20 bestu bíólögin: 12. sæti, Summer Nights - Grease, 1978

Summer Nights vekur stórskemmtilegar minningar.

Ég sá Grease 9 ára gamall í fyrsta sinn og varð strax skotinn í Olivia Newton John, en þorði samt aldrei að viðurkenna það, enda er á þessum aldri frekar ógeðslegt að vera hrifinn af stelpu og ljóst að endalaus stríðni myndi fylgja í kjölfar slíkrar játningar.

Grease er ein af fyrstu bíómyndunum sem hreif mig. Sjálfsagt númer tvö, en áður hafði ég heillast mest af Star Wars, sem ég sá einmitt í Nýja bíó, 8 ára gamall, ef ég man rétt.

Á unglingsárum (19 ára) hélt ég heima hjá foreldrum mínum eftirminnilegt partý, þar sem skilyrði fyrir mætingu var að strákar mættu í gallabuxum, stuttermabolum (helst með sígarettupakka vafða inn í ermina) og með brilljantín í hárinu. Stelpurnar áttu hins vegar allar að vera í litríkum pilsum, mikið málaðar og í svaka stuði. Mætingin var góð frá báðum kynjum, og Grease myndin var svo látin renna í gegn á vídeóspólu allt kvöldið.

Þetta partý heppnaðist dúndurvel, og held ég að allir þeir sem mættu hafi skemmt sér stórvel. Að minnsta kosti gerði ég það. Whistling 

12. sæti, Summer Nights - Grease, 1978

13. sæti, Raindrops Keep Fallin' On My Head - Butch Cassidy and the Sundance Kid, 1969 

14. sæti, Twist and Shout - Ferris Bueller’s Day Off, 1986

15. sæti, "Supercalifragilisticexpialidocious" - Mary Poppins, 1964

16. sæti, Puttin' On The Ritz - Young Frankenstein, 1974 

17. sæti, Footloose - Footloose, 1984

18. sæti, Hakuna Matata - The Lion King, 1994,

19. sæti: Rawhyde úr Blues Brothers, 1980

20. sæti: Old Time Rock and Roll  úr Risky Business, 1983

 Góða skemmtun!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hola gringo.

Fínt val.

12 sæti sancho

http://youtube.com/watch?v=SzYibC1P7UQ

Söngleikja klassíker og á ágætlega við haglélið sem dundi á höfuðborgarsvæðinu fyrr í dag.

Hafliði Ingason (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 21:34

2 Smámynd: arnar valgeirsson

fullt af stelpum, málaðar í pilsum og í svaka stuði.... skil að þetta hafi verið eftirminnilegt. En ég sá grís, einu sinni en ekki tólf eins og margir.

ég get svo sagt þér það, svona í forbífarten, að uppáhaldskvikmyndalag mitt er The Beach Theme með Tangerine Dream úr kvikmyndinni Thief, með james Caan og leikstýrðri af Michael Mann. En þú veist jú að ekki hafa allir sömu skoðanir....sem betur fer!

En flott hjá þér að setja upp þennan lista, ekki myndi ég nenna því svona sjálfur!

arnar valgeirsson, 21.5.2007 kl. 23:41

3 Smámynd: arnar valgeirsson

úpps, kíkti á imdb og sé að Michael Mann var tilnefndur til Gullna pálmans á Cannes ´81.  og Tangerine Dream voru tilnefndir í Razzie awards fyrir "worst musical score"... eins og ég sagði, ekki hafa allir sama smekk

arnar valgeirsson, 21.5.2007 kl. 23:46

4 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ég leitaði aðeins eftir þessu lagi Arnar, en fann það ekki með vídeói. Aftur á móti væri örugglega gaman að sjá þessa mynd. Ég hef yfirleitt verið mjög ánægður með það sem kemur frá Michael Mann. Ég kíkti á trailerinn, sem hægt er að sjá hérna, og játa að ekki finnst mér skorið spennandi. ;) 

Trailerinn má sjá með því að klikka hér, og þá ferðu á New York Times kvikmyndasíðuna. Sé ekki í fljótu bragði hvernig ég get birt þetta hérna.

Sancho: Líst alltaf vel á Hárið. Játa þó að ég hef ekki séð myndina, en hinsvegar séð söngleikinn tvisvar á sviði. Ég veit, óafsakanlegt.

Hrannar Baldursson, 22.5.2007 kl. 00:28

5 identicon

Vá, ég man svo vel eftir þessu partýi þó ég hafi verið 10 ára enda í langflottasta Pink Lady´s jakkanum

Mana þig til að halda annað !!

Anna Brynja (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 12:28

6 Smámynd: Hrannar Baldursson

Þú hefur alltaf verið og verður alltaf flott, Anna Brynja, með eða án Pink Ladies jakka. 

Hrannar Baldursson, 22.5.2007 kl. 17:18

7 identicon

Ég var staddur þarna í "gamla-daga", shize langt síðan :), þetta var snilld, ég vel "brillantín" greiddur, Hrannar nú skora ég á þig að gera þetta aftur og það sem fyrst......

Halli (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband