Fer hátt húsnæðisverð á Íslandi og ofurháir vextir í að borga ofurlaun og tugmilljóna starfslokasamninga?

Ég hef oft spurt mig hvert allur þessi peningur fer sem fólk borgar mánaðarlega af húsnæðislánum sínum. En munum að húsnæði er ekki lúxusvara. Miðað við kr. 100.000,- mánaðarlega greiðslu af húsnæðislánum, fer ekki nema um kr. 20.000,- í að borga af höfuðstól láns miðað við 40 ára lán, og um kr. 80.000,- í vexti.

Þessir vextir skapa gríðarlegar tekjur fyrir bankana sem eru fyrst og fremst gróðastofnanir, sem ættu þó að hafa mannskap innanborðs með sæmilega siðferðisdómgreind til að reyna í það minnsta að koma móti viðskiptavinum sínum, í stað þess að stöðugt pumpa úr þeim meiri peningum - og til þess eins að borga ofurlaun!

450px-burjdubai_oct07

Þegar við höfum þetta í huga og þá fullyrðingu frá fjármálaráðherra að ríkið muni styðja bankana ef þeir lenda í vandræðum, en svarar ekki hvað hann vill gera fyrir fólkið í landinu þar sem að þau mál eru í nefnd og fræðilegri vinnslu, þá er ljóst að skilaboðin eru skýr: stóru kerfin skipta mun meira máli en fólkið í landinu.


mbl.is „Hluti af ruglinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband