Bóndinn sem seldi nautgripina - dæmisaga um framtíðarblindu


Fyrir tveimur áratugum áraði illa. Fimm bændur ákváðu að kaupa sér eina belju og eiga hana saman. Einhvers staðar varð kýrin að vera, því ein kú á fimm bæjum gæfi varla af sér mikla mjólk. Bændurnir ræddu í þaula um hver skyldi geyma skepnuna. Einn þeirra hafði engan áhuga á því, þannig að fjórir voru eftir í hópnum. Þeir skeggræddu um hver hefði bestu aðstöðuna og hver væri ábyrgastur og hvernig farið yrði að skiptingu mjólkurinnar.  Varð ofan á að Vilhjálmur bóndi var kosinn til að gæta kýrinnar. 

Liðu nú árin. Bændurnir fengu áætlaðan mjólkurskammt þegar kýrin gaf meira af sér en ætlast var til, en minna annars. Vilhjálmur bóndi fékk samþykki um að kýrin fengi tudda í heimsókn. Ólust undan henni fínir kálfar sem urðu síðar mestu graðtuddar landsins og hinar bestu mjólkurkýr.

Vilhjálmur bóndi græddi mjög á þessari æxlun mála og gaf hinum bændunum fjórum ávextina með sér. Liðu nú árin og bændurnir urðu sælir og feitir höfðingjar. Kom að því að synir þeirra og dætur tóku við bústörfum. Vilhjálmur yngri tók við búskapnum af föður sínum og voru allir sáttir við það, þar til ári eftir yfirtökuna tilkynnti hann að selja skyldi allan búfénaðinn vinum hans sem voru tilbúnir að borga vel fyrir og höfðu skýrar hugmyndir um hvernig hægt væri að láta búið vaxa enn frekar.

Börn hinna bændanna mótmæltu harðlega, en allt kom fyrir ekki. Vilhjálmur yngri hafði yfirráð um meðferð á skepnunum og stóð hart á sinni ákvörðun. Hann seldi dýrin og dreifði peningunum til hinna bændanna, en fékk loforð um greiða hjá vinum sínum þegar áætlun þeirra hefði gengið eftir.

Kaupendurnir voru fljótir að selja búfénaðinn til bandarísks auðkýfings sem hafði óskað sérstaklega eftir þeim á E-bay, hann vildi kaupa þessar frábæru kýr og þessi eðal-naut. Hann ætlaði reyndar ekki að nota dýrin til ræktunar, heldur vildi hann efna til dýrindis veislu þar sem höfðingjum héðan og þaðan úr heiminum yrði boðið, og aðeins væri boðið upp á besta nautakjötið. Sérfræðingar hans höfðu reiknað út að skepnur Vilhjálms væru þær bestu í heiminum.

"En fáum við ekki að halda einni kýr?" spurði 10 ára sonur eins bóndans á bloggsíðu sinni. "Eigum við að lifa á peningunum einum saman? Hvað ef við verðum svöng? Hvað ef okkur vantar mjólk?" 

"Ekki hafa áhyggjur af því," svaraði Vilhjálmur yngri með SMS fjölsendingu og án frekari útskýringa. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ok. reyni að skilja þetta, ekki alveg viss, en þó.

Ásdís Sigurðardóttir, 9.10.2007 kl. 23:12

2 identicon

Hehe.

GÓÐ SAMLÍKING :) 

Palli (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 05:58

3 identicon

Þótt sagan sé skemmtileg þá hefði höfundur hennar þurft að kynna sér betur beygingu orðsins „kýr“ og hvenær hvert fall skal nota. Þó fannst mér einna skemmtilegast þegar ekki þurfti nema meðal illvilja til að lesa það að mestu graðtuddar væru hinar bestu mjólkurkýr.

Tobbi (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 13:41

4 Smámynd: Hrannar Baldursson

Takk fyrir athugasemdirnar, Benni, Arró, Palli og Ásdís. Tobbi: ég skammast mín ósköp lítið fyrir að kunna ekki að fallbeygja kýr, enda lítið um kýr í Breiðholtinu þar sem ég ólst upp. :)  En samt hafa fróðir frætt mig um að hér sé kýr um kú frá kú til kýr, og þá kýr um kýr frá kúm til kúa. Maður hálf kúast yfir þessu skrýtna orði.

Hrannar Baldursson, 10.10.2007 kl. 19:39

5 Smámynd: Einar Jón

Fín saga.

Annars er ordabok.is ágæt til að fletta upp á beygingum. "Einföld" minnisregla er að  ær og kýr hafa "horn", þ.a. endarnir (nefnifall & eignafall) eru einum staf lengri en þolfall og þágufall (kýr/kú/kú/kýr og ær/á/á/ær).

Einar Jón, 11.10.2007 kl. 11:10

6 identicon

Hvaða, hvaða ein smá villa neðst í stórfínni sögu. Ég las þetta einmitt yfir fyrir nokkrum dögum og hugsaði sem svo að Hrannar þekkti nokkuð vel sínar ær og kýr - en hvað um það er ekki bara hægt að laga þetta

Kveðja Gerða 

Gerða M (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 09:01

7 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ég hef nefnilega ekki komið auga á þessa villu sjálfur. Vísvitandi kemur hún þó einu sinni fram þegar 10 ára strákurinn spyr spurningar. Annars finnst mér allt í lagi að einhverjar smá stafsetningarvillur flækist inn á bloggsögur. Það er ekki eins og þetta sé útgefið og yfirlesið af fagmönnum.

Hrannar Baldursson, 12.10.2007 kl. 10:51

8 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Þetta er góð dæmisaga og afskaplega auðskilin.

Steingerður Steinarsdóttir, 12.10.2007 kl. 15:06

9 identicon

Mér féll nú ekkert betur þegar hann skrifaði bóndunum í staðinn fyrir bændunum.

Sigurður Kristjáns. (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 22:03

10 Smámynd: Hrannar Baldursson

Takk fyrir ábendinguna, Sigurður. Bóndar eru hérmeð orðnir bændur.

Það var lítið bæði um bændur og bónda í Breiðholtinu. Ég þekki einfaldlega ekki muninn á þeim.

Hrannar Baldursson, 19.10.2007 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband