Önnur mynd sem ég verð að deila með ykkur

Össur heldur í hönd Ögmundar til hughreystingar, en allir voru frekar vondir við Ögmund í Kosningasilfri Egils. Það eina sem hann gerði af sér var að rökstyðja skoðun sína í smá snú-snú, en hann gerði greinarmun að það væri lýðræðislegt að leyfa þjóðinni að kjósa um aðildarviðræður að Evrópusambandinu og síðan um hvort að samningurinn yrði samþykktur, og því að sækja strax um aðild og leggja samninginn svo undir þjóðaratkvæðagreiðslu. 

Egill sagði að hann væri að fara í hringi, en Ögmundur sagði að Egill væri of þröngsýnn til að sjá út fyrir kassann.

Eftir áreiti frá öllum hinum í kappræðunni fær Ögmundur allt í einu hjálp úr óvæntri átt, frá fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Þorgerði Katrínu - en Össur grípur strax í lófa Ögmunds til að... ég veit ekki.

Myndin segir fleira en þúsund orð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Horfði á þetta í sjónvarpinu í gær. Hreinlega óborganlegar samræður!

Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 00:52

2 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Þeir eru svo flottir, stjórnmálamennirnir okkar.

Guðmundur St Ragnarsson, 27.4.2009 kl. 02:04

3 Smámynd: Ómar Ingi

Greyin

Ómar Ingi, 27.4.2009 kl. 08:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband