Gran Torino (2008) ***1/2

Ímyndađu ţér nafnlausa kúrekann í spaghettívestrum Sergio Leone, Will Munny úr Unforgiven og allar hinar hetjurnar sem Clint Eastwood hefur túlkađ í vestrum, blandađu ţeim saman viđ Dirty Harry Callahan, hrćrđu vel saman ţannig ađ út komi ein persóna sem lifir í nútímanum á áttrćđisaldri, en međ öll gömlu persónueinkennin og útkoman verđur Walt Kowalski í Gran Torino.

grantorino01

Gran Torino er sérlega vel heppnađur nútímavestri um gamlan og fordómafullan kúreka sem í stađ ţess ađ ríđa um á hestum, notar mest ruggustól, pallbíl og Gran Torino glćsibifreiđ. Hann ţarf ekki ađ leita upp vandamálin, ţví ađ ţau koma til hans međ breyttu samfélagi. Í gömlu vestrunum riđu hetjur um héruđ og björguđu fólki sem lentu í vanda vegna glćpaklíka eđa stórkaupmanna. Í nútímanum ţarftu ekki ađ fara út fyrir eigin lóđ til ađ takast á viđ spillingu í samfélaginu og glćpaklíkur.

Walt Kowalski (Clint Eastwood) hefur misst eiginkonu sína og sér fram á rólega ellidaga á veröndinni međ bjór í hendi. Samfélagiđ hefur breyst. Gömlu nágrannarnir hafa falliđ frá og nýir komnir í stađinn, af Hmong ćttum - sem er ćttbálkur frá Suđur Kína.

Ţegar glćpaklíka reynir ađ fá nágranna Kowalski, hinn hógvćra Thao (Bee Vang) til ađ ganga í gengiđ og plata hann til ađ stela Gran Torino bifreiđ Kowalskis, fer ađeins ađ hitna í kolunum. Kowalski tekst ađ koma í veg fyrir rániđ en kynnist ţess í stađ Thao, og ákveđur ađ kenna honum ađ meta ţađ sem er einhvers virđi í lífinu.

Film Review Gran Torino

Ađ sjálfsögđu flokkar Cowalski Hmung fólkiđ sem asíubúa og tengir ţađ viđ alla ţá fordóma sem söfnuđust saman viđ ţátttöku hans í Kóreustríđinu. Ţegar hann uppgötvar ađ nágrannarnir eru ágćtis fólk, verđur hann jafnt sem nágrannar hans frekar undrandi.

Kowalski upplifir sín eigin börn og barnabörn sem afskrćmingu ţeirra gilda sem hann hefur barist fyrir alla sína ćvi, og ţađ kemur honum á óvart ađ hann finnur meira af ţessum gildum hjá nágrönnum sínum en eigin fjölskyldu.

Ţegar nágrannarnir og Sue Vang Lor (Ahney Her), systir Thao, stúlka sem Kowalski kann sérlega vel viđ, verđa fyrir fólskulegri stórskota- og líkamsárás gengisins, ákveđur hann ađ taka til eigin ráđa, finnur gömlu skammbyssurnar og tekur til viđ ađ hreinsa ţćr.

grantorino05

Gran Torino er meistaralega upp byggđ og vel sögđ saga. Frásagnarstíllinn er ekki skreyttur međ miklum tćknibrellum eđa skrautlegum klippingum, heldur er undirstađan í traustu handriti, góđri leikstjórn og rafmögnuđum leik Clint Eastwood í hugsanlega síđasta hlutverki ferilsins. Ef sú verđur raunin, get ég ekki hugsađ mér betri útgöngu en Gran Torino.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Hann hefur ekki ákveđiđ ennţá hvort ađ ţetta er hans síđasta hlutverk en gćti meira en vel veriđ enda Leikstjórinn hans ađall i dag ásamt músikinni sinni.

En GRAN TORINO er kvikmynd sem allir ćttu ađ sjá enda án efa međ ţeim betri sem er í sýningum í dag.

Don svo er ţađ Watchmen mig hlakkar til ađ vita hvađ ţér finnst ...

Ómar Ingi, 14.3.2009 kl. 16:41

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Sammála ţér međ ţessa mynd Hrannar.  Ein af betri myndum Eastwood ađ mínu mati og ađdáendur Dirty Harry hljóta ađ hafa gaman af ţessum karakter.

Hér í Minnesota er mikiđ af Hmong fólki frá Víetnam og ţađ hefur reynst ţrautin ţyngri fyrir ţađ ađ ađlagast samfélaginu og ţví miđur ţarf ţađ ađ ţola mikla fordóma.  Ţessi mynd hjálpar vonandi til međ ađ auka skilning fólks á sérstöđu ţessa hóps.

Róbert Björnsson, 14.3.2009 kl. 21:02

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband