Gætir þú hugsað þér að flytja erlendis fyrir ástina?


Hugsaðu þér að þú elskir manneskju sem er ekki sömu þjóðar og þú. Værir þú til í að flytja erlendis til að vera með viðkomandi til frambúðar þó að það gæti þýtt að þú komir lítið til með að hitta eigin fjölskyldu og vini í framtíðinni, læra nýtt tungumál og lifa í annarri menningu en þú hefur vanist?

Hverju gætir þú fórnað fyrir ástina?

 

Mynd: Gallery Mode Fine Art


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: tatum

Já það gæti ég hugsað mér, enda margir Íslendingar gert það, en frumskilyrði er að læra tungumálið, setja sig inní lífshætti þjóðarinnar.  Og á þessum tölvutímum er það ekki eins mikil einangrun og var fyrir 20 árum.  Þá var gamla bréfið sem flutti fréttir og kveðjur.

tatum, 21.6.2008 kl. 18:59

2 identicon

Fer eftir thví hvada land thad vaeri.

Hallveig (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 19:09

3 identicon

Ég gæti meira en hugsað mér það... Ég gerði það og flutti út :)

Thor (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 19:45

4 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Já ég held ég gæti það ef mér fyndist að allt annað passaði. Heimili manns er hjá þeim sem maður líður vel hjá og vill ekki lifa án og svo þar sem allt dótið manns er. Hvort það er hér eða annarsstaðar skiptir ekki öllu.

Kolbrún Baldursdóttir, 21.6.2008 kl. 20:07

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er nú lítið mál fyrir marga Íslendinga að búa erlendis, því um fimmtíu þúsund Íslendingar búa í útlöndum. Og það var ekkert mál fyrir mig að búa erlendis og læra erlend tungumál.

En í staðinn fyrir að "flytja erlendis" er rétt að segja eða skrifa: "Flytja til útlanda" eða "flytja til annarra landa". Hins vegar er hægt að segja með réttu: "Ég bý erlendis" og "ég er að fara til útlanda." En engan veginn: "Ég er að fara erlendis."

Sá sem er hérlendis er (ennþá) hér á Íslandi og sá sem er erlendis er kominn til útlanda. En enginn getur verið bæði hérlendis og erlendis á sama tíma.

Þorsteinn Briem, 21.6.2008 kl. 21:04

6 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Steini ég tek ofan fyrir þér, og myndi jafnvel íhuga að flytja til útlanda með þér, sökum aðdáunnar minnar á hugrekki þínu til að leiðrétta fullorðið fólk sem fer ekki rétt með íslenskt mál.

Aðalheiður Ámundadóttir, 21.6.2008 kl. 21:36

7 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Svo fremi sem lífskilyrðin séu raunhæf og til þess fallin að hægt sé að komast af, myndi ég ekki hika. Maður lifir hins vegar ekki á ástinni einni saman, því er þetta eini fyrirvari minn

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 21.6.2008 kl. 21:46

8 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Þetta er erfið spurning :S

Kjartan Pétur Sigurðsson, 21.6.2008 kl. 23:47

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég get íhugað þetta líka, Alla Akureyrarskvísa. Við gætum búið saman erlendis, agnúast þar út í lélega íslenskukunnáttu Moggabloggara, velt fyrir okkur lögfræðilegum álitaefnum á nóttunni og jafnvel framundir hádegi á sunnudögum.

Gætum byrjað á að prófa þetta á hóteli á Hawaii í tvær vikur og séð til hvernig gagnrýnin og pælingarnar ganga.

Þorsteinn Briem, 22.6.2008 kl. 00:32

10 Smámynd: Hrannar Baldursson

Gaman að fá svona jákvæð og skemmtileg svör. Takk Steini fyrir leiðréttinguna. Ég reyni að læra þetta en á samt örugglega eftir að gera sömu mistökin aftur. En svona er þetta.

Það er ljóst að Íslendingar eru mjög opnir fyrir að flytja til útlanda. Ætlumst við til að tekið verði við okkur jafn vel eða jafn illa og við tökum við þeim útlendingum sem hingað flytja? 

Sem myndi þá sjálfsagt þýða að viðkomandi gæti ekki starfað við eigin sérfræðigrein nema kunna tungumál viðkomandi lands jafnvel og innfæddir?

Hvort ætli sé auðveldara, að flytja til útlanda frá Íslandi eða flytja til Íslands frá útlöndum?

Hrannar Baldursson, 22.6.2008 kl. 03:14

11 identicon

Ég hef flutt erlendis og bjó þar í 7 ár. Það eru í raun forréttindi að geta gert það. Maður lærir tungumálið og fær nýja sýn á margt í samfélaginu. Maður kann einnig að meta eigið land og þjóð betur. Ég t.d. lét sauma á mig íslenskan þjóðbúnig ....

Sigríður Inga (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 11:25

12 identicon

Maður "flytur ekki erlendis" heldur flytur maður utan. Það er hægt að segja "maður flytur til útlanda". "Út vil ek" sagði Snorri Sturluson og átti við að hann vildi fara frá Noregi til Íslands.

Maður  flytur ekki Reykjavík heldur TIL Reykjavíkur.

Björn S. Lárusson (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 12:38

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Björn. Ég held að Hrannar sé búinn að ná þessu. Ég vil ekki að Alla fari að búa með einhverjum öðrum en mér í útlöndum. Enga samkeppni hér, takk!

Þorsteinn Briem, 22.6.2008 kl. 13:01

14 Smámynd: Óskar Arnórsson

Skemmtilegar vangaveltur! Auðvitað flytur maður hvert í heimin sem er fyrir ást! Fórna vinnu og sérfræðiþekkingu? það er ekkert að fórna, þegar ást er annars vegar! Nákvæmlega ekki neitt.

Ísland er örugglega með erfiðari löndum að flytja til að mínu mati...

Óskar Arnórsson, 22.6.2008 kl. 14:20

15 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Ástin er æðsta aflið...Auðveld spurning að svara.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 22.6.2008 kl. 14:51

16 identicon

Ég gerði það ekki bara einu sinni - heldur tvisvar, og sé ekki eftir neinu 

Edda (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 16:01

17 Smámynd: Hrannar Baldursson

Greinilegt er að gífurlegur fjöldi okkar hefur flutt til útlanda fyrir ástina, sem leiðir til næstu spurningar minnar,

Hrannar Baldursson, 22.6.2008 kl. 16:09

18 Smámynd: Einar Jón

Ég flyt til Indlands í næstu viku fyrir eiginkonuna.

Lítið mál eins og ástandið er núna...

Einar Jón, 26.6.2008 kl. 11:05

19 Smámynd: Hrannar Baldursson

Gangi þér vel í Indlandi Einar. Vonandi heldurðu sambandi.

Hrannar Baldursson, 26.6.2008 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband