Vinstri-hægri einstefna í báðar áttir?

Hægri-vinstri stjórnmál liðu undir lok við fall Berlínarmúrsins... hélt ég. Þar til núverandi ríkisstjórn tók völdin á Íslandi. Hún er sönn vinstristjórn. Lengst til vinstri. Virðist sama um allt nema fá að stjórna villta vinstrinu.

Styður samt fjármálabáknið.

Dýrkar kannski vinstrið á meðan hún stýrir til hægri?

Svona stjórnmálaskýringar eru náttúrulega ekkert annað en bull. Pólitíkusar eru fólk af holdi og blóði og kjósa það sem þeim hentar hverju sinni á leið sinni til frægðar og frama. Það virðist vera samnefnari stjórnmálamanna. Ekki bara á Íslandi í dag. Heldur um víða veröld og alla tíð.

Skrifað sem athugasemd við grein Egils Helgasonar: Í belg og biðu

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Allir verða að skilja það, að ekki neitt hægri eða vinstri er til á Íslandi, né neins staðar í heiminum, heldur nýir þrælar í stjórnmála-sætunum, sem eru hliðhollir heims-stjórnvöldunum, sem spilað hafa fólki til hægri og vinstri í kosningaflokkum, einungis til að blekkja almenning til að kjósa nýja topp-þræla heimsmafíunnar!

Bendi á vefinn hans Jóhannesar Björns: vald.org

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.7.2011 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband