Hvenær er þjóð fátæk og í eymd?

Það sem bætir aðstæður minnihlutans er ekki óþægindi fyrir meirihlutann eða heildina, né á það að bæta lífskjör þeirra sem illa standa að vera álitið ölmusa, heldur starfsemi sem eykur á heilbrigði, heiðarleika og samvinnu samfélagsins. Þegar að minnsta kosti ein manneskja, sem hefur mannkosti eins og dugnað, vilja og iðjusemi, fær ekki tækifæri til að beita kröftum sínum í samfélagi til að rétta við eigin hag, þá er samfélagið sem slíkt fátækt og í eymd. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Algjörlega sammála!

Ísland er með fátækari löndum á Norðurlöndum. Fátæktin er reiknuð með að skoða meðferð yfirvalda á gömlu fólki sem þarf kjúkrun, börnum í leikskólum, meðferð á föngum, lömuðum og fötluðum og að aldrei í sögu Íslendinga hafa verið svo margir sem búa hreinlega á götunni eða eiga ekki mat.

Íslenskt samfélag er í eðli sínu óheiðarlegt, gráðugt, hrokafullt og fjandsamlegt fólki sem minna meiga sín...og þar af leiðandi fátækt...

Stór hluti vandamálsins eru nýjustu trúarbrögð íslendinga: "Hið heilaga kerfi" (Lög og reglur) sem eru þannig að fjölda manns er bannað að bjarga sér.

Kerfi fyrir fábjána er t.d. hópur sá sem búið er að kenna og innprenta fólki að sé bráðnauðsynlegt, t,d, kræklingakerfið og aðrir þjóðfélagsbrandarar, Sé síðan bent á þetta er svarað að í útlöndum þá sé kerfið miklu vitlausara og þar með á fólk að trúa því að þetta sé normalt.

Óskar Arnórsson, 26.5.2012 kl. 12:22

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Meitlað innlegg. Þetta snýst um frelsi, ábyrgð og réttlæti. Allt þetta er á hröðu undanhaldi á Íslandi í dag. Við eru með forsetakosningar bráðlega. Annars vegar erum við með fjölmiðlaveldi sem er í eigu eins helsta útrásarvíkisins. Hann brýtur veldi sitt upp til stuðnings Samfylkingar og VG. Svo er það RÚV, sem er einnig á valdi þessara sömu aðila. Það þykir í lagi að þessir fjölmiðlar styðji einn frambjóðanda, frambjóðanda stjórnarflokkana. Aðrir frambjóðendur komast því ekki að.

Þetta þýðir líka að atvinnutækifæri sem eru á borðinu, ná ekki flugi, þar sem ríkisrekstur er það sem gilda skal. Hagrænir útreikningar skipta ekki lengur máli. Fagleg sjónarmið komast ekki að. Bara í mínu umhverfi bíða tugir starfa, þar sem hindranir eru í pólitíkinni. Þetta hefur ekkert með jafnaðarstefnu að gera, þetta er miklu miklu austar. Mannhatur. Við fætur ráðamanna eins og allra óhæfustjórna eru tilbiðjendur sem dýrka lítilmennin.

Sigurður Þorsteinsson, 26.5.2012 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband