Af hverju efumst við ekki um ágæti þeirra sem gera okkur illt?

Í gær sagði góður vinur minn mér að hann sé byrjaður að átta sig á hvað bankafurstarnir og stjórnmálaflokkarnir hafi gert íslensku þjóðinni. Hann hafi einfaldlega ekki viljað trúa því. Það tók hann fjögur ár að átta sig. Hann er afburðargreindur, stálheiðarlegur og traustur.

Ég er farinn að skilja af hverju réttlætið er svona seint í gang á Íslandi.

Við viljum ekki trúa illu upp á neinn, hvað þá upp á menn sem við höfum treyst ævisparnaði okkar fyrir. Við þurfum að geta treyst þessu fólki. Annars myndi sjálf tilvera okkar í samfélaginu riða til falls.

Sannleikur málsins og sjálft réttlætið verður að lifa af þá blekkingaleiki sem eru í gangi. Það er því mikið miklu meira um blekkingar en sannsögli í gangi, og blekkingarnar eru ansi sannfærandi. Sagan segir okkur að málsvarar sannleikans eru þeir sem verða yfirleitt undir, þar til mörgum áratugum síðar að sannleikurinn kemur í ljós, í sögulegu samhengi.

Vonum að hin íslenska þjóð nenni að rannsaka málið og greina hysmið frá kjarnanum, beiti gagnrýnni hugsun á upplýsingar sem hægt er að meta sem áreiðanlegar eða óáreiðanlegar, og átti sig á hvað græðgin hefur gert þessari þjóð, og hvernig hinum ranglátu tekst að réttlæta hið ranga með vísan í götótt lög.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek undir þetta.  Margir eru alltof saklausir eða trúgjarnir til að horfast í augu við að fólk geti verið vísvitandi að blekkja það fólk sem þeir hafa gengist undir að gæta eða bera hag þess fyrir brjósti.  En við verðum að vakna og skilja að manneskjan er breysk og þegar græðgin í völd eða peninga fær völdin þá á maður engan vin í slíkum einstaklingi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.10.2011 kl. 10:59

2 identicon

Sumir vilja lifa í blekkingu. Þeir hafa gaman af boltaleikjum. KR eða Fram, stjórn eða stjórnarandstaða, Björk eða Beaty. Ætli að það sé tilviljun að Landsbankinn hafi unnið með strákunum okkar?

http://www.youtube.com/watch?v=S3yQVdlc1eI&feature=related

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 8.10.2011 kl. 11:00

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk fyrir þennan pistil, ég verð að viðurkenna að ég er eins og vinur þinn, vildi ekki trúa því að það væri virkilega verið að fara svona illa með okkur og vonaði allt það best, nú er ég búin að missa trúna og er hætt að borga af vonlausum lánum, framhaldið verðu svo bara að ráðast, þeir hafa stolið af mér 7 milljónum á 4 árum, fífl.

Ásdís Sigurðardóttir, 8.10.2011 kl. 13:46

4 Smámynd: Ómar Ingi

Fínasti pistill hjá þér Don

Hérna er eitt sýnishorn úr heimildarmynd sem fær suma til að hugsa

Ómar Ingi, 8.10.2011 kl. 13:54

5 Smámynd: Anna Björg Hjartardóttir

Fólskuverk nasista voru möguleg án teljanlegra mótspyrnu þjóðarinnar, vegna þess að fólk gat ekki trúað að það gæti verið til svo gríðarlega mikill ilska gagnvart öðru fólki. Flestir gera ráð fyrir að allir aðrir hugsi og hafi sömu mörk og það sjálft, í því liggur vandinn.

Kannski þurfum við að fræðast meira um mannlegt eðli og það hegðunarmynstur sem einkennir fólk með illa ásetninga.

Anna Björg Hjartardóttir, 8.10.2011 kl. 18:33

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Mákona mín um Icesave;" Ég bara trúi ekki að L.BL. sé að blekkja, við verðum að borga þetta",hafði ekki brjóst í mér að segja;Sagði ég ekki,,eftir að annað kom á daginn.  Samningamenn fengu vel borgað. Sá gamla bújörð,með niður nýddum húsum,sem geta vel talist sjónmengun af,fyrir norðan í sumar. Eigandi ásamt öðrum var einn úr samninganefnd Icesave,arg.

Helga Kristjánsdóttir, 8.10.2011 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband