Hvaða atvinnupólitíkusar eru á þingi í dag?

Eitt af stærstu vandamálum hins íslenska stjórnkerfis er atvinnupólitíkusar. Fólk sem lifir og hrærist í pólitík, lifir fyrir stjórnmál. Þetta fólk fer smám saman að trúa því að það sé ómissandi fyrir stjórnmálin og samfélag sitt, sem er að sjálfsögðu kolrangt, þó að vissulega sé hver og ein manneskja óendanlega mikils virði.

Ef hugsað er um grundvöll lýðræðis, þá hefur það verið skilgreint sem skásta kerfið af mörgum mögulegum en vondum stjórnkerfum. Grundvöllur lýðræðis er að sama manneskja á ekki að vera við völd of lengi, að eftir ákveðinn tíma sé hægt að kippa henni út. Þess vegna eru haldnar kosningar reglulega. Án kosninga væri lýðræði ekki mögulegt.

Ein manneskja ætti ekki að geta starfað sem pólitíkus í einu stjórnkerfi lengur en átta ár. Komist viðkomand á þing í tvö kjörtímabil, ætti hún ekki að geta gefið kost á sér í þriðja sinn. Það sama á við um setu í bæjar- og borgarstjórnum. Líka í félagsstörfum.

Þetta þætti mér eðlilegt. 

Hins vegar hafa atvinnupólitíkusar tekið yfir íslenska stjórnkerfið. Þetta er fólk sem virðist álíta eigin persónu ómissandi fyrir stjórn landsins, og þegar það gerist, þegar egóið verður stærra en markmiðin og áhuginn fyrir almannahag, verður viðkomandi stjórnmálamaður gagnlaus fyrir samfélagið. Þannig er það bara. Völd spilla. Algjör völd spilla algjörlega. Hjá því verður ekki komist.

Ég skilgreini atvinnupólitíkus sem þann stjórnmálamann sem setið hefur í stjórn eins kerfis í meira en átta ár (íslenskt viðmið), eða minnst tvö kjörtímabil, auk þess að hafa hafið störf á sínu þriðja kjörtímabili eða níunda ári í sama stjórnkerfi.

Töflurnar fyrir neðan sýna úttekt á íslenskum þingmönnum. Úttektin er gerð 24. september 2011. Hægt er að nálgast upplýsingarnar á althingi.is. Ég flokka viðkomandi sem atvinnuþingmann, ekki atvinnuþingmann, eða á síðasta snúningi og mæli ég það einungis eftir fjölda ára frá því að þingmaður var fyrst á þingi, sem aðalþingmaður eða varaþingmaður, eða forseti þings. Ég tel atvinnustjórnálamenn óhæfa og ekki treystandi til heiðarlegra verka í stjórnmálum lýðræðislegs samfélags, þó að vissulega geti verið undantekningar frá reglunni.

 

 Atvinnustjórnmálamenn á þingi:

StjórnmálamaðurÁ þingi frá Samtals ár á þingi
Flokkur
Jóhanna Sigurðardóttir (JóhS) 197833Samf.  
Einar K. Guðfinnsson (EKG) 198031Sjálfstfl.  
Árni Johnsen (ÁJ) 198328Sjálfstfl.  
Steingrímur J. Sigfússon (SJS) 198328Vinstri-gr.  
Álfheiður Ingadóttir (ÁI) 198724Vinstri-gr.  
Björn Valur Gíslason (BVG) 199021Vinstri-gr.  
Össur Skarphéðinsson (ÖS) 199120Samf.  
Þuríður Backman (ÞBack) 199219Vinstri-gr.  
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) 199318Vinstri-gr.  
Ásta R. Jóhannesdóttir (ÁRJ) 199516Samf.  
Mörður Árnason (MÁ) 199516Samf.  
Pétur H. Blöndal (PHB) 199516Sjálfstfl.  
Siv Friðleifsdóttir (SF) 199516Framsfl.  
Ögmundur Jónasson (ÖJ) 199516Vinstri-gr.  
Vigdís Hauksdóttir (VigH) 199615Framsfl.  
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 199714Sjálfstfl.  
Björgvin G. Sigurðsson (BjörgvS) 199912Samf.  
Jón Bjarnason (JBjarn) 199912Vinstri-gr.  
Kristján L. Möller (KLM) 199912Samf.  
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG) 199912Sjálfstfl.  

 
 

Áhugastjórnmálamenn á þingi, en á síðasta snúningi:

StjórnmálamaðurÁ þingi fráSamtals ár á þingi
Flokkur
Birgir Ármannsson (BÁ) 20038Sjálfstfl.  
Birkir Jón Jónsson (BJJ) 20038Framsfl.  
Bjarni Benediktsson (BjarnB) 20038Sjálfstfl.  
Helgi Hjörvar (HHj) 20038Samf.  
Katrín Júlíusdóttir (KaJúl) 20038Samf.  
Atli Gíslason (AtlG) 20047Utan þfl.  

 

Áhugastjórnmálamenn á þingi:

StjórnmálamaðurÁ þingi fráSamtals ár á þingi
Flokkur
Eygló Harðardóttir (EyH) 20065Framsfl.  
Árni Páll Árnason (ÁPÁ) 20074Samf.  
Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS) 20074Vinstri-gr.  
  Aðalmaður: Katrín Jakobsdóttir 20074Vinstri-gr.  
Guðbjartur Hannesson (GuðbH) 20074Samf.  
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (GLG) 20074Vinstri-gr.  
Guðmundur Steingrímsson (GStein) 20074Utan þfl.  
Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) 20074Framsfl.  
Illugi Gunnarsson (IllG) 20074Sjálfstfl.  
Jón Gunnarsson (JónG) 20074Sjálfstfl.  
Kristján Þór Júlíusson (KÞJ) 20074Sjálfstfl.  
Ólöf Nordal (ÓN) 20074Sjálfstfl.  
Ragnheiður E. Árnadóttir (REÁ) 20074Sjálfstfl.  
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR) 20074Sjálfstfl.  
Róbert Marshall (RM) 20074Samf.  
Valgerður Bjarnadóttir (VBj) 20074Samf.  
Ásbjörn Óttarsson (ÁsbÓ) 20092Sjálfstfl.  
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD) 20092Framsfl.  
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) 20092Hreyf.  
Davíð Stefánsson (DSt)20092 
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS) 20092Framsfl.  
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG) 20092Samf.  
Lilja Mósesdóttir (LMós) 20092Utan þfl.  
Magnús Orri Schram (MSch) 20092Samf.  
Margrét Tryggvadóttir (MT) 20092Hreyf.  
Oddný G. Harðardóttir (OH) 20092Samf.  
Ólína Þorvarðardóttir (ÓÞ) 20092Samf.  
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG) 20092Framsfl.  
Sigmundur Ernir Rúnarsson (SER) 20092Samf.  
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) 20092Samf.  
Sigurður Ingi Jóhannsson (SIJ) 20092Framsfl.  
Skúli Helgason (SkH) 20092Samf.  
Svandís Svavarsdóttir (SSv) 20092Vinstri-gr.  
Tryggvi Þór Herbertsson (TÞH) 20092Sjálfstfl.  
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) 20092Sjálfstfl.  
Þór Saari (ÞSa) 20092Hreyf.  
Þráinn Bertelsson (ÞrB) 20092Vinstri-gr.  
Lúðvík Geirsson (LGeir) 20101Samf.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Hrannar. Þetta er ágætt hjá þér að hefja þessa umræðu, því að hún á fyllilega rétt á sér.

Þó sé ég í fljótu bragði að þessi listi er með all mörgum villum og sumir sem sagðir eru hafa setið á þingi í 12 ár eða mneira voru í fyrsta sinn kosnir inná þing í s.l. kosningum, þó svo að þeir hafi kannski verið varamenn eitthvað lengur eða setið í bæjarstjórnum.

En það er líka algerlega rangt hjá þér að þetta sé eitthvað séríslenskt fyrirbrigði, svo er alls ekki. Mér sýnist meira að segja að það sé tiltölulega meiri og örari skipti hér á þingmönnum en er að meðaltali í mörgum af helstu lýðræðis- og þingræðisríkjum heims.

Til dæmis sat Ed Kennedy bróðir Johns F. Kennedys á Bandaríska þinginu eða öldungadeild þess samfleytt í meira en 55 ár eða til dauðadags 87 ára gamall að ég held. Enginn hefur setið svo lengi á þingi á Íslandi hvorki fyrr né síðar held ég og enginn fengið að sitja á þingi fram á níræðis aldur.Svona eru fjölmörg dæmi bæði frá Bandaríokjunum, Bretlandi og Norðurlöndunum þar sem menn hafa setið á þjóðþingum þjóða sinna um áratuga skeið og fram á elliár. Þetta sama á líka við í Evrópu, s.s. Frakklandi og víðar.

Hvað þá ef við tölum um mestu últra atvinnupólitíkusana sem eru reyndar endurunnir og sendir til Brussel og geta starfað þar án beins umboðs eða afskipta almennings til enda starfsæfi sinnar og eru þá settir á eftirlaun sem eru svokölluð ofurlaun auk mikilla hlunninda allt til dauðadags.

Þannig að við skulum vera sanngjörn í þessari umræðu og bera hlutina hlutlægt saman en ekki segja bara að hér sé allt verst í heimi.

En tek aftur undir að þessi umræða er lýðræðinu holl, en á henni er samt ekki bara einn flötur.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 24.9.2011 kl. 13:01

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Gunnlaugur: ég tek fram í textanum að þessi tafla eigi við um störf á þingi frá upphafi, þá skiptir ekki máli hvort viðkomandi hafi verið varamaður eða þingmaður. Það mega vel vera til aðrar leiðir til að meta hvort stjórnmálamenn séu atvinnupólitíkusar eða ekki. Fer ekki út í þá sálma.

Einnig tek ég fram að bæjarstjórnkerfi er annað fyrirbæri en landspólitík, og að hvert kerfið er sjálfstætt. Þannig þykir mér eðlilegt að stjórnmálamaður byrji t.d. í háskóla- eða félagspólitík og er þar í mest tvö kjörtímabil, færir sig svo í sveitastjórnarkosningar og er þar í mest tvö tímabil og síðan á þing í mest tvö tímabil. Eftir það mætti viðkomandi mín vegna vera forseti í tvö tímabil. Hins vegar virðast sumir komast upp með að eigna sér sæti á þingi, og það er einfaldlega ekki í anda þeirra hugmynda um lýðræði sem ég, í það minnsta, velti fyrir mér.

Mér dettur ekki í hug að þetta sé eitthvað séríslenskt fyrirbæri, heldur að þetta séu óeðlilegir starfshættir fyrir lýðræðisríki.

Að benda á önnur slæm dæmi, gerir okkar dæmi ekki réttara.

Hrannar Baldursson, 24.9.2011 kl. 15:00

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég tek undir þetta með þér Hrannar. Þetta er mjög mikilvægt atriði svo það myndist ekki hagsmuna blokkir á alþingi. 

Valdimar Samúelsson, 24.9.2011 kl. 16:43

4 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Það er ótrúlegt að lesa hvað eftir annað hversu ófaglegur þú ert!

Það er klárar kríteríur á því hvað hugtakið atvinnupólitíkur merkir. Það er fólk sem kemur beint inn á þing (eða á lista flokkanna) eftir nám, svo sem í stjórnmálafræði, þ.e. fólk sem hefur enga reynslu af atvinnulífinu.

Þú heldur að það sé þveröfugt, að það sé fólk sem er búið að vera lengi á þingi.

Hér er fín ný dönsk frétt um danskan prófessor sem hefur gert úttekt á þessu í Danmörku. Þú ættir að kíkja á hana:

http://politiken.dk/debat/ECE1402761/det-nye-folketing-befolkes-af-levebroedspolitikere/

Torfi Kristján Stefánsson, 24.9.2011 kl. 18:59

5 identicon

Sammála því að enginn ætti að hafa þingstörf að ævistarfi eða allt að því. Finndist nú samt allt í lagi að miða við 12 - 16 ár.

En svo er það nú á endanum alltaf þjóðin sem velur sér þingmenn ekki satt svo það mætti halda að þjóðin vilji gjarnan hafa æviráðningar á þingið.

Bjarnveig Ingvadóttir (IP-tala skráð) 24.9.2011 kl. 19:06

6 Smámynd: Hrannar Baldursson

Torfi: viðurkenni að þetta er ekki fagleg grein, enda aðeins sett upp eitt viðmið fyrir atvinnustjórnmálamanni. Ég geri mér skýra grein fyrir að ólíkar skoðanir séu um hugtakið, en þessi viðmið hljóta þó að vera marktæk, þó þrengja með mengið. ;)

Bjarnveig: Í Mexíkó er kosið á þing hvert 6. ár. Þar væru að mínu mati 12 ár eðlileg. Hugsanlega væri eðlilegt að einhver stjórnmálamaðurinn væri varaþingmaður í einhvern tíma og talningin hæfist þegar viðkomandi er orðinn aðalþingmaður. Það var einfaldlega ekki mengið sem ég setti upp, og að sjálfsögðu má ræða það.

Hrannar Baldursson, 25.9.2011 kl. 08:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband