Stórmeistara rúllað upp af 9 ára gutta

Ég skoðaði skákina, sem er hægt að skoða með því að smella á myndina, og get staðfest að þessi sigur var enginn grís. Strákurinn tefldi alveg feikivel, með svart í spænska leiknum og lék hárrétt fram í 16. leik og tefldi síðan eins og stórmeistari eftir það. 

 
hetual_shah
Smelltu á myndina til að skoða skákina.

Þetta gerðist í gær á skákmóti í Nýju Delí. Hinn 9 ára gamli Hetul Shah frá Indlandi sigraði hinn 34 ára gamla stórmeistara Nurlan Ibrayev frá Kazakstan, og sló þannig heimsmet, því að hann er yngsti skákmaður frá upphafi sem sigrar stórmeistara í kappskák.

Það er ljóst að Indverjar eru að blómstra sem skákþjóð. Heimsmeistarinn Anand er Indverji, heimsmeistari unglinga, Abhijeet Gupta, er Indverja og heimsmeistari unglingsstúlkna, Dronavalli Harika, er einnig Indverji.

Ég hefði ekki viljað vera í sporum Ibrayev, en hann er atvinnumaður í skák og hefur mikinn heiður að verja. Reyndar er hann "aðeins" með 2403 stig, sem er frekar lítið fyrir stórmeistara. En til samanburðar, þá er þetta eins og ef Eiði Smára hefði verið skipt út af hjá Barcelona fyrir strák úr 5. flokki.

Þetta sýnir bara og sannar að börn eru ekki framtíðin, þau eru nútíðin.

Málið er að börn geta svo miklu meira en við teljum. Með umönnun, alúð og góðri menntun geta börn öðlist mikinn styrk, því þau læra svo hratt. Ef níu ára barn getur talað jafn vel og fullorðin manneskja, af hverju ætti hún ekki að geta teflt jafnvel og slík manneskja.

Er óhugsanlegt að níu ára barn geti hugsað skýrar og af meiri tilfinningu en sextug manneskja sem hugsar með afbrigðum vel?

 

Lokastaðan:

 lokastadan_ibrayev_shah.jpg
Ibrayev - Shah
0-1

 

Ungmenni skal umgangast af virðingu. Konfúsíus (551-479 BC)

 

Manneskja sem er ung að árum getur verið gömul í klukkustundum, ef hún hefur ekki glatað neinum tíma. Francis Bacon (1561-1626) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Svalur gutti þetta , hann les leikinn betur en mótherjinn og hefur án efa æft sig þó nokkuð þrátt fyrir ungan aldur.

Ómar Ingi, 12.1.2009 kl. 21:24

2 Smámynd: arnar valgeirsson

þokkalega öruggur. ég hefði sko tapað drottningunni þarna í horninu og ekki síst ef ég væri að tefla á móti svona grandmaster. ótrúlega vel gert.

arnar valgeirsson, 12.1.2009 kl. 21:33

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

 

Sæmundur Bjarnason, 13.1.2009 kl. 00:25

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég er sammála Sæmundi!

Steingrímur Helgason, 13.1.2009 kl. 00:47

5 identicon

Börn eru snillingar, ef þau fá tækifæi til að æfa/þróa sína hæfileika. En í okkar þjóðfélagi er þeim ekki treyst til nokkura hluta, við erum við það að pakka þeim í bómull. Dæmi: leiktæki á opinberum svæðum sem þóttu full boðleg og flott á árum áður, er búið að skipta út,  þar sem hugsanlega væri hægt að meiða sig á þeim. Allskonar reglugerðir búið að setja sem eru svo öfgafullar, að það hálfa væri nóg til að "vernda" börnin. ég kalla það höft í mörgum tilfellum en ekki verndun. það eru allsstaðar hættur, en þær eru til að varast þær, og læra af þeim´, því við getum aldrei útrýmt öllu sem hugsanlega gæti skaðað börnin. Held það væri nær fyrir foreldra að gefa sér tíma fyrir börnin sín, og kenna þeim að varast hætturnar, leiðbeina þeim en ekki geyma í vernduðu boxi  innpökkuð í bómull svo við þurfum ekki að hugsa neitt eða hafa áhyggjur.

En þetta var svona smá útúrdúr

(IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 09:50

6 Smámynd: Hrannar Baldursson

Takk fyrir athugasemdirnar, og sérstaklega þessa frá Sæmundi. Sjáldan séð þær dýpri.

Sigurlaug: Þetta er kjarni málsins hjá þér.

Eyjólfur: Mér til varnar hef ég ekkert vit á fótbolta. Rétt hjá þér að samanburðurinn er svolítið mikið ýktur.

Hrannar Baldursson, 13.1.2009 kl. 15:09

7 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Eiginlega sammála Sæmundi, svar hans mjög ítarlegt ekki síst mælt í sentimetrum. En var meistaranum rúllað upp af einhverjum? Ekki niður af honum?

Svona „af-“ setningar eru alltaf hlálegar. „Ölvaður bílstjóri tekinn af lögreglunni“ var fyrirsögn í blaði. Vantaði hver tók hann af löggunni.

Sigurður Hreiðar, 14.1.2009 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband