Spotify - gerir ólöglega tónlistardreifingu úrelta

WHILTY010

Síðustu misserin hef ég notað Spotify til að hlusta á tónlist. Mér skilst að þessi þjónusta sé ekki til á Íslandi, sem er miður, því allir græða á þessu. Hægt er að finna fullt af góðri tónlist á þessum miðli, og hlusta á hvert lag fimm sinnum ókeypis. Þetta er fínt fyrir gaura eins og mig sem finnst gaman að hlusta á hitt og þetta, en er ekki sérstakur aðdáandi einhverra tónlistargrúppu.

Á móti kemur að eftir þriðja hvert lag eða svo, eru auglýsingar í eina mínútu, sem mér finnst réttlætanlegur kostnaður fyrir að hlusta á tónlistina sem mig langar að hlusta á. Viljirðu losna við auglýsingarnar er hægt að kaupa mánaðarlega áskrift, og líka gera einhverja samninga um niðurhal. 

Ég sé ekki betur en að allir græði. Listamenn fá athygli, það er hlustað á tónlist þeirra, og þeir fá einhverja aura í baukinn fyrir vikið. Tónlistamiðillinn græðir eitthvað líka. Hef ekki hugmynd um hversu mikið, en ég reikna með að Spotify sé orðið frekar arðbært fyrirtæki. Svo græðir hlustandinn og þarf ekki einu sinni að hlusta á samvisku sína nagandi vegna ólöglegs niðurhals.

Væri til dæmis Bubbi á Spotify myndi hann strax græða. Það er nefnilega fullt af Íslendingum erlendis sem sakna að heyra hans ágætu tónlist, sem og annarra íslenskra tónlistamanna, sem virðast velja að loka markað sinn innan Íslands og notfæra ekki nýjustu tækni til að koma sér á framfæri víða um heim. Reyndar eru Sigur Rós og Björk þarna inni, enda ekki bundin í íslensku tónlistarklíkuna Stef, sem er ætlað að tryggja fjárhagslegt öryggi íslenskra tónlistamanna, en er að ég held, óafvitandi, að takmarka möguleika þessara listamanna.

Í augnablikinu hef ég lög eftir Whitney Houston í gangi á Spotify, til að heiðra minningu hennar og hugleiða aðeins hversu fallvalt mannanna líf getur verið, jafnvel meðal þeirra hæfustu okkar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Spotify greiddi Lady Gaga $167 fyrir milljón spilanir á Poker Face árið 2009. Það gera $0,000167 fyrir hvert streymt lag.

hversemer (IP-tala skráð) 12.2.2012 kl. 14:04

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

hversemer: ég mæli með að þú lesir athugasemdirnar sem fylgja greininni sem þú mælir með. Það er sjálfsagt rétt hjá þér að tónlistarmenn græði ekki mikið á Spotify í hreinum peningum, hins vegar virðist þetta vera leiðin til að fá hlustun, sem getur virkað hvetjandi fyrir fólk sem vill kaupa verk viðkomandi. Þar sem ég bý erlendis, hef ég lítinn aðgang að íslenskri tónlist,  sem ég annars myndi sjálfsagt heyra í útvarpi, sem þýðir að það er ómögulegt að gera upp hug sinn um hvaða íslensku tónlist væri skemmtilegt að kaupa þegar maður heimsækir klakann.

Hrannar Baldursson, 13.2.2012 kl. 06:18

4 identicon

hversemer (IP-tala skráð) 13.2.2012 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband