Gúgglaði "Ísland" á kínversku, veistu hvað ég fann?

 

冰島

 

 

Ég prófaði að gúggla orðið "Ísland" á kínversku, sló inn orðið "冰島" (sem er að sjálfsögðu "Ísland" á kínversku. Efsta síðan á Google var Wikipedia á kínversku, og þar var þessi texti:

 冰岛共和国(冰岛语:Lýðveldið Ísland)是北大西洋中的一个岛国,位于格陵兰岛和英国中间,首都雷克雅未克。地理概念上,冰岛经常被视为是北欧五国的一份子[1]。今日的冰岛已是一个高度发展的发达国家,拥有世界排名第五的人均国内生产总值,以及世界排名第一的人类发展指数。

Þýðing:

Lýðveldið Ísland er eyjuþjóð í Norður-Atlantshafi, staðsett á milli Grænlands og Bretlands, höfuðborgin er Reykjavík. Í landfræðilegum skilningi er Ísland oft talið meðal Norðurlandanna fimm. Í dag er Ísland háþróað land, hefur skorað númer fimm í heiminum yfir landsframleiðslu miðað við einstakling og er efst í heiminum yfir menntun einstaklinga.

Kannski eitthvað hafi skolast til í þýðingunni, en mér sýnist Kínverjar ennþá telja að við séum ein af ríkustu og menntuðustu þjóðum heims. Kínverjar eru billjón talsins og Íslendingar aðeins um þrjúhundruð þúsund. Þar af leiðandi halda miklu fleiri að allt sé í besta lagi á Íslandi, heldur en þessir örfáu hræður á klakanum sem kvarta og kveina yfir ástandinu.

Eins og allir vita ræður meirihlutinn í lýðræðisþjóðfélagi og því hlýtur að vera satt að Ísland er flottast í heimi. Halo

Við hljótum að geta gerð þá kröfu til sannleikans að hann sé frjáls og fylgi lýðræðislegum reglum... Pinch ...eða hvað?

 

translate_beta_res

 

Svo þú fáir eitthvað annað en tómt bull út úr þessari grein, þá mæli ég með að þú prófir Google Translate fyrir þýðingar. Þýðingin verður aldrei fullkomin, en maður nær merkingunni úr sæmilega skrifuðum texta hvaðan sem hann er. Þó að íslenskan sé ekki inni í þessu, þá er hægt að hafa samskipti við margfalt fleira fólk um allan heim, einfaldlega með að gúggla.

Ég hef notað þetta til að kaupa dót frá Kína og Indlandi gegnum E-Bay þar í landi - og þetta svínvirkar! Fékk réttar vörur á réttu verði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Tómasson

Greinilegt að serverinn hjá mbl.is er ekki með "language support" rétt sett upp, það koma bara spurningamerki í staðinn fyrir kínversku táknin í mbl glugganum. blog.is serverinn virðist hinsvegar vera með þetta.

En að því slepptu, þá er það hárrétt hjá þér, Google svínvirkar - í báðar áttir.

Heimir Tómasson, 21.4.2009 kl. 18:23

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Heimir, takk fyrir að láta mig vita af þessu. Ætti þá að taka kínversku táknin úr titlinu.

Hrannar Baldursson, 21.4.2009 kl. 18:37

3 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Bing Dao er Ísland á kínversku, ef ég man rétt.   Óskandi væri að ekkert hefði frést um ástandið á Bing Dao hinum megin á hnettinum.   Því miður berast upplýsingar víst hraðar nú en með haustskipunum forðum.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 22.4.2009 kl. 00:12

4 identicon

Frábært ætla að prufa

Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 09:01

5 identicon

Kunningi minn var reyndar á markaði í Kína um daginn og þar var mjög ágengur sölumaður að reyna að selja honum allt á milli himins og jarðar. Almennt fá Bandaríkjamenn hæsta verðið og félagi minn sagði því eins og svo oft áður í hæðnistón: "Wo bu shir mei guo ren!" eða "Ég er ekki Bandaríkjamaður (sko!)".

Maðurinn baðst afsökunar á því að reyna að plata hann og spurði hvaðan hann væri. Þegar hann sagðist vera Íslendingur kom mikill samúðarsvipur á hann og hann tók allar vörurnar af borðinu og lagði þær til hliðar. Svo sagði hann : "No moooney..."

Gunnar Hrafn (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 14:05

6 Smámynd: Aron Ingi Ólason

það má samt geta þess að kínverjar eru með eina öflugustu net síu það er þeir skoða allt sem fram kemur á netinu og google fær t.d. borgað fyrir þetta. Ef maður googlar t.d. tank man í lína þá kemur ekki neitt en það er einn frægasti mómælandi kínverja fyrir þá sem ekki vita. Vegna þess að kínversk stjórnvöld verða að fara yfir allar svona síður og upplýsingar sem á þeim byrtast má alveg leiða líkur á því að þeir hafi bara einfaldlega fundið sér tíma til að leiðrétta þennan misskilning.

Aron Ingi Ólason, 24.4.2009 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband