Hryllilegt spark sem Terry fékk í höfuðið

_41474470_terry_getty_270 Ég sá þennan leik og þetta ljóta spark sem Terry fékk undir kjálkann. Þegar Terry stökk að boltanum með höfuðið á undan, og ætlaði líklega að skalla boltann í netið, kom varnarmaður Arsenal að og þrykkti undir höfuð Terry eins og ef um bolta væri að ræða. Terry lippaðist meðvitundarlaus niður á jörðina og hópur manna umkringdi hann samstundis. Þetta leit illa út. Ég hélt hann væri dauður. Eftir smástund fór hann svo að hreyfa sig eitthvað, og þá hélt ég að hann væri 'aðeins' hálsbrotinn. Svo þegar fréttist að hann hafi útskrifast af sjúkrahúsi rúmum klukkutíma síðar hlýtur mönnum að létta.
mbl.is Terry gat fagnað með félögum sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

haha, það var ekkert að honum:)

Oddur (IP-tala skráð) 25.2.2007 kl. 19:41

2 Smámynd: Hafrún Kristjánsdóttir

Viðbrögð mín voru svipuð, ég var handviss að hann væri í lífshættu amk stórslasaður.  Eitt er víst að menn hafa drepist við minna högg en þetta.

Hafrún Kristjánsdóttir, 25.2.2007 kl. 20:42

3 identicon

Já hrikalegt atvik, maður var alveg í losti eftir þetta. Annað er þó að það mætti skilja af skrifum þínum að þetta hefði verið ásetningur af hálfu Arsenal mannsins sem var að reyna sparka boltanum frá marki sínu, slíkt efast ég stórlega um.

En svo maður líti á spaugilegu hliðina á málinu að þá var JT útskrifaður af spítala eftir 45 mínútur og mun spila næsta leik á meðan að Diaby er meiddur á ökkla eftir að hafa sparkað í JT og hann mun vera frá í einhvern tíma. 

Yngvi Freyr (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 11:45

4 Smámynd: Hrannar Baldursson

Mér datt ekki í hug að ásetningsbrot væri að ræða.

Hrannar Baldursson, 26.2.2007 kl. 18:31

5 identicon

Spurning hvort ekki hefði átt að dæma vítaspyrnu á þetta hættuspark?

Sennilega hefði verið dæmt á þetta ef þetta hefði gerst utan vítateigs og örugglega hefði verið dæmd aukaspyrna ef atvikið hefði verið öfugt, þe. sóknarmaðurinn sparkað í hausinn á varnarmanni sem hefði skutlað sér til að bjarga marki

Dalli dómari (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 21:44

6 identicon

Diaby var bara að reina að koma boltanum frá markinu og það var bara terry að kenna að hann fekk fótinn í hausinn sinn hann vissi að diaby var að fara að sparka i boltan þannig að þetta var alveg óvart hjá diaby hann myndi alrei gera neitt sona viljandi ???? hata chelsea KV Ragnar i salaskola

Ragnar (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband