Stór sigur fyrir beint lýðræði!

nationalism-e1344318953459

Kosninganiðurstöður og góð þátttaka (ekki mjög góð samt) sýna fyrst og fremst að þjóðin sem slík er skynsemisvera og þarf að hafa kost á beinum kosningum í fleiri málum. Þessar kosningar eru stór sigur fyrir beint lýðræði. Það sem tapaði í þessum kosningum er fulltrúalýðræðið. Það er úrelt.

Óháð því hverjar niðurstöður verða í hverju máli fyrir sig, þá er ljóst að þjóðin hefur sýnt vilja til að koma skilaboðum sínum á framfæri, hreint og beint.

Þetta virðist vera rökrétt framfaraskref. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Loksins eru við ósammála vinur minn!!! bæði og,við Islendingar kunnum ekkert að fara með þetta sem þú kallar stór lýðræði,kosnaðurin er okkur um of þar til byrtir á ný!!!!!!!!Hvernig findist þér að tefla með 1ooo mans sem segðu þér leikina!!!!!Kveðja vinur!!!

Haraldur Haraldsson, 21.10.2012 kl. 09:50

2 identicon

Eina sem mér kemur á óvart í niðurstöðum þessara kosninga eru úrslitin í spurningunni um hvort ákvæði um þjóðkirkjuna ætti að vera í stjórnarskrá. Ég hélt satt að segja að meirihluti landsmanna væri hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju og bjóst því við að Nei-ið yrði ofan á þarna, enda nokkuð augljóst að sá sem er hlynntur ákvæði um þjóðkirkju í sjálfri stjórnarskránni er ekki að stíga skref í átt að aðskilnaði.

Það verður fróðlegt að lesa og taka þátt í umræðum varðandi það hvers vegna margir þeirra sem samkvæmt fyrri skoðanakönnunum (sem ég hef því miður ekki á takteinum) vilja aðskilnað ríkis og kirkju völdu samt að segja "já" við því að ákvæði um þjóðkirkjuna sé að finna í stjórnarskrá.

Sjálfsagt munu margir velta orsökunum fyrir sér, og jafnvel reyna að varpa ljósi á þessa kúvendingu í afstöðunni til aðskilnaðar. Ég velti því t.d. fyrir mér hvort margir þeirra sem sögðu já séu að gera það vegna þess að þeir séu hræddir við að trúarlegir haturshópar eins og Vantrú nái hljómgrunni, þ.e. að þeir telji þrátt fyrir allt farsælast að styðja við þjóðkirkjuna til að varna því að svona öfgagengi fái brautargengi.

Ég held a.m.k. að þetta sé hluti af skýringunni varðandi niðurstöðuna í spurningu þrjú.

Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 21.10.2012 kl. 11:40

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég held að miðað við aðstæður hafi þátttakan verið góð.  Og ég er sannfærð um að þetta mál allt saman mun gera okkur gott, verði okkur gott veganesti inn í framtíðina.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.10.2012 kl. 17:52

4 identicon

Varðandi 3. spurninguna, þá óttast ég að margir hafi misskilið spurninguna og byggi þá skoðun á viðtölum við fjölda fólks.
Hitt er svo augljóst, að fáránlegt er, ef Alþingi ætlar að fara að reka fingur sína í frumvarp stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. Það hefur enga heimild frá þjóðinni til slíkra breytinga.

E (IP-tala skráð) 21.10.2012 kl. 18:19

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála því E, þeir einfaldlega hafa ekkert umboð til að krukka alvarlega í það sem samþykkt var i kosingunum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.10.2012 kl. 19:22

6 identicon

Kosningarnar voru ekki sigur hins beina lýðræðis heldur skopstæling á því.

Valkostirnir voru óskýrir og ófullnægjandi og nú munu ráðamenn (og við hin) keppast um að túlka niðurstöðuna í takt við það sem þeim hugnast vegna þess að hún hefur enga skýra merkingu.

Þetta er jafnvel verra en að safna fólki í kring um borð og láta það velja falleg og óræð stikkorð undir handleiðslu leiðbeinanda.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 21.10.2012 kl. 19:53

7 Smámynd: Theódór Norðkvist

Eina spurningin sem mér fannst vera margræð var þjóðkirkjuspurningin. Einhvern tímann las ég grein eftir séra Sigurð Árna þar sem hann sagði að líta mætti á þetta sem spurningu er varðaði þjóðkirkjuna, ekki endilega um hvort fyrirkomulagið ætti að vera óbreytt.

Skil samt ekki þá afstöðu, því ef ekki er ætlunin að hafa þjóðkirkjuna á sérsamningi hjá hinu opinbera, hver er þá tilgangurinn með því að nefna hana á nafn í stjórnarskránni? Ef það er ekki minnst á þjóðkirkjuna í stjórnarskránni leiðir það einfaldlega af jafnræðisreglunni að öll trúfélög sitja við sama borð.

Eina spurningin fyrir utan þá um kirkjuna, sem talin hefur verið óskýr, er um þjóðareign á auðlindum. Það ætti samt ekki að vera mikið vandamál fyrir okkur að koma okkur saman um einhverja skilgreiningu á hugtakinu.

Ég held t.d. að fá okkar myndu vilja að við þyrftum að kaupa súrefni á brúsum eða tönkum á bensínstöðvunum, til þess að geta dregið andann.

Theódór Norðkvist, 21.10.2012 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband