Af hverju að segja verðtryggingu stríð á hendur?

breaking-the-chains

Kúgun er samnefnari yfir þá upplifun sem sérhver þjóð hefur upplifað fyrir allsherjar byltingu. 

Franskir borgarar upplifðu kúgun aðalsins fyrir frönsku byltinguna. Kúbverjar upplifðu kúgun áður en Castro og Che gerðu þar uppreisn. Blökkumenn upplifðu kúgun áður en þeir gerðu uppreisn gegn Apartheit stefnunni í Suður Afríku. Austur þjóðverjar upplifðu kúgun áður en þeir gerðu uppreisn gegn kommúnismanum og brutu niður múrinn sem aðskildi fjölskyldar vegna tómrar heimsku stjórnvalda.

Kúgun getur ekki endað öðruvísi en með stjórnleysi sé henni haldið stöðugt áfram af þrjósku og skilningsleysi.

Ég hvet lesendur mína og Íslendinga alla til að taka stöðu gegn verðtryggingunni, gegn einni af mörgum ljótum myndum kúgunar. Henni hefur verið viðhaldið og beitt áfram á fullum krafti þrátt fyrir algjört Hrun. Það er ranglátt. Það er rangt.

Vinsamlegast, skrifaðu undir kröfu Hagsmunasamtaka heimilanna, sért þú sammála mér. Sértu ósammála, er þér velkomið að skrifa athugasemd í kerfið hérna fyrir neðan og útskýra, vinsamlegast á mannamáli, hvað ég er að misskilja. 

Verðtryggingin: verkfæri þeirra sem vilja tryggja eigin afkomu á kostnað lánþega. Þetta væri í lagi ef jafnvægisástand ríkti, en í ástandi þar sem 40 ára húsnæðislán hækkar um 50% á sex árum, þá er um ekkert annað en kúgunarástand að ræða.

"Öll kúgun skapar stríðsástand." - Simone de Beauvoir

 

Af vefsíðu Hagsmunasamtaka heimilanna:

Í nafni almannahagsmuna krefjumst við undirrituð almennra og réttlátra leiðréttinga á stökkbreyttum lánum heimilanna og afnáms verðtryggingar.

Hafi stjórnvöld ekki orðið við þessari kröfu fyrir 1. janúar 2012 jafngildir undirskrift mín kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu um kröfugerðina.

Verðtryggð lán: Verðbótaþáttur frá og með 1. janúar 2008, takmarkist við efri mörk verðbólgumarkmiðs Seðlabanka Íslands, eða að hámarki 4% á ári. Sjá nánar hér um hvernig

Gengistryggð lán: Betri réttur neytenda gildi. Sama reikniaðferð og við verðtryggð lán eða niðurstaða dómstóla standi eftir því hvort kemur betur út fyrir lántaka. Tekinn verði af allur vafi um að afturvirkar íþyngjandi innheimtur sem stríða gegn rétti neytenda séu BANNAÐAR með öllu. Sjá nánar hér um hvernig
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sennilega er skinsamlegasta leiðin út úr þessu verðtryggingar rugli, sem hefur fært gífurlega fjármuni frá skuldurum til fjármagseigenda síðustu 20 árin, sú að taka upp Kanadadollar og gera skuldir og eignir upp á misjöfnu gengi eins og HH leggur til, en þeir sem leggjast mest á móti afnámi verðtryggingar eru Lífeyrissjóðirnir sem eru sennilega að tapa ca. 80 miljörðu bara á gjaldeyrisskipta samningum, sem voru eitt alsherjar bull, því erlendar eigngnir eru langtíma fjárfesting, sem þarf ekki að flytja heim nema þegar krónan stendur lágt.Lífeyrissjóðirnir hefðu allt eins sett fjármuni sína í Lottóið.

Jón Sig. (IP-tala skráð) 7.7.2011 kl. 22:44

2 identicon

Ég ætla að leifa mér að segja eitt hér, og það er að ef menn vilja að tekið sé tillit till þeir á samræmislegan hátt, og krafna þeirra.  Þá er bylging eina leiðin.  Ef þú ferð að samningaborðinu við stjórnvöld, munu stjórnvöld gera þig að glæpamanni, eftir að riðlað hefur verið úr röðum stuðningsmanna þinna.

Þú ert að tala um, að taka burt hluta lifibrauðs þeirra sem eru efst í þjóðfélagsstiganum.  Og það ætti hver maður að vita, sem hefur eitthvert vit, að gengur ekki upp ... nema til skams tíma.

Og byltingu getur þú ekki gert, án vopna ... svoleiðis kerlingarhjal er bara til að gera hlutina verri.

Að lokum, verður þú að vera skynsamur og fara að ráðum Konfúsíusar.  Þú berst þær styrjaldir, sem þú veist að þú getur unnið.  Annars dregur þú þig til baka, og skipuleggur upp á nýtt.

Tilgangur striðs, er að ná yfirráðum yfir auðlindum og dreifingu auðlinda ... allur annar ímyndaður tilgangur, er ímyndaður, og ekki verulegur.  En til að hægt sé að ná yfirráðum, verður að "taka burt" þá sem eru við stjórn, eða á annan hátt sitja fyrir að stjórnun geti átt sér stað ... með vopnum.  Síðan kortleggurðu óvin þinn, og ferðir hans, og tekur hann úr umferð ...

En þú þarft að spyrja sjálfan þig ... hefur þú rétt til slíks tilkalls, og hefur þú þá eiginleika til að geta stjórnað dreifingu auðlinda og auðæfa?

Spyrja skalt þú sjálfan þig, hvað er réttlæti ...

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 8.7.2011 kl. 09:01

3 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Setja aftur verðtryggingu á laun!!! Eða afnema hana alfarið!!

Eyjólfur G Svavarsson, 8.7.2011 kl. 12:43

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég styð afnám vertryggingar heilshugar. Verðtrygging er ekki nothæf fyrir nokkra sálu á Íslandi!

Ég hvet þá sem vilja halda í verðtrygginguna, til að gera grein fyrir réttlæti og nothæfi verðtryggingar, þegar laun voru ekki verðtryggð, né nokkuð annað í þessu fjármálakerfi á Íslandi?

Þarf ekki að vera réttlátur stoðþráður í gegnum allt heila kerfið, ef vel á að vera fyrir alla?

Verðtryggingin á Íslandi ver einungis banka-ræningjastofnanir!

Ég óska eftir rökstuddri réttlætingu fyrir að verðtrygging skuli einungis gilda fyrir bankaræningja-lánastofnanir, en ekki neina aðra hópa í íslensku samfélagi?

Það verður fróðlegt að heyra þá réttlátu skýringu á mannamáli, sem skattborgarar og sviknir þrælar þessa lands eiga að skilja, sem réttlæti fyrir alla! 

Ég er hrædd um að sumir verði mannréttinda-réttlætis-rökþrota í þeirri útskýringu?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.7.2011 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband