Ætli Karl sé búinn að sjá Super Size Me?

super-size-me-pMér finnst merkilegt hvernig stjórnmálamenn eru allt í einu tilbúnir að banna hitt og þetta. Fyrst er það VG gegn öllu klámi og svo Karl Bretaprins gegn McDonalds.

Hvers eiga klám og McDonalds að gjalda?

Og af hverju eru stjórnmálamenn og aðalsmenn eins og Karl svona dugleg við að hvetja til róttækra breytinga í samfélaginu á meðan allt er skítugt í þeirra eigin kompu?

Aðal vandamálið við stjórnvöld er einmitt hvað þau eru lélegar fyrirmyndir, og ég held að þau skáni lítið með því að setja boð og bönn, heldur með því að fylgja eigin sannfæringu um sína góðu málstaði, tala gegn því sem þeim líkar illa - en ekki endilega banna það.

Til að mynda var ég mjög hrifinn af því þegar mikill fjöldi Íslendinga lýsti því yfir að þeir væru ekki hrifnir að fá klámráðstefnu til Íslands. Það sýndi að siðferðiskenndin væri í lagi. Einnig finnst mér allt í lagi að borða ekki á McDonalds og gagnrýna þá fyrir óhollan mat og sem fyrirmynd óhollra lífsvenja.

Mér finnst bara alltof langt gengið þegar á líka að banna þessa hluti. Það þýðir að viðkomandi treysti ekki fólki fyrir að hugsa á gagnrýninn hátt og taka sínar eigin ákvarðanir. En ég trúi staðfastlega á það. Viðvörunarbjöllurnar fara í gang strax og einhver pólitíkus ákveður að hann ætli að hafa vit fyrir mér.

Klám er vafasöm iðja, en það er líka vafasamt að banna þá iðju. Ég held að McDonalds matur sé ruslfæði, en það þýðir ekki að ég vilji banna öllum að borða ruslfæði. Smá uppreisn gegn hollustu og 100% heilbrigðu líferni getur verið hollt. Sumt fólk þarf þess ventla til að lofta út stöku sinnum.


mbl.is Karl Bretaprins mælir með að McDonalds-staðir verði bannaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ef Morgan Spurlock er ástæðan fyrir því að Karl leggst gegn McDonalds er hann Kalli ansi lengi að hugsa ...

Berglind Steinsdóttir, 28.2.2007 kl. 08:30

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ég get ekki annað en brosað í húmornum sem liggur í svarinu þínu, Berglind. Nú getur maður ímyndað sér Kalla klóka við ýmsar aðstæður hugsandi frekar djúpt og lengi áður en hann segir öllum hinum hvernig þeir geti lagað golfsveiflurnar sínar.

Hrannar Baldursson, 28.2.2007 kl. 10:02

3 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Eða rennt fyrir lax, hmm. Mikið held ég að Vopnfirðingar hljóti að sakna hans.

Berglind Steinsdóttir, 28.2.2007 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband