Er fjölmiðlun í dag meiri skáldskapur en gagnrýnin hugsun?

Mikið er fjallað um mögulegt eldgos á Íslandi í mörgum af virtustu fjölmiðlum heimsins vegna hugsanlegra afleiðinga fyrir flugsamgöngur. Þetta er skýrt dæmi um hvernig fjölmiðlun virðist hafa breyst í einhvers konar eltingarleik um seljanlegustu fréttirnar.

Einnig er mikið fjallað um dramatíkina á bakvið meint dómgreindarleysi dómsmálaráðherra. Írónía? 

Liðin er sú tíð þegar fjölmiðlun snerist um sannleiksleit. Svo virðist sem að háskólar og útgáfa vísinda og fræðirita komist nær sannleikanum en fjölmiðlar.

Vandinn við sannleikann, er að þó hann sé nauðsynleg undirstaða heilbrigðs samfélags, þá er hann frekar leiðinlegur og bragðlítill, illseljanlegur og óþægilegur.

Til að öðlast vinsældir eru lygar ekki bara skylirði, heldur listgrein.

Er fjölmiðlun í dag meiri skáldskapur en gagnrýnin hugsun? 

Fróðlegt væri að lesa òæsandi fréttir sem sýna heiminn eins og hann er. Ekki heiminn út frá sjónarhorni tilfinninga, heldur með skynsemiblæ. Slíkt myndi því miður krefjast mikillar vinnu og ekki líklegt til vinsælda. Þess vegna sitjum við uppi með tilfinningahlaðnar fréttir um hluti sem gætu gerst og eru líklega hræðilegir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Vandinn við sannleikann, er að þó hann sé nauðsynleg undirstaða heilbrigðs samfélags, þá er hann frekar leiðinlegur og bragðlítill, illseljanlegur og óþægilegur.   Vel sagt.

Sæmundur Bjarnason, 25.8.2014 kl. 11:56

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það virðist vera meira lagt upp úr því að taka viðtöl við furðufugla og flagga þeim á forsíðum frekar en að finna góðar fyrirmyndir sem gætu leitt til framþróunnar.

Of mikill tími fer í að "hengja bakara fyrir smið" .

=Að koma kaldhæðnishúmor á framfæri.

Jón Þórhallsson, 25.8.2014 kl. 13:36

3 Smámynd: Kristinn Pétursson

Töluvert til í þessu.  Nema það að því miður finnast sinnig svipuð tilfelli innan háskóla og vísinda.  Sölutrikkið - hvað selst (hvað er í tísku) er stundum of "ofselt" í fjölmiðlum.  Vísindin eru stundum styttra á veg komin en talið er.  Það sannast einmitt  síðustu daga  - í eldgosafræðum...   Loftslagsmál og fiskveiðirágjöf eru einnig skemmra á veg komin en verið er að fullyrða stundum. Þekkingin virðist minni en látið er í verði vaka...  Eða eins og Albert Einstain sagði "Ef við vissum hvað það væri sem við erum að gera - væru störf okkar ekki kölluð rannsóknarstörf" AE.  Svona tala alvöru fagmenn.  :)

Kristinn Pétursson, 25.8.2014 kl. 23:14

4 Smámynd: Hrannar Baldursson

Takk fyrir athugasemdirnar.

Hrannar Baldursson, 26.8.2014 kl. 05:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband