Er Kasparov fórnarlamb einveldistilburða Pútíns eða er hann bara sérvitringur með lausa skrúfu?

Þetta mál með Kasparov og stjórnvöld í Rússlandi er afar áhugavert, en Kasparov hefur sagt að barátta hans snúist fyrst og fremst um það að fá að bjóða sig fram með sínum flokki í lýðræðislegum kosningum í Rússlandi; nokkuð sem hvaða stjórnmálaflokkur sem er á Íslandi þarf ekki að hafa áhyggjur af hérna heima.

Viðtalið hér á eftir hefur vakið mikla athygli, en þar fer Kasparov á kostum í sjónvarpsviðtali hjá Bill Maher, þar sem hann skýtur jafn harkalega á Pútín og Bush, af dýpt og sannfæringu sem vekur umhugsun.

Ljóst er að þróun mála í Rússlandi hlýtur að vera töluvert áhyggjuefni fyrir vesturlönd. Nokkuð ljóst er að það er ekki Kasparov sem er með lausa skrúfu, ef eitthvað er að marka þetta viðtal.


mbl.is Kasparov í 5 daga fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband