S.O.S. INTERPOL - Ræsum út víkingasveit fjársvika strax!

 

interpol_logo

 

Sú frétt að Kaupþing hafi lánað stærstu eigendum sínum og tengdum aðilum tæplega 500 milljarða króna kallar á tafarlausa alþjóðlega rannsókn. Góðu fréttirnar eru þær að INTERPOL getur hjálpað.

Mig grunar að þetta sé ekkert einsdæmi og að svipaða hluti verði hægt að finna hjá Landsbanka og Glitni - nokkuð sem ætti að vera löngu komið í harða rannsókn.

Ég spyr: Hefur saksóknari efnahagsglæpa eða efnahagsbrotadeild ríkislögreglunnar haft samband við INTERPOL, eða þarf að rétta þeim blóði drifna peysu heimila og fyrirtækja til að þeir sjái hversu alvarlegt málið er?

Þetta mál á heima undir fjármálaglæpi INTERPOL, en þessi texti kemur þaðan og passar 100% við ástandið sem Íslendingar eru að upplifa.

 

070709_interpol_hmed_430a.hmedium

 

Ef við getum sýnt fram á með INTERPOL að við séum ekki fjárglæfrafólk upp til hópa, heldur fórnarlömb fjársvikara, getum við fengið aðrar þjóðir virkar í lið með okkur til að berjast gegn kreppunni.

Ef við lítum á kreppuna sem slys, er hætta á sjálfsvorkunn og eymd. Ef við lítum á kreppuna sem glæp, er mikil von um endurreisn og að réttlætiskennd vakni með fólki, ekki aðeins íslensku þjóðinni - sem virðist að miklu ana áfram eins og uppvakningar og ekki átta sig á hvað margir úr þeirra samfélagi þjást hvern einasta dag vegna þessa ástands, heldur einnig í alþjóðasamfélaginu.

Hugarfarsbreyting verður að eiga sér stað. Kreppan er ekki slys eins og hún var á 3. og 4. áratug 20. aldar, heldur er hún stórfelldur glæpur. Þetta er tvennt ólíkt. Ef verslun eða heimili þitt brennur vegna gáleysis, situr eigandinn eftir ráðlaus - viti hann hins vegar að einhver lagði eld að heimilinu mun hann ekki leita sér hvíldar fyrr en viðkomanda hefur verið komið fyrir á öruggum stað - fjarri eldspýtum.

 

 

Málið er að við höldum að skipið hafi strandað. Það er ekki rétt, það hefur rétt rekist á sker, og áhöfnin sem því olli er ennþá um borð í leit að næsta skeri. Við getum ekki byrjað björgunarstörfin fyrr en við höfum upprætt rót vandans. Það á eftir að hjóla í það vandamál, og það þarf að gera strax. 

Fyrst úrræðið er þegar til, INTERPOL, af hverju ekki að byrja opinbert ferli með þeim, þar sem þeir hjálpa okkur að leita uppi og stöðva þá sem rændu af íslensku þjóðinni og vinaþjóðum hennar upphæðum sem við getum varla ímyndað okkur vegna stærðar þeirra?

Það er allt annað hugarfar ef við skiptum úr því hugarfari að vera þjóð minnimáttarkenndar sem gerði fáránleg mistök, heldur en þjóð sem leitar réttar síns af styrk og yfirvegun.

Hvort á það að vera?

 

Fjármálaglæpadeild INTERPOL

Margvísleg áhrif fjárhagslegra svika, ekki aðeins gegn einstaklingum og fyrirtækjum, heldur einnig gegn hagkerfum þjóða, vaxa hratt á alþjóðavísu.

Ef látið afskiptalaust, geta svik leitt til fjárhagslegs hruns fólks og fyrirtækja, sem og skaðað hagkerfið alvarlega. 

Sveit fjármálaglæpa hjá INTERPOL hefur tekið að sér að berjast gegn þessari alþjóðlegu hreyfingu innan verkefnis sem er sérstaklega hannað til að berjast gegn alvarlegum svikafyrirbærum.

Verkefnið er hannað í kringum stýringarhugtak INTERPOL með að veita aðstoð við rannsókn á alþjóðlegu og svæðisbundnu stigi sem og með skipulögðum stuðningi með samfélagi lögregluyfirvalda.

Verkefnið reynir einnig að fræða almenning um áhætturnar sem fylgja svikum og ólíkum aðferðum til að fyrirbyggja þau í náinni samvinnu við fyrirtæki með því að nota viðeigandi tæki og ráðstafanir.

(Þýðing: HB)

 

Financial crime

The adverse impact of financial fraud, not only on individuals and the commercial sector but even on national economic systems, is increasing rapidly worldwide.

Left unchecked, fraud could lead to the financial ruin of people and commercial enterprises as well as seriously damage economic systems.

The Financial Crime unit of INTERPOL has taken up the challenge of fighting this global scourge within the framework of a project designed to combat significant fraud phenomena.

The project is designed around the concept of a Coordination role for INTERPOL in providing assistance to investigations on international and regional levels as well as strategic support to the Law Enforcement community.

The project also seeks to inform the public about the risks of fraud and different prevention methods in close co-operation with the commercial sector by employing suitable tools and platforms.


mbl.is 500 milljarðar til eigenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

góð grein og í tíma töluð.. hér er andskotan ekkert verið að gera í þessum augljósu fjársvikamálum sem áttu sér stað innan bankanna. 

Inn með þá alla og látum rannsóknina skera úr um sakleysið. 

Óskar Þorkelsson, 7.3.2009 kl. 09:21

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Frábær pistill hjá þér Hrannar.  Takk fyrir.

Sigrún Jónsdóttir, 7.3.2009 kl. 09:59

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

500 milljarðar er svipuð upphæð og fjórar Kárahnjúkavirkjanir með öllu, eða tvær Kárahnjúkavirkjanir ásamt tveim stórum álverum eins og í Reyðarfirði.

Svona rétt til að setja þetta í samhengi...   (Kannski gengisbreytingar skekki þó myndina aðeins).

Ágúst H Bjarnason, 7.3.2009 kl. 10:17

4 identicon

Hr.Skilling „Enron gæi „ verður fjarri góðu gamni næstu árin      .Jeffrey Keith "Jeff" Skilling (born November 25, 1953) is the former CEO of Enron Corporation in 2001. He was convicted in 2006 of multiple federal felony charges relating to Enron's financial collapse, and is currently serving a 24-year, 4-month prison sentence at the Federal Correctional Institution, Englewood

Hörður Halldórss. (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 10:52

5 identicon

En Kenny boy slapp, sumir segja til Paraguay.  Í dag er Öllu snúið á hvolf - hryðjuverkalög og óeirðalögregla eru notuð á almenning, það eru ekki glæpamenn sem nota fólk eins og búfénað, heldur er það er almenningur sem er óvinurinn, í sigti eftirlitsmyndavéla og hryðjuverkavarna.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 11:12

6 Smámynd: Hrannar Baldursson

Þetta er óhugnanleg upphæð.

Þegar glæpaflokkur rænir banka þá eru þeir eltir uppi þar til peningum hefur verið skilað og aðrir of hræddir til að voga sér samskonar kúnstir.

Í okkar veruleika erum við að kenna sjálfum okkur um að hafa verið rænd.

Firringin er ekki bara hjá stjórnmálamönnum og bankamönnum, hún er líka hjá mótmælendum sem mótmæla röngum hlutum og hjá þjóðinni sem stendur lömuð hjá. Bankaræningjarnir eru enn á flótta undan réttvísinni, en hefur til þessa tekist að fela sig vegna þess að röngum meðölum er beitt - þ.e.a.s. engum.

Hrannar Baldursson, 7.3.2009 kl. 12:07

7 identicon

Frábær grein takk.

Viðar (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 17:53

8 identicon

Réttlætið sem við bíðum öll eftir lætur standa á sér. Íslendingum líður ekki vel fyrr en við sjáum að eitthvað er að gerast. Fyrr getum við ekki haldið áfram. Við erum öll að bíða.

Stjórnvöld verða að fara að gera eitthvað sem dugar því annars er hætta á óeirðum í þjóðfélaginu.

Ína (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 18:20

9 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þessar fréttir eru mun óhuggulegri en marga óraði fyrir. Hárrétt hjá þér Hrannar, hér verður að kalla eftir alþjóðlegri rannsókn hjá Interpol og það strax. Hvaða aðili biður um slíkt.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.3.2009 kl. 18:26

10 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Gott að þú vekur athygli á þessu! Ég vona að við verðum alltaf fleiri og fleiri og að lokum verði á okkur hlustað. Við (þ.e. þjóðin) verðum að fara að taka okkur saman og koma þessu máli til erlendra rannsóknaraðila þar sem íslensk stjórnvöld ætla ekki að aðhafast neitt.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 8.3.2009 kl. 04:21

11 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 8.3.2009 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband