Eru fréttir og áreiti síðustu daga úr takti við tímann og tilheyra þar af leiðandi súrrealisma?

Það er svo margt sem mér finnst snúið og súrt eða súrrealískt þessa dagana.

Fréttirnar um blysgöngu til að þrýsta á formannsframboð Jóhönnu Sigurðardóttir, þar sem að skipuleggjandinn ætlaði að selja blys á vægu verði, voru beinlínis súrar. Enginn mætti fyrir utan skipuleggjandann, þrjá kvikmyndatökumenn og tvo ljósmyndara! Tölum um dramatíseringu. Sjá hér.
bilde?Site=XZ&Date=20090311&Category=FRETTIR01&ArtNo=122609953&Ref=AR&NoBorder

Fyrirsagnir úr kosningabaráttu fyrir prófkjör einstaklinga sem hitta engan veginn í mark og hvernig kandídatar virðast almennt vera algjörlega úr tengslum við þjóðina sem stefnir hraðbyr á erfiðustu krepputíma Íslandssögunnar. Slagorð sem áttu við fyrir tveimur árum virka sjálfsagt í dag fyrst allir eru að nota þau, en er þetta ekki kjánalegt?

 

1107_surrealism_04

 

Málþóf stjórnmálamanna og rifrildi um leikreglur á Alþingi meðan þjóðin þarf lífsnauðsynlega á samvinnu að halda. Allt í einu eru kommar orðnir kapítalistar og kapítalistar kommar. Snúið og súrt.

Hvernig talað er um hagkerfi eins og um eilífðarvél væri að ræða. Eilífðarvélar eru til í vísindaskáldsögum og ná þá yfirleitt valdi yfir mannfólkinu. Kannski kominn sé tími til að hringja í Neo og fá hann til að ýta á RESTART?

neo.matrix

Að maður sem kastar skó framhjá Bush fyrrum Bandaríkjaforseta fær þriggja ára fangelsisdóm fyrir mótmæli sín, á meðan Íslendingar fá ævilangt skuldafangelsi hvort sem þeir mótmæla eða ekki.

Þessi mynd í fréttinni um Last House on the Left finnst mér snúin, en hún ætti frekar við um The Exorcist.

Að íslenska hagkerfið er farið algjörlega á hausinn, en samt getur þúsund manns leyft sér að fara í golfferðir erlendis og enn fleiri í þægilegt frí yfir páskana á meðan fjöldi fólks þarf að flýja land af illri nauðsyn.


Þetta eru súrir tímar.

 

sour-lemon-eating-225_tcm18-94143

 


mbl.is Enginn mætti í blysförina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband