Hvernig liti heimurinn út án trúarlegra bygginga?

Trúarbrögð koma mér oft á óvart, ekki vegna þess að ég dýrka þau, heldur vegna þess að stundum átta ég mig á að þau varðveita margar af fegurstu hliðum mannssálarinnar, eins og þá að varðveita minningu þeirra sem fallnir eru frá og gefa fólki næði til að vera með þessu fólki, einhvernvegin, þó að það sé farið. Svo er arkitektúrinn oft magnaður.
 
Það er eitthvað sem heillar mig við byggingar sem tengjast átrúnaði. Ekki ríkidómurinn á bakvið flestar þeirra, heldur alúðarvinnan sem á finna í handverkinu, skilaboðin sem felast í strúktúrnum og sögurnar sem þessar byggingar geyma. Í fyrra las ég tvær bækur eftir Ken Follet um líf fólks sem kemur að byggingu kirkju í skálduðu bresku þorpi, og endurvakti það áhuga sem hefur lengi blundað í mér, en ég hef samt ekki veitt neina sérstaka athygli. Til dæmis heimsæki ég ekki borgir með þá hugmynd að heimsækja kirkjur, að minnsta kosti ekki meðvitaða, en þegar ég hugsa til baka, þá eru þessar byggingar meðal þeirra sem vekja mesta athygli mína.

Á ferðum mínum hafa fimm heilagar byggingar vakið nógu mikla athygli hjá mér til þess að ég hafi farið inn í þær og gleymt mér þar algjörlega. Það eru þessar:

1. Skálholtskirkja, Íslandi
 
Fór í sumarbúðir í Skálholt sex ára þar sem hvað eftir annað var hrædd úr mér líftóran, með heimsókn í hin frægu göng og með ansi líflegum tröllasögum. Fór einnig með söngglöðum vinum eitt sinn í Skálholt, þau voru í kór, ekki ég. Fór einnig í eftirminnilega námsferð með Þorsteini Gylfasyni og fleiri heimspekingum, þar sem ég skrifaði ritgerð um sköpun. Þótti gaman að ræða við Þorstein um hana eftir að hafa skrifað hana, enda botnaði hann ekkert í þessum furðulegu pælingum mínum. Sagði að þetta yrði sjálfsagt skýrara með tíð og tíma.
 
2211_1___Selected
 
 
2. Hallgrímskirkja, Íslandi
 
Ég er Reykjavíkurbarn, kirkjan hefur verið eitt helsta kennileiti borgarinnar frá því ég man eftir mér. Man þegar ég fór efst í turninn. Þótti það flott. Því miður eru ekki allar minningar frá þessari kirkju góðar minningar.
 
caldari
 
 
 
Heimsótt í útskriftarferð FB. Gat ekki slitið mig frá myndunum á veggjum musterisins. Var skammaður af verði fyrir að fara á skónum inn í musterið til að sjá hinn gullna Búddha.
 
sentinels-cc-buck82
 
 
4. Kirkjan í Puebla, Mexíkó
 
Bjó þrjú ár í borginni. Sagan um kirkjubjöllurnar er eftirminnileg, en sagan segir að verkamenn hafi verið ráðþrota um hvernig koma ætti bjöllunum upp í turninn og farið heim að kvöldi þar sem bjöllurnar hvíldu á jörðinni, en um nóttina áttu englar að hafa komið bjöllunum upp í turninn og gert verkamönnunum lífið léttara næsta dag. 
 
Catedral_de_Puebla
 
 
5. Chichen Itza, Yucatan, Mexíkó 
 
Bjó þrjú ár í Merida, nálægri borg. Píramídinn er helgaður hinum forna guði Kuculcan. Heimsótti oft hinar fornu rústir Maya.
 
chichen-kukulkan
 
 
 
Keyrði frá Noregi til Ungverjalands á mínum litla Nissan Micra síðustu páska. Sá margt fallegt. Kom mér á óvart að sjá sjö trúarbyggingar við sama torg, tákn um virðingu fyrir ólíkum lífsskoðunum.
 
Megyesz%C3%A9khelyek_-_B%C3%A1cs-Kiskun_megye_-_Kecskem%C3%A9t
 
7. Kirkjan í Budapest, Ungverjalandi
  • Bara awesome!
 
57220-main-cathedral-from-other-side-of-river-budapest-hungary
 
 
8. Notre Dame í París
 
Fjölskylduferð til Parísar og Disneyland í fyrra. Notre Dame stóð samt upp úr. Það er eitthvað við það að ganga þarna um og ímynda sér hringjarann og hvar Victor Hugo hefur valið sér að setjast niður og sjá fyrir sér ævintýrin.
 
800px-Notre_Dame_dalla_Senna_crop
 
 
 
Var við nám í New Jersey. Tvíburaturnarnir alltaf sýnilegir. Mér datt í hug að þeir væru musteri fyrir peninga, en fátt virðist heilagra í heiminum þessa dagana en peningar. Fjármálum heimsins hafði að mestu verið stjórnað frá þessum turnum, þar til hryðjuverkamenn sprengdu þá árið 2001.
 
424px-Wtc_arial_march2001
 
 
 
Hinn ágæti félagi minn, Einar S. Einarsson, kveikti svolítið í mér um daginn þegar hann bauð mér og mínum liðsfélögum til minningarathafnar í Laugardælakirkju um Bobby Fischer. Ég var algjörlega heillaður af þeirri alúð og vináttu sem Einar sýndi meistaranum sem hafði verið duglegur við að hrinda frá sér vinum, enda virðist hann hafa verið af þeirri gerð að hann vildi helst vera einn og í næði við lestur misgóðra bóka. Hluti af minningarathöfninni var að heimsækja leiði Fischer, og hlusta á tvö eftirlætislög hans. Það var svolítið sérstakt augnablik að sitja þarna með skákfélögum mínum og hlusta á "My Way" með Sinatra og "Green Green Grass of Home" með Tom Jones. Minning meistarans er haldið í heiðri.
 
89_165_369750122118249 
 
Mér þætti gaman að kíkja til Rómar, Moskvu og Indlands, ekki bara til að sjá þessar byggingar, heldur einnig upplifa menninguna sem lifir í kringum þær.


Myndir: víða af netinu. Smelltu á textann til að sjá vefsíðuna þar sem ég fann viðkomandi mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þakka þér kærlega fyrir þessar hugleiðingar um helgar byggingar, kæri skákfélagi!

Þú nálgast þetta viðfangsefni á svipuðum nótum og ég vil gera. Með virðingu og háleitum huga.

Það er allstaðar lögð mikil ástúð og hlýja í kirkjubyggingar og trúarmusteri, vegna þess að fólk er þar að tigna það besta sem það býr yfir.

Hver maður leggur sig fram með sínum skilningi á hinu æðsta. Sá skilningur getur verið ólíkur milli einstaklinga og þjóða, en sammerkt með þeim öllum er það að þeir eru að tigna það sem þeim sjálfum finnst vera æðst í sínu lífi.

Það eitt og sér ætti að nægja til að borin sé virðing fyrir því.

Þegar ég fékk áhugann á að mynda kirkjur Íslands, var það ekki síst til að sýna virðingu mína og elsku til þessarar hliðar hinnar mannlegu tilveru.

Hafðu þökk fyrir einlægnina í þessari samantekt.

Sigurður Herlufsen (IP-tala skráð) 25.3.2012 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband