Rofnaði grundvöllur íslenskra lánasamninga við Hrunið?

Það er engan veginn réttlátt að láta lántakann bera allt tjónið. Réttlátt væri ef lántakinn fengi tækifæri til að skila inn bifreið, íbúð eða húsnæði, að gefnum þeim forsendum að viðkomandi er í verulegum greiðsluvanda og þurfi tækifæri, vegna Hrunsins, að byrja aftur á byrjunarreit.

Þegar hugmyndir eins og þessar og þessar eru kæfðar í fæðingu, þá þarf að hlusta á hver það er sem mótmælir, því þar er hugsanlega einhver sem er að græða á óförum annarra og er nákvæmlega sama um hvaðan peningurinn kemur, bara að hann endi í réttum vasa.

Það að "bankar" mótmæli slíkum hugmyndum, áður en tækifæri gefst til að útfæra þær á nokkurn hátt, vekur upp auknar grunsemdir mínar um spillingu og spurningar hvort að eignirnar hafi raunverulegt virði, eða hvort að hér hafi einfaldlega verið um mikilfenglegt peningaþvætti að ræða, sem falið var í uppsprengdu fasteignaverði.

Einhvern tíma heyrði ég Jóhönnu Sigurðardóttur tala um þá hugmynd að Íbúðarlánasjóður gæti tekið yfir íbúðir fólks og leyft þeim þess í stað að leigja út eigin íbúðir. Hvernig stendur þetta mál gagnvart þeim sem tóku lán hjá Ríkisbönkunum?


Þó að þeir sem skulda mikið séu að blæða, þá eru þeir enn minnihluti þjóðarinnar, og peningurinn frá þeim fer til þeirra sem pening eiga fyrir. Því munu þeir sem eiga sífellt berjast gegn því að þeir sem skulda losni undan ánauð. Í Bandaríkjunum þurfti að skera úr slíkum vanda með borgarastyrjöld sem stundum hefur verið kölluð Þrælastríðið.

Það sem ég hef mestar áhyggjur af er hvernig skuldarar fá að liggja blæðandi í götunni mánuðum saman án þess að þeim sé rétt hjálparhönd. Reyndar fá þeir lyf til að halda sér á lífi, en lyf eru ekki lækning. Fólki í verulegum vandræðum fjölgar stöðugt. Enn halda margir að málin reddist að sjálfu sér, en ég er hræddur um að þjóðin sé að falla á tíma. 

Það að 3000 manns mæti á ICESAVE mótmæli en 100.000 á menningarnótt sýnir fyrst og fremst þá veruleikafirringu sem þjóðin þarf að kljást við. Það vilja allir að allt reddist, að allt verði gaman, en það eru alltof fáar hræður tilbúnar að horfast í augu við veruleikann.

Innan skamms hefst afar harður vetur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Setti þetta æa blogg Halldórs Halldórssonar.

Mæltu manna heilastur.

Svo fannst me´r afar ,,viðeigandi" eða hittt þó tilvitnuð ummæli í andófi bankana gegn frumvarpinu.  Þetta birtist í Fréttablaðinu, lesendum til athlægis ;

Samtökin telja það jafnframt „óviðunandi íhlutun í samnings­frelsið að löggjafinn grípi fram fyrir hendur samningsaðila með afturvirkri löggjöf og ónýti þannig gerninga sem þeir hafa sammælst um." Tekið er fram að samtökin telji „afturvirk lög veikja traust á réttarskipaninni meðan festa í löggjöf tryggir öryggi í viðskiptum". Samtökin telja að verði frumvarpið að lögum megi leiða að því líkur að einhverjir kröfuhafar láti reyna á lögmæti lagasetningarinnar fyrir dómi „og krefjist bóta vegna krafna sem til var stofnað fyrir gildistöku laganna og þeim er gert að gefa eftir samkvæmt lagaboði".

Semsagt ÞEIR mega ráðast á gegnið og setja verðbólgu og hækkunarferli í gang að vild EN ekki ríkið til verndar veiðidýrum bankana og löffana.

Bankarnir réðust að gegni Krónunnar með markvissum og undirbúnum hætti ársfjórðungslega sem sjá má á gröfum út gefnum af SÍ um útstreymi gjaldeyris og síðan gengisvísitölu eftir ákvörðun ,,verðbótaþáttar vaxta" í verðtryggingu.

Mun styðja þig í að stuðla að framgangi þjóðhollra stjórnmálamanna innan Sjálfstæðisflokksins.

Miðbæjaríhaldið.

Bjarni Kjartansson, 24.8.2009 kl. 08:48

Bjarni Kjartansson, 24.8.2009 kl. 08:55

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Halldór er Jónsson

Biðst velvirðingar og geri hér yfirbót.

Bjarni Kjartansson, 24.8.2009 kl. 09:48

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk fyrir þetta.

Ásdís Sigurðardóttir, 24.8.2009 kl. 14:08

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Góð yfirferð yfir ástandið.

Almenningur á erfitt með að kyngja því að annar glæpflokkur sé tekinn við af hinum fyrri

Fólk hefur einfaldlega ekki tilfinningakerfi til þess að taka við þessum ósköpum.

....og á það treysta stjórnmálamennirnir en ég bíð ekki í ástandið þegar almenningur vaknar upp.

Tilfinningakerfi almennings þróast nefnilega með nýrri reynslu og verður viðbúinn því að skilja þetta einn góðan veðurdag og þá verður allt vitlaust spái ég.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 24.8.2009 kl. 17:19

5 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Það stefnir í harðan og erfiðan vetur félagi. Það eitt er víst.

Guðmundur St Ragnarsson, 24.8.2009 kl. 22:46

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er farin að sjá fram á það að það verði ekki hægt að kjósa neitt annað en Framsókn  í framtíðinni.  Hinir styðja allir IceSlave samninginn. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.8.2009 kl. 01:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband