Gæti Ísland orðið næsta Palestína?

Þremur árum eftir að Ísland öðlaðist sjálfstæði frá Dönum, árið 1947, samþykktu Sameinuðu þjóðirnar að skipta Palestínu í tvö ríki, eitt fyrir Gyðinga, og hitt fyrir innfædda.

Nú er íslenska þjóðin fórnarlamb eigin fáfræði, lasta, græðgi og reynsluleysi gagnvart hinum miskunnarlausa og stóra heimi, heimi sem hafið og fjarlægð okkar hafa verndað okkur frá í meira en þúsund ár. Í þessum heimi er ruðst inn í lönd, þau hertekin og milljónir drepnir af kaldri grimmd. Það að samgöngur og samskipti hafa batnað vegna tækniframfara, þýðir ekki að grimmdin sé eitthvað minni, heldur gefur hún hugsanlega aukin færi á þeim sem eru veikburða.

Hernaðarlega er Ísland vel varið, enda í NATO, en fjárhagslega liggjum við afar vel undir höggi.


Nú er Ísland í þannig stöðu að landið er fjárhagslega varnarlaus gagnvart úlfunum sem ráfa um heiminn í leit að auðveldri bráð. Við höfum gefið færi á okkur - í fjölmiðlum um allan heim er talað um okkur sem gjaldþrota þjóð sem getur ekki borgað skuldir sínar - og þegar að skuldadögum kemur mun kröfuhafinn hugsanlega geta keypt okkur á uppboði eftir gjaldþrotaskipti.

Íslenska þjóðin hefur ekki alltaf verið sjálfstæð, og getur hún tapað sjálfstæði sínu gæti hún sín ekki. Standi Íslendingar ekki saman gegn innri sem ytri ógnun, einföldum og flóknum, verðum við enn veikari fyrir og þá verður freistandi fyrir hungraða úlfa að ráðast til atlögu, enda hefur okkur ekki beinlínis tekist að halda hópinn með hjörðinni, og erum veik fyrir þar sem við stöndum ein.

Tilefni þessarar distópíu er grein sem birtist í dagblaðinu National í Abu Dhabi fyrr í dag. Greinarhöfundur var að mínu mati ekki að grínast. Hefði slík grein um Ísland verið hugsanleg fyrir tíu árum?

Greinin er á ensku neðst á síðunni, en ég ætla að gera tilraun til að snara henni yfir á íslensku. Ég túlka tón greinarinnar ekki sem gamansaman, heldur sýnist mér að höfundur meini hvert einasta orð.

Það væri kannski sniðugt að greina með formlegu áhættumati hversu mikil hætta er á að slíkar hugmyndir, eins fjarstæðukenndar og þær kunna að virðast við fyrstu sýn, verði að veruleika.

 

Noam Chomsky um átökin milli Ísraels og Palestínu:

 

sultansaoudalqassemi1

Annað gyðingaríki: Ísland gæti verið sniðugt...

Sultan Al Qassemi


Það er sagt að róttækir tímar kalli á róttæk ráð, en jafnvel í samanburði við annað sem ég hef látið frá mér fara er þetta umdeild tillaga: kannski það sé eitthvað til í þeirri hugmynd að stofna annað gyðingaríki - ekki til að koma í staðinn fyrir Ísrael, heldur sem viðbót, til að það blygðist gagnvart heiminum.

Í meira en 60 ár hefur Ísraelsríki opinberlega starfað í samræmi við vafasamar starfsreglur eins og yfirtöku landsvæða og refsingar gagnvart hópum og svæðum sem verndaðar hafa verið af vestrænum ríkjum gagnvart alþjóðlegri gagnrýni og samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Þar að auki hafa sumir ísraelskir stjórnmálamenn verið ásakaðir af vestrænum fræðimönnum um að misnota vorkunn sem fylgt hefur í kjölfar hinnar harmþrungnu þjáningar Helferðarinnar, og notað hið göfuga orðtak "aldrei aftur" sem réttlætingu á því að þeir gera nánast það sem þeim sýnist (eins og í nýlegri Gaza herför) á meðan þeir halda stöðugt fram að þeir séu fulltrúar Gyðinga um alla heimsbyggð.

Satt best að segja þá hefur aldrei verið jafn mikið bil á milli gyðinga um allan heim og hinnar kosnu ríkisstjórnar Ísraels sem er þar við völd í dag. Hin nýkjörna ríkisstjórn er svo skammsýn og barnaleg, týnd í ofsafengri hægri pólitík og hungruð í völd, að hún fæddist í raun andvana. Hvernig er öðru vísi hægt að útskýra tilnefningu Avigdor Lieberman sem utanríkisráðherra, "pólitískan" þrjót sem minnir mest á Neanderdalsmennina á tímum aðskilnaðarstefnu Suður Afríku?

Val hins nýja forsætisráðherra Benjamin Netanyahu á herra Lieberman sem andlit hinnar ísraelsku þjóðar er sönnunargagn um fákunnáttu hans og hroka. Jafnvel stjórnmálamenn sem hafa varla nokkra reynslu myndu átta sig á að val á svo umdeildum manni, sem hefur svo mörg viðhorf sem eru jafnvel móðgandi í huga helstu bandamanna eins og Bandaríkjamanna, og hvað þá um hulda bandamenn á svæðinu, er það sama og að skjóta sig í fótinn. Utanríkisráðherra Evrópusambandsins, Javier Solana, hefur kallað herra Lieberman "mann sem ég hef verið ósammála alla mína ævi", Egyptaland vill ekki fá hann í heimsókn, og Palestínumenn myndu ekki láta sjá sig í sama herbergi og hann.

Þar að auki, í frétt ísraelska dagblaðsins Yedioth Ahronoth var sýnd skoðanakönnun sem framkvæmd var af J Street, hóp bandarískra Gyðinga, sem sýndi að 60 prósent af bandarískum Gyðingum eru andstæðir harðlínuskoðunum þeim sem herra Lieberman tjáði í ísraelsku kosningabaráttunni, og það merkilega er að 75 prósent styðja niðurskurð á fjárhagslegum stuðningi Bandaríkjanna til Ísraels ef nýja ríkisstjórnin kemur í veg fyrir undirskrift á sáttmála við Palestínumenn. Það er ljóst að í dag fer þeim Gyðingum fjölgandi í heiminum sem samsama sig ekki við Ísrael, aðallega vegna stefnu þess. Margir þeirra eru á móti ríki sem þykist vera fulltrúi umburðarlyndrar menningar þeirra og heilagrar trúar sem eina landið í heiminum sem opinberlega hefur hertekið land annarrar þjóðar.

Þar að auki er ólíklegt að Ísrael endist sem ríki Gyðinga vegna landfræðilegs veruleika. Mannfjöldi araba fjölgar, á meðan menntaðir Ísraelar eignast færri og færri börn. Þar að auki sýnir skoðanakönnun sem var nýlega framkvæmd af Lýðræðisstofnun Ísraels að flestir Ísraelsbúar sjá sig fyrst sem Gyðinga og síðan sem Ísraela.

Hvað er það sem gefur Ísrael þann rétt að tala í nafni allra Gyðinga þegar hún hýsir færri Gyðinga en Bandaríkin, og þegar þjóðfélaginu er skipt í 20 prósent innfædda araba-ísraelska borgara og milljónir annarra Araba, hvers land Ísrael hefur hernumið? Landfræðilega, hinir um það bil 13 milljón Gyðingar í heiminum eru meira en tvöfalt fleiri en Gyðingar sem búa í Ísrael. Fullyrðingar þeirra eru sambærilegar við Taiwan sem þykist tala fyrir hönd allra Kínverja vegna þess að þjóðin er "lýðræðisleg" og "henni ógnað".

Þannig að ég legg til stofnun nýs ríkis Gyðinga - líka lýðræðislegs, en sem stundar ekki að spilla fyrir hinu góða orðspori gyðingatrúar og Gyðinga. Þegar allt kemur til alls er meirihluti þjóða sem er múslimatrúar eða kristnitrúar ekki reist á heilögu landsvæði: af hverju ekki að bæta við einu fyrir Gyðinga?

Vegna heimskreppunnar eiga nokkrar þjóðir í fjárhagslegum erfiðleikum og gætu mögulega hugsað sér kauptilboð: Ísland, til dæmis, með fullri virðingu fyrir Íslendingum. Íslenska þjóðin er í afar alvarlegri fjárhagslegri stöðu, smáþjóð með 300.000 íbúa og vel staðsett á milli Bandaríkjanna og Evrópu, Íslandi væri tilvalinn staður sem ætti ekki að kosta meira en um 50 milljarða bandaríkjadala, sem keypt væri af hundruðum eða þúsundum Gyðinga sem samsama sig ekki með stefnu og ríkisstjórn Ísraels og sem eru virkilega í leit að friði og ró í ríki sem umber þá.

Annað ríki Gyðinga sem nær árangri og ríkidæmi gæti gert að engu þau yfirnáttúrulegu tök sem Ísrael hefur yfir bandaríska þinginu og fjölmiðlum, og einnig gert að engu þær martraðir og minningar sem leiðtogar Evrópuríkja fá þegar þeir hugsa til samsektar þjóðar sinnar gagnvart brottrekstri og útrýmingu Gyðinga. Þessi róttæka hugmynd gæti virkað sem vekjaraklukka fyrir ísraelska stjórnmálamenn sem treysta á langvarandi stuðningi Bandaríkjanna, og gætu áttað sig á að Ísrael þarf að horfast í augu við veruleikann og setjast af fullri alvöru við friðarsamningaborðið sjálfum sér til heilla.

Þetta er bara pæling; en róttækir tímar kalla á róttæk ráð.
Sultan Sooud Al Qassemi er viðskiptamaður frá Sharjah, útskrifaður frá bandaríska háskólanum í París og stofnandi Bajeel öryggisfyrirtækisins í Dubai.


Greinin á ensku:

A second Jewish state: Iceland might be cool…

Sultan Al Qassemi

It is said that radical times call for radical thinking, but even by my own standards this is a controversial proposal: perhaps there is merit in an argument for the creation of a second Jewish state – not to replace Israel, but in addition to it, to embarrass it in front of the world.

For more than 60 years the state of Israel has been publicly operating objectionable policies such as land grabs and collective punishment largely sheltered by certain western governments from international criticism and UN resolutions. In addition, some Israeli politicians have been accused by western academics of exploiting the tragic suffering and mass extermination of the Holocaust, and using the noble phrase “never again” as a cover to pretty much do as they please (as in the recent Gaza campaign) while maintaining throughout that they are representing Jews worldwide.

In truth, there has never been a greater rift between the Jewish diaspora and an elected government in Israel as the one that exists today. The newly elected government is so short-sighted and naive, lost in its extremist right-wing policies and desperate for power, that it was effectively still born. How else to explain the appointment as foreign minister of Avigdor Lieberman, a thuggish “politician” more like one of those Neanderthal characters from the era of apartheid South Africa?

The new prime minister Benjamin Netanyahu’s choice of Mr Lieberman as the public face of Israel is evidence of his own ignorance and arrogance. Even politicians with hardly any experience would realise that to appoint such a polarising figure, many of whose views are offensive even to committed allies such as the US, let alone covert allies in the region, is to shoot oneself in the foot. The EU foreign policy chief Javier Solana has called Mr Lieberman “a man with whom I have been at odds for my entire life”, Egypt doesn’t want him to visit, and the Palestinians wouldn’t be seen in the same room as him.

Furthermore, a report in the Israeli newspaper Yedioth Ahronoth cited a poll conducted by J Street, the US Jewish advocacy group, which revealed that 60 per cent of American Jews oppose the extremist views expressed by Mr Lieberman during the Israeli election campaign, and a remarkable 75 per cent support a cut in US financial aid to Israel if the new government puts the skids under signing an agreement with the Palestinians. Today, clearly, a growing number of Jews around the world do not identify with Israel, largely because of its policies. Many of them object that a state claiming to represent their tolerant culture and sacred beliefs is the only country in the world that is officially occupying another people’s land.

Additionally, the notion that Israel is likely to last as a Jewish state is challenged by the demographic realities on the ground. Its population of Arab citizens is expanding, while educated and affluent Israelis are having fewer and fewer children. Moreover, a recent poll conducted by the Israel Democracy Institute found that most Israelis see themselves as Jewish first and Israeli second.

What, in fact, gives Israel the exclusive right to speak in the name of all Jews when it hosts fewer Jews than the USA, and when its very own ethnic make-up is diluted by the 20 per cent native Arab-Israeli citizens and the millions of other Arabs whose land it occupies? Demographically, the estimated 13 million Jews in the diaspora represent more than twice the number of Jews who live in Israel. Their assertions are akin to Taiwan claiming to speak on behalf of all Chinese people because it is “democratic” and “under threat”.

So I propose the creation of an additional Jewish state – also democratic, but not in the business of tarnishing the good reputation of the Jewish religion and people. After all, there are dozens of majority Muslim and Christian countries that are not founded on holy lands: why not one more Jewish one?

Because of the global economic crisis there are several countries in financial difficulties that might consider a possible purchase offer: Iceland, for one, with all due respect to Icelanders. With its dire financial situation, tiny population of 300,000 and strategic location between the USA and Europe, it would be an ideal candidate that shouldn’t cost more than $50 billion or so to purchase on behalf of the hundreds of thousands of Jews who don’t identify with Israeli policies and governments and who genuinely seek peace and tranquillity in a state that carries their attributes.

A successful, prosperous and secure second Jewish state could neutralise the voodoo spell that Israel has on the American Congress and media, as well as European leaders still haunted by the nightmare memories of their countries’ support or complicity during the extermination of their Jewry. This radical idea could act as a wake-up call for Israeli politicians who bank (literally) on America’s long-term counterproductive support, and make them realise that Israel has to face reality and finally commit to genuine peace negotiations for its own good.

It’s just a thought; after all, radical times call for radical thinking.



Sultan Sooud Al Qassemi is a Sharjah businessman, graduate of the American University of Paris and founder of Barjeel Securities in Dubai

sultan.alqassemi@gmail.com


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Það er ekki alveg rétt hjá þér Hrannar að Íslendingar hafi öðlast sjálfstæði árið 1944. Lýðveldi var stofnað þá en sjálfstæði fékk Ísland árið 1918.

Sæmundur Bjarnason, 12.4.2009 kl. 22:48

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Góð athugasemd Sæmundur, en ég set fyrirvara við hana, þar sem að hægt er að rekja sjálfstæðisbaráttu Íslendinga aftur til 1840. Ég tel að viðurkenning á fullveldi 1918 hafi verið afar mikilvægt skref, en það var fyrst við stofnun lýðveldisins árið 1944 sem Ísland varð sjálfstætt ríki, enda tapaði þá danska krúnan valdi sínu yfir okkur.

Takk fyrir þetta. Kannski leggjum við ólíka merkingu í hugtakið sjálfstæði? Ég tel okkur sjálfstæð þegar við stöndum algjörlega á eigin fótum en höllum okkur ekki sem hirð upp að konungi eða drottningu. 

Svar á Vísindavefnum við spurningunni: Hvaða Danakonungur ákvað að gefa Íslendingum sjálfstæði?

Annars, gleðilega páska. 

Hrannar Baldursson, 12.4.2009 kl. 23:05

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Það er ekki fyrr en nú nýlega sem svarið við spurningunni: Hvenær varð Ísland sjálfstætt ríki? fór að verða eitthvað umdeilt. Þeir sem stóðu að lýðveldisstofnuninni árið 1944 hefðu áreiðanlega allir sagð að það hefði verið árið 1918. Linkurinn hjá þér í Vísindavefinn virkar ekki.

Sæmundur Bjarnason, 12.4.2009 kl. 23:56

4 identicon

Alveg hreint sláandi grein eftir þennan arabakall,er þetta framtíðin fyrir okkur.?Munu úlfahjörð ofurríkra útlendinga taka okkur upp í skuld eða að kaupa,maður fær kuldahroll að frostmarki að hugsa til enda ef hægt er að segja svo,hvað bíður okkar.?

Númi (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 00:00

5 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Hræðileg tilhugsun að' Ísland verði "ísrael!...úfff

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.4.2009 kl. 00:24

6 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson fjallar um þetta sama mál á sinni síðu þar sem hann fordæmir þessa hugmynd Al Qassemi sem er fyrst og fremst byggð á gyðingahatri.

Hilmar Gunnlaugsson, 13.4.2009 kl. 01:29

7 Smámynd: Hrannar Baldursson

Sæmundur, afsakið. Hér er linkurinn: Hvaða Danakonungur ákvað að gefa Íslendingum sjálfstæði?

Númi og Anna: Eftir að hafa pælt aðeins lengur í þessu, þá finnst mér þetta ekki svo fjarstæðukennd hugmynd. Einhvern veginn verðum við að koma okkur út úr skuldasúpunni og taka þá erfiðar ákvarðanir. Gætuð þið ímyndað ykkur ef búinn yrði til nýr bær rétt utan Reykjavíkur sem héti Ísraelsbær, og að þangað fengju að flytja allir þeim sem eru gyðingatrúar? Segjum að 10.000 einstaklingar flyttu á svæðið á  hverjum 10 árum. Hvernig myndi þjóðfélagið breytast.

Ég vil taka það fram að þeir gyðingar sem ég þekki eru afar skarpir og vel menntaðir einstaklingar og gætu jafnvel híft þjóðina upp úr deyfð og meðalmennsku á flestum sviðum.

Það þarf ekki að vera slæmt að Ísland verði Palestína II. Betra en að vera hraðfrystihús.

Hilmar: Ég er ekki sammála Vilhjálmi að þetta sé heimskuleg grein og að Íslendingar eigi inni afsökunarbeiðni frá Sultan, né að grein hans lýsi fordómum. Ef svo hefði verið, þá hefði ég ekki eytt púðri og tíma í að þýða hana. Frekar lýsir hún ákveðinni afstöðu sem mér finnst ágætlega rökstudd. Satt best að segja finnst mér athugasemd Vilhjálms afar dónaleg og full af heift, og þar að auki byggð á misskilningi. Hvergi leggur hann til að að Ísrael verði lagt niður, né að Gyðingar verði fluttir til Íslands í massavís, heldur aðeins að fólk sem er gyðingatrúar fái rétt til að flytja til Íslands.

Hugmynd Sultan er í raun byggð á einfaldri staðreynd. Flest trúarbrögð eru dreifð víða um heim. Af hverju er þannig ekki farið um gyðingdóm, af hverju er hann bara á einum stað?

Svarið felst í því að hörmulegar afleiðingar seinni heimstyrjaldarinnar ná allt til dagsins í dag og munu gera það um ókomna framtíð. Ég væri ekki sáttur við að Ísland væri keypt upp og selt hæstbjóðanda, en átta mig á að svo getur vel farið, sérstaklega ef við skuldbindum okkur til að borga allar þær skuldir sem fámennur hópur kom bönkunum í, og stjórnmálamenn af einhverjum furðulegum ástæðum fluttu yfir á þjóðina.

Grein Vilhjálms má sjá hérna: Felix Arabia ?

Dæmi hver fyrir sig.

Hrannar Baldursson, 13.4.2009 kl. 08:25

8 Smámynd: Hrannar Baldursson

Þessa athugasemd gerði ég á bloggi Vilhjálms, Felix Arabia ? hann síar athugasemdir af einhverjum ástæðum. Reyndar efast ég um að Sultan Sooud Al-Qassemi muni birta athugasemd Vilhjálms, sem er því miður ansi langt frá því að vera skrifuð í vingjarnlegum stíl:

Sæll Vilhjálmur,

Þetta er nú ansi harkalegt svar hjá þér við hugmynd Sultan um mögulegan heim. Að sjálfsögðu skrifar hann greinina frá eigin sjónarmiði, en ég var ekki var við mikla fordóma hjá honum. Ég þýddi grein hans sem þú getur lesið hérna: Gæti Ísland orðið næsta Palestína?

Satt best að segja held ég að hugmynd hans sé frekar góð, og að upp geti komið sú staða að Íslendingar geta ekki borgað skuldir sínar og verða þá að taka einhverri leið. Ein af auðlindum Íslands er að sjálfsögðu landið sjálft. Hvað ef fengjum tilboð upp á 1 milljón Evra hvert og eitt okkar, að sérhver Íslendingur fengi þá upphæð og í staðinn fengju Gyðingar rétt til að stofna hér annað Ísraelsríki. Hversu margir heldurðu að myndu þiggja boðið, yrði það umdeilt, myndu skuldugir Íslendingar vilja losna við skuldirnar og frekar flytja úr landi með um 160 milljónir íslenskar krónur og koma sér fyrir þar sem þeim sýnist?

Væri virkilega ekki freistandi að taka slíku tilboði, og gæti það ekki orðið að veruleika? Sultan tókst í þessari grein að vekja upp spurningu um mögulega framtíð Íslendinga, sem okkur ber skylda að taka alvarlega.

Með bestu kveðju,

Gleðilega páska!

Hrannar Baldursson, 13.4.2009 kl. 09:14

9 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ó. Ég sé nú á bloggi Sultan Sooud Al-Qassemi að hann hefur birt athugasemd Vilhjálms og svarað henni: A second Jewish state: Iceland might be cool

Hrannar Baldursson, 13.4.2009 kl. 09:17

10 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ég tel athugasemd Vilhjálms hafa verið afar skynsama enda skil ég ekki hvers vegna gyðingar ættu að kaupa Ísland. Hefur þeim einhverntíman dottið það í hug?

Gyðingar búa víðsvegar um heiminn þó flestir þeirra séu í Ísrael. Ég veit t.d. ekki betur en að á Íslandi séu sárafáir gyðingar.

Hilmar Gunnlaugsson, 13.4.2009 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband