Af hverju mun ég kjósa X-O?

Ég hef tapað miklu síðan í október: eignir mínar í heimili og bíl hafa fuðrað upp. Ég missti vinnunna í janúar fyrir að verja 10 vinnustundum í október og nóvember við að hvetja aðra Íslendinga áfram með að stofna bjartsyni.is ásamt forseta Íslands en í óþökk yfirmanns míns, og er að flytja úr landi. Með þessum skrifum vonast ég til að geta skilið eftir mig óeigingjarna og heiðarlega hugsun sem getur hjálpað fólki við að taka góða ákvörðun. 

Frumforsenda þess að ég get hugsað mér að kjósa stjórnmálaflokk, er ef hann hefur staðist eðlilegar og sanngjarnar kröfur um heiðarleika. Því miður tel ég aðeins einn flokk standast þessar kröfur, og rökstyð mál mitt hér að neðan. Það er fyrst og fremst vegna andstöðu minnar við spillinguna sem birst hefur í hinni hefðbundnu flokkapólitík að ég sé mig knúinn til að berjast gegn þeim öflum, með fátæklegum skrifum mínum - ég hef ekkert annað - sem sýnt hafa að þeim sé ekki treystandi.

 

big-falkinnxdbm_jpg_550x400_q95
 

 Árið 2007 lagðist ég í miklar pælingar á stefnum allra flokka, en uppgötvaði mér til skelfingar eftir rúmlega mánuð af samstarfi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar að allt hélt áfram í sama farinu - Samfylkingin var búin að gleym að hún ætlaði að fella niður verðtrygginguna, hún var búin að gleyma að hún ætlaði í Evrópubandalagið, hún var búinn að gleyma að hún ætlaði að einbeita sér að lýðræðislegri stjórnmálum. Ég botnaði ekkert í hvað var að gerast. Nú þegar komið hefur í ljós að stjórnmálamenn hafa verið á launum hjá fyrirtækjum úti í bæ, fer maður að skilja hlutina aðeins betur.

 


Ég virði Framsókn sem og Sjálfstæðisflokk fyrir að reyna endurnýjun í sínum röðum, en held að slíkir hlutir þurfa að malla mun lengur en í fáeina mánuði til að skila sér. Fyrir endurnýjun voru þessir tveir flokkar á kafi í greiðslum frá fyrirtækjum og hafa ekki birt upplýsingar til að gera hreint fyrir sínum dyrum, og munu því alls ekki fá mitt atkvæði næstu helgi.

Hugsanlega aldrei aftur. En sjáum til.

Reyndar hef ég aldrei kosið annan þessara flokka. Málþófið, ofurstyrkir og leynd yfir fjárhagsvanda þjóðarinnar var Harakiri sjálfstæðisflokksins. Ég vil samt gefa Framsókn frí, enda er greinilegt að þeir eru að reyna að smeygja sér inn út um allar smugur með ansi loðnum en samt furðulega skýrum svörum um afstöðu. Skilyrðin eru bara svo mörg, eins og fyrir inngöngu í ESB að einfaldara væri að segja hreint Nei, en það er bara ekki jafn klókt.

 

c_documents_and_settings_gisli_freyr_og_rakel_my_documents_my_pictures_ihald_is_myndir_samfylking

Samfylkingin endurnýjaði ekkert nema formanninn, og stóð sig hræðilega í stjórn með Sjálfstæðisflokknum, en hefur hins vegar sýnt lit í stjórn með VG, en virðist samt frekar úrræðalaus þegar kemur að því að koma okkur út úr kreppu - heimilin eru að drukkna og þó þeim hafi verið réttur kútur og korkur, þá er langt í frá að verið sé að kenna fólki að synda. Einnig hafa verið að berast fréttir af háum greiðslum til flokksins og sumra einstaklinga, og þetta fólk hefur ekki gert hreint fyrir sínum dyrum; þar af leiðandi er Samfylkingin útilokuð.

 

xp2pix301.sflb

 

Lýðræðishreyfingin er því miður ekki trúverðug, þó að hún hafi háværan og duglegan forystusauð sem ég hef lúmskt gaman af, sem virðist þó sækja sér fólk á lista með frekar vafasömum hætti. Það er ekki heiðarlegt. Ég sá framboðsþátt á Stöð 2 í fyrradag, og ætlaði ekki að trúa mínum eigin eyrum þegar fulltrúi Lýðræðishreyfingarinnar hélt sína ræðu og svaraði sínum svörum, af virðingu við viðkomandi mun ég ekki nefna hann á nafn.

Vinstri Grænir hafa verið sigursælir við að sýna fram á að þeir séu heiðarlegir og með hreinan skjöld. Það er frumforsenda nokkurs stjórnmálaflokks. Fyrir það eitt kemur VG til greina. En til að fá atkvæði mitt er ekki nóg fyrir stjórnmálaflokk að sýna fram á heiðarleika - slíkt er að mínu mati einfaldlega frumforsenda sem fáránlegt er að allir geta ekki farið eftir.

Hinn flokkurinn sem kemur til greina þar sem hann hefur ekki sýnt óheiðarleika er Borgarahreyfingin, enda hefur hún reyndar ekki fengið tækifæri til spillingar - og hefur reyndar það skýr markmið og virðist reyndar ekki að taka afstöðu gagnvart málum sem ekki eru á dagskrá hjá þeim - en ég á reyndar erfitt fyrir mér að sjá Þráin Bertelson á Alþingi að ræða ekki eitthvað mál sem kemur upp og er ekki tengt stefnumálum Borgarahreyfingarinnar. Hann er einfaldlega búinn að sýna í gegnum árin að sem listamaður kemur honum allt við og hefur ríka þörf fyrir að tjá sig. Samt er Borgarahreyfingin álitlegur kostur, þar sem að ég sé ekkert að því að stjórnmálamenn hafi skoðanir á hinu og þessu og komi þeim á framfæri, bara alls ekki með málþófi vinsamlegast.

Hugsum okkur lítinn flokk komast á þing með tvo þingmenn. Viðkomandi flokkur gæti beitt sams konar málþófi og Sjálfstæðisflokkur gerði gegn stjórnlagaþingi og lamað þingið detti þeim það í hug að þvinga einungis sínum eigin málum í forgang.

Semsagt vegna skorts á trausti og heiðarleika koma aðeins tveir flokkar til greina fyrir mig: VG og Borgarahreyfingin. En ekki er allt sem sýnist.

 

 

VG virðist hafa sýnt heiðarleika og ekki hefur vissulega ekki brugðist sínum kjósendum. Aftur á móti líkar mér afar illa við hvernig VG misnotaði aðstöðu sína eftir að hafa komist í stjórn til bjargar efnahags þjóðarinnar, og komu í gegn gælumálum sem þau höfðu barist árangurslaust fyrir í tíu ár. Þó að það hafi verið góð mál, eins og að banna vændi á Íslandi, nokkuð sem ber reyndar að fagna - en átti ekki erindi á þessu augnabliki, og aukin vernd fyrir börn gegn andlegu og líkamlegu ofbeldi - sem voru reyndar ekki vel unnin lög að mínu mati, eins og ég hef áður útskýrt á blogginu, þá hefur VG ekki sýnt heiðarleika með því að misnota aðstöðu sína á þennan hátt. Troða sínum málum í gegn þegar björgun heimila hefði átt að vera í algjörum forgangi. 

Einnig er ég ósáttur við hvernig Reykásinn var tekinn á fjármálaumræðuna strax og völdin voru komnar í þeirra hendur - allar kröfurnar sem gerðar voru í stjórnarandstöðu um skjaldborg fyrir heimilin virðast hafa snúist upp í andstöðu sína. Þeir mega eiga það að af svínunum í forarpyttinum, þá eru þau hreinust.

Samt skil ég að það er pólitískt að misnota aðstöðu sína og ég væri barnalegur ef ég sætti mig ekki við það. En ég er barnalegur og sætti mig ekki við slíkt. Reyndar falla skoðanir heldur ekki með öllum áherslumálum VG, því mér finnst þær sumar frekar öfgakenndar - en það er meginástæða þess að ég mun ekki kjósa þá. Hins vegar fyrir þá sem ætla að kjósa VG, eruð þið tilbúin að kjósa flokk sem lætur tilganginn helga meðölin, bara á annan hátt en hinir flokkarnir?

Þegar spillingin snýst um peninga hjá Sjálfstæðisflokki, Samfylkingu og Framsóknarflokki, en um pólitísk klókindi hjá Lýðveldishreyfingunni og Vinstri Grænum, þá með fullri virðingu fyrir þessum fimm flokkum sem ég treysti ekki til að fara með stjórn Íslands, kemur ekki til greina að greiða neinum þeirra atkvæði.

Þá er bara einn kostur eftir: Borgarahreyfingin. Reyndar gæti ég líka skilað auðu eða sleppt því að kjósa, en þá yrði atkvæði mitt ógilt og atkvæði þeirra sem kjósa einhvern af þessum fimm flokkum fengju aukinn styrk. Það vil ég forðast.

Ég vil taka fram að þó ég fordæmi þessa fimm flokka sem spillta, þá er fjöldi einstaklinga í þeim heiðarlegt og gott fólk - en ég fæ ekki að kjósa um einstaklinga, aðeins flokk - þess vegna kemur þetta fólk ekki til greina. Það eru einstaklingar í VG, Framsókn, Samfylkingu, og jafnvel Sjálfstæðisflokki sem kæmu til greina fyrir mig í persónukjöri, en ekki sem hluti af spilltum flokki.

 

borgarahreyfingin

 

Eini flokkurinn sem stendur eftir er semsagt Borgarahreyfingin eða ekkert. Það er X-O eða að skila auðu.

Þetta er grasrótarflokkur með venjulegu fólki sem ofbauð ástandið og mótmælti því með búsáhöldum og greinaskrifum. Þau ætla sér ekki að verða atvinnupólitíkusar og munu leggja flokkinn niður eftir að hafa náð markmiðum sínum, sem felast í stjórnlagaþingi, persónukjöri, leggja niður verðtryggingu og borga fólki til baka það sem búið er að dæla frá þeim með ofurvöxtum frá 1. janúar 2008 (eða með öðrum orðum gera verðtrygginguna afturvirka til 1. janúar 2008) en það tel ég að muni aldrei nást því að þá munu bankarnir hrynja aftur, því einu fæturnir sem þeir standa á eru einmitt þessir peningar sem verið er að dæla úr hjörtum þeirra sem skulda. Þrátt fyrir þessa óraunhæfu kröfu er hún réttlát, og ég styð hana.

Ég hef ákveðið að gefa þessum flokki tækifæri, einfaldlega vegna þess að hann sér sig ekki sem flokk og þar sem að hinir flokkarnir eru allir búnir að sýna afskræmda sál sína - og góðar ástæður til að berjast gegn þeim.

Þó að Borgarahreyfingin hafi ekki klækjarefi og reynslubolta stjórnmála í sínum förum, og þrátt fyrir að hafa fyrrverandi Framsóknarmann í forystu, þá held ég að ef einhver flokkur geti kynnt sig sem fulltrúa fólksins í landinu, þá er það hann. Þetta er fólkið sem sat úti í sal þegar Ingibjörg Sólrún sagði hátt og snjallt, oftar en einu sinni: "Þið eruð ekki þjóðin!"

Við erum víst þjóðin!

Þess vegna kýs ég X-O

 


Með fullri virðingu,

Hrannar Baldursson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Flott samantekt hjá þér, ég hef ekki svona góða þekkingu á þessu pólitíska vafstri, en ætla að láta hjartað ráða að þessu sinni (með "dash" af skynsemi og kjósa X - O!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 22.4.2009 kl. 10:29

2 identicon

Sæll,

Þú minnist ekkert á Frjálslynda flokkinn í þessari yfirferð þinni.  Annars gott yfirlit og ég er sammála flestu sem kemur fram hjá þér og ætla að kjósa X-O

Þröstur (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 10:53

3 identicon

Sammála þessu. Ég ætla kjósa X-O líka. Fjórflokkarnir hafa platað og logið að okkur í 60ár og nú er nóg komið.

Guðjón (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 10:54

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þetta er eins og talað út úr mínu hjarta.

Sigurður Þór Guðjónsson, 22.4.2009 kl. 10:58

5 Smámynd: Hrannar Baldursson

Þröstur, takk fyrir ábendinguna.

Ég játa og viðurkenni að ég gleymdi algjörlega Frjálslynda flokknum. Ég hef ekki orðið var við neina spillingu frá þeim, og ættu þeir því að koma jafn mikið til greina fyrir mig og VG. Hins vegar er Frjálslyndi flokkurinn algjörlega sundraður og án einingar í mínum huga - og það er sjálfsagt þess vegna sem ég gleymi honum. Þessi flokkur hefur einfaldlega hvorki náð eyrum mínum né hug á nokkurn hátt.

Ég kíkti aðeins á heimasíðu Frjálslynda flokksins, og þar efst er grein sem heitir "Af hverju þið kjósið Frjálslynda flokkinn á laugardaginn" sem skrifuð er af Ástu Hafberg. Þar kemur sérstaða flokksins fram í upphafi greinar: "Sérstaða hans, miðað við flokka sem stofnaðir voru á svipuðum tíma, að hann var ekki stofnaður á  grunni annars flokks."

Engin furða að ég skuli hafa gleymt þeim. Mér sýnist þessi flokkur vera til, til þess eins að vera til.

Hrannar Baldursson, 22.4.2009 kl. 11:04

6 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Lengi lifi heiðarleiki, hugrekki, réttsýni og réttlæti! Þeir sem láta stýrast af góðum hugsjónum sínum sem ekki skaða aðra, og gera það ekki síður í verki en orðum, eru mjög virðingarverðir. Þrátt fyrir mótbyr í bili, sem síðar meir mun sjást að var aðeins herðing á góðum karakter, uppskera slíkir menn það sem marga aðra skortir: frið í sálu sinni, fullvissuna um að hafa breytt rétt og í þjónustu við aðra eða öðrum jafnframt til góða. Það mættu fleiri leitast við að gera upp hug SINN á sínum persónulegu forsendum og almannaheillar, eins og hér er dæmi um, og komast þannig að bitastæðri niðurstöðu. Til hamingju Hrannar með þitt framlag og gangi þér vel á nýjum slóðum!

Kristinn Snævar Jónsson, 22.4.2009 kl. 11:12

7 identicon

Þú átt heiður skilinn fyrir þinn þátt í "blogginu".  Haltu því áfram, hvar sem þú verður.  Bestu þakkir fyrir að stofna bjartsyni.is

Sigurður Þórðarson (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 11:54

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

mjög góð samantekt hjá þér.. og ég held bara að ég fylgi þér út og utan...

Óskar Þorkelsson, 22.4.2009 kl. 12:17

9 Smámynd: Hrannar Baldursson

Jóhanna, Guðjón, Sigurður Þór, Kristinn, Sigurður og Óskar: Kærar þakkir fyrir hlýjar kveðjur.

Hrannar Baldursson, 22.4.2009 kl. 12:33

10 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Mjög góð skrif Hrannar og eins og talað úr mínu hjarta. Gangi þér vel á nýjum slóðum.

Rut Sumarliðadóttir, 22.4.2009 kl. 13:29

11 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Mjög góð grein hjá þér Hrannar. Ég hef engu við þetta að bæta og er sammála þér eins og fyrri daginn.

Sæmundur Bjarnason, 22.4.2009 kl. 13:48

12 Smámynd: Sigurjón

Góð grein hjá þér Hrannar.  X-O!

Sigurjón, 22.4.2009 kl. 13:50

13 identicon

Nennti ekki ad lesa thetta núna.  En ég treysti thinni dómgreind til thess ad komast ad réttri nidurstödu.

Ég sá ad thú útilokar framsókn og spillingarflokkinn og er thad gott.  Ég veit ekki hvort thú tókst Frjálslyndaflokkinn med í reikningin...sá ekki merkid a.m.k..

Af fyrstu línunum ad daema thá hafa afleidingar heimskulegrar landsstjórnar skadad efnahag thinn og leitt til thess ad thú misstir vinnuna.  Leidinlegt ad heyra thad og ég vona ad adstaedur verdi thér í hag í framtídinni og ad thú og thín fjölskylda verdi fjárhagslega sjálfstaed og rúmlega thad.

Geturdu ekki bara notad gömlu svuntuna? (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 14:09

14 identicon

Frábær samantekt og líkt og talað úr mínu hjarta. Þráinn Bertelsson er eina ástæðan fyrir því að ég hika við að haka O

Rúnar Jóhannesson (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 14:26

15 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Vel gert kæri Hrannar, ég er sammála nánast hverju orði! Er ekki sagt á ensku "great minds think alike", þegar við gerum svona svipaðar greinar, en með mismunandi áherslum þó. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 22.4.2009 kl. 14:34

16 Smámynd: Hrannar Baldursson

Rut, Sæmundur, Sigurjón, Geturdu ekki bara notad gömlu svuntuna , Rúnar og Guðsteinn: Kærar þakkir

Og Guðsteinn: skemmtileg tilviljun að við skulum hafa gert nákvæmlega sömu mistök.

Hrannar Baldursson, 22.4.2009 kl. 15:42

17 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Heiðarleg samantekt huxandi manns.

Baráttukveðjur til þín og þinna í veröldinni víðu.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 22.4.2009 kl. 17:03

18 identicon

X O

Það er málið af minni hálfu

Kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 17:29

19 identicon

confused smiley #17446 Finnst VG í heild heiðarlegir.  Það eru jú alltaf heiðarlegir menn í spilltum flokkum og óheiðarlegir í þeim óspilltari.  En vegna þess að við getum ekki valið fólk, gæti Borgarahreyfingin orðið mitt val.   Þakka góðan pistil.  Og kannski förum við hin líka utan.  Í stórum stíl.

EE elle (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 18:11

20 Smámynd: Róbert Björnsson

Hjartanlega sammála þér Hrannar - ég komst að nákvæmlega sömu niðurstöðu fyrir mánuði síðan þegar ég greiddi mitt utankjörstaðaratkvæði.  X-O er eina rökrétta valið eftir allt sem á undan er gengið.

Sjálfur kaus ég Samspillinguna síðast en varð líkt og þú fyrir miklum vonbrigðum með samstarf þeirra við Sjálfstæðisflokinn og hvernig flokksforystan brást algerlega trausti þjóðarinnar í kjölfar hrunsins í október.  Því get ég ekki samvisku minnar vegna kosið þá aftur nú þó svo ég beri virðingu og traust til Jóhönnu.

Það er kominn tími á uppstokkun og umbætur á lýðræðinu og til þess þarf að gefa Fjórflokkunum frí og koma þjóðinni á þing.

Gangi þér sem best í útleggðinni Hrannar - vonandi sjáum við okkur fært að flytja aftur heim einn góðan veðurdag.

Róbert Björnsson, 22.4.2009 kl. 18:57

21 identicon

Vá en ÖMURLEGT af yfirmanninum þínum að ráðast svona að bjartsyni.is! Hann hefði frekar átt að sýna þessu stuðning með því að bjóða þér 10 tíma í viðbót til að hafa góð áhrif á sálarheill fjölmargra Íslendinga því ekki veitti af þessu FRÁBÆRA framtaki! Sorglegt alveg:/

Hvert eruð þið að flytja og hvenær?

p.s. Fín samantekt á flokkunum. Ég er með VG og Borgaraflokkinn enn í sigtinu hjá mér. Er hrædd um að O-atkvæði týnist bara einhvers staðar:/

Elín (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 21:16

22 identicon

Við erum greinilega skyld ;o)

Anna Brynja Baldursdóttir (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 21:48

23 identicon

Ég samhryggist þér með vinnuna og eignamissinn, en óska þér hins vegar alls hins besta  í nýju landi.

kveðja Rafn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 21:50

24 Smámynd: Óli Jón

Elín: Atkvæði til Borgarahreyfingarinnar er ekki glatað í dag. Við munum koma fjórum þingmönnum að, lágmark. Hugsaðu O á laugardaginn!

Óli Jón, 22.4.2009 kl. 22:24

25 Smámynd: Hrannar Baldursson

Jenný: Takk

Æsir: Merkilegt hvað margir kvitta undir á síðunni X-O... getur verið að Borgarahreyfingin sé sterkari en skoðanakannanir gefa til kynna?

EE elle: Sammála þér um heiðarleika VG á heildina litið.

Róbert: Hugurinn leitar náttúrulega alltaf heim.

Elín: Það var ég sem sýndi þá óskammfeilni að hlaupa í þetta verkefni með samþykki forstjóra og forseta Íslands á meðan yfirmaðurinn var fjarverandi. Þegar hann sagði mér að hann væri ósáttur, hélt ég samt áfram með verkið, en á eigin tíma. Enginn sem kom að verkinu þáði greiðslu fyrir. En takk fyrir hrósið! O-atkvæðið týnist ekki nema fólk hætti við að kjósa O af ótta við það að atkvæðið týnist.

Anna Brynja: Yfirleitt eru systkini frekar skyld.

Rafn: Ekkert að samhryggjast. Ég sé ekki eftir neinu sem ég gerði og framtíðin liggur opin framundan. Kannski atvinnulaus og eignalaus, en þó með fullan kraft og vilja til að finna mér starf við hæfi á nýjum slóðum og berjast fyrir framtíð barna minna án skuldaklafa á Íslandi.

Óli Jón: Það kæmi mér ekki á óvart þó þeir yrðu fleiri.

Hrannar Baldursson, 22.4.2009 kl. 22:27

26 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Góður pistill - kvitt

Heimir Eyvindarson, 22.4.2009 kl. 22:28

27 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Takk fyrir góða og ítarlega úttekt. Ég er sammála þér í flestu og er orðinn hugsi hvort maður eigi jafnvel að kjósa X-O.

Guðmundur St Ragnarsson, 22.4.2009 kl. 23:34

28 identicon

Kjartan, svarið þitt sló mig dálítið, fannst það ansi gott.  En spyr þig í alvöru hvað þú meinar með: "Sú fullyrðing að flokkur, td VG, sé heiðarlegur flokkur af því að hann tók ekki þátt í hruninu stenst engin rökfræði". Allavega finnst mér VG yfir höfuð heiðarlegur flokkur og ekki endilega út af þessu.

EE elle (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 00:55

29 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Hrannar kallinn.  Það mátti nú búast við að frá þér kæmi góð samantekt.  Niðurstaðan kemur mér heldur ekki á óvart, því ég er búinn að komast að sömu niðurstöðu.  Ég vil að fólkið í landinu fái völdin í sínar hendur.  Það gerist ekki með því að styðja sömu flokka og áður til valda.

Annars, ertu floginn út?  Var það í kringum 20. sem þið voruð búin að kaupa miðann aðra leið.  Ég er ansi hræddur um að fleiri eigi eftir að fylgja.  Ég held þetta ekki mikið lengur út í þessu spillingabæli.  Bara að horfa á Össur og Guðlaug í kvöld fyllti mig hryllingi.  Eru þetta skærustu stjörnur þjóðarinnar.  Össur hefur greinilega þegið svo marga styrki að hann skammast sín fyrir þá.  Mér fannst Birgitta góð, en Svandís var það líka.  Það sem mér finnst samt merkilegast að flokkarnir sem eru varla búnir að gera neitt í tæpa 7 mánuði ætlast til að við trúum því að hlutirnir eigi eftir að breytast.

Ef þú ert ekki farinn, þá veit ég að við í stjórn HH myndum gjarnan vilja hitta þig og þakka fyrir okkur.  Annars, hafið það gott og vegni ykkur vel á nýju heimili.

Marinó G. Njálsson, 23.4.2009 kl. 01:07

30 identicon

Þetta er flott hjá þér Hrannar.  Það er mikilvægt að láta ekki atkvæðið fara til spillis og þess vegna vel þess virði að taka sér tíma til að greina flokkana eftir bestu getu og kjósa samkvæmt sannfæringu sinni, sama hvað hver segir.  "Það er hættulegt að hafa rétt fyrir sér þegar ríkið hefur rangt fyrir sér!" :-)  Annars hef ég mikið rætt við mína starfsfélaga um kosningar og flokkana og flestir eru bara í stökustu vandræðum með að finna sér vettvang fyrir sínar skoðanir.

Framsóknarflokkurinn - vill fella niður 20% af húsnæðisskuldum heimilana.  Ég hef ekki trú á því að þeim takist það þó þeir kæmust í ríkisstjórn og ég er ekki viss um að það sé fær leið, eða að þeir ætli sér það í raun og veru.  Af hverju?  Jú, sjáið til.  Til að komast í ríkisstjórn þurfa flokkarnir annan eða aðra flokka til að vinna með og mynda ríkisstjórn.  Það er nóg að vera eini flokkurinn með þetta á stefnuskrá því ef hinn verðandi samstarfsflokkar eru ekki sammála, þá er auðvelt fyrir Framsókn að kenna þeim um að þetta verði ekki gert.  Sem sagt, easy way out úr kosningaloforðunum.  Annað hef ég ekki af þeim flokki að segja og hef aldrei þolað bullandi spillingu og "gæðingastörf" þeirra.

Sjálfstæðisflokkurinn - Erfitt að segja.  Hafa sofið á verðinum gangavart almenningi þegar kemur að lagasetningum og eftirliti fjármálakerfisins.  Leiðinlegt þar sem flokkurinn er fullur af bráðgáfuðum lögfræðingum, hagfræðingum og öðrum hámenntuðum einstaklingum.  Er honum treystandi til að koma skútunni á flot fyrr en öðrum flokkum?  Svei mér þá, ég veit það ekki.

Vinstri Grænir (Flokkurinn hans Georgs) - Nei takk!  Flokkur sem hefur Martein Mosdal sem lukkudýr og vill færa þjóðina til ársins 1978 á einu ári ásamt því að drepa okkur með forsjárhyggju getur alveg eins flutt á einu bretti, í seglskipi, til Kúbu.  Því miður þá finnst mér VG vera eini flokkurinn sem starfar andstætt náttúrulögmálum og er viss um að þannig þjóðfélag muni aldrei geta gengið.  Enda hefur það sýnt sig þar sem þeirra stjórnarhættir hafa verið reyndir annars staðar í heiminum.  Ma ma ma ma ma maður ætti bara að kjósa eitthvað annað!

Samfylkingin - Samspillingin er ágætt orð.  Það er nefnilega svo leitt að Jóhanna Sigurðar er fín og af þeim sem umkringja hana núna í flokknum (viljandi nota ég orðið umkringja hérna í neikvæðri merkingu) er í raun enginn nógu frambærilegur kandidat í ríkisstjórn miðað við "aldur og fyrri störf".  Persónulega er ég á þeirri skoðun að henni sé viljandi teflt fram því hún sé sú eina sem eftir er, í Samspillingunni sem þjóðin hefur raunverulega trú á.  EFTIR kosningar hins vegar, þætti mér ekki ólíklegt að henni yrði ýtt hljóðlega til hliðar svo gamla gengið komist aftur að með sama bulli og áður.  Að mínu mati eru Samfylkingin og Framsókn óheiðarlegustu flokkarnir hingað til.  Jóhanna  myndi sennilega hafa algjöran sigur í dag í persónukjöri.  Hef ekki ennþá heyrt neinn hallmæla henni.

Frjálslyndi flokkurinn - Mér líkar ágætlega við þann flokk fyrir utan einn og einn einstakling.  Ég er sammála þeim að koma kvótanum aftur í þjóðareigu og finnst þeir hingað til hafa komið heiðarlega fram í umræðunni.  Correct me if I´m wrong.  Guðjón Arnar er toppmaður og ég tel hann geta náð langt í persónukjöri alveg eins og Jóhönnu Sig.  Það sem hefur skaðað flokkinn eru innanflokksdeilur sem hafa tekið allt of mikla orku úr starfi flokksins.  Ef þeim tekst að koma einum manni inn á þing, þá tel ég að það gæti verið samstarfsgrundvöllur fyrir þá og Borgaraflokkinn.

Lýðræðisflokkurinn - Æ, ég veit ekki.  Ástþór er orkubolti og sumir segja alveg snar, en það má hafa gaman að honum og margar lausnir og hugmyndir sem hann hefur komið með hafa vakið athygli mína og einhverjar eru meira að segja bráðsnjallar en tregða í stjórnkerfinu virðist honum ofviða.  Hann hefur bara ekki þolinmæðina í þetta held ég.  Þrátt fyrir allt, þá myndi ég frekar kjósa hann en VG eða Framsókn.

Borgaraflokkurinn - Sennilega auðveldast að kjósa hann í dag því þetta eru manneskjur eins og þú og ég.  Einfaldlega þjóðin sem vill fá landið sitt aftur, heimilin sín, öryggi og velferð.  Þau munu ná langt í þessum kosningum miðað við ný framboð, en einmitt þess vegna, vegna þess að þau vilja ekki "spila með" í spillingarleik fjórflokkana svokölluðu, þá er líklegt að þau komist ekki í stjórn.  Sem er leitt, því einmitt þessi flokkur gæti virkað sem samviska annarra flokka í ríkisstjórn.

Ég er kominn á þá skoðun að besta lausnin á þessu öllu sé þrátt fyrir allt eftirfarandi:

1)  Kjósum alþingismenn persónukjöri

2)  Ráðum menntað fagfólk sem ráðherra viðkomandi ráðuneyta til að tryggja að bæði ráðherrar og starfsfólk ráðuneytanna skilji betur störfin sem þau eru að vinna, sem ætti að gera þeim kleift að vinna þau betur og afkasta meiru.

3)  Fækkum alþingismönnum um helming til að auka skilvirkni þingsins og skjótari afgreiðslu mála og lagasetninga.

4)  Gerum það sem til þarf til að verða öflugt smáríki í líkingu við Luxembourg, Liechtenstein, Andorra, Mónakó, Malta og fleiri.  Það er óþarfi að finna upp hjólið.  Leggjumst yfir stjórnsýslumálin í þessum löndum og sjáum hvað við getum lært af þeim.

 Góðar stundir.

Gangi þér vel annars Hrannar minn og bestu kveðjur til ykkar allra.  Don´t be a stranger!

Matti (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 01:43

31 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hrannar... ég á eftir að gera þessari færslu betri skil síðar en mig langar mjög mikið að vita hver þessi vinnuveitandi þinn er/var sem rak þig fyrir að verja 10 vinnustundum í bjartsyni.is.

Ertu til í að upplýsa það?

Lára Hanna Einarsdóttir, 23.4.2009 kl. 02:08

32 Smámynd: Einar Jón

Leiðinlegt að heyra með vinnuna. Er þetta sami vinnustaður og við vorum báðir á fyrir ári síðan?

Ég hefði ekki búist við svona viðbrögðum af þeim.

En mér fannst þú ekki vera á réttri hillu þar, og þú verður sennilega ekki lengi að koma þér í mun betri stöðu erlendis.

Einar Jón, 23.4.2009 kl. 02:13

33 Smámynd: Sigurjón

Ég held að Matti hafi þarna fært ansi sterk rök fyrir X-O...

Sigurjón, 23.4.2009 kl. 02:21

34 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Takk fyrir þennan góða pistil. X-O

Margrét Sigurðardóttir, 23.4.2009 kl. 07:30

35 Smámynd: Óskar Þorkelsson

um að gera að upplýsa um vinnustaðinn, það er búið að reka þig hvort sem er og þú hefur engar skyldur gagnvart vinnustaðnum..

Óskar Þorkelsson, 23.4.2009 kl. 08:41

36 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Vá! Flottur pistill Hrannar. Er líka alveg að missa mig yfir kommentunum hérna. Akkúrat vegna þess sem hér er nefnt fórum við af stað og stofnuðum Borgarahreyfinguna! Þreytt á spillingu og atvinnupólitík og fannst kominn tími til að fólkið í landinu gæti haft eitthvað um málin að segja. Við værum ekki tilneydd út á götu berjandi búsáhöld dögum saman til að það yrði hlustað á okkur

Takk fyrir traustið þið öll. Við ætlum að vanda okkur alla daga og nætur við að standa undir því trausti sem okkur er sýnt með hverju einasta atkvæði sem fellur okkur í hlut

Gangi þér vel Hrannar í hverju sem þú tekur þér fyrir hendur

Heiða B. Heiðars, 23.4.2009 kl. 08:45

37 Smámynd: Hrannar Baldursson

Heimir: takk og kvitt sömuleiðis.

Kjartan: Áhugavert að velta fyrir sér 'hvað ef', en ég held það sé ekki sanngjarnt. Við vitum fyrir víst hverjir það eru sem misnotuðu aðstöðu sína, og það er kjósenda að meta hvort um alvarlega vömm hafi verið að ræða. Og kærar þakkir fyrir góðar kveðjur.

Guðmundur: Ég er viss um að þú komist að góðri niðurstöðu á laugardag. Aðal málið er að velta þessu heiðarlega fyrir sér og kjósa svo eftir þeirri niðurstöðu sem maður fær.

Marinó: Við fljúgum út 28. apríl. Ég er til í að koma og kveðja ykkur í stjórn Hagsmunasamtökum heimilanna. Takk fyrir það. 

Matti: Flott samantekt frá þér. Þegar þú tekur þig til og skrifar slær þér enginn við. Við verðum áfram í sambandi, engin spurning.

Lára Hanna: Þó að ég hafi verið ósáttur við brottreksturinn og finnist hann í raun enn óskiljanlegur, þá er þetta frábært fyrirtæki með fullt af góðu starfsfólki og ég lít á marga þeirra sem góða vini mína. Uppsögnin var lögleg skv. VR, en þar var mér tjáð að löglegt væri að fjarlægja starfsfólk af geðþótta, einfaldlega ef starfsmaður fengi þriggja mánaða uppsagnarfrest á launum. Einstaklingar hafa rétt til að segja upp störfum án þess að gefa upp ástæðu og fyrirtæki líka. Ég bað þó mannauðsstjóra og yfirmanninn um skriflega útskýringu, en fékk ekki. Ég sendi líka forstjóra fyrirtækisins og samsteypunnar bréf og bað um fund til að ræða þetta mál, enda höfðu þeir samþykkt verkefni mitt með forseta okkar upphaflega, en fékk aldrei svar. Við getum talað saman, Lára Hanna, ekkert mál, þó að ég sé ekki reiðubúinn að setja þær upplýsingar í athugasemdakerfið mitt.

Einar Jón: Þetta er gamli vinnustaðurinn okkar. Já. Þessi viðbrögð komu mér líka mjög á óvart og ekki það sem ég bjóst við, sérstaklega þar sem ég hafði þá trú þegar ég réð mig á vinnustaðinn að þeir gerðu ekki svona lagað. Það er hárrétt hjá þér að ég muni finna leiðir sem henta mínum hæfileikum betur.

Sigurjón: Rétt hjá þér. 

Margrét: Þakka þér.

Hrannar Baldursson, 23.4.2009 kl. 09:01

38 Smámynd: Hrannar Baldursson

Óskar: Ég skammast mín fyrir hönd vinnustaðarins. Mér finnst svo mikil skömm í þessu. En ég birti ekki heiti vinnustaðarins hér, því það myndi einfaldlega bitna á fyrrum samstarfsfólki mínu sem er upp til hópa afburðarfólk, sem ég virði mikið og er þakklátur fyrir að þekkja. Við áttum fjölmargar spennandi samræður í matartíma sem rötuðu síðan inn á bloggið. Ein slík samræðan var um að gera viðbótarsparnaðinn aðgengilegan fyrir fólk í skuldum - sem ég skrifaði síðan um sama kvöld þegar ég kom heim - enda bloggaði ég aldrei úr vinnunni - og afleiðinguna þekkjum við öll, - og reyndar er þetta sá peningur sem gerir sjálfum mér fært að tóra næstu mánuðina.

Heiða: Ég óska ykkur velgengni. Takk fyrir traustvekjandi skilaboð.

Hrannar Baldursson, 23.4.2009 kl. 09:12

39 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Hrannar takk fyrir góðan pistil....eitt er víst að ég kýs X- O það er eina fólkið sem talar sama tungumál og ég sjálf.

Takk fyrir að þora að vera þú..... okkur öllum til hagsbóta. Gangi þér vel hvert sem þú ferð.  

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 23.4.2009 kl. 09:42

40 Smámynd: Yngvi Högnason

Ef  fer sem horfir þá verður Borgarahreyfingin ekki í stjórn eftir kosningar og því ekki álitlegur kostur að kjósa nema það sé verið að kjósa í stjórnarandstöðu. Þáttaka þessa fólks í kosningaþáttum sjónvarps hefur ekki verið til að auka álit á því til starfa fyrir almenning. Stjórnmál og störf á Alþingi fara eftir ákveðnum reglum og ef einhver segist ætla að breyta því í næstu viku eða síðar,þá er hann ekki trúverðugur. En það er alltaf til fólk sem er til í að kaupa plástur sem læknar heilaskemmdir og græðir á afskorna limi.

Yngvi Högnason, 23.4.2009 kl. 09:54

41 identicon

Áhugaverð grein.

Ég mun eins og margir aðrir auðvitað setja x mitt við o.

Jóhann Gunnar (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 10:34

42 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Framúrskarandi hjá þér Hrannar eins og margir pistlar þínir. Hafðu þakkir.

Guðmundur Pálsson, 23.4.2009 kl. 10:59

43 identicon

Góð grein. Sama aðferð, sömu rök og sama niðurstaða og hjá mér.

Einar Þór (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 11:03

44 Smámynd: Héðinn Björnsson

Mér finnst rök þín gegn VG slöpp. Ég skil vel að þú kjósir ekki VG vegna þess að þú ert ósammála þeim en að telja það vera óheiðarleg vinnubrögð að vinna skoðunum sínum og kjósenda sinna framgang finnst mér talsvert sérkennilegt hugsun. Ég er nokkuð viss um að þingmenn VG hafi verið góðir fulltrúar kjósenda sinna og á erfitt með að sjá nein atkvæði þeirra á þingi sem hafa verið gagnstæð kosningarstefnu þeirra.

Ef Borgarahreyfingin kemst á þing og í aðstöðu þar sem krafta þeirra er þörf til að koma á ríkisstjórn að þá ætla ég rétt að vona að þau muni ekki gefa upp á bátinn baráttuna fyrir stjórnlagaþingi og lýðræðisumbótum hverjar svo sem aðstæður þjóðfélagsins kunni vera.

Héðinn Björnsson, 23.4.2009 kl. 11:43

45 identicon

Þetta er virkilega góður og vandaður pistill.  Þökk fyrir.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 13:00

46 identicon

Heilbrigð skynsemi er þegar búinn að kjósa, valið var mjög einfalt  X-O ....

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 13:24

47 Smámynd: Birna Guðmundsdóttir

Sammála ! Búin ad kjósa og kaus hárrétt!!  Nýir tímar - nýtt fólk ! 

Birna Guðmundsdóttir, 23.4.2009 kl. 13:48

48 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Frábær pistill. Held að fylgi Borgarahreyfingarinnar eigi eftir að koma á óvart þegar talið verður upp úr kjörkössum. Það er svo mikill kraftur í þessu fólki og löngun til að breyta hlutunum.

Mikið er leiðinlegt að heyra að þú þurfir að flytja úr landi. Ég óska þér alls góðs og vona að þú haldir áfram að blogga. Þú ert einn af mínum uppáhalds.

Guðríður Haraldsdóttir, 23.4.2009 kl. 13:59

49 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Halli gamli óskar þér og þinum als góðs,stundum öfundar maður ekki gáfumenninina,þagar maður les góðar greinar,en geri það nú/það er sárt að missa gott fólk úrr landinu ekki síst þegar maður þarf á þeim að halda/Kveðja og góðar óskir/gleðilegt sumar einnig/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 23.4.2009 kl. 15:27

50 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gleðilegt sumar, Hrannar minn, og gangi þér vel í Noregi!

Þorsteinn Briem, 23.4.2009 kl. 15:31

51 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Gangi þér allt í haginn Hrannar hjá frændum vorum í Noregi. Gaman að lesa pistlana hjá þér. Ég er búinn að kjósa og gerði það frá Danmörku

Gleðilegt sumar.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 23.4.2009 kl. 17:08

52 Smámynd: Pétur Henry Petersen

Já það er scary/ógnvekjandi hve vélar stjórnmálaflokkanna bara malla áfram og hve blindir þeir eru og félagsmenn þeirra á að uppruni vandans liggur hjá þeim, að það voru þeir sem að brugðust umbjóðendum sínum,þjóðinni. Enda virðist flestum vera alveg sama og skipa sér í fjórflokkinn, kannski með aðeins dýpri skotgröfum að þessu sinni.  Borgarahreyfingin er vissulega ljós í myrki og hvert atkvæði til hennar eru skilaboð til hinna stjórnmálaflokkanna um að þeir hafi brugðist og að kjósendur trúi ekki því sem að þeir lofa, sem er nú reyndar ekki margt sértækt. Ótrúlegt t.d. að stjórnarflokkarnir gangi óbundnir til kosninga, þeir hefðu átt að bjóða upp á heildstæðan pakka, en kjósa í stað hinna íslensku leið að standa að miklu leyti fyrir það að komast til valda og halda þeim svo.

Pétur Henry Petersen, 23.4.2009 kl. 19:01

53 Smámynd: Hrannar Baldursson

Sóldís Fjóla: Takk fyrir kveðjurnar. Þora að vera ég? Ég kann ekki að vera neinn annar.

Yngvi: Ef við kjósum ekki eftir sannfæringu okkar, heldur eftir mögulegum spám, þá getum við ekki kosið rétt.

Jóhann Gunnar, Guðmundur, Einar Þór, H.T., : Takk.

Héðinn: Ég tel þetta hafa verið óheiðarleg vinnubrögð miðað við á hvaða forsendum flokkurinn komst til valda. Þeir gengu erenda kjósenda sinna og stóðu við loforð sín. Ég set bara spurningamerki við á hvaða tímapunkti það var gert og við hvaða aðstæður í þjóðfélaginu.

Jakob og Birna: Merkilegt hvað fólk er yfirleitt samhljóma í athugasemdum við þessa grein. Ef þessi grein væri skoðanakönnun væri Borgarahreyfingin samkvæmt henni búin að rúlla upp kosningunum.

Guðríður: Maður hættir sem betur fer ekki að vera til þó að maður flytji sig um fet og lendi í öðrum ævintýrum en íslensku slagviðri.  

Haraldur: Takk fyrir hlýjar kveðjur, eins og alltaf. Það hlýtur einhver að geta fundið not fyrir tölvugrúskara/heimspeking/rithöfund/kennara/kvikmyndagagnrýnanda

Steini og Kjartan: Kærar þakkir.

Hrannar Baldursson, 23.4.2009 kl. 19:09

54 Smámynd: Hrannar Baldursson

Pétur: Áhugavert að þú skulir minnast á "vélar stjórnmálaflokkana". Ætli vandinn snúist um að kerfið sé komið úr höndum fólksins?

Hrannar Baldursson, 23.4.2009 kl. 19:13

55 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Hrannar,

Því miður er það einmitt fólk eins og þú sem Ísland þarf á að halda og mjög sárt er að sjá eftir ykkur til útlanda.  En þetta er einmitt það sem skeður, besta , kjarkmesta og heiðarlegasta fólkið fer fyrst.  Alveg hræðilegt. 

En samt sendi ég ykkur mínar bestu óskir.  Þetta verður mjög spennandi hjá ykkur og þið munuð fá aðra sýn á Ísland í 2000 km fjarlægð.

Andri Geir Arinbjarnarson, 23.4.2009 kl. 19:45

56 identicon

Hrannar Baldursson.

Flott samantekt hjá þér. Ég er mikið búinn að skoða flokkana og mín niðurstaða er sú að Borgarahreyfingin sé besti kosturinn.

Þannig að það verður X - O hjá mér.

Eggert. (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 19:54

57 identicon

Heiðarlegt hjá þér. 

Menntamálaráðherra svaraði Borgarahreyfingunni því að það væri ekki á verksviði ráðuneytisins að hlutast til um málið. Andlýðræðislegt:

http://www.borgarahreyfingin.is/2009/04/09/bref-til-utvarpsstjora-og-menntamalaradherra/

Bæði Jóhanna og Steingrímur vissu að álitsgerð "yfirlögfræðings Alþingis" var ekki pappírsins virði. Óheiðarlegt:

http://www.borgarahreyfingin.is/2009/04/02/lydraediskrafa-borgarahreyfingarinnar-um-breytingar-a-kosningalogum-er-til-ad-auka-ahrif-almennra-kjosenda-i-kosningum/ 

Rómverji (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 20:16

58 identicon

Gangi þér vel í hverju sem þú tekur þér fyrir hendur.

skákkveðja

Viðar Másson

Viðar Másson (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 20:18

59 identicon

Sæll, Hrannar og þakka þér fyrir frábæra grein.

Ég held að það sé mjög mikilvægt að Borgarahreyfingin nái fólki inn á þing.  Þá erum við, fólkið í landinu, komin með alvöru fulltrúa þangað inn sem munu standa fast á því að minna ríkisstjórnina tilvonandi (væri gaman að ná að vera með, en það er sennilega langsótt) á það sem þarf að gera.  Tilvonandi þingmenn gömlu flokkanna fá ekki að gleyma því að stofna þarf til stjórnlagaþings, að koma þurfi á persónukjöri, að heimilin og fyrirtækin þurfi raunhæfa aðstoð og það strax ásamt fleiru. 

Tilvonandi ríkisstjórn þarf sterkt aðhald og með því að koma okkar fólki þarna inn verður slíkt tryggt.

Baráttukveðjur, X-O, Erna Kristín, 9. sæti NA-kjördæmi. 

Erna Kristín (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 20:26

60 Smámynd: Hrannar Baldursson

Andri Geir: Ég hef nú áður búið sex ár í Mexíkó og eitt í Bandaríkjunum. Um að gera að víkka sjóndeildarhringinn ennþá meira. Ég er viss um að þetta á aðeins eftir að skila einhverju góðu. Sumum virðist bara ætlað eitthvað annað í lífinu en að sitja í sama herberginu alla ævi og telja aurana sem koma inn og fara út.

Eggert: Takk. Gaman að sjá viðtökurnar við bréfinu.

Rómverkji: Já, það er sorglegt að RÚV gefi þeim framboðum sem ekki eru rekin sem fyrirtækjum ekki tækifæri til að koma sér á framfæri í 10 mínútur. Þó að einhverjir ákveði að nýta sér ekki slíka gjöf vegna þess að þeir þurfa ekki á henni að halda, og vita að með því heyrist aðeins meira í þeim sem engu eyða og hafa skynsamlegar áherslur. Þetta er algjör skandall.

Þetta er eins og ef ég ætla að bjóða sex af bestu vinum mínum í kvöldmat, og fjórir þeirra segjast ekki vilja kvöldmatinn af því að þeir eru ekki svangir, þýðir það að ég eigi að hunsa hina tvo vini mína, sem eru kannski svangir?

Viðar: Ég er nú vanur að rúlla því upp sem ég tek mér fyrir hendur, vandinn er að fá eitthvað í hendurnar. Og skákkveðjur sömuleiðis. Aldrei að vita nema maður fari að tefla eins og Carlsen eftir smátíma í Norge.

Erna: Þakka þér. Og gangi ykkur vel.

Hrannar Baldursson, 23.4.2009 kl. 20:31

61 Smámynd: Steingrímur Helgason

Þetta er hægt að kvitta undir með góðu sammáli frá minni hálfu.

Steingrímur Helgason, 23.4.2009 kl. 20:32

62 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Hrannar, ég er stolt af þér og les þig reglulega !  Vnandi ertu ekki að flýja land?

  Er samt í svipðuðum sporum og er með annan fótinn í DK og Noregi!  Er að missa vinnuna sem kennari eftir 2 mánuði og hef lítinn dreng að hugsa um. Er mjög áhyggjufull yfir framtíð landsins! Framtíð sonar mins!

Var mjög harðorð í dag á fréttaviðtali við Reautersfréttastofuna! Finnst sjálfri eiginlega óhugsandi að svona léleg stjórnsýsla Íslands hafi sett 300.000 manns með mestu og bestu auðlindir heims í svona stöðu?

 Gangi þér allt í haginn (vonandi á Íslandi?)!

kær kveðja

Anna

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 23.4.2009 kl. 20:45

63 identicon

Borgarahreifingin ætlar að færa visitöluna aftur til janúar 2008. Þetta er bara bull og óframkvæmanlegt og þar að auki stenst þetta ekki lög. Það stendur í skulabréfum sem menn skrifa undir að skuldabréfið sé bundið eithverri vísitölu, ætla þeir að breyta þessu afturvirkt. Eiga þeir sem hafa átt peninga á bundnum reikningum að sætta sig við að þeir missi verðtrygginguna og fá bara um 7% vexti á meðan að þeir sem eru með óbundna reikninga fá um 18% vexti. Lífeyrissjóðir myndu tapa stórum fjárhæðum og skerða þyrfti greiðslur til lífeyrisþega. Þetta er það sem ég kalla líðskrum

Jkr (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 20:46

64 Smámynd: Hrannar Baldursson

Steingrímur: kvittun móttekin.

Anna: Noregur er það heillin. Það er nú að taka heldur djúpt í árinni að kalla þetta landflótta. Þetta er samt nauðsynlegt skref fyrir mig og mína fjölskyldu.

Jkr: Hvort er réttlátara að láta eigendur eða skuldara blæða eða græða? Það er rétt hjá þér að þetta er óraunhæf leið og líklega ólögleg, en þversögnin er samt sú að hún virðist réttlát. 

Hrannar Baldursson, 23.4.2009 kl. 20:53

65 identicon

Flott hjá þér :)

 Án þess að huXa mig tvisvar um fer X-ið við O.

Kveðja,
Einar
Skák og mát

Einar Símakall skák og mát (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 21:06

66 identicon

Ágæt samantekt. Fjórflokkarnir eru allir í sama sukkinu.

Við konan kusum áðan, settum bæði O á utankjörfundarmiðann.

Lifið heil.

Siggi (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 21:21

67 Smámynd: Billi bilaði

Sérlega góð grein.

Þú segir allt sem ég hafði á tilfinningunni þegar ég ákvað að kjósa Borgarahreyfinguna. Utankjörfundaratkvæðið er komið í hús, og nú krossa ég bara puttana.

Billi bilaði, 23.4.2009 kl. 21:28

68 identicon

Kæri félagi. Þitt atkvæði er mér og mínu fólki svo mikils virði að ég verð að stökkva til svara þegar ég sé rök þín fara með þig á villigötur. Þegar þú segir að VG virðist hafa sýnt heiðarleika, þá er einsog þú sért vísvitandi að draga úr heiðarleika þeirra sem þar í flokki eru. Staðreyndin er nefnilega sú að það er ekki einungis um það að ræða að þar virðist fólk hafa verið heiðarlegt, heldur hafa menn þar í flokki farið heiðarlega að í einu og öllu. Og það er ekki rétt hjá þér að halda því fram að VG hafi misnotað aðstöðu sína. Vinstri græn hafa staðið vaktina og reynt að gera sitt allra besta við þær erfiðu aðstæður sem græðgi frjálshyggjuaflanna færði þjóðinni.VG er sá flokkur sem fer fram með heiðarleika og í stjórn hefur okkar fólk sýnt hvers það er megnugt. Nú þegar hefur meira verið gert og fleiri verkþáttum ýtt af stað en ríkisstjórn Geirs Haarde gat státað af. Ögmundur Jónasson hefur svo sannarlega gert gott fyrir fólkið í landinu með því að bókstaflega draga úr niðurskurði á sjúkrastofnunum og hætta við þau einkavæðingaráform, álögur og komugjöld sem fyrirrennari hans var kominn vel á veg með. Á rúmum tveimur mánuðum hefur ríkisstjórn Jóhönnu byrjað það stórkostlega starf að slá skjaldborg um heimilin í landinu og þar hafa Vinstri græn leikið stórt hlutverk.

  Það er ekki réttlætanlegt að gera lítið úr þeim verkum sem unnin hafa verið í stjórn Jóhönnu á afar skökkum tíma og við alveg skelfileg skilyrði.

  O-listinn er ábyggilega skemmtileg viðbót og ég virði þá skoðun þína að þar sé flott fólk á ferð. Þar höfum við fyrrverandi framsóknarmann sem mun ábyggilega setja sæmilegan svip á þingheim - komist hann á þing. En fyrst og fremst er þarna um illa undirbúið framboð að ræða og fólk sem sækir mátt í hugsjón sem er ábyggilega fögur þótt ekki hafi hún fengið annað en afar tilviljanakennda opinberun þess sundurleita hóps sem listann prýðir.

  Fyrir mann einsog þig er afar einkennilegt að kasta atkvæði sínu í hóp sem ekki hefur skilgreint stefnu sína. Ég reiknaði eiginlega með að þú vildir sjá – allavega nokkra leiki fram í tímann.

Kristján Hreinsson (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 21:41

69 Smámynd: Baldvin Jónsson

Hrannar, takk fyrir góða samantekt. Eins og talað úr mínu brjósti, já eða skrifað, og er fyrir mér nákvæmlega ástæða þess að Borgarahreyfingin varð til. Verst að þú ert að fara, við þurfum svo sannarlega á hugsandi fólki eins og þér að halda til að stækka hópinn.

Gangi þér vel á nýjum vettvangi.

Yngvi: Við kjósum okkur fulltrúa á Alþingi, ekki í ríkisstjórn. Þetta hugarfar sem þú sýnir hér er einmitt afsprengi þeirrar valdníðslu sem hér hefur ríkt, þar sem ríkisstjórnin með framkvæmdavaldinu hefur tekið hér alfarið yfir löggjafavaldið. Fyrir örfáum árum síðan þótti það mjög normalt að upp undir helmingur allra frumvarpa sem lögð voru fram á Alþingi kæmu frá þingmönnum en ekki ráðherrum. Þá þótti eðlilegt að almennir þingmenn töluðu sig saman um brennandi málefni og sameinuðust um að taka á þeim. Í dag er þetta vald og hugsjón nánast horfið úr sölum Alþingis og alfarið komið í hendur ráðherraræðisins sem hér hefur ríkt. Undanfarin ár hafa 96% frumvarpa verið lögð fram af ráðherrum og forunnin alfarið í ráðuneytunum. Framkvæmdavaldið er búið að taka yfir og því þarf einfaldlega að breyta í hvelli.

Kjóstu þér fulltrúa til Alþingis, hvort sem þinn kostur lendir í stjórn eða stjórnarandstöðu verður hann eftir sem áður þín rödd á Alþingi.

Fyrir þá sem óttast málefna fæði hreyfingarinnar í almennum málaflokkum má til dæmis hér sjá hugmyndir okkar um atvinnumálin: http://baldvinj.blog.is/blog/baldvinj/entry/861450/

JKR: Bakfærsla vísitölunnar er ekki gerleg nema með lagabreytingum, það er vissulega rétt. En setning neyðarlaganna til dæmis er gott dæmi um hversu langt er hægt að ganga sé vilji til þess. Þar voru sett af Alþingi líklega í fyrsta skipti í sögunni, lög sem ná fram yfir vald stjórnarskrárinnar og því þar með stjórnarskrárbrot.

Það er stærsta lögbrot sem á Íslandi hefur verið framið gegn lýðræðinu, en enginn reyndi þó að koma í veg fyrir það.

Við verðum einfaldlega að bregðast við þessum dramatísku tímum með dramatískum aðferðum.

Baldvin Jónsson, 23.4.2009 kl. 21:46

70 Smámynd: Theódór Norðkvist

Til að komast í ríkisstjórn þurfa flokkarnir annan eða aðra flokka til að vinna með og mynda ríkisstjórn.  Það er nóg að vera eini flokkurinn með þetta á stefnuskrá því ef hinn verðandi samstarfsflokkar eru ekki sammála, þá er auðvelt fyrir Framsókn að kenna þeim um að þetta verði ekki gert.

Segir Matti.

Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að ég er ekki tilbúinn að kjósa enn einn smáflokkinn. Mikill fjöldi smáflokka er ávísun á stjórnarkreppu. Eins og var að mínu mati staðan eftir síðustu kosningar.

Þjóðin þarf að sameinast ekki splundrast meira en orðið er.

Theódór Norðkvist, 23.4.2009 kl. 21:52

71 identicon

Ég var að kveðja bróðir minn sem er að flytja úr landi og það var ekki léttbær stund fyrir fjölskylduna. Öldruð móðir okkar grét þó hún vissi mæta vel að hann kemur í heimsókn með fjölskylduna eins oft og þau geta. En þetta tekur í hjá henni vegna ástæðunar, hann er að koma sér burt áður en kreppan fer að bíta af alvöru.

Þessi kreppa getur orðið mjög djúp og þungbær mörgum ef við höldum áfram að umbera alla þessa spillingu sem er beint fyrir framan nefið á okkur, og telja okkur trú um að það sé ekki af völdum spillts kerfis hvernig komið er fyrir okkur.

Það þarf fólk sem hefur sama og engin tengsl við gömlu flokkanna til að breyta kerfinu. X-O er eina leiðin sem ég sé til þess.

Toni (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 21:57

72 identicon

Íslands óhamingju verður allt að vopni. Það er það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar maður les að þú sért á leið úr landi Hrannar. Ég átti vart til orð þegar ég las um uppsögn þína og á það eiginlega ekki enn... Finnst ótrúlega staðið að málum. En þegar maður heyrir að heiðarlegt, framúrskarandi fólk eins og þú sért að yfirgefa fósturjörðina vegna ástandsins í þjóðfélaginu þá verður maður að gera eitthvað. Lítið annað hægt að gera en byrja taka til hendinni, laga ástandið og bjóða öllum þeim sem neyðast til að yfirgefa landið velkomna á ný. Sem allra fyrst. Það liggur því miður ljóst fyrir að þeir sem eru á leið á þing séu ekki að fara gera það, ráðaleysið er algjört og hrikalegt að heyra að fólk sé að flykkjast á kjörstað til að kjósa "sína menn". Það væri óskandi að allir kjósendur, allir sem einn, tækju pistilinn þinn til fyrirmyndar og tækju ábyrga afstöðu til kosninganna. Lýðræðið er nefnilega ekki bara rétturinn til að kjósa heldur líka ábyrgðin á að kynna sér málin. Því miður hittir maður allt of marga sem eiga í vandræðum með það og láta tilfinningar og blinda ástúð á persónur hlaupa með sig í gönur.

Gangi þér og fjölskyldu þinni allt í haginn í útlandinu en megi lífskjör í landinu batna nægilega til að þið komið heim sem fyrst

Kristbjörn H. (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 22:06

73 identicon

Mér finnst næstum dularfullt að sjá einhvern sem ég þekki ekkert skrifa svona. Það var nefnilega á mjög svipaðan hátt, ekki svona skipulegan þó, sem ég komst að sömu niðurstöðu fyrir ca. 2 vikum. Það er þó líklega ekkert dularfullt við það, þetta er nú einu sinni það sem margir hugsa en því miður hefur tíminn verið naumur til að kynna hreyfinguna. Ég hef þó reynt eins ég hef getað og fólki litist vel á. En svo kemur þetta með að vera með fáa á þingi og ekki í stjórn. Þá svara ég, fáar raddir heyrast betur en engin og ég tel nauðsynlegt að halda lýðræðisumræðunni vakandi og veita stjórnvöldum aðhald, stjórnarandstaða hefur mikilvægu hlutverki að gegna ekki síður stjórnin í lýðræðisríki. Þess vegna tel ég mínu atkvæði vel varið á laugardaginn þegar ég set X við O. Bestu kveðjur og farnist þér vel.

Solveig (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 22:15

74 Smámynd: Aron Ingi Ólason

"leggja niður verðtryggingu og borga fólki til baka það sem búið er að dæla frá þeim með ofurvöxtum frá 1. janúar 2008 (eða með öðrum orðum gera verðtrygginguna afturvirka til 1. janúar 2008) en það tel ég að muni aldrei nást því að þá munu bankarnir hrynja aftur, því einu fæturnir sem þeir standa á eru einmitt þessir peningar sem verið er að dæla úr hjörtum þeirra sem skulda. Þrátt fyrir þessa óraunhæfu kröfu er hún réttlát, og ég styð hana."

 þegar fólk er komiðmeð neikvæða egifjárstöðu þá hættir það að borga svo að þessi krafa myndi að einhverjuleiti koma í veg fyrir það í versta falli koma út á sléttu við' peninga sem hefðu tapast vegna gjaldþrota ef þetta hefði ekki verið gert í öðru lagi vildi ég bara benda á að sigmundur davíð  KJAFTAÐI FRÁ SKÍRSLU SEM SAGÐI AÐ bAnKARNIR VÆRU GJALDÞROTA OG ANNAÐ HRUN VÆRI Á LEIÐINI. en ríkisstjórnin sæti á skyrslunni þar til eftir kostningar.

Aron Ingi Ólason, 23.4.2009 kl. 22:23

75 identicon

Sæll Hrannar.

Takk fyrir góðan pistil. Ég taldi mig vera búinn að gera upp hug minn loksins, en er nú aftur farinn að hugsa...ætti ég þá kannski ekki að þakka þér...fyrst ég var loksins kominn með ákvörðun..? ;) Nei, umhugsun er alltaf af hinu góða og pistill þinn sem og athugasemdirnar hérna hafa sannarlega verið gott fóður.

Ég finn líka til nokkurrar samkenndar með þér varðandi flutninginn, var sjálfur kominn með starf úti og fjölskyldan næstum flutt þegar (amk tímabundinn) björgunarhringur barst hérna heima. Noregur held ég þó enn að sé einna besti kosturinn í stöðunni og óska þér alls góðs þar.

Eitt finnst mér hafa orðið aðeins útundan hér þó og það er varðandi útstrikanir (og endurraðanir). Nú þarf nokkuð mikinn hluta kjósenda til að þetta skipti máli, en ég velti því þó fyrir mér hvort þetta sé nothæf leið til að geta valið þann flokk sem manni finnst skársta fólkið vera að finna, henda svo burt ónytjungunum og stuðla þannig að endurnýjuninni sem prófkjörin veittu ekki. Kannski skilar það engu nema friðþægingu eigin sálar, en maður má ekki hugsa svoleiðis í kosningum. Hvert atkvæði skiptir máli og því er t.d. X-O alveg gildur kostur hvort sem hann kemst í stjórn eða ekki, þau rök bara ganga ekki upp, í mesta lagi er hægt að miða við líkur á að flokkur komist á annað borð á þing, en Borgarahreyfingin hefur strax sýnt sig sem gilt afl hvað það varðar.

Ætla þessir örfáu eftirlifandi die-hard X-D menn t.d. að halda því fram að þeir muni ekki kjósa flokkinn sinn því litlar líkur eru á að hann komist í stjórn..?

Einhverjar skoðanir á  útstrikunum og endurröðunum að finna hér..?

Takk fyrir mig :)

Kristján (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 22:29

76 Smámynd: Gerður Pálma

Frábær samantekt.  Fyrir mig er ekki nema eitt val, það er Borgarahreyfingin, XO, Undirstaða og EINA leiðin til breytinga á kerfinu er ný heiðarleg stjórnarskrá án þess verður áframhaldandi flokksveldi við stjórnvölin og lýðræðið fær ekki litið dagsins ljós og við gröfumst dýpra í botninn.
Af starfandi flokkum nú kemur einungis VG til greina, þeir eru bestir af slæmum. 
Samspillingin hefur svikið landið og gengið þvert á loforð sín um að standa vörð um Fagra Ísland, það er ófyrirgefanlegt.  ESB verður að skoðast mjög vandlega áður en ákvörðun verður tekin, þegar flokkur sem velur stóriðju sem björgunarleið út úr sjálfskaparvítinu leggur til inngöngu í ESB renna á mann tvær grímur, því það er ekki hægt að treysta dómgreind viðkomandi stjórnenda.
Enginn, ekki einn starfandi flokka, (og ekki er hægt að kenna samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn um) hefur hvatt þjóðina til dáða, sýnt henni fram á þau gullnu tækifæri sem eru lifandi í landinu og bíða úrvinnslu. Eina úrlausnin sem bent er á er álver sem gengur beint á móti alþjóðamengunarstefnu sem er að verða eitt helsta baráttumál umheimsins. Þar ætlum við að sýna stolt okkar með því að verða að sækja um stækkun mengunarkvótans, og eyðileggja það fegursta sem okkur hefur verið falið og sem að sama skapi er okkar stærsta atvinnutækifæri sem mun geta gefið meira og minna hreinan arð til þjóðarbúsins, því þar skapast meira inn- en útstreymi gjaldeyris hjá þjóðinni.
Að flytja frá Íslandi þarf ekki að vera óendanleg ákvörðun, ef tekst að rétta skútuna við munu margir hugsa sér að koma til baka og taka þátt í uppbyggingunni. En stefnan verður að vera áfram og upp, að öðrum kosti er hættan á að landið missi margt af sínu besta fólki.  Eina vonin er að byrja uppá nýtt, ný stjórnarskrá, nýjar vinnuaðferðir, heiðarleikann í fyrirrúmi. Þessvegna verðum við að fá Borgarahreyfinguna á þing.  Í lýðræðisríkjum er tekið tillit til stjórnarandstöðu sem er líka rödd fólksins í landinu. Vonandi mun næsta ríkisstjórn hafa það í huga.
Hrannar, ég held að þó þú flytjir núna búferlum, þá munir þú aldrei geta látið Ísland kyrrt liggja, þínir kraftar eiga eftir að nýtast landinu ekkert síður þó svo að þú munir búa erlendis.  Gangi þér og ykkur sem allra best.

Gerður Pálma, 23.4.2009 kl. 22:45

77 identicon

Takk fyrir þetta - ég er sammála þér í meiginatriðum, en ég vil ganga í ESB.  Og það er bara einn flokkur sem talar skýrt í þeim efnum - þess vegna mun ég kjósa Samfylkinguna, ef þeir semja sig frá því þá mun ég aldrei, ALDREI, kjósa þann flokk aftur.  Fyrir mér snúast þessar kosningar um aðild eða einangrun, ég hef búið í ESB löndum og líkað vel - og trúi því að það sé í raun eina liðin út úr þessum vandræðum öllum saman. Það er búið að slá þessu máli á frest s.l. tíu ár og alltaf með þeim rökum að það taki svo langan tíma - tímin líður, ef þetta hefði verið tekið á dagskrá í síðustu kosningum þá værum við líklega að kjósa um aðild núna, það lýður ekki að löngu þangað til það verða liðin 2-3 ár, og ætlum við þá að vera einanangruð hérna á köldum klakanum þá?

Hörður Bragason (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 22:54

78 Smámynd: Hrannar Baldursson

Einar Símakall - sá eini sanni vænti ég? Það er einfaldlega kominn tími til að raða upp á nýtt.

Siggi: Þeir eru nú kannski ekki allir í "sama" sukkinu, þó í sukki virðast vera.

Billi: Hvert atkvæði telur.

Kristján Hreinsson: Þó að þú sért ágætt skáld og skákmaður, með svipuð hugðarefni, þá höfum við svolítið ólíkan stíl og áherslur. Manstu hvað fólk hneykslaðist þegar strax eftir jólafrí var fyrsta mál á dagskrá áfengissala í verslunum. Ég fékk sömu tilfinningu þegar kom til taks umræður um vændi og ákvæði um bann við andlegum refsingum á börnum, sem mér fannst einfaldlega illa unnin og þar af leiðandi ólög. Þetta átti bara ekki heima þarna á ákkúrat þessari stað og stund. En tækifærið var gripið, aðstæður voru (mis)nýttar. Sjálfsagt gott fyrir VG, en svona svipað og að leika tvo leiki í einu í skák. Maður gerir ekki svoleiðis. Eins og ég minntist á í pistlinum, þá er flott fólk í öllum flokkum, og ég hef kynnst þónokkrum af þeim einstaklingum sem fara í framboð af eigin raun og kann ekkert annað en gott um þetta fólk að segja...en málið snýst ekki um það. Þetta snýst um að gamla kerfið sem haldið er saman af klíkuskap gengur ekki upp og hugsun sem takmarkast við flokka, en nær ekki af einhverjum ástæðum að mynda sér skýra heildarmynd. Við höfum Kristján, frá því við hittumst fyrst í TR fyrir ansi mörgum árum, yfirleitt verið frekar ósammála um hlutina, en aftur á móti getað ræktað með okkur virðingu hvor fyrir öðrum og rætt hlutina á jafnræðisgrundvelli. Virði þig fyrir það. 

Baldvin: Þakka þér. Þó að ég fari fer hugurinn ekkert endilega alla leið.

Theodór: Hvað ef skoðanakannanirnar gefa upp ranga mynd af smærri flokkunum, og fólk hætti við að kjósa þá skoðanakannana vegna, og þess vegna verði þeir aldrei stórir? Þetta er svona eins og heimaskítspatt.

Toni: Mikið af góðu fólki er þegar farið af landi brott. Reyndar varaði ég við þessu fyrir nokkuð löngu síðan, eða 2. apríl 2008 í færslunni: Dystópía eða veruleiki: Hvað ef Ísland verður gjaldþrota?

Kristbjörn: Þetta er nú ekkert drama. Mér verður reyndar hugsað til Gunnars á Hlíðarenda og þess sem hann hefði átt að segja: "Fögur er hlíðin en helvíti er kalt og hvasst. Ætti maður ekki að skella sér í útlegð til Noregs í nokkur ár og koma svo lifandi kátur og vel dúðaður heim í stað þess að vera hundeltur og réttdræpur á klakanum?" Þú lætur mig vita þegar þú hefur stofnað tímarit eða dagblað eins og þig dreymir um að gera, Kristbjörn. Ég get skrifað greinar fyrir þig. Það er ýmislegt hægt þegar viljinn er fyrir hendi.

Sólveig: Það er eins og einn ágætur vinur minn sagði einhvern tíma, það er ekki nóg að allir séu að hugsa það, einhver verður að segja það eða skrifa til að það verði eitthvað úr því.

Aron Ingi: Já, þetta er rökrétt. Málið er að ef fólk borgar ennþá af vonlausum lánum, þá eru eignir þeirra sem geyma peninga á bók eða reikningum að vaxa í sama mæli. Það er þessi skammtímagróði sem blindar eigendurnar og veldur því að þeir berjast með kjafti og klóm gegn niðurfellingu verðtryggingar - en átta sig ekki á því að nokkra leiki fram í tímann bíður það ástand að fólk getur ekki lengur borgað af lánunum, sparifjáreigendur verða brjálaðir af því þeir fá ekki sitt - heimta innistæðurnar af reikningunum og kerfið hrynur aftur. Skammtímahagsmunir í þessari stöðu er tímasprengja. Ég veit ekkert um skýrslu Sigmundar Davíðs, en það sér hver sjáandi maður að það stefnir í kreppu. Hún er ekki byrjuð.

Hrannar Baldursson, 23.4.2009 kl. 22:57

79 Smámynd: Hrannar Baldursson

Kristján: Mín skoðun á útstrikunum er einföld. Þær virka ekki. Það verða alltaf einhverjir sem teika sér far sama hvað það kostar, og útstrikanir fá ekki stoppað slíkt. Það hefur margsýnt sig. Frekar að velja manneskjur heldur en að hafna manneskju. Það er ekki sami hluturinn.

Gerður: Hárrétt að ég muni ekki geta látið Ísland kyrrt liggja. Þrátt fyrir allt þykir mér afar vænt um fólkið, menninguna, tungumálið og landið. Hins vegar erum við ekki allur heimurinn, og einhverjir verða að fara utan og undirbúa farveginn þannig að lending okkar verður sem best úti í hinum stóra heimi. Þar verð ekki bara ég, heldur allir þeir sem eru á leið úr landi eða þegar farnir. Flest höfum við sterkar taugar heim.

Hörður: Svona hugsaði ég árið 2007 og varð fyrir afar miklum vonbrigðum þegar Samfylkingin varpaði nánast öllum hugsjónum sínum fyrir borð strax og þeim bauðst að stíga í rekkju með Sjálfstæðisflokknum. Ég skil alveg hvað þú meinar, en ég get ekki treyst þessum flokki lengur, þrátt fyrir að ég eigi þar góða vini innanborðs. Flokkskerfið og atvinnustjórnmálamaðurinn er böl sem þarf að losa um.

Hrannar Baldursson, 23.4.2009 kl. 23:27

80 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þeir fáu flokkar sem hafa komið mönnum á þing hafa yfirleitt dagað uppi sem áhrifalausir smáflokkar í stjórnarandstöðu og oftast dáið út. Það er einna helst að kvennalistinn sé undantekning hvað það varðar.

Ég óska Borgarahreyfingunni góðs gengis og ber mikla virðingu fyrir því fólki og því starfi sem þar fer fram, en ég er líka mikill áhugamaður um að fækka flokkum.

Ég neita því ekki að spillingin er mikil innan fjórflokksins svokallaða, að undanskildum VG hvort sem það er vegna þess að enginn vill leika við þá eða þeir eru svona vandaðir einstaklingar.

Theódór Norðkvist, 23.4.2009 kl. 23:45

81 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Borgaraflokkurinn hans Alberts komst í ríkistjórn Theodor..   Kvennalistin að ég held aldrei..

Óskar Þorkelsson, 23.4.2009 kl. 23:55

82 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hann varð samt ekki langlífur. Ég sagði líka yfirleitt.

Theódór Norðkvist, 24.4.2009 kl. 00:02

83 identicon

Frábær pistill og góðar athugasemdir hérna.  Ég komst sjálf að sömu niðurstöðu fyrir örfáum vikum - fyrir mig kemur ekkert annað til greina núna en að kjósa Borgarahreyfinguna.  Það þarf miklu meiri endurnýjun í gömlu flokkunum (öllum) áður en ég svo mikið sem lít á þá aftur.

Það er akkúrat fólk eins og þú sem við þurfum að hafa áfram hérna á þessum guðs volaða Klaka ef okkur á einhvern tíma að takast að koma okkur upp úr brunarústunum.  Vel gefið, hugsandi fólk.  En það er einnig það sama fólk sem hefur mestu tækifærin erlendis.  Ég er alveg dauðhrædd um að við séum að missa rjómann af fólkinu okkar úr landi.

Verum skynsöm og setjum exið okkar við O!

Malína (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 00:41

84 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þykir miður að þú leggst á sveif með LÍÚ með því að láta sem frjálslyndir séu ekki til. Þætti heiðalegra ef þú hefðir tekið ALLA flokkana fyrir.

Ef þetta er áróður fyrir borgarahreifinguna þá hefði mér þótt betra að hún sýndi heiðarleika í málflutningi

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 24.4.2009 kl. 01:04

85 Smámynd: Hinrik Þór Svavarsson

Hörður : Borgarahreyfingin vill fara í aðildarviðræður við ESB til að fá upp á borðið samning sem hægt er að taka afstöðu til.. og neita í þjóðaratkvæðagreislu

Hrannar: Þakka þér .. gangi þér vel ... sammála með barnaverndarlögin , þau eru ákaflega illa orðuð svo ekki sé meira sagt ..

Theodór: það er bara uppi nýr raunveruleiki á þessu landi þar sem almenningur er búinn að átta sig á því að það er hægt að setja pressu á fólkið sem starfar FYRIR OKKUR á hinu háa alþingi.  

X-O Þjóðin á þing...

Hinrik Þór Svavarsson, 24.4.2009 kl. 01:44

86 identicon

Einkennileg uppákoma í islenskum stjórnmálum er lítið fylgi við Frjálslynda flokkinn. Þetta er þó sú rödd í eyðimörkinni sem talar hreint út og hvað er Islandi fyrir bestu. Islandi allt, ekkert ESB rugl, Að hugsa sér að megin kosningamal ´stærsta´ flokksins ofl skuli vera að gefa sjálfstæði Islands, sem tók okkur svo mikla baráttu að ná og njóta, til mesta ofbeldiríkis nokkru sinni hér á jörð, Asseriumanna, nú kallað Þýskaland, Hæst ber bárátta flokksins fyrir afnámi , hins illræmda kvótakerfis, sem er fordæmt af mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna og er hreinlega að eyða fiskimiðum og byggð á landinu. Ekki er ansað tillögum þeirra um aukinn aflakvóta um 100 þúsund tonn og frjálsra handfæraveiða. Aðgerð sem myndi skila þjóðarbúinu milljörðum króna, sem hægt væri að nota til að styrkja arðbær fyrirtæki í kröggum ný og gömul. Þá verður að nefna baráttu þeirra fyrir afnámi verðtryggingarinnar. Svo má lengi telja. Sala bankanna, sem var ekki annað en hreinn þjófnaður, Verðtryggingin, fyrst á allar færslur, laun og skuldir, auðvitað tóku þeir launin út. Þe að láta saklausa fasteignaeigendur að halda uppi vonlausu fjármálakerfi, þar sem söluverð fasteigna ákvarðar neysluvísitölu, einstæð heimska og óhamingja viðeigandi. Kvótakerfið, þar sem klárum mönnum tókst að ´stela´ ná auðlindinni og lifa í vellystingum meðan landslýð blæddi. Allar þessar aðgerðir leiddu til hrunsins. Svo má lengi telja.

Ég kýs Frjálslynda. Ísland alltaf Ísland

Bjorn Emilsson (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 02:04

87 Smámynd: Konráð Ragnarsson

Hún snart mig þessi bloggfærsla þín og ég óska þér og þínum góðs gengis!

Borgarahreyfingin er eini kosturinn og heiðarlegasti í stöðunni, þess vegna er ég í framboði þar,gömlu flokkarnir geta ekki eða vilja ekki taka til í sínum herbúðum og ganga nú til kosninga með enga fortíð,tek ekki þátt í slíku

 X-O0000000000000!!!!

Konráð Ragnarsson, 24.4.2009 kl. 02:50

88 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Til hamingju med tennann flotta pistil Hrannar minn. Gangi tér vel á nýju slódum.

kvejda frá Jyderup.

Gudrún

Gudrún Hauksdótttir, 24.4.2009 kl. 06:52

89 Smámynd: Hrannar Baldursson

Sæl Jakobína,

Eins og ég minntist á í einni athugasemdinni, þá einfaldlega gleymdi ég Frjálslynda flokknum. Þetta er ekki áróður fyrir Borgarahreyfinguna, en ég er upp með mér ef persónulegar pælingar mínar komast á svo háan stall í umræðunni að geta kallast áróður.

Björn: Það er ekki svo einkennilegt þegar fólk sem reynir að fylgjast með umræðunni gleymir einfaldlega að Frjálslyndi flokkurinn sé til. Ég veit ekki af hverju það er og þori ekki einu sinni að giska.

Hinrik, Konráð og Guðrún: Takk.

Hrannar Baldursson, 24.4.2009 kl. 09:29

90 identicon

Fróðleg grein hjá þér en sannfærði mig ekki um að kjósa Borgarahreyfinguna. Mér finnst margt loðið hjá þeim og margt sem ég er ekki sammála. Til dæmis má nefna þetta með 7% regluna um þjóðaratkvæðagreiðslu. Mér finnst það bara alltof lágt hlutfall.

Svo finnst mér fólkið sem situr á lista ekki líklegt til að koma því fram sem mér þykir mikilvægast. Mér finnst þau vera svo föst í einhverjum "litlum" málum. Engar raunhæfar tillögur í atvinnumálum t.d.

Svo kastaði nú eiginlega tólfunum þegar Þráinn Bertelsson sagði í sjónvarpi allra landsmanna að hann myndi aldrei "segja upp" listamannalaununum þó hann kæmist á þing.  "þetta væri nefnilega ekki spurning um peninga"! Trúi ekki að þú sért sammála því Hrannar að 2 milljónir á ári sé ekki spurning um peninga. Þetta styrkir mig líka í þeirri skoðun minni að ef fólkið úr Borgarahreyfingunni kemst á þing þá hættir það ekkert þó eitthvað breytist eins og það hefur sagt - heldur munu þau hanga á bitlingunum eins og hundar á roði.

Þess vegna m.a. get ég alls ekki kosið Borgarahreyfinguna og á enn eftir að ákveða mig.

Soffía (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 10:28

91 Smámynd: Hrannar Baldursson

Sæl Soffía. Ég var engan að reyna að sannfæra, aðeins að hugsa upphátt. Ég viðurkenni að þetta með listamannalaun Þráins stuðaði mig svolítið í fyrstu, en þegar ég las varnarræðu hans hérna, þá skipti ég um skoðun. Reyndar finnst mér Þráinn sá eini sem stendur svolítið í stúf af þeim sem bjóða sig fram fyrir Borgarahreyfinguna, og hann er fyrrum framsóknarmaðurinn sem ég vitna til í greininni.

Flestir í Borgarahreyfingunni eru reynslulausir í pólitík í dag og met ég það sem kost frekar en galla miðað við landslagið. 

Kannski verða þau étin upp til agna af úlfunum sem umkringja þau, en við hefðum þó loks rödd sem berst skýrt fyrir hagsmunum þjóðarinnar, rödd sem er ekki ýlfur úlfs.

Hrannar Baldursson, 24.4.2009 kl. 10:43

92 Smámynd: Kári Harðarson

Gangi þér vel í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur.  Það hefur verið gaman að lesa allt sem þú skrifar, ég mun halda áfram að fylgjast með þér.

Kári Harðarson, 24.4.2009 kl. 10:45

93 Smámynd: Hrannar Baldursson

Takk fyrir það Kári. Sömuleiðis.

Hrannar Baldursson, 24.4.2009 kl. 11:55

94 identicon

Hörður það er ábyrgðarhluti að segja rangt frá. Borgarahreyfingin hefur mjög skýra stefnu í evrópumálum. Sækja um aðild að evrópusambandinu strax og fá sem bestan samning eins og mögulega hægt er og leggja það svo í þjóðaratkvæði. Gerist ekki skýrara.

Theodór að VG séu lausir við spillingu er ég langt frá því sammála. Voru ekki lengi að semja við sjálfstæðisflokkinn i mosfellsbæ um meirihluta, næla sér í smá völd og voru ekki mikið að vernda friðlýst svæði þar þegar þeir ákváðu að byggja þar sem er allt í upplausn akkurat núna. VG hefur ekki haft völd, því ekki tækifæri til spillingar per se. Þegar Þorleifur samdi við eigið teppafyrirtæki í borgarstjórn þá var ég ekki par sáttur þó hann kannski átti lægsta boðið þá er það bara ekki rétt. Hann er innanhúsmaður. Steingrímur þráir völd. Talar um VG og samfylkingu í stjórn en á móti evrópusambandinu? Steingrímur hefur litinn áhuga á að afnema 5% regluna sem honum finnst óréttlát og gæti lengi haldið áfram :)

Jóhann Gunnar (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 12:00

95 identicon

Eina ruglið í sambandi við skuldir heimilanna er afstaða ríkistjórnarinnar. Það á bara að haardera meðan þúsundum er stefnt í þrot. Hvað kostar greiðslufall þúsunda heimila. Fjölmargir hagfræðingar og aðrir hafa sýnt fram á að leið Borgarahreyfingarinnar er vel fær. Reyndar lífsnauðsynleg. 

Þeirra á meðal er hagfræðingurinn Þór Saari, frambjóðandi XO i Sv-kjördæmi. 

http://www.mbl.is/mm/frettir/kosningar/2009/03/23/thor_saari_i_zetunni/ 

Rómverji (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 12:17

96 identicon

Gód grein Hrannar,

vona ad thú finnir thér gódan stad og góda atvinnu, sorglegt ad Íslendingar thurfi ad yfirgefa sitt land. Vona svo ad menn hugsi málin á morgun vid kjörklefann med thessa grein í huga, oft var thörf en nú er naudsyn, kvedja tóti

p.s. helvíti er thetta langur thrádur :)

tóti (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 14:58

97 Smámynd: Hrannar Baldursson

Jóhann Gunnar: Það virðast einfaldlega vera til tvær gerðir af stjórnmálamönnum: þeir sem vilja völd valdanna vegna þar sem það er atvinna þeirra - og þeir sem vilja völd til að láta gott af sér leiða fyrir samfélagið - vegna einhvers konar hugsjónar eða þarfar.

Rómverji: Ég er sammála að þessi fyrir heimilin sé nauðsynleg, en er samt ekki viss um hvort að hún sé möguleg.

Tóti: Takk. Þráðurinn er jú orðinn ansi langur og ég hef gífurlega gaman að fylgjast með þessum umræðum sem hafa spunnist og taka þátt í þeim. 

Næsta færsla er tilbúin til birtingar en ég hálfpartinn tími ekki að birta hana á meðan það er enn svona mikið líf í þessari. 

Hrannar Baldursson, 24.4.2009 kl. 16:01

98 Smámynd: Theódór Norðkvist

VG er ekki laust við spillingu það er rétt, en ég meinti að hún er minni þar. A.m.k. hvað varðar styrki til flokkanna. Þar sem hagsmunir eru verður líklega alltaf einhver spilling.

Theódór Norðkvist, 24.4.2009 kl. 16:19

99 identicon

Takk fyrir góðan pistil, ég er sammála þér í flestu þarna.

Alveg er ég sammála með hann Þráinn Bertilson, staða hans á listanum fær mig til að hugsa tvisvar um áður en ég kýs borgarahreyfinguna. Býst við að ég setji x-O og striki yfir Þráin.

Steinar Birgisson (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 16:59

100 Smámynd: Hrannar Baldursson

Theódór: Getum við ekki gert þá kröfu til stjórnmálamanna að vera nógu sterkir til að standast eigin breyskleika? Ég geri í það minnsta þá kröfu og hvika ekki frá henni. 

Steinar: Það er sjálfsagður réttur hvers og eins að strika út af listanum sem maður krossar við. Spurning hins vegar hvaða áhrif það hefur ef ekki er um einhvers konar hópátak að ræða.

Hrannar Baldursson, 24.4.2009 kl. 19:01

101 identicon

Hér þarf ekkert að segja nema X-O  Og svo að sjálfsögðu gangi þér alt í haginn og takk fyrir fína samantekt.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 22:48

102 identicon

Toppmaður þessi yfirmaður greinilega!  Gangi  þér allt í haginn.  Vona að þú komir sem fyrst aftur.

Hafrún (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 10:44

103 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Það kom mér á óvart að Borgarahreyfingin fengi ekki fleiri inn miðað við umræðurnar hér á netinu. Sjálfur lagði ég smáræði á vogarskálarnar en hefði vilja hafa það meira. En maður segir ekki nei við vinnu þegar hún býðst þessa dagana.

Kynningarfundir Rúv og Stöðvar 2 sannfærðu mig endanlega um Borgarahreyfinguna. Fulltrúar hinna flokkanna komu fram og jöpluðu sömu gömlu frasatuggurnar og slagorðapólitíkina og fyrir hrun. Nokkuð sem mér finnst vera lítilsvirðing við þjóðina og sýna veruleikafirringu þeirra. Meira að segja Ástþór Magnússon talaði af meiri skynsemi en flokksdindlarnir. Borgarahreyfingin bauð upp á tungumál sem við tölum og heitir íslenska.  Bauð upp á fulltrúa okkar ekki flokks.

 Gangi þér vel á nýjum stað.

Ævar Rafn Kjartansson, 26.4.2009 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband