist á einum sólarhringi í Washington D.C., ţar sem Langdon hefur fengiđ bođ frá kćrum vini sínum, Peter Solomon, um ađ halda fyrirlestur í Smithsonian Museum, vegna forfalla fyrirlesara. Langdon flýgur umsvifalaust frá Boston til Washington, og renna á hann fleiri en ţrjár grímur ţegar hann uppgötvar ađ fyrirlestrasalurinn er tómur, og ađ hönd vinar hans finnst tattóveruđ í gömlu herbergi. 

Langdon áttar sig á ađ hann hefur veriđ platađur til Washington og ađ vinur hans er í vandrćđum, hann vill ţví allt gera til ađ bjarga vini sínum. En CIA hefur komist á snođir um hvađ er í gangi og illvígur og afar klókur innri stjórnandi CIA, Sato ađ nafni, kemur á stađinn og ćtlar ađ nota Langdon til ađ leysa gátuna.

Inn í söguna fléttist vísindakonan og systir Peter, Catherine Solomon, en hún hefur veriđ ađ rannsaka hugarorku og hvort hugurinn sé mćlanlegt fyrirbćri, og hefur ţegar aflađ sannanna um ađ hugurinn hafi massa, og reiknađ er međ ađ rannsóknir hennar muni gjörbreyta heimspeki og vísindum eins og ţau ţekkjast í dag. 

Illmenniđ Mal'akh notar alla leikendur eins og strengjabrúđur til ađ ná fram sínum eigin markmiđum. Mal'akh er best byggđa persóna ţessarar sögu og er ástćđa ţess ađ hún er vel lestursins virđi, en hann er svona hálfgerđur útrásarvíkingur í trúarlegum og heimspekilegum skilningi. 

Ţađ ađ ađalatriđi trúarbragđa sé ekki innihaldiđ né Guđ sem einhver ein alráđ og algóđ vera, heldur sameinađur hugur mannkyns, er hugmynd sem fellur nokkuđ vel ađ mínum eigin pćlingum um trúarbrögđ.

Í raun má segja ađ Dan Brown hafi lagt fram eigin sönnun á tilvist Guđs í ţessum reifara, sönnun sem gengur fullkomlega upp, međ ţví ađ hagrćđa forsendum á merkingum Guđshugtaksins lítillega, međal annars međ ţví ađ tala um Guđ í fleirtölu frekar en eintölu.

Ég hafđi gaman af ţví ađ lesa ţessa bók, og út á ţađ gengur ţetta, og er reyndar ekki frá ţví ađ hugmyndirnar sem hún hafi skiliđ eftir hjá mér séu vel ţess virđi ađ hafa kynnst ţeim upp á nýtt og út frá sjónarhorni sögupersóna sem eru ađ berjast fyrir eigin lífi og sál. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Heiđa Valbergsdóttir

Ja hérna. Sitt sýnist hverjum. Ég geispađi sirka 8000 sinnum yfir bókinni og fannst ţetta flatasta, langdregnasta og hreint út sagt leiđinlegasta bók Dan Brown - og ţó er ég búin ađ lesa ţćr allar

Kolbrún Heiđa Valbergsdóttir, 28.12.2009 kl. 12:34

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband