Ný kvikmyndasíða

Ég hef lengi tamið mér að skrifa um allar kvikmyndir og sjónvarpsþætti sem ég sé, og allar bækur sem ég les. Þetta hvetur mig til að vanda valið á afþreyingarefni og gefur því nýja vídd, því alltaf virðist ég uppgötva eitthvað nýtt þegar ég skrifa.

Síðasta árið hef ég skrifað töluvert af kvikmyndagagnrýni á moggabloggið við afar góðar viðtökur, og komist í kynni við fleira fólk sem hefur gaman af að pæla í bíómyndum. Þetta hefur orðið til þess að á mannafundum finnst alltaf eitthvað umræðuefni, ef ekki yfir borðinu, þá af blogginu. Sem er gaman.

En nú hef ég ákveðið að venda mínu kvæði í kross og skrifa gagnrýni á ensku. Mig langar til að stækka lesandahópinn um leið og ég æfi mig við að hugsa og skrifa á ensku. Að sjálfsögðu mun ég samt halda áfram að blogga á íslensku, en líklega ekki jafnmikið um kvikmyndir og áður.

Ég keypti mér enn eitt lénið hjá snilldarfyrirtækinu Lunarpages fyrir síðuna Seen This Movie! og hef þegar birt þar nokkra dóma um sumarmyndirnar í ár, sem og aðrar ágætar kvikmyndir. Ég á eftir að þróa síðuna töluvert áfram, en held að þetta sé fínt upphaf.

Kíktu á þetta hafirðu áhuga.

 

Sumarmyndirnar sem ég hef rýnt eru þessar:

Get Smart (2008) ***1/2

The Incredible Hulk (2008) ***

Kung Fu Panda (2008) ***1/2

The Happening (2008) **


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Mjög svallt hjá þér

Keep up the good work

Ómar Ingi, 29.6.2008 kl. 22:07

2 identicon

Puhu þú sem bloggar svo vel á íslensku.

Hjá þér er ekki endalaust kraðak af stafsetningarvillum og öðrum málkvillum.

Sem fyrrverandi enskukennari þá verð ég nú samt að vera ánægð með rökin fyrir nýju síðunni.

Gangi þér vel með hana.

Gerða co (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 12:22

3 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Líst vel á, vona samt að þú hættir ekki alveg að blogga um kvikimyndir á íslensku þó ég sé ágætlega læs á enska tungu.

Til hamingju með nýju síðuna, hún lofar góðu 

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 30.6.2008 kl. 20:01

4 identicon

til hamingju með síðuna, og mér líst vel á ensk kvikmyndaskrif frá þér og vona að þau verði fleiri þegar þú ert komin með þessa síðu. En mig langar til að spyrja hvort þú ætlar ekkert að halda áfram með science fiction listann.

Kári (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 20:23

5 Smámynd: Hrannar Baldursson

Takk fyrir þetta! Ég hætti ekki alveg að blogga um kvikmyndir á íslensku, en þær greinar verða styttri og munu sjálfsagt vísa í stóru greinarnar á ensku. :)

Kári: ég hélt að allir væru búnir að gleyma þessu! Ég skal klára þetta. :)

Hrannar Baldursson, 1.7.2008 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband