1. Don Hrannar skrifar frá Noregi: Heimsborgari eða heimborgari?

 


 

Ég er feginn að vera kominn með fjölskyldu mína úr landi, þó að mikil óvissa bíði okkar. Við höfum ekki atvinnu, börnin ekki komin í skóla og við tölum varla tungumálið. Hins vegar eigum við góða vini að sem hafa veitt okkur húsaskjól og styðja okkur við atvinnuleit, með góðum ráðum fyrir börn okkar og framtíð.

Á þessum áratug hef ég tapað eignum í fellibyl, flóði og fjármálakreppu, starfað sem kennari í Mexíkó, Costa Rica, Ecuador og Íslandi, verið námsráðgjafi gegnum Netið fyrir framúrskarandi nemendur í Bandaríkjunum, kennslubókaráðgjafi í Puebla, fararstjóri Mexíkó og Kúbu, þýðandi, skákþjálfari, vefsíðustjóri, við hönnun rafræns kennsluefnis, upplýsingaöryggi, sem tæknihöfundur, verkefnastjóri í upplýsingatækni, þýtt stærðfræðivef yfir á spænsku, verið verkefnastjóri bjartsýni.is hjá forseta Íslands, verið formaður húsfélags og vefstjóri hjá Hagsmunasamtökum heimilanna í nokkra mánuði. Þar að auki tók ég upp hjá sjálfum mér rétt fyrir kosningar að styðja Borgarahreyfinguna með bloggskrifum rétt fyrir kosningar, og var sáttur við launin - fjórir gagnrýnir hugsuðir (vona ég) á þing. Einnig hef ég tekið þátt í skákmótum þegar tími hefur gefist til, skrifað um kvikmyndir, bloggað um ýmislegt sem mér hefur þótt skipta máli og sinnt fjölskyldunni.

Ég hef kynnst mörgu góðu fólki á leiðinni um heiminn og í störfum mínum, og kynnst því sem fylgir því að næla í heimsmeistaratitil. Ég hef ekki tekið hefðbundið sumarfrí sem felst í að liggja á sólarströnd og sötra bjór, en frá árinu 2000 hef ég heimsótt Mexíkó, Guatemala, Belize, Costa Rica, Ecuador, Kúbu, Bandaríkin, Danmörk, England, Spán, Tékkland, Þýskaland, Namibíu, Noreg, Ísland og hið ofursjálfstæða ríki Vestmannaeyjar. Í gær heimsótti ég svo Svíþjóð í fyrsta sinn.

Það má segja að ég sé að lifa lífinu, þó að mér líki samt best að sitja við tölvu inni í herbergi og skrifa, hvort sem ég blogga eða skrifa sögur. 

Ég mun ná þeim markmiðum sem þarf til að fjölskylda mín fái að lifa mannsæmandi lífi við hófleg kjör, enda með góða menntun, mikla starfsorku, er heilsteyptur og heilbrigður, og vil láta gott af mér leiða, og fái ég tækifæri til þess, geri ég það.

Er ástæða til annars en bjartsýni?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ekki nokkur ástæða til annars en bjartsýni.. ekki veit ég hvað þú ert menntaður í en.. núna er sumarleifistími norðmanna að hefjast og þá vantar venjulega alltaf fólk í vinnu.. ég hef sjálfur tekið þá ákvörðun um að flytja af landi brott til noregs sem fyrst. þarf að ná samkomulagi við vinnuveitenda minn fyrst hér á landi..

Ef það er eitthvað sem þú þarfnast aðstoðar við í noregi þá skaltu ekki hika við að senda mér pm og ég mun hjálpa þér eftir bestu getu.

Óskar Þorkelsson, 3.5.2009 kl. 12:04

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Satt segirðu, engin ástæða til annars en bjartsýni. Þegar einar dyr lokast opnast aðrar ef maður er tilbúinn. Og auðvitað er í mér taug sem öfundar þig af stóra skrefinu. Hér í 101 er annars sæmilegasta veður ...

Berglind Steinsdóttir, 3.5.2009 kl. 12:05

3 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Til hamingju með að vera kominn til Noregs. Vonandi fáið þið góða vinnu sem fyrst. Hlakka til að lesa bloggin þín frá Noregi.

Guðríður Haraldsdóttir, 3.5.2009 kl. 12:06

4 Smámynd: Ómar Ingi

Gangi þér sem allra allra best vinur vonandi eru bíóin í lagi þarna úti

Bestu kveðjur til Noregs

Ómar Ingi, 3.5.2009 kl. 12:17

5 Smámynd: arnar valgeirsson

það er leitt að ástæður flutninganna skuli vera svona ömurlegar sem þær eru, en þú hefur nú þokkalega ferilskrá og ættir að komast að í vinnu fljótlega. tungumálið lærist ef maður vill, en best að umgangast þó ekki eingöngu íslendinga yfir daginn... veit það af eigin reynslu.

hef þá trú að þú eigir eftir að koma fjölskyldu þinni vel fyrir, þó það taki einhverja mánuði að komast á rétt ról.

gangi ykkur vel.

arnar valgeirsson, 3.5.2009 kl. 12:21

6 identicon

Það hljóta að vera mjög mörg tækifæri í Noregi fyrir duglegt fólk, tæpar fimm miljónir manna, efnahagur þarna er traustur og landið stórt.

Ég fór um daginn í vikufrí til Osló og það sem ég tók eftir nú sem aldrey fyrr í ferðalögum mínum erlendis að verðlag þar er tvöfalt á við hér; en meðallaunin eru margföld miðað við þá taxta sem svonefndir "verkalýðsleiðtogar" hér hafa samþykkt.

Þetta er gott land - gangi ykkur vel ! Og endilega halda áfram að blogga.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 12:39

7 identicon

Sorglegt ef hæfileikafólki með unga fjölskyldu finnst flutningur af landi brott eina leiðin til að skapa sér mannsæmandi líf. Ég vona að svo hafi ekki verið í ykkar tilfelli.

Það væri gaman að heyra hvaða væntingar þið hafið; hvaða vandamálum þið þurfið að takast á við; hvernig ykkur gengur, svona almennt. Áreiðanlega finnst mörgum brottflutningur góður kostur, eins og málin standa, og þið gætuð gefið dýmætar upplýsingar um hvað honum fylgir.

Forvitin um hvers vegna þið völduð Noreg sem ykkar framtíðarland? Kannski er Noregur bara millilending?

Gangi ykkur allt í haginn.

Agla (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 13:19

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég óska þér og fjölskyldu þinni alls hins besta í nýju landi Noregur er gott land, þar hef ég dvalið.  Blessun fylgi störfum þínum.

Ásdís Sigurðardóttir, 3.5.2009 kl. 13:40

9 Smámynd: Sigurjón

Maður með þetta Curriculum vitae ætti ekki að vera í vandræðum með að finna vinnu í Norðvegi.  Ég er alla vega bjartsýnn fyrir þína hönd.  Megi gæfan fylgja þér og fjölskyldunni í ríkisveldi forfeðra okkar...

Sigurjón, 3.5.2009 kl. 14:58

10 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Við íslendigar erum svo heppnir að eiga gott vegabréf og geta flakkað um heiminn þveran og endilangan. Við getum líka sest að í því landi sem okkur fýsir hverju sinni, án þess að vara send til baka eða í flóttamannabúðir, eins og við rekum suður með sjó.

Gangi þér vel í Noregi með þig og þína, minn ágæti bloggvinur Hrannar.  Noregur er fallegt og gott land og til hamingju með þá ákvörðun að hafa valið Noreg. Ef þverhausarnir, landar mínir vilja ekki vera áfram í samfélagi þjóðanna og ganga í ESB, þá kemur Noregur vel til greina sem heimaland.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 3.5.2009 kl. 15:58

11 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Engin ástæða til annars Hrannar. Gangi þér og þínum vel í Noregi. Þetta er flott resumé og nossarar mega verið heppnir.

Megi mátturinn vera með þér félagi.

Guðmundur St Ragnarsson, 3.5.2009 kl. 17:03

12 identicon

Gangi þér vel vinur ... strax farinn að sakna þín ... Hver veit nema maður kíki á þig í heimsókn þegar þú ert búinn að koma þér fyrir.

kv. Svenni

Svenni Jons (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 19:34

13 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Þér verður ekki skotaskuld úr þessu Don. Þeir éta þig Norðmenn þegar þeir komast að því hvað þú kannt fyrir þér. Rétti tíminn til að fara út. Gangi þér vel.

Guðmundur Pálsson, 3.5.2009 kl. 20:46

14 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Gott að vita að þið eruð í góðum höndum. 

Bestu kveðjur og vegni ykkur vel.

Tómas Ibsen Halldórsson, 3.5.2009 kl. 20:59

15 identicon

Leiðinlegt að hitta ekki á þig áður en þú lagðir í'ann. Við verðum í bandi vinur og vertu alveg viss um að þetta fer á besta veg. Þú ert nú einu sinni toppmaður.

Bestu kveðjur.

Hafliði Ingason (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 21:10

16 Smámynd: Sigurjón

Hólmfríður: Bara svona til að halda því til haga, þá er Noregur einmitt ekki í ESB...

Sigurjón, 4.5.2009 kl. 00:47

17 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég óska þér og fjölskyldu þinni góðs gengis í Noregi.  Þú ert náttúrulega Heimsborgari. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.5.2009 kl. 00:47

18 Smámynd: Billi bilaði

Gangi þér vel.

Billi bilaði, 4.5.2009 kl. 01:06

19 Smámynd: Anna

Það er ekki annað en að sjá að þú sért fullur bjartsýni og eldmóðs. Þér eru örugglega allir vegir færir með þína reynslu  í farteskinu. Það verður gaman að lesa bloggin frá Noregi.  Gangi ykkur  allt sem allra best

Anna, 4.5.2009 kl. 07:27

20 identicon

Gangi ykkur allt í haginn! Kemst þó hægt fari stendur einhversstaðar! Gamall kennari.

Þórdís Hrefna Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 09:39

21 Smámynd: Hrannar Baldursson

Takk öll saman fyrir hvatninguna og góðar kveðjur. Ég hef verið upptekinn við að sækja um störf og því ekki getað svarað ykkur fyrr.

Óskar: Kærar þakkir. Það hefur mikið af fólki strax sýnt mikinn stuðning í Noregi. Ég er sannfærður að þetta muni ganga upp fyrr eða síðar. 

Berglind: Maður er orðinn ansi vanur þessum stóru skrefum, og gott að vera ágætlega kunnugur í heiminum. Það er aldrei að vita hvað kemur út úr þessu á endanum. Örugglega eitthvað gott og skemmtilegt, og jafnvel eitthvað gagnlegt.

Guðríður: Þó að eitthvað sé að kreppa að í Noregi eins og heima, þá hef ég fulla trú á að þetta gangi upp. Maður þarf bara að koma sjálfum sér á framfæri.

Ómar Ingi: Ég viðurkenni manna fyrstur að aðgengi að góðum bíómyndum virðist ekki jafngott í Noregi og heima á Íslandi. Hef reyndar engan tíma til að glápa á kvikmyndir þessa dagana, en það kemur.

Arnar: "Það þarf alltaf einhvers konar krísu til að fólk flytji úr landi", sagði konan mín mér í morgun. Í okkar tilfelli hefur það alltaf verið satt. 

Hákon: Verðlagið hér í Noregi er ekki bara tvöfalt. Það er stundum margfalt. Í gær fór ég út á bensínstöð og ætlaði að kaupa mér Coke Light, en hugsaði mig þrisvar um þegar ég hafði umreiknað verðið yfir í íslenskar krónur. Sakleysislegar 25 krónur norskar eru nefnilega 500 krónur íslenskar fyrir eina plastflösku af svartri og sykurlausri gervigleði.

Agla: Ef við erum hæfileikafólk, sem ég trúi að við séum, þá er það satt í okkar tilfelli. Ríkið er ekki að gera nóg fyrir fólk sem var að koma sér fyrir á miðjum þessum áratug, nýkomið heim annað hvort úr námi eða öðru. Ég er meira þessi frjálsa týpa og uni mér og mínum börnum engan veginn að sitja 'hugsanlega' í skuldafangelsi allt lífið. Ég vil ekki að líf mitt snúist endalaust um peninga og að geta borgað síðustu afborgun. Þess vegna er ég meira en sáttur við að flytja út. Við völdum Noreg einfaldlega vegna þess að þar eigum við bæði góða að og konuna mína hefur lengi langað að flytja hingað. Þar að auki er frekar auðvelt að hoppa frá Noregi út um allan heim, þannig að aldrei er að vita hvort þetta sé millilending eða ákvörðunarstaður.

Ásdís: Takk.

Sigurjón: Svarið sem ég fæ yfirleitt þegar fólk les mitt CV er 'Very interesting'. Það kitlar mig svolítið. Stundum held ég að ég sé aðeins of fjölhæfur.

Hólmfríður: Satt er það. Vegabréfið íslenska er ágætt, og án undantekninga hafa Norðmenn tekið mér vel þegar ég segi þeim af þjóðerni mínu, sýna umhyggju og spyrja um stöðuna heima. Ég hef hvergi rekist á neikvæða fordóma gagnvart okkur, bara jákvæða.

Guðmundur: Takk fyrir það.

Svenni: Þú veist að þú ert alltaf velkominn. Mi casa, su casa - mig vantar bara húsnæði. Þakka þér kærlega fyrir hjálpina heima. Góð vinátta eins og okkar er ómetanleg.

Guðmundur: Þetta er vonandi rétt hjá þér. Þetta er bara spurning um hver verður fyrstur til að uppgötva hvað ég hef upp á að bjóða. Erfitt að orða þetta á hógværann hátt.

Tómas: Takk.

Hafliði: Ég skrepp nú heim í þessum mánuði. Hef samband.

Jóna: Takk, ég rétt vona að maður geti kallað sig heimsborgara og staðið uppréttur undir þeim titli.

Billi: Takk

Anna: Takk. Matthew Lipman, einn af mínum eftirlætis kennurum, og kemst í hóp með þeim Páli Skúlasyni, Þorsteini Gylfasyni, Ástu Björk Sveinbjörnsdóttur og Nirði P. Njarðvík sem þeir lærimeistarar sem ég ber mesta virðingu fyrir, sagði mér einmitt eftir að þurfti að veita mér þær upplýsingar að ég fengi ekki námsstyrk í USA, og ég hafði samt ákveðið að halda áfram með námið á námslánum, að ég væri "Fountain of Optimism". Þegar ég hef upplifað erfiða tíma man ég enn eftir þessu góða augnabliki sem gefur mér ákveðinn innblástur. Og alltaf tekst mér að finna einhverjar leiðir - þó að þær leiði ekki allar til sigurs.

Þórdís: Gaman að sjá að þú sért að lesa bloggið. Ertu ennþá í FB? Kveðja frá gömlum starfsfélaga og fyrrum nemanda. Kærar þakkir fyrir kveðjuna.

Hrannar Baldursson, 4.5.2009 kl. 12:28

22 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Gangi þér og þinni fjölskyldu vel. Ég held að þið hafið tekið rétta ákvörðun með að flytja til Noregs. Kannski á maður eftir að gera slíkt hið sama líka, hér heima er allt að sökkva meira og meira niður á við. Finnast engar lausnir hjá ,, nýju,, ríkisstjórninni nema að þrátta um ESB.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 4.5.2009 kl. 17:39

23 identicon

Ég var ad skoda kvikmyndavef thinn.  Ég veit ekki hvort thú hefur séd thessa mynd en ég maeli med henni: 

Ef thú hefur ekki séd myndina thá maeli ég med thví ad thú lesir ekki um hana ádur en thú sérd hana.

Thú getur nálgast myndina hér í Noregi:

http://www.nfi.no/filmbutikken/tittel.html?id=13632

Leigubílstjóri í Boston á staersta safn tómra C-11 tvottaefnispakka í heiminum (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 22:27

24 identicon

Reyndu nú ad komast sem fyrst útúr thví ad umreikna allt yfir í íslenskar krónur. Um leid og thad tekst, thá ertu hólpinn.

Gangi ykkur vel í Noregi. 

Jóhann (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 06:42

25 identicon

Gangi þér illa, vonandi færðu ekki vinnu.

Þorsteinn (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 11:41

26 Smámynd: Hrannar Baldursson

Guðbjörg: Ég vona að ástandið fari nú að lagast heima.

Leigubílstjór: Ég hef ekki séð House of Games. Takk fyrir ábendinguna.

Jóhann: Jamm. 

Þorsteinn: Hvernig gengur í Köben? Þakka óheillaóskina. Þörf á slíku líka.

Hrannar Baldursson, 6.5.2009 kl. 11:50

27 identicon

Hehe.. Það var lítið vinur minn. Það voru allir svo ofboðslega jákvæðir að það var ekkert annað í stöðunni en að vera með óheillaóskir

Ég er í námi hérna í Köben sem gengur vel, er að klára í sumar sem er klárlega ekki besti tíminn, svo er bara sjá til með framhaldið. Atvinnuhorfur hér í Köben eru ekkert spes en ég tel að það sé alltaf möguleiki að fá vinnu fyrir duglega menn.  Plan B er eiginrekstur og Plan C er að róa á önnur mið til t.d. Kanada. 

Ég tel mig verða að láta óskirnar óhreyfðar en bið þig í staðinn vel að lifa og njóta þess að vera laus úr skuldafangelsinu á Íslandi. 

Bestu Kveðjur frá Köben

Þorsteinn

Þorsteinn (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 07:53

28 identicon

Maður fréttir allt síðastur greinilega.

Gangi þér rosalega vel þarna úti og tékkaðu svo á hentugum skákklúbb.

kv. Palli.

Páll Sig (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 00:36

29 Smámynd: Hrannar Baldursson

Sæll Palli,

Er þegar farinn að kíkja eftir norskum skákklúbbum. Ég hlýt að finna einhvern við hæfi með haustinu.

Hrannar Baldursson, 14.5.2009 kl. 06:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband