Hver er stefna Richard Dawkins?

Þessi litla pæling varð til þegar í einhverjum athugasemdum við grein gærdagsins, Vantrú án gagnrýnnar hugsunar? var rætt um Richard Dawkins, en hann virðist vera ein af höfuð fyrirmyndum þeirra sem ekki vilja ganga veg trúarbragða.

Stofnun Richard Dawkins hefur eftirfarandi stefnu, og geri ég ráð fyrir að hann sjálfur fylgi sömu stefni í verki og riti: 

"Stefna Skynsemis- og vísindastofnunar Richard Dawkins er að styðja við vísindalega menntun, gagnrýna hugsun og skilning á heiminum sem byggir á gagnreyndum með það markmið í huga að yfirbuga bókstafstrú, hindurvitni, skort á umburðarlyndi og þjáningu."

Þessu er ég öllu sammála. Hins vegar er þetta hugsanlega ekki jafn augljóst og lítur út við fyrstu sýn.

Stóru spurningarnar snúast um hvað þessi fyrirbæri eru, sem og spurningar eins og:

    1. Er skilningur á heiminum sem byggir á staðreyndum, staðreynd í sjálfri sér? Er hægt að trúa um of á mikilvægi staðreynda? Er til einhver staðreynd sem er 100% áreiðanleg og það sönn að ekki er hægt að efast um sannleiksgildi hennar?

 

    1. Er gagnrýnin hugsun eitthvað meira en að kryfja dauð hugtök? Hvað er það sem gerir gagnrýna hugsun svona mikilvæga? Gæti heimurinn verið betri án gagnrýnnar hugsunar?

 

    1. Snýst vísindaleg menntun um að aðferðir við menntun séu vísindalegar eða að innihald vísinda snúi fyrst og fremst að vísindum frekar en trúarbrögðum?

 

    1. Hvað er það sem gerir staðreyndir að mikilvægustu forsendum fyrir skilningi á heiminum? Getur djúpur skilningur á heiminum ekki verið betri forsenda fyrir skilningi á heiminum heldur en staðreyndir sem hafa lítið að segja þegar kemur að mannlegum innri veruleika?

 

    1. Hver er munurinn á bókstafstrú og trúarbrögðum? Eru öll trúarbrögð bókstafstrú? Eru sum trúarbrögð hættulegri en önnur, eða er sum bókstafstrú hættulegri en önnur bókstafstrú?

 

    1. Hvaðan koma hindurvitni? Er hægt að koma í veg fyrir hindurvitni með því að nota rökvillur, fara með ósannindi og hæðast að "andstæðingum" eigin skoðana?

 

    1. Hver er munurinn á að sýna umburðarlyndi gagnvart manneskjum annars vegar, trú þeirra hins vegar og síðan boðaðri trú trúfélags?

 

  1. Hvernig tengjast mannlegar þjáningar trú og trúleysi? Væri minna um mannlega þjáningu án trúarbragða? Eða væri kannski meira um mannlega þjáningu án trúarbragða?

 

Heimilidir:

 

Kærar þakkir fær Tryggvi Thayer fyrir uppbyggilega gagnrýni, en hann bendi á í athugasemdakerfinu að ég þýddi "evidence-based" rangt sem "byggt á staðreyndum", á meðan að sjálfsögðu er meint með "byggt á sönnunargögnum", og kenndi hann mér hið ágæta orð "gagnreynd" til að lýsa því hugtaki. Ég hef breytt þýðingu á skilgreiningu í samræmi við þessa betrumbót, en hef þó ekki breytt spurningunum, sem vissulega fá á sig ólíka merkingu þegar annars vegar er verið að tala um staðreyndir og hins vegar gögn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Takk fyrir þennan pistil herra Hrannar.

Mikil og góð smyrsl eru það fyrir sálina að lesa svona útleggingar, miðað við alls kyns froðusnakk um trú eða trúleysi, sem hefur verið svo áberandi í umræðunni.

Reyndar er ég yfir mig þreyttur á þessum reiðu og bitru ofstækismönnum úr röðum svokallaðra trúleysingja, sem sjálfir vilja líklega kalla sig skynsemistrúar, sem er að mínu viti öfugmæli.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 30.12.2011 kl. 11:07

2 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

> en hann virðist vera ein af höfuð fyrirmyndum þeirra sem ekki vilja ganga veg trúarbragða

Segir hver? Bjarni Randver?

Matthías Ásgeirsson, 30.12.2011 kl. 11:10

3 identicon

Spurning hvernig orðið "staðreynd" er túlkað. Mér finnst Dawkins yfirleitt ekki tala um að eitthvað sé 100% staðreynd, ekki frekar en flestir vísindamenn. Tala frekar um að aðhyllast eitthvað umfram annað því sönnunargögnin benda í þá átt.

Við smíðum hluti útfrá "staðreyndum" eða þekkingu á umheiminum, td. síma, bíla og tölvur. Við þurfum þekkingu á mörgu sviði til þess að hanna svoleiðis tæki. Ef við hefðum ekki "staðreyndir" til þess að byggja á þá get ég ekki séð að við værum fær um það?

kv,

Bragi

Bragi (IP-tala skráð) 30.12.2011 kl. 12:41

4 Smámynd: Rebekka

"Stóru" spurningarnar sem þú setur fram finnst mér vera allt of lokaðar og innihalda of mikið af fyrirframgefnum forsendum.  Ég vil fara hérna stuttlega í gegnum þær og bæta við smá gagnrýni.

1. "Eru staðreyndir staðreyndir"?  Þetta er heimspekileg spurning en ekki vísindaleg.  Ef vísindamenn færu að efast um allar staðreyndir út í hið óendanlega þá yrði lítið um framfarir.  Vísindi rannsaka  heiminn í kringum okkur og draga ályktanir og setja fram kenningar út frá þessum rannsóknum sínum.  Hugarleikfimi um tilvist staðreynda núllar ekki út staðreyndirnar sjálfar.

2. "Af hverju er gagnrýnin hugsun mikilvæg?"  Hér spyrðu líka hvort gagnrýnin hugsun sé eitthvað meira en að kryfa bara dauð hugtök, sem segir mér að annað hvort hefurðu mjög þrönga sýn á hvað gagnrýnin hugsun er, eða þá að þú ert að reyna að sýna gagnrýna hugsun í neikvæðu ljósi.  Gagnrýnin hugsun er notuð til þess að ákvarða sannleiksgildi fullyrðinga.  Þessar fullyrðingar geta auðveldlega átt við atburði sem gerast í rauntíma, fólk, hluti o.s.frv.

3. "Um hvað snýst vísindaleg menntun?"  Þessi spurning þín er allt of lokuð, því þú gefur eingöngu tvo valkosti.  Betra væri að spyrja t.d. "Hvernig er vísindaleg menntun skilgreind?"

4. "Bleh blah bleh".  Afsakaðu dónaskapinn í þessari umorðun minni, en ég fékk nettan hroll af því að lesa þessa orðasalatsspurningu.  Hver er t.d. munurinn á "djúpum skilningi á heiminum" og "staðreyndir um heiminn"?  Og hvað er eiginlega "mannlegur innri veruleiki"?  Er magainnihald mitt mannlegur innri veruleiki?  Eða kannski bakteríuflóran í þörmunum í mér?

5. "Um muninn á bókstafstrú og trúarbrögðum".  Ég hef ekkert út á þessa spurningu að setja.  

6. "Er hægt að koma í veg fyrir hindurvitni með því að nota rökvillur, háð o.s.frv?"  Mér finnst þessi spurning fela í sér þá forsendu að þetta sé oft gert, t.d. af andstæðingum hindurvitna.  Stefna Richard Dawkins stofnunarinnar tekur hvergi fram hvaða aðferðum ætti að beita til þess að koma í veg fyrir hindurvitni, þannig að ég skil ekki af hverju þú bætir þessu við.  Betra væri að spyrja t.d. "Hvaða aðferðir eru hentugar til þess að koma í veg fyrir hindurvitni?".

7. "Munurinn á umburðarlyndi gagnvart manneskjum/trú vs. boðaðri trú trúfélags"  Ég einfaldlega skil ekki alveg þessa spurningu.  Ertu að fiska eftir einhverju sérstöku svari?  Mér finnst t.d. munurinn á manneskjum og boðaðri trú trúfélaga vera afskaplega augljós. 

Manneskjur hafa fjölmarga eiginleika sem eru þeim meðfæddir og óbreytanlegir, skortur á umburðarlyndi gagnvart þessum eiginleikum er oft kallaður fordómar og telst vera slæmur.  Boðuð trú trúfélaga hins vegar getur verið byggð á illa ígrunduðum hugmyndum og slæmum rökum; skortur á umburðarlyndi gagnvart því er vel skiljanlegur og jafnvel réttmætur.

8. "Hvernig tengjast mannlegar þjáningar trú og trúleysi?" Hér finnst mér þú aftur gefa þér þá forsendu að stefna RD stofnunarinnar sé að yfirbuga trúarbrögð (af hverju annars að spyrja þessarar spurningar í tengslum við stefnuyfirlýsinguna?).  Þetta stendur hvergi í yfirlýsingunni, heldur eingöngu að yfirbuga ætti bókstafstrú (fundamentalism). 

Þessu tengt, þá benda flestar rannsóknir til að aukin velferð og trúleysi haldist oft í hendur, þ.e. að í löndum þar sem velferð er mikil og menntunarstig hátt, þar er minna um bókstafstrú og meira um trúleysi eða "hógværa" trú.  Við fyrstu sín virðist því vera að minni mannlegar þjáningar fylgi auknu trúleysi, en ég vil samt ekki fullyrða þetta því það er ekki alveg hægt að sanna orsakasamhengið á milli þessara hluta. 

Að auki eru "mannlegar þjáningar" ekki vel skilgreindar í spurningunni hjá þér, þannig að það er erfitt að vita hvað þú átt við með þessu orðtaki.

Þetta var ágætis langloka.  TL;DR útgáfan:  Spurningalistinn þinn er gallaður.

Rebekka, 30.12.2011 kl. 13:44

5 identicon

Veit ekki betur en að hann Dawkins sagði að hann væri 7 af 10 vissum um að guð væri ekki til.  Sigurður er þá þeir menn sem að voru á tíma Upplýsingaöldinni öfgamenn?

Arnar Magnússon (IP-tala skráð) 30.12.2011 kl. 13:47

6 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Er hægt að koma í veg fyrir hindurvitni með því að nota rökvillur, fara með ósannindi og hæðast að "andstæðingum" eigin skoðana?

Það er eflaust hægt að einhverju leyti, en ég veit ekki um einn einasta mann sem vill "nota rökvillur" og "fara með ósannindi" í baráttunni gegn hindurvitnum. 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 30.12.2011 kl. 14:41

7 identicon

Jæja þá, bara að koma áramót.

Guðmundur Guðmundsson (IP-tala skráð) 30.12.2011 kl. 16:02

8 Smámynd: Hrannar Baldursson

Sigurður: Takk

Matthías: Dawkins er víða um heim þekktur sem fyrirmynd þeirra sem ekki vilja ganga veg trúarbragða. Ef þú þekkir ekkert (eða eitthvað) til Dawkins, geturðu kíkt á Wikipedia síðuna um hann. 

Bragi: Þannig sé ég þetta líka.

Rebekka: Að sjálfsögðu er þetta gallaður spurningalisti, enda er ég ekki einu sinni byrjaður að svara spurningunum sjálfur. :) Taktu eftir að áður en ég tel upp spurningarnar bendi ég á mikilvægi þess að velta fyrir sér hvað viðkomandi fyrirbæri eru. Og þú getur ekki lesið út úr spurningunum að mér líkar illa við gagnrýna hugsun, því það er líf mitt og yndi. En takk fyrir að gefa þér tíma til að svara spurningunum af einlægni. 

Arnar: 70% viss um tilvist Guðs? Þýðir það að hann sé 30% viss um að Guð sé ekki til?

Hjalti Rúnar: Rétt hjá þér. Það er enginn sem vill nota rökvillur. Þeir falla bara í þær og átta sig yfirleitt ekki á því sjálfir. Algengasta rökvillan í umræðum tengdri Vantrú sýnist mér vera ad-hominem, en það er alltof mikið ráðist á persónuna í stað raunverulegra málefna. Þetta er veikleiki sem auðvelt er að koma í veg fyrir sé viljinn fyrir hendi.

Guðmundur: Styttist í það.

Hrannar Baldursson, 30.12.2011 kl. 16:31

9 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Algengasta rökvillan í umræðum tengdri Vantrú sýnist mér vera ad-hominem, en það er alltof mikið ráðist á persónuna í stað raunverulegra málefna. Þetta er veikleiki sem auðvelt er að koma í veg fyrir sé viljinn fyrir hendi.

Ætlarðu sem sagt að hætta að líkja Vantrú við talíbana?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 30.12.2011 kl. 16:35

10 identicon

Hrannar hvernig væri að lesa það aftur sem ég skrifaði.

Arnar Magnússon (IP-tala skráð) 30.12.2011 kl. 17:37

11 Smámynd: Mofi

Góðar spurningar Hrannar. Gangi þér vel að svara þeim :)

Hjalti
Það er eflaust hægt að einhverju leyti, en ég veit ekki um einn einasta mann sem vill "nota rökvillur" og "fara með ósannindi" í baráttunni gegn hindurvitnum.

Ég veit einn sem gerir það, hvort sem það er af illum ásetningi eða fáfræði, sjá: Bestu rök Dawkins, lygi?

Arnar
Veit ekki betur en að hann Dawkins sagði að hann væri 7 af 10 vissum um að guð væri ekki til.  Sigurður er þá þeir menn sem að voru á tíma Upplýsingaöldinni öfgamenn?

Ég er nokkuð viss um að hann talar um 99% viss um að Guð er ekki til. Hann einfaldlega veit að ef hann segir 100% þá yrði það kallað óvísindalegur þankagangur.

Aftur á móti þá er afstaða Dawkins og fleiri að tilgangur vísindanna er að útskýra allt án Guðs. Ekki að rannsaka og skilja heiminn og öðlast rétta þekkingu á honum heldur að útskýra allt út frá náttúrulegum öflum. Með þannig hugsjón þá er öll trú á Guð óvinur vísindanna.

Mofi, 30.12.2011 kl. 18:23

12 identicon

Hrannar er óðum að stimpla sig inn sem Mofi's twin...

Trúarbrögð eru vitleysa Hrannar... þú gerir sjálfan þig að fífli talandi um rök og svona í þessum málaflokki... það eru ekki nein rök mar; Þetta er bara geðveiki sem gekk of langt

DoctorE (IP-tala skráð) 30.12.2011 kl. 20:22

13 Smámynd: Hrannar Baldursson

Arnar: Ég snéri þessu á hvolf, er það ekki? Mín mistök.

Hjalti Rúnar: Því miður, þá tengi ég Vantrú við hópa eins og talíbana og jafnvel nasista. Það er varla ad-hominem, þar sem Vantrú er ekki manneskja, heldur samtök, rétt eins og talíbanar og nasistar eru samtök. Sams konar taktík virðist vera í gangi að mörgu leyti, sem og einstrengisleg fullvissa um að maður sjálfur hafi rétt fyrir sér og öllu kostað til, til að grafa undir andstæðingnum - og byrja þá á veikasta blettinum. Samt er Vantrú langt frá því að vera jafn slæm samtök og talíbanar eða nasistar, enda hefur Vantrú hvorki völd né áhrif á annað fólk en eigin félaga. Það er samt áhugavert að fylgjast með félagsskapnum, sem ég kemst ekki hjá að gera, því heimsóknir á þessa síðu úr þeim félagsskap eru ansi tíðar, og því miður ekki alltaf neitt sérstaklega vinsamlegar.

Mofi: trú á Guð er náttúruleg staðreynd og ber að taka inn í heildarmyndina, nokkuð sem Dawkins gerir vel.

DoctorE:  Hugsanlega hefurðu rétt fyrir þér, kannski eru trúarbrögð ekkert annað en geðveiki, hugsanlega er trúleysi ekkert annað en geðveiki, hugsanlega er geðveiki eitthvað sem mannkynið þarf á að halda til að sumir einstaklingar geti þó trúað því að þeir sjálfir séu heilbrigðir?

Gaman að þessu...

Hrannar Baldursson, 30.12.2011 kl. 22:25

14 Smámynd: Mofi

Hrannar
Mofi: trú á Guð er náttúruleg staðreynd og ber að taka inn í heildarmyndina, nokkuð sem Dawkins gerir vel
Hehe, góður :)   

Mofi, 30.12.2011 kl. 22:42

15 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

> þá tengi ég Vantrú við hópa eins og talíbana og jafnvel nasista.

Váá!!

Bless.

Matthías Ásgeirsson, 31.12.2011 kl. 00:54

16 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Hrannar,

nú fer að birta daginn og vonandi fer að birta yfir umræðunni á þínum velli.

Þangað koma margir gestir. Því miður er of stór hluti þeirra eingöngu að rífa niður trú á Guð. Alveg ótrúlegt að leggja á sig svona mikið til að láta Guð hverfa úr heildarmyndinni.

Þeir menn sem hafa rétt fyrir sér á endanum ættu að spyrja sig að leikslokum, hvort þeir hafi farið um þennan vettvang sem siðaðir og réttsýnir menn. Menn sem virða aðrar skoðanir og trú heldur en þeir hafa sjálfir. Ef þeir gera það, þá hafa þeir einhvern neista af virðingu fyrir lífinu og samferðarmönnunum.

Það er ekki boðlegt að nota ljótan munnsöfnuð vegna þess að mótaðilinn trúir einhverju öðru en maður sjálfur! Hreint ekki boðlegt, ef menn vilja vera marktækir og þannig talandi að það sé áhugavert að heyra þeirra málstað.

Ég segi fyrir mig að ég virði þá sem hafa enga Guðstrú. Meira segja þekki ég einn svoleiðis mann persónulega og hann kemur alltaf fram af hreinskilni og virðingu og mér þykir áhugavert að eiga við hann samræður.

Það truflar mig ekkert þó hann hafi aðra skoðun en ég, en ég er heldur ekki ofstækismaður á neinu sviði - aðeins svona sérvitringur um hollan lífsstíl.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 31.12.2011 kl. 01:44

17 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hrannar, Vantrú samanstendur af fólki, og þegar þú segir að Vantrú minni þig á nasista, þá ertu að tala um að fólkið sem Vantrú samanstendur af minni þig á nasista.

Svo er það kannski bara mín upplifun, en mér finnst "Þú ert eins og nasisti" vera verulega grófari heldur en að segja "Þú ert fífl". 

Sams konar taktík virðist vera í gangi að mörgu leyti,... 

Hvaða taktík er það sem að Vantrú, nasistar og talíbanar eiga sameignlega?

...sem og einstrengisleg fullvissa um að maður sjálfur hafi rétt fyrir sér ...

Já, vá! Við höldum að við höfum rétt fyrir okkur. Alveg eins og nasistar og talíbanar! Það er fáránlegt að nota þetta sem einhvern grundvöll fyrir þessari samlíkingu. 

...og öllu kostað til, til að grafa undir andstæðingnum - og byrja þá á veikasta blettinum.

Öllu kostað til? Til hvers ertu að vísa? Og ekki gleyma því að þú ert að segja að við hegðum okkur eins og nasistar og talibanar, en "öllu kostað til" hjá þeim fól í því að beita grimmilegu ofbeldi. Í guðanna bænum Hrannar, þú ert að gengisfella það sem þessir hópar standa fyrir, með þessum samanburði.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 31.12.2011 kl. 02:26

18 Smámynd: Hrannar Baldursson

Sigurður: Þakka þér ávalt uppbyggilega og skynsamlega samræðu. Já, það er hægt að líta yfir allt lífið á endanum og dæma svo; eða líta yfir eigin líf og skoðanir á hverjum degi og finna leiðir til að bæta sig. Batnandi mönnum er best að lifa. 

Hjalti Rúnar: Í þessari stuttu grein þinni vil ég benda þér á rökvillu. Þú gerir hluta af heild og heildina að því sama. Það að gagnrýna félagsskap er alls ekki það sama og að gagnrýna einstaklinga innan félagsskapsins. Sem hópur hagar fólk sér ólíkt því sem það gerir sem einstaklingar. Þér hef ég kynnst persónulega, og veit ég ekki betur en að þú sért vænsti drengur, góð manneskja með sterkar skoðanir. Þú ættir að þekkja mig líka af framkomu minni gagnvart þér og þínum félögum persónulega. Það eina herskáa við mig er þegar ég sest við skákborð og við setjum klukkuna í gang.

Ég færi aldrei að kalla þig nasista eða talíbana, en hins vegar þykir mér eðlilegt að benda á tilhneigingar sem mér sýnist félagsskapurinn Vantrú hafa. Því er hægt að breyta til betri vegar sé viljinn fyrir hendi. Athugaðu að þetta er ekki ásökun, heldur ábending. Það er heimur og haf þar á milli.

Einnig virkar athugasemd þín eins og þú sért í einhvers konar afneitun eða vörn. Mundu að ég er ekki að ráðast gegn félagsskapnum, heldur aðeins benda á hluti sem ég teldi gagnlegt fyrir ykkur að bæta. Ég hefði ekkert á móti því að félagsskapurinn Vantrú yrði öflugur á Íslandi, svo framarlega sem hann sýndi meira umburðarlyndi gagnvart manneskjum sem hafa ólíkar skoðanir. Það er í málinu gegn Bjarna Randveri þar sem félagsskapurinn sýndi afar hættulegt fordæmi, ekki aðeins með því sem hann gerði, heldur með fyrirætlum þeim sem láu á bakvið ákvörðunina að kæra manninn. Það lítur út fyrir að markmið málsins hafi verið að eyðileggja orðspor mannsins, frekar en að koma á málefnalegri umræðu.

Þetta skrifaði ég áðan sem svar við athugasemd þinni við annarri grein á bloggsvæði mínu: 

Hjalti Rúnar: Sá þáttur að sjá ekki alvarleikan sem felst í að leggja einstakling í einelti og að leggja blessun sína yfir slíka háttsemi er það sem gerir félagsskapinn sambærilegan við talíbana og nasista. Fyrir fáeinum dögum skrifaðir þú grein á Vantrúarvefinn um einelti eins og það væri frekar fyndið fyrirbæri. Stundum er þetta hugtak ofnotað, sérstaklega þegar talað er um gagnrýni á stofnun, en þegar slík gagnrýni snýr að ósönnuðum ásökunum gagnvart einstaklingi, þá er um allt annað og mun alvarlegra mál að ræða. Kæmist Vantrú til valda í fjölmennu samfélagi, gæti félagsskapurinn þróast í samskonar átt. Áður en talíbanar og nasistar komust til valda virtust þessar herskáu heimsmyndir þeirra vera svolítið sakleysislegar. 

Þetta er engin ásökun strákar. Lítið bara í eigin barm og athugið hvort hugsanlega sé eitthvað í fari félagskapsins sem þarf að lagfæra. Hvað græðir félagið á því að vera svona herskár gagnvart einstaklingum? 

Hrannar Baldursson, 31.12.2011 kl. 08:01

19 identicon

Hrannar. Ekki vera svona vænissjúkur þöngulhaus. Vantrú að komast til valda?! Talíbanar og nasistar?! Orð fá ekki lýst hvað þetta er ofsóknarkennt, fordómafullt og bjánalegt sama hversu mikið þú sykurhúðar þetta með "Hey strákar, þetta eru bara mínar skoðanir sko en svona lítur þetta út fyrir mér tótallí". Þvílík andskotans steypa.

Þórður Ingvarsson (IP-tala skráð) 31.12.2011 kl. 11:30

20 Smámynd: Rebekka

Hrannar, þú ert aftur að mynda þér álit út frá kolröngum forsendum.  Þú segir að það "líti út fyrir að markmið málsins hafi verið að eyðileggja orðspor mannsins" (-> Bjarna Randvers).  Hvernig færðu það út?  Af hverju sýnir það hættulegt fordæmi að senda inn kvörtun til siðanefndar HÍ?

Svo finnst mér rangt að segja að það sé ekki áfellisdómur yfir meðlimum Vantrúar að segja að félagið minni á talibana og nasista.  Þó svo að hluti af heild og heild sé ekki það sama, þá er heildin samt gerð úr hlutunum.  Meðlimir Vantrúar mynda félagið Vantrú. 

Ef meðlimir Vantrúar eru fyrirmyndarborgarar sem aldrei væri hægt að kalla talibana eða nasista, hvernig í ósköpunum getur þá félaginu Vantrú verið líkt við talibana og nasista?  Með þessari samlíkingu ert þú að minnsta kosti að segja að einhverjir meðlimir Vantrúar taki sér talibana og nasista til fyrirmyndar og tileinki sér aðferðir þeirra.  Það er móðgandi "ábending" svo ekki sé meira sagt.  Sérstaklega þegar samlíkingin virðist byggja á því að Vantrú leggi einstaklinga í einelti og leggi blessun sína yfir slíka háttsemi.

Þú þekkir eflaust söguna, en "eineltið" hjá nasistum og talibönum fólst í því að leggja undir sig önnur lönd með hervaldi, drepa þá sem þeim líkaði illa við og pössuðu ekki við heimsmynd þeirra, fangelsa og pynta þá sem hlýddu ekki lögum þeirra o.s.frv.  "Eineltið" svokallaða hjá Vantrú felst í því að halda úti vefriti og svo sendi félagið inn kvörtun/kæru/erindi (kallaðu það það sem þú vilt) til siðanefndar HÍ vegna kennsluefnis sem gaf ranga mynd af félaginu.

Mér finnst þetta vera eins og að líkja kertaljósi við atómsprengju, því bæði gefa frá sér hita...

Rebekka, 31.12.2011 kl. 11:35

21 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hjalti Rúnar: Í þessari stuttu grein þinni vil ég benda þér á rökvillu. Þú gerir hluta af heild og heildina að því sama. Það að gagnrýna félagsskap er alls ekki það sama og að gagnrýna einstaklinga innan félagsskapsins. Sem hópur hagar fólk sér ólíkt því sem það gerir sem einstaklingar.

Ég held að þetta sé ekki rökvilla. Það er vissulega rétt að þú ert ekki að fullyrða að það sé öruggt að allir meðlimir Vantrúar séu eins og nasistar og talíbanar. En þegar þú segir að Vantrú hegði sér eins og nasistar og talíbanar, þá ertu að segja að einhverjir meðlimir félagsins hegði sér eins og nasistar, þú ert ekki að tala um einhverja platónska frummynd sem heitir "Vantrú". 

Athugaðu að þetta er ekki ásökun, heldur ábending. Það er heimur og haf þar á milli.

Jahá. "Hérna er vinsamleg ábending, þú hegðar þér eins og Rauðu Khmerarnir." 

Ég hefði ekkert á móti því að félagsskapurinn Vantrú yrði öflugur á Íslandi, svo framarlega sem hann sýndi meira umburðarlyndi gagnvart manneskjum sem hafa ólíkar skoðanir.

Enn og aftur, að hvaða leyti erum við ekki umburðarlyndir? 

 Það er í málinu gegn Bjarna Randveri þar sem félagsskapurinn sýndi afar hættulegt fordæmi, ekki aðeins með því sem hann gerði, heldur með fyrirætlum þeim sem láu á bakvið ákvörðunina að kæra manninn. Það lítur út fyrir að markmið málsins hafi verið að eyðileggja orðspor mannsins, frekar en að koma á málefnalegri umræðu. 

Hvað í því sem við gerðum "sýndi afar hættulegt fordæmi"?

Hrannar, segðu mér, hvaða forsendur hefur þú til þess að segja að fyrirætlunin með því að kvarta til Siðanefndar HÍ hafi verið að "eyðileggja orðspor [Bjarna Randvers]", frekar en t.d. , svo að ég komi með einhverjar hugsanlegar ástæður, hafi verið sú að einhverjum okkar hafi fundist að sér vegið, eða þá að okkur þætti það nauðsynlegt fyrir sjálfan Háskólann að það sem við töldum vera rugl-áróður væri ekki kennt við HÍ? 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 31.12.2011 kl. 11:50

22 Smámynd: Hrannar Baldursson

Hjalti Rúnar: Hvernig haga ég mér eins og Rauðu Khmerarnir? Ábending vel þegin og skilji ég hvað þú meinar, lofa ég að bæta mig.

Í máli Barna Randvers: neitarðu því að félagsmenn í forsvari fyrir Vantrú hafi á skipulegan hátt undirbúið persónulega árás gegn honum, eða vissir þú kannski ekki hvað var í gangi? (Það er að sjálfsögðu mögulegt)

Hrannar Baldursson, 31.12.2011 kl. 13:40

23 identicon

Þetta eru ofsóknaróðir órar runnið undan rifjum Bjarna Randver sjálfum sem rembist vil að túlka flest allt sem frá Vantrú kemur sem eitthvað samsæri gegn sér. Það var sent inn erindi til siðanefndar í febrúar 2010 varðandi kennslugögn Bjarna Randvers  og við í Vantrú skrifuðum grein sem var skipt niður í ellefu hluta og fylgdum því eftir eftir því sem við átti. Getur lesið þig til um það á www.vantru.is/haskolinn. Getum lítið gert varðandi fórnarlambskomplexa og píslarvættisblæti Bjarna Randvers.

Þórður Ingvarsson (IP-tala skráð) 31.12.2011 kl. 14:43

24 Smámynd: Hrannar Baldursson

Sæll Þórður,

Ég hef einmitt verið að kynna mér málið frá báðum hliðum og er að velta þessum hlutum fyrir mér. Þakka þér upplýsingarnar.

Hver er annars munurinn á að vera "trúlaus" og "herskár vantrúarmaður"?

Hrannar Baldursson, 31.12.2011 kl. 14:49

25 identicon

Hver er munurinn?! Að vera trúlaus er að vera laus við trú - semsagt einstaklingur sem, í stuttu máli, trúir ekki á yfirnáttúrulega hluti. Herskár vantrúarmaður? Það hef ég ekki hugmynd um. Segð þú mér. Er það svona trúleysingi sem skrifar um hluti og er í Vantrú?

Þórður Ingvarsson (IP-tala skráð) 31.12.2011 kl. 14:54

26 Smámynd: Mofi

Laus við trú... fyrir mig er það svo mikil vitleysa. Frekar laus við meðvitund. Trúlaus, sá sem er laus við trú á vísindin...

Mofi, 31.12.2011 kl. 14:58

27 identicon

Eehh... jájá. Hafðu það bara þannig Halldór.

Þórður Ingvarsson (IP-tala skráð) 31.12.2011 kl. 15:01

28 Smámynd: Mofi

Þórður, já, ég hef það þannig. Trú er það sem við höldum að sé rétt. Þið félagarnir í Vantrú setið þetta þannig upp að þið trúið ekki heldur að þið vitið. Þið vitið að Guð er ekki til, þið vitið að yfirnáttúra er ekki til, þið vitið hver uppruni lífs var, þið vitið hvernig við urðum til, þið vitið tilgang lífsins og þið vitið hvað verður um okkur þegar við deyjum.  Mér finnst þetta mjög hrokafullt og óheiðarlegt.

Mofi, 31.12.2011 kl. 15:22

29 identicon

Það er aldeilis hvað við vitum. :|

Þórður Ingvarsson (IP-tala skráð) 31.12.2011 kl. 15:26

30 Smámynd: Mofi

Þórður, ef þið trúið ekki, þá hljótið þið að vita

Hafið þið ekki sannfæringu í þessum málum? Hafið þið ekki svör við þessum spurningum?

Mofi, 31.12.2011 kl. 15:31

31 identicon

Mér finnst þessi skilgreining á trú vera ansi nærri lagi: Trúin er fullvissa um það, sem menn vona, sannfæring um þá hluti, sem eigi er auðið að sjá.

Þórður Ingvarsson (IP-tala skráð) 31.12.2011 kl. 15:31

32 identicon

Þú virðist mikla vitsmuni okkar töluvert. Við vitum ekki allt saman og við vitum það alveg.

Þórður Ingvarsson (IP-tala skráð) 31.12.2011 kl. 15:33

33 Smámynd: Mofi

Já, ég held að Biblían hafi orðað þetta alveg ágætlega :)
Hafið þið þá ekki fullvissu og sannfæringu varðandi tilvist Guðs, hvaðan við komum, tilgang lífsins og hvað verður um okkur þegar við deyjum?

Mofi, 31.12.2011 kl. 15:42

34 identicon

Sko. Það gæti vel verið að einhverjir innan Vantrúar hafi fullvissu um þessa hluti. Það er engin "vantrúar"kredda sem félagsmenn þurfa að fylgja. Ég mundi samt segja að það er töluverð fullvissa um það að guð (eða guðir) sé ekki til. Það held ég að sé eitthvað sem flestir trýleysingjar eru meira og minna sammála um, en erum auðvitað alveg opin fyrir þeirri hugmynd að almáttug, alvitur og alsjáandi vera sé til, en það væri ekki verra að til væru alminilegar sannanir fyrir því. Þú veist þetta alveg. Varðandi hugmyndir hvaðan við komum, þá áttu væntanlega við uppáhaldsþrætueplið þitt sem er líffræðileg þróun á milljónum ára. Júbb, tel það nokkuð líklegt að við séum komin af einfrumungum, gríðarlega mikið af gögnum sem benda í þá átt. En ég er engin sérfræðingur og nenni sjaldnast að ræða um það. Veit ekki með tilgang, tel það bara vera sjálfskapað. Og hvað gerist eftir að við deyjum... tja. Veit það einhver? Það er allavega mjög ólíklegt að við rísum upp frá dauðum.

Þórður Ingvarsson (IP-tala skráð) 31.12.2011 kl. 15:55

35 Smámynd: Hrannar Baldursson

Mér sýnist komin af stað áhugaverð samræða milli Þórðar og Mofa. Flott hjá ykkur!

Hérna mætti spyrja nánar um eðli fullvissu og trúar. Ég reikna með að fullvissa þyrfti að vera bæði réttlætanleg og sannanleg, en trú þarf hugsanlega réttlætingu og sjálfsagt enga sönnun, eðli málsins samkvæmt.

Í þekkingarfræði er þekking oft skilgreind sem "réttlætanleg og sönn trú"  (justified true belief).

Þá vakna spurningar um hvernig trú getur verið sönn eða ósönn. Ósönn trú, reikna ég með, er hvorki samkvæm sjálfri sér né í samræmi við veruleikann. Sönn trú væri þá trú sem er samkvæm sjálfri sér og í samræmi við veruleikann. Þá vakna spurningar um hvað veruleikinn er.

Er sanngjarnt að einangra veruleikann við hinn "efnislega" veruleika, eins og mér sýnist vantrúarmenn gera, eða hinn "andlega", "samfélagslega", eða "siðferðilega" veruleika sem margir aðrir vilja gera; eða reyna að steypa öllum þessum veruleikum í einn heilsteyptan sannleik?

Hrannar Baldursson, 31.12.2011 kl. 16:06

36 Smámynd: Mofi

Takk fyrir heiðarlegt svar. Ég náttúrulega eða yfirnáttúrulega auðvitað tel að sannanirnar fari í hina áttina en tel ekki réttlætanlegt að láta sem svo að ég viti, ég samt bara trúi.  Mér finnst bara eðlilegast að tala um að fólk hafi mismunandi sannfæringu í þessum málum, mismunandi trú. Kannski er hérna bara leiðindi vegna skorts á góðum orðum.

Mofi, 31.12.2011 kl. 16:14

37 identicon

Mja... kannski eru hér bara leiðindi vegna ólíkra lífsskoðana. Jú, tvennt í viðbót varðandi leiðindin - afsakið ef ég tek hérna u-beygju; það er óþolandi að líkja mann við nasista og talíbana af tilefnislausu; sérstaklega þar sem eitt er herská, öfgafull, hatrömm og morðóð alræðisstjórnarsamtök og hitt er herská, öfgafull, hatrömm, kvenhatandi og morðóð guðalræðsstjórnarsamtök. Það er nauðsynlegt að leggja töluverða hugsun áður svona blammeringar eru lagðar fram. Rökstuðningurinn þarf að vera óaðfinnanlegur. Rökstuðningurinn getur á engan hátt verið "mér finnst" því þá "finnst mér" þú vera fáviti. Sömuleiðis stimplar þig útúr umræðunni sama hver hún er. Það eiga það fæstir skilið að vera taldir handbendi talíbana eða nasista nema að viðkomandi sé svo sannarlega talíbani eða nasisti. 

Við vitum alveg að nasistar og talíbanar voru óþokkar og gerðu skelfilega slæma hluti. En hvernig í ósköpunum er hægt að rúma þá hugmynd í kollinum á sér að það að skrifa greinar (og senda erindi til siðanefndar HÍ) og það að myrða fólk sé á einhvern hátt sambærilegt? Í alvöru? Ég meina í alvöru alvöru? Hvernig er þetta hægt? Á rúmlega 15 ára valdatíma nasista féllu tug milljóna manna, kvenna og barna beinlínis af þeirra hendi; myrt með mismunandi hætti vegna skoðana, uppruna, útlits eða kynhegðunar. Talíbanar reyndu að hýða fólk til að hlýða sínum hugmyndum af algóðum guði, fólk var barið, pyntað og myrt, konum var meinað að gera nokkurn skapaðan hlut, menningarverðmæti voru eyðilögð. Svona má lengi telja varðandi ódæði þessara tveggja sambærilegu samtaka - en þessi fyrirbæri eru ekki sambærilegt neinu öðru nema kannski Rauðu Khmerana. Svo að ég bara sé þetta ekki svo vel sé: a) skrifa greinar og b) myrða fjölda fólks. Does not compute.

Það eru svona leiðindi sem væri ekki verra að vera laus við.

Þórður Ingvarsson (IP-tala skráð) 31.12.2011 kl. 16:41

38 identicon

Svona til að setja nasista, talíbana og rauðu khmerana í samhengi: Síðan Vantrú var stofnað árið 2003 hefur engin dáið eða vera drepin vegna þess. Er það ekki nokkuð á hreinu?

Þórður Ingvarsson (IP-tala skráð) 31.12.2011 kl. 16:45

39 identicon

Eitt í viðbót: Láttu af þessu nasistablæti þínu Hrannar. Líktirðu ekki þeim sem sögðu já við Icesave við nasista? Áður en þú ferð í einhverjar bollaleggingar um að hin og þessi starfsemi hjá þessum samtökum hafi verið á hinn og þennan hátt þá er það óumdeilanlegt að það fyrsta sem manni dettur í hug varðandi nasista er: þeir myrtu fólk, fullt, fullt fullt af fólki. Það er það sem gerir samanburðinn afar, afar ósanngjarnan og skammarlegan.

Annars, svona til að koma þessu á léttu nóturnar aftur: Hin fínasta grein um Sannleikan: http://is.wikipedia.org/wiki/Sannleikur

Þórður Ingvarsson (IP-tala skráð) 31.12.2011 kl. 16:57

40 Smámynd: Mofi

Þórður, sammála varðandi að það er ósanngjarnt að bera Vantrú saman við nasista og talibana.  Mér finnst ég hafa fengið persónulega minn skammt af slíku og örugglega gerst sekur um það líka og þetta hefur aldrei verið uppbyggilegt.

Mofi, 31.12.2011 kl. 17:05

41 identicon

Sko! Þó við séum ósammála um lífsskoðun þá getum við verið sammála um eitt og annað. Kæmi mér ekki á óvart að við værum í raun á sama máli varðandi fjölmargt og misjafnt.

Engu síður vona ég að Hrannar og fleiri leggi af þeim verulega slæma ósið, á nýju ári, að líkja fólki við nasista. Það er óheiðarlegt og - einsog Halldór segir - hefur aldrei verið uppbyggilegt.

Þórður Ingvarsson (IP-tala skráð) 31.12.2011 kl. 18:19

42 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hrannar, mér finnst þetta satt best að segja ótrúlegt. Þú kemur með mjög rætnar ásakanir (að líkja fólki við nasista og talíbana), síðan þegar þú ert beðinn um að rökstyðja þessar ásakanir kemur ekki neitt. 

Hjalti Rúnar: Hvernig haga ég mér eins og Rauðu Khmerarnir? Ábending vel þegin og skilji ég hvað þú meinar, lofa ég að bæta mig.

Auðvitað hagarðu þér ekki eins og Rauðu Khmerarnir. Ég gæti verið með stæla og bent á að þú vildir fangelsa fólk sem að kýs öðruvísi en þú í kosningum, en ég þyrfti að vera hálfviti til þess að líkja þér við hóp sem að er þekktastur fyrir að stunda þjóðarmorð. 

Í máli Barna Randvers: neitarðu því að félagsmenn í forsvari fyrir Vantrú hafi á skipulegan hátt undirbúið persónulega árás gegn honum, eða vissir þú kannski ekki hvað var í gangi? (Það er að sjálfsögðu mögulegt)

Þetta er svar sem hæfir Humphrey úr Yes, minister, en ekki heimspekingi sem segist vera aðdáandi gagnrýninnar hugsunar. Miðað við að þú ert tilbúinn að dæma okkur sem nasista og talíbana, þá hlýturðu að hafa einhverjar almennilegar ástæður. Í því ljósi verð ég að endurtaka spurningu mína, fyrst að ekkert svar kom: Hvaða forsendur hefur þú til þess að segja að fyrirætlunin með því að kvarta til Siðanefndar HÍ hafi verið að "eyðileggja orðspor [Bjarna Randvers]", frekar en t.d. , svo að ég komi með einhverjar hugsanlegar ástæður, hafi verið sú að einhverjum okkar hafi fundist að sér vegið, eða þá að okkur þætti það nauðsynlegt fyrir sjálfan Háskólann að þar sem við töldum vera rugl-áróður væri ekki kennt við HÍ?

Og enn og aftur, ef þú sérð virkilega ekkert að því að líkja fólki við verstu fasitastjórnir 20. aldarinnar, þá skaltu að minnsta kosti rökstyðja þær aðdróttanir. Þú segir t.d. að við séum eins og "nasistar og talíbanar" af því að okkur skortir "umburðarlyndi".  Ég verð að endurtaka spurningu mína: Að hvaða leyti skortir okkur umburðarlyndi? Og hafðu í huga að, eins og Rebekka bendir á, þá var "skortur á umburðarlyndi" þegar nasitar og talíbanar áttu í hlut, það að fólk var drepið. 

(Svo mætti auðvitað benda á Þjóðkirkjuna, fólk sem að gagnrýnir hana hefur mátt sæta því að vera kært fyrir dómstóla fyrir guðlast.  Ef að Vantrú er eins og nasistar og talíbanar, er þá ekki Þjóðkirkjan eins og "ofur-nasistar" og "ofur-talíbanar", í þessu ljósi?). 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 1.1.2012 kl. 08:03

43 Smámynd: Hrannar Baldursson

Hjalti Rúnar:

Gleðilegt nýtt ár!

Ég líkti ekki Vantrú við fasisma, heldur benti á að sum einkenni í hegðun félagsmanna minna á hegðun félagsmanna talíbana og nasista, enda leggur hópurinn blessun sína yfir slíka hegðun. Þó er ég sammála þér að nasismi er ein tegund fasisma.

Það einkenni sem er skýrast: að ofsækja einstakling(a) til að mynda samstöðu innan félagsins frekar en einbeita sér að málefninu sjálfu.

Ég get skrifað nýja færslu til að skýra betur hver hugmyndin er, ef þetta er ekki nóg. Engin ástæða til að móðgast, því að félagsskapurinn Vantrú er vissulega ekki nákvæmlega eins og talíbanar eða nasistar, þó að einhver einkenni séu sambærileg. Sjálfsagt er líka hægt að finna sambærileg einkenni við Þjóðkirkjuna og aðrar stofnanir, jafnvel stjórnmálaflokka, án þess að ég hafi sérstaklega mikið vit á því.

Hrannar Baldursson, 1.1.2012 kl. 08:31

44 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hrannar, þú þarft ekki að skrifa nyja færslu, nema þú vlijir. En ef þú líkir mér  við nasista og talíbana, þá finnst mér það lágmarks kurteisi að útskýra almennilega ("rökstyðja") þess konar ásakanir. Til dæmis sagðirðu að við værum ekki nógu umburðarlyndir, útskýringu takk.

Eflaust sérð þú ekkert að því að líkja fólk við ein mestu illmenni síðustu aldar, en mér finnst þannig aðdróttanir verðskulda að minnsta kosti örlitla útskýringu. 

Svo er ég alls ekki "móðgaður", í þeim skilningi að ég taki þessu eitthvað illa eða að ég sé eitthvað sár. 

Sjálfsagt er líka hægt að finna sambærileg einkenni við Þjóðkirkjuna og aðrar stofnanir, jafnvel stjórnmálaflokka, án þess að ég hafi sérstaklega mikið vit á því.

Allt í lagi.  En þá er stóra spurningin: Ef að Þjóðkirkjan er samkvæmt sömu mælikvörðum "enn meiri talíbanar og nasistar" af hverju ertu þá að kvarta yfir Vantrú en ekki Þjóðkirkjunni?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 1.1.2012 kl. 08:51

45 Smámynd: Hrannar Baldursson

af hverju ertu þá að kvarta yfir Vantrú en ekki Þjóðkirkjunni?
Ég hef meiri áhuga á Vantrú en Þjóðkirkjunni.

Hrannar Baldursson, 1.1.2012 kl. 09:52

46 Smámynd: Hrannar Baldursson

Og Hjalti: sem áramótagjöf til þín, þá er ég tilbúinn með grein þar sem ég ber af meiri nákvæmni saman eiginleika Vantrúar og fasisma. Mundu að ég er ekki að kvarta undan félagsskapnum, heldur reyni að gagnrýna hann málefnalega, til þess að hann geti bætt sig. Það er ekki mitt að ráða úr hvort að þið séuð að hlusta með opnum hug eða lokuðum hug.

Hrannar Baldursson, 1.1.2012 kl. 09:58

47 identicon

Hrannar, ertu trúaður?

Kristófer (IP-tala skráð) 1.1.2012 kl. 12:42

48 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ágæt spurning Kristófer.

Hrannar Baldursson, 1.1.2012 kl. 13:41

49 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ég hef meiri áhuga á Vantrú en Þjóðkirkjunni.

Allt í lagi. Ég skal orða spurninguna á annan hátt: Ef þú notar sömu atriði, sem þú notaðir til að komast að því að við í Vantrú værum eins og talíbanar og nasistar,  til að meta Þjóðkirkja, er þá ekki ljóst að Þjóðkirkjan er enn líkari talíbönum og nasistum?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 1.1.2012 kl. 16:16

50 Smámynd: Tryggvi Thayer

Það er villa í þýðingunni þinni á stefnu stofnunar Dawkins. Í fræðilegri umfjöllun er "evidence-based" þýtt sem "gagnreynd", ekki "staðreynd". Gagnreynd lýsir afstöðu til vísindalegra upplýsinga og ferli til að meta, sannprófa og nýta slíkar upplýsingar. Vangaveltur þínar um "staðreyndir" eiga ekki við þegar þetta er rétt skilið (allavega ekki í því samhengi sem þú setur þær fram).

Tryggvi Thayer, 1.1.2012 kl. 19:24

51 Smámynd: Hrannar Baldursson

Rétt hjá þér Tryggvi. Kærar þakkir fyrir leiðréttinguna.

Hef reyndar ekki heyrt þýðinguna "gagnreynd" áður en skil hvað er verið að meina.

Að sjálfsögðu er þetta "byggt á sönnunargögnum" og gagnreynd þá afar gott hugtak. Breyti þessu. Takk aftur!

Hrannar Baldursson, 1.1.2012 kl. 19:34

52 identicon

"gagnreynd"?  lol

þvílíkt bull.

 "Gagnreynd lýsir afstöðu til vísindalegra upplýsinga og ferli til að meta, sannprófa og nýta slíkar upplýsingar."

Meira djöfulsins bullið.

Gagnreyndu þetta:

Gleðilegt nýtt ár.

Jóhann (IP-tala skráð) 1.1.2012 kl. 23:23

53 Smámynd: Tryggvi Thayer

Frekar en "skilning á heiminum sem byggir á gagnreyndum" er réttara að segja "gagnreyndum skilningi á náttúruheiminum".

Það er ekki rétt að líkja gagnreynd við "sönnunargögn" né "staðreyndir". E.o. ég sagði áður, gagnreynd lýsir ferli meðan sönnunargögn og staðreyndir eru útkoma könnunarferlis. Gagnreyndur skilningur breytist eftir því sem fleiri gögn verða til.

Þá er líka vert að hafa í huga hvað "gögn" eru í fræðilegum skilningi. Þau eru hlutlægar skráningar mælinga. Þær hafa enga merkingu út af fyrir sig fyrr en þau eru sett í samhengi og túlkuð. T.d. skjálftamælir skráir gögn í formi línu á pappír. Línan sjálf hefur enga merkingu. Gögnin öðlast merkingu þegar þau eru túlkuð út frá ákveðnum mæliaðferðum til að veita upplýsingar um styrk skjálfta.

Tryggvi Thayer, 2.1.2012 kl. 00:19

54 identicon

Ég er orðinn smá forvitinn.
Hrannar, geturu rökstutt þessar ásakanir þínar um að tilgangur Vantrúar hafi verið að ráðast á orðspor mannsins (Bjarna)?

Þú virðist alveg rosalega forðast það að svara þessari spurningu, og í raun rökstyðuru fæstar af ásökunum/fullyrðingum þínum.

En þessari spurningu hefur nú verið sett fram að annsi oft og væri gaman að fá svar frá þér.

Tryggvi (IP-tala skráð) 2.1.2012 kl. 15:02

55 Smámynd: Hrannar Baldursson

Tryggvi Thayer: "evidence based" þýðir "byggt á sönnunargögnum".  Og "gagnreynd" sýnist mér einfaldlega bráðsnjöll þýðing á þessu. Þá tel ég bæði hægt að nota þetta hugtak um ferli sem og um útkomu.

Tryggvi: Já, ég get rökstutt þessar fullyrðingar og hef þegar bent á fleiri en eitt sönnunargagn sem birtast hér í athugasemdum. Ekki bara frá mér, heldur einnig frá ýmsum fulltrúum Vantrúar. 

Hrannar Baldursson, 2.1.2012 kl. 17:26

56 Smámynd: Tryggvi Thayer

Það er gott og vel ef þú vilt nota þessa þýðingu en þá er ekki ljóst að þú sért að tala um það sama og Dawkins. "Evidence-based" er vel skilgreint fræðilegt hugtak og ég geri ráð fyrir að Dawkins noti það í þeim skilningi.

Tryggvi Thayer, 2.1.2012 kl. 19:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband