10 bestu ofurhetjumyndirnar: 3. sæti: Spider-Man (2002-2007)


Í Spider-Man (2002) kynntumst við Peter Parker (Tobey Maguire), vísindanörd sem sífellt var undir þegar kom að því að vera svalur, eða einfaldlega sýnilegur þegar kom að stúlkunni sem hann hafði verið skotinn í frá 6 ára bekk, Mary Jane Watson (Kirsten Dunst). Þetta breytist allt þegar Peter er bitinn af erfðabreyttri kónguló. Fyrir vikið fær hann alla helstu eiginleika kóngulóar, fyrir utan kannski að fá fjórar aukalappi og sex viðbótaraugu. Hann öðlast ofurkrafta, getur klifrað upp veggi, skotið vef út úr úlnliðum sínum og umfram allt er hann sneggri en andskotinn.


Það veit á vel þegar þú ert ofurhetja, því að þá fyrst birtast andskotarnir. Norman Osborn (Willem Dafoe) er þekktur vísindamaður sem vinnur að lausnum fyrir herinn, hann er líka pabbi Harry Osborn (James Franco), besta vini Peter. Þegar vísindatilraun fer úrskeiðis breytist kallinn í geðveikt ofurmenni sem verður að erkióvini Peter þegar hann ógnar lífi Mary Jane. 

SpiderMan3_01

Sagan fjallar svo um það hvernig Spider-Man berst gegn þessum erkifjanda sínum. Inn í söguna fléttast morð á Ben, frænda Peter, sem Peter hefði getað afstýrt. Fyrir vikið finnur hann til mikils samviskubits sem nagar hann það sem eftir er, og birtist helst í samskiptum hans við Mæju frænku., eða allt fram í lok Spider-Man 3, þegar Peter kemst að því að hann hefði kannski ekki getað afstýrt morðinu á frænda sínum (2007).

Sama þemað gengur í gegnum allar myndirnar. Það virkar ferskt í fyrstu myndinni, enda passar það vel inn í söguna, að mikil ábyrgð fylgi í kjölfar mikilla krafta. Spider-Man 2 (2004) hélt vel utan um persónurnar og gaf fyrri myndinni ekkert eftir í persónusköpun, spennu og tæknibrellum. 


En svo kom Spider-Man 3, sem eyðilagði allt. Í stað þess að halda uppi dramatískri spennu tókst leikstjóranum að klúðra góðum möguleikum með Harry Osborn, Venom varð að næstum engu, og sandmaðurinn var einfaldlega illa skrifaður. Einnig varð Peter frekar asnalegur og leiðinlegur þegar meiningin var að hann yrði illur og svalur. Ekki nóg með það, skemmtilega sambandið við Mary Jane snérist upp í að vera væmið og leiðinlegt.

Spider-Man 1 og 2 banka harkalega upp á sem bestu ofurhetjumyndirnar; en það eru samt tvær til sem mér finnst ennþá betri. 

SpiderMan3_09

 

10 bestu ofurhetjumyndirnar:

3. sæti: Spider-man (1999-2003)

4. sæti: The Matrix (1999-2003) 

5. sæti: Superman (1978-2006)

6. sæti: X-Men þríleikurinn (2000-2006)

7. sæti: Darkman (1990)

8. sæti: Ghost Rider (2007)

9. sæti: Unbreakable (2000)

10. sæti: Hellboy (2004)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Var einmitt orði spennt fyrir framhaldinu.  Góð skrif eins og alltaf hjá þér.

Ásdís Sigurðardóttir, 23.8.2007 kl. 21:16

2 identicon

Kvitt, kvitt.

Kíki inn á hverjum degi og gríp alltaf í tómt. Áttu ekki eitthvað skemmtilegt í pokahorninu handa mér? 

Gerða M (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband