Óskarsverðlaunaspá Hrannars

oscars

Í kvöld rennur stóra stundin upp í Hollywood. 79. Óskarsverðlaunahátíðin mun eiga sér stað og fullt af kvikmyndum og fagmönnum í Hollywood og víðar verðlaunaðir fyrir afrek sín með kvikmyndalistinni.  Ég hef reynt að komast yfir flestar af þeim myndum sem keppa til úrslita, en játa að ég hef ekki séð þær allar, enda ekki auðvelt að finna þær tímanlega á Íslandi þegar maður er í þessu af áhuganum einum saman. 

 

LettersFromIwoJimaPosterBesta kvikmyndin:

Babel ****

The Departed ***

Letters From Iwo Jima ****

Little Miss Sunshine ***1/2

The Queen (Óséð)

Af þessum myndum þykir mér Babel og Letters From Iwo Jima bestar. Letters From Iwo Jima fannst mér aftur á móti alveg frábær, þegar Babel vakti mig til umhugsunar um áhugaverð málefni og hafði sterk áhrif á mig. Letters From Iwo Jima er einfaldlega svo mannleg og vel leikin, eða eins og ég sagði í gagnrýninni minni: ein best leikna mynd sem ég hef séð; þannig að val mitt er auðvelt.

Besta myndin:  Letters From Iwo Jima
Mætti vinna: Babel
Mætti alls ekki vinna: The Departed

 

BloodDiamond01Besti leikarinn:

Leonardo DiCaprio í Blood Diamond ***1/2

Ryan Gosling í Half Nelson (Óséð)

Peter O'Toole í Venus (Óséð)

Will Smith í The Pursuit of Happiness (Óséð)

Forest Whitaker í The Last King of Scotland (Óséð)

Þar sem að ég hef augljóslega aðeins séð eina af þessum fimm kvikmyndum er vonlaust fyrir mig að dæma, en mér fannst Leonardo DiCaprio hreint frábær í Blood Diamond. Annars finnst mér skemmtilegt að Peter O'Toole sé að berjast um vinninginn í þetta skiptið, en hann er á 75. ára, aðeins fjórum árum yngri en Óskarsverðlaunahátíðin sjálf. Bara fyrir það hvað hann var frábær í Lawrence of Arabia á sínum tíma mætti hann alveg taka Óskarinn með heim til sín í þetta skiptið.

Besti leikarinn: Leonardo DiCaprio
Mætti vinna: Peter O'Toole 

 

queenBesta leikkonan: 

Penélope Cruz í Volver (Óséð)

Judi Dench í Notes on a Scandal (Óséð)

Helen Mirren í The Queen (Óséð)

Meryl Streep í The Devil Wears Prada (Óséð)

Kate Winslet í Little Children (Óséð)

Ég hef engar forsendur til að spá um sigurvegarann hérna, þar  sem að ég hef ekki séð neina af þessum myndum. Samt er ekki ólíklegt að Helen Mirren taki þetta.

Spá: Helen Mirren

 

BloodDiamond02Besti leikari í aukahlutverki:

Alan Arkin í Little Miss Sunshine ***1/2

Jackie Earle Haley í Little Children (Óséð)

Djimon Hounsou í Blood Diamond ***1/2

Eddie Murphy í Dreamgirls (Óséð)

Mark Wahlberg í The Departed ***

Þar sem að ég hef hvorki séð Little Children né Dreamgirls get ég varla dæmt um þær. En af hinum myndunum get ég sagt að mér þótti Mark Wahlberg ágætur í The Departed, en þó alls ekki neitt það góður að hann ætti skilið Óskar fyrir. Alan Arkin var fínn í Little Miss Sunshine. Hann hefur alltaf verið traustur leikari og stóð sig mjög vel í þessari mynd, en var ekkert yfirburða átakanlegur. Aftur á móti fannst mér Djimon Hounsou alveg hreint frábær í Blood Diamond þar sem hann lék örvæntingarfullan föður sem reynir að bjarga fjölskyldu sinni úr klóm borgarastyrjaldar. 

Besti leikari í aukahlutverki: Djimon Hounsou
Mætti vinna (vegna aldurs og fyrri starfa): Alan Arkin
Mætti ekki vinna: Mark Wahlberg

 

babelBesta leikkona í aukahlutverki:

Adriana Barraza í Babel ****

Cate Blanchett í Notes on a Scandal (Óséð)

Abigail Breslin í Little Miss Sunshine ***1/2

Jennifer Hudson í Dreamgirls (Óséð)

Rinko Kikuchi í Babel ****

Adriana Barraza var mjög góð sem örvæntingarfull barnfóstra í Babel, sem þurfti að komast í brúðkaup sonar síns til Mexíkó og fyrir vikið tapar nánast lífi sínu, en tapar öllu því sem hún hefur barist fyrir í fjölda ára. Abigail Breslin var mjög náttúruleg sem sjö ára stúlka í Little Miss Sunshine, en af henni geislaði þó enginn snilldarleikur. Aftur á móti var Rinko Kikuchi hreint frábær sem heyrnarlaus táningur í Babel. 

Besta leikkona í aukahlutverki: Rinko Kikuchi
Mætti vinna: Adriana Barraza
Mætti ekki vinna: Abigail Breslin

 

eastwoodBesta leikstjórn 

Clint Eastwood fyrir  Letters From Iwo Jima ****

Stephen Frears fyrir The Queen (Óséð)

Paul Greengrass fyrir United 93 (Óséð)

Alejandro González Iñárritu fyrir Babel ****

Martin Scorsese fyrir  The Departed ***

Ég vil alls ekki að Martin Scorsese vinni fyrir The Departed, sem mér finnst illa leikstýrð endurgerð mikið betri kvikmyndar: Infernal Affairs **** (2002). Eastwood leikstýrði frábærum leikarahóp í Letters From Iwo Jima svo að þeir bókstaflega lifnuðu við á tjaldinu. Iñárritu gerði líka frábæran hlut með því að segja sögu sem gerðist samtímis í fjórum heimsálfum og tengdist rökrétt og listilega vel saman, og tjáði magnaða hugmynd. Þó fannst mér klassískur stíll Eastwood meira spennandi en heimildarmyndarstíll Iñárritu.

Besta leikstjórn: Clint Eastwood
Mætti vinna:  Alejandro González Iñárritu
Mætti alls ekki vinna (enda er The Departed engin Taxi Driver): Martin Scorcese

 

PansLabyrinthPosterBesta frumsamda handritið:

Guillermo Arriaga fyrir Babel ****

Iris Yamashita og Paul Haggis fyrir Letters From Iwo Jima ****

Michael Arndt fyrir Little Miss Sunshine ***1/2

Guillermo del Toro fyrir El Laberinto del Fauno ****

Peter Morgan fyrir The Queen (Óséð) 

Þó að Little Miss Sunshine sé mjög góð mynd finnst mér hún ekki ná hæðum hinna þriggja. Mér finnst erfitt að velja á milli þeirra, en þó verð ég að segja að frumlegasta sagan var ævintýrið og stríðsmyndin El Laberinto del Fauno eftir Guillermo del Toro. Sú mynd er mögnuð og hefur djúpa sögu að segja.

Besta handrit: Guillermo del Toro
Mætti vinna: Iris Yamashita og Paul Haggis
Mætti líka vinna: Guillermo Arriaga

 

ChildrenOfMen01Besta handrit byggt á áður sömdu efni:

Sacha Baron Cohen, Anthony Hines, Peter Baynham, Dan Mazer og Todd Phillips fyrir Borat: Cultural Learnings of America for Make Benefit Glorious Nation ***1/2

Alfonso Cuarón, Timothy J. Sexton, David Arata, Mark Fergus og Hawk Ostby fyrir  Children of Men ***1/2

William Monahan fyrir The Departed ***

Tood Field og Tom Perrotta fyrir Little Children (Óséð)

Patrick Marber fyrir Notes on a Scandal (Óséð)

Af þeim þremur myndum sem ég hef séð af þeim sem fengu tilnefningu, þá get ég sagt að mér þótti handritið af The Departed langt frá því að vera jafngott og af frummyndinni. Borat var náttúrulega hryllilega fyndin og skrifuð af mikilli snilld, en af þessum þótti mér Children of Men einnig vera skemmtilega skrifuð og spennandi. Ég er satt best að segja hissa á að Children of Men hafi ekki hlotið fleiri tilnefningar.

Besta handrit: Children of Men
Mætti ekki vinna: The Departed

 

PansLabyrinth02Besta kvikmyndatakan:

Vilmos Zsigmond fyrir The Black Dahlia (Óséð)

Emmanuel Lubezki fyrir Children of Men ***1/2

Dick Pope fyrir The Illusionist (Óséð)

Guillermo Navarro fyrir El Laberinto del Fauno ****

Wally Pfister fyrir The Prestige *1/2

Mér þótti lítið varið í The Prestige, en viðurkenni að kvikmyndatakan í henni var góð. Einnig fannst mér kvikmyndatakan nokkuð flott í Children of Men, en hún hafði frekar mjúkan stíl sem áhugavert var að fylgjast með; en kvikmyndatakan í El Laberinto del Fauno var hrein snilld.

Besta kvikmyndatakan: El Laberinto del Fauno
Mætti ekki vinna: The Prestige

 

BloodDiamondPosterBestu skeytingar/klippingar:

Douglas Crise og Stpehn Mirrione fyrir Babel ****

Steven Rosenblum fyrir Blood Diamond Blood Diamond ***1/2

Alfonso Cuarón og Alex Rodríguez fyrir Children of Men ***1/2

Thelma Schoonmaker fyrir The Departed ***

Clare Douglas, Richard Pearson og Christopher Rouse fyrir United 93 (Óséð)

Klippingarnar fyrir Babel, The Departed og Children of Men hrifu mig ekkert sérstaklega, en mér fannst sú vinna mjög áhrifarík í Blood Diamond.

Besta skeyting/klipping: Blood Diamond
Mætti ekki vinna: The Departed

 

 

PansLabyrinth01Besta erlenda myndin:

Eina myndin sem ég hef séð af þeim sem eru tilnefndar er El Laberinto del Fauno og hún er einfaldlega það frábær að hún hlýtur að vinna. Ég á bágt með að trúa öðru. Reyndar fannst mér skrýtið að hún skuli ekki fengið tilnefningu sem besta kvikmynd ársins 2006, en held þó að hún hefði átt erfitt uppdráttar með að vinna gegn klassa eins og Letters From Iwo Jima.

Smærri verðlaun:

Ég spái því að Cars **** verði valin besta teiknimyndin, en ég hef því miður hvorki náð að sjá Happy Feet né Monster House. 

Besta listræna stjórnunin spái ég að lendi í höndum El Laberinto del Fauno.

Ég hef ekki hugmynd um hvaða mynd getur fengið verðlaun fyrir besta klæðaburðinn, en spái þó að hin kínverska Curse of the Golden Flower geti tekið þetta.

Besta frumsamda tónlistin má lenda í El Laberinto del Fauno.

Ég hef ekki hugmynd um hvað besta lagið verður, en það eru þrjú möguleg úr myndinni Dreamgirls, sem ég hef ekki séð. Þannig að ég sleppi því bara að spá hérna.

Fyrir bestu förðunina:  El Laberinto del Fauno.

Apocalypto02Fyrir bestu hljóðrásina: Þar eru þrjár myndir sem gætu tekið þetta. Flags of Our Fathers hefur magnaða hljóðrás í bardagaatriðunum, en er samt of lík Saving Private Ryan fyrir minn smekk. Blood Diamond var líka með mjög flotta hljóðrás, en mér finnst þó að Apocalypto ***1/2 mætti taka þessi verðlaun, þar sem að hljóðrásin var mögnuð í þeirri mynd - mér fannst ég vera kominn inn í frumskóg í Mexíkó, og það er nokkuð vel af sér vikið þar sem að ég þekki það af eigin reynslu að hafa verið í frumskóg á Maya slóðum í Mexíkó.

Fyrir bestu hljóðrásarklippingu: Apocalypto.

superman_returns_000Bestu tæknibrellurnar: Ég er í raun hissa á því að El Laberinto del Fauno eða Letters From Iwo Jima skuli ekki hafa verið tilnefnd hérna, en af þeim sem tilnefndar eru myndi ég velja Superman Returns *1/2 þó að myndin sjálf hafi verið mjög slöpp, rétt eins og aðrar tilnefndar myndir, Poseidon ** og Pirates of the Caribbean: Dead Man's Chest **.

Ég hef ekki séð neina af tilnefndum heimildarmyndum en hef þó heyrt mjög góða hluti um An Inconvenient Truth, sem hefur orðið til þess að demókratar í Bandaríkjunum vilja ólmir og uppvægir að Al Gore bjóði sig aftur fram til forseta.

Ég veit ekkert um stuttmyndirnar. Fæst orð hafa minnsta ábyrgð.

Þannig er mín spá fyrir Óskarinn árið 2007.

  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Atriðið í Children of Men þegar þau labba út úr húsinu með barnið og allir horfa á þau...eitt magnaðasta atriði sem ég hef séð. Líka atriðið þar sem myndavélin eltir Clive Owen inn í húsið...úff.

Ein af betri kvikmyndatökum í bíómynd sem ég hef séð, Children of Men.

Annars þá held ég að Happy Feet taki óskarinn í bestu teiknimyndinni, þótti hún feyki góð.

og... sammála þér í öllu því sem Babel fær, ótrúlega góð mynd, finnst skrýtið að Brad Pitt hafi ekki verið tilnefndur fyrir leik sinn í þeirri mynd. 

Oddur (IP-tala skráð) 25.2.2007 kl. 01:39

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Sammála þér Oddur, með Babel. Og það er líka mjög margt gott við kvikmyndatökuna í Children of Men, það er rétt.

Hrannar Baldursson, 25.2.2007 kl. 01:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband