Þegar Ísland fær loks alla þessa milljarða að láni, í hvað á peningurinn að fara?


ICESAVE málið virðist hafa snúist um það frá sjónarhorni stuðningsmanna þess að friða Alþjóðagjaldeyrissjóðinn til að afgreiða lán til Íslands, sem mun síðan hafa keðjuverkandi áhrif þannig að aðrar þjóðir og lánastofnanir verði tilbúnar að lána íslensku þjóðinni ennþá fleiri milljarða? Ég hef þegar fjallað um hvað þetta sjónarhorn er dapurt, til dæmis hér, og mun ekki fara nánar út í þá sálma.

Þegar peningurinn loks kemur í hús, í hvað á hann að fara?

Stjórnmálamenn hafa talað um að þessi peningur verði nauðsynlegur til að koma hjólum atvinnulífsins aftur í gang. Hvað þýðir það?

flat-tire1

Þýðir þetta að lánin eigi að nota til að borga afborganir af gjaldföllnum stórlánum fyrirtækja, til að tryggja að þau fari ekki endilega á hausinn?

Ef svo er, væri ekki einfaldlega verið að varpa peningunum á spillingarbálið, rétt eins og gert var með 500 milljarða úr ríkissjóði í maí 2008?


Mér þætti vænt um að vita hvað eigi að gera við þennan pening, og tel að betra væri að Ísland fengi ekki þessi lán fyrr en búið er að uppræta þá spillingu sem virðist hafa náð tökum á sérhverju íslenskumælandi barni, það er að segja öllum nema Davíð Oddssyni, samkvæmt Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni.

header_right

Í fullri alvöru: fyrst nákvæmlega ekkert hefur verið gert af viti til að uppræta spillinguna og stórþjófnaðinn sem átt hefur sér stað síðustu árin, annað en að óháður þáttarstjórnandi í sjónvarpi fékk Evu Joly til ráðgjafar, er ríkinu treystandi til að taka við þessu láni þannig að ekki verði úr ólán?

Milton Friedman, þó frjálshyggjukenning hans hafi lent í vanda, sumir segja hafi orðið gjaldþrota, áttaði sig þó á þeim vanda sem felst í því að láta ríkið sjá um velferð fólksins. Nú þegar frjálshyggjan hefur fallið, á að fara aftur í sömu hjólförin? Kíktu á þetta myndband, en það lýsir ástæðunni fyrir af hverju frjálshyggjan þótti nauðsynleg, og þykir sjálfsagt enn víða um veröld. Málið er að það er ekki frjálshyggjan sem klikkaði, það er hin mannlega græðgi og hrá efnishyggja sem varð íslensku þjóðinni að falli. Ég sé engar vísbendingar um að græðgin sé horfin eða efnishyggjan orðið undir. Það er bara talað um nýfrjálshyggjuna, eins og hún eigi ekki djúpar rætur í sálarlífi sérhvers einstaklings sem lifað hefur eftir henni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

I think it is a bit tasteless to use a picture of Heath Ledger in the role that led him to commit suicide.

Lissy (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 08:24

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Lissy:

1) There is no reason to believe Heath Ledger committed suicide.

2) If Heath Ledger had committed a suicide, you wouldn't be able to trace that to his portrayal as the joker. It wasn't even his last role. His last role is in the upcoming Terry Gilliam film: The Imaginarium of Doctor Parnassus.

3) This picture is appropriate to the text of the article, since it was Joker's intention in this scene to show how meaningless a huge pile of money actually is. What is interesting about the Joker, is that he is fighting political corruption, but wants to replace it with anarchy and utter chaos, which is even worse.

Thank you for the comment, though. 

Hrannar Baldursson, 30.8.2009 kl. 08:39

3 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Lánið frá AGS er eins konar tryggingarvíxill fyrir Visa og Masterkortið okkar.  Við höfum ekkert lánstraust erlendis og eins og fólk sem ekki er með lánstraust getur það ekki fengið Visa kort nema að borga inn á það eða koma með aðra tryggingar.

Um leið og þetta fer inn á okkar reikning þá geta erlendar lánastofnanir farið að endurfjármana lán hér eins og hjá Landsvirkjun.

Þetta AGS lán gerir fátt annað en að rúlla vandanum á undan okkur og yfir á næstu kynslóð.  Annars yrðu öll lán innkölluð og útlendigar gengu að veðum sínum hér á landi og skilanefnd væri skipuð af AGS yfir landið.  Erlendur gjaldeyrir sem fæst fyrir okkar útflutning yrði að fara í gengnum AGS og okkur yrði skammtaðir vasapeningar. Öll erlend bankaviðskipti yrðu að fara í gegnum AGS það sem við værum gjaldþrota.

Andri Geir Arinbjarnarson, 30.8.2009 kl. 09:06

4 identicon

Rét hjá Andra, en gott væri nú að fá um þetta umræðu, einsog Icesave umræðan sýnir okkur.

AGS lánið kostar okkur nettó um 18 milljarða á ári, þótt það standi allt á vöxtum og náttúrlega miklu meira ef við notum það. 

Ég giska á, að ef stjórnvöldum verður ekki veitt aðhald, þá verði lánið uppurið á nokkrum mánuðum, og að þá höfum við lokið við að þjóðnýta tap einkafyrirtækja.

Doddi D (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 10:33

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Hrannar, þetta er áhugaverð hugleiðing hjá þér.  Þetta með "other people´s money"er svolítið ruglingslegt í augnablikinu, en ef við breytum money í tíma (veruleika) þá erum við farnir að nálgast kjarnann.

Hvað á að gera við AGS lánin.  Andri líkir þeim við tryggingarvíxil.  Sumum gengur betur að átta sig á blæbrigðum, sem birtast t.d. myndum og hljóði, en rituðum texta kerfisins.  Það á, eins og þú bendir á, að viðhalda lífinu í hræinu af helsjúku hagkerfi Íslands "just for the show". 

Þetta 30 ára gamla meistaraverk lýsir því nákvæmlega fyrir mér hvernig þetta mun fara fram.

http://www.youtube.com/watch?v=YQWszrZHBPI 

Magnús Sigurðsson, 30.8.2009 kl. 10:43

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Mér sýnist nú á öllu að það sé fjármálakerfið sem hefur verið að nota "other peoples money."

Hugmyndin sem stjórnvöld vinna eftir er arfavitlaus og kenningarnar sem notast er við furðulegar og hafa aldrei skilað velferð til þeirra þjóða sem í hlut eiga.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 30.8.2009 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband