Tengt PISA: Hversu mikinn tíma nota íslensk börn og unglingar til ađ lćra heima?

630afp-nanyanghighschool-jpg_143938

Í tilefni af PISA niđurstöđum um daginn, ţar sem ljós kom ađ 15 ára íslensk skólabörn voru langt á eftir börnum frá öđrum löndum í ákveđinni fagţekkingu, spurđi ég samstarfsfélaga minn frá Singapore hvernig ađstćđur vćru í hans landi, af hverju nemendur ţar í landi kćmu svona vel út í stćrđfrćđinni ţar.

Ţađ er ekki endilega ađ skólakerfiđ sé gott, heldur vinna nemendur gríđarlega heimavinnu. Eftir skóla er algengt ađ ţeir vinni heimavinnu til kl. 23:00 ađ kvöldi međ einkakennara sem ráđinn er af foreldrum, og einnig um helgar. Börnin hafa ekki mikinn tíma til annars en heimavinnu. Hann sagđi hálf dapurlega ađ börnin vćru eins og vélmenni, allt snérist um árangur, og lítill tími vćri fyrir tómstundir, nema viđkomandi sýndi afburđa árangur í sínum tómstundum.

Ég reikna međ ađ ţađ sé afar sjaldgćft ađ nemendur á Íslandi stundi námiđ jafn stíft og jafnaldrar ţeirra í Singapore. Ţađ hlýtur ađ vera undantekning frekar en regla. Eđa hvađ?

Ţađ vćri áhugavert ađ kanna ţetta: 

Hversu mikinn tíma nota íslensk börn og unglingar til ađ lćra heima?

 

Mynd: Skólabörn í Singapore (AFP) 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Í Austurríki er mikilli heimavinnu krafist af nemendum alveg frá 6 ára aldri.  Ţađ er minnst 2ja tíma heimaprógramm strax í 6 ára bekk, og ef nemendur standast ekki próf ţá komast ţau ekki upp úr sjöttabekk, mér ţćtti gaman ađ heyra hvađ íslenskir foreldrar segđu ţá.  Ef börnin eru veik ţá kemur barniđ í nćsta húsi međ verkefnin heim og ţau ţurfa ađ skila bćđi verkefnum frá deginum áđur og svo frá deginum sem ţau voru veik.  Og ég er ađ tala um frá 6 til níu ára bekk ţar sem ég ţekki til.  Um tíu ára aldur verđa ţau ađ ákveđa hvađa braut ţau ćtla ađ taka í framtíđinni, og ţađ verđur ekki aftur snúiđ. 

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 22.12.2013 kl. 16:02

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Mikillar.. sorrý.

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 22.12.2013 kl. 16:02

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband