X-Men: First Class (2011) **1/2

74057_gal

"X-Men: First Class" er margfalt betri kvikmynd en hin hryllilega "Thor" sem kom út fyrr í sumar. Persónusköpunin er góð, og sagan er ágæt, en allra best er illmennið sem Kevin Bacon leikur með stæl.

Til að gera stutta sögu styttri, þá hefur nánast allt sem kemur fram í þessari mynd komið fram í hinum X-Men myndunum. Þetta er forsaga sem fjallar um hvernig Magneto (Michael Fassbender) og Prófessor X (James McAvoy) kynnast og verða næstum vinir þar til í ljós kemur að lífsskoðanir þeirra fara ekki saman og þeir eru ekki nógu þroskaðir til að gera út um málin á skákborðinu.

76415_gal

Ástæðuna virðist hægt að rekja til þess að Prófessor X fékk gott uppeldi, á meðan Magneto ólst upp í fangabúðum nasista undir harðri stjórn orkuboltans Sebastian Shaw (Kevin Bacon). Prófessor X er algóður, með skýrt siðferði og aga, leitar eftir þekkingu á stökkbreytingum og samskiptum við stökkbreytt fólk. Hann gengur til liðs við CIA þegar Shaw ógnar heimsfriðnum. Magneto á ýmislegt sökótt við Shaw og leitar hans í hefndarhug. 

Prófessor X og Magneto hittast og ákveða að vinna saman gegn þessum sameiginlega óvin, og á meðan safna þeir að sér hópi stöbbreyttra sem fylkja sér síðan í lið með öðrum þeirra frekar en hinum. Við getum sagt að X-Men hópurinn segi að meðalið helgi tilganginn, en Magneto liðið að tilgangurinn helgi meðalið, en á meðan gerir Shaw engan greinarmun á tilgangi eða meðali.

77133_gal

Þetta er svolítið skemmtileg saga, en því miður tekst leikstjóranum ekki að halda dampi út alla myndina. Hann hefði sjálfagt getað klippt hana niður töluvert og náð þannig betri takti, en sjálfsagt vegna reynsluleysis hefur hann ekki tímt að klippa burt óþarfa atriði. 

Ég sé ekki eftir að hafa séð "X-Men: First Class" í bíó, en játa að hún skilur heldur ekkert sérstaklega mikið eftir sig. Allra besta atriðið í myndinni er varla lengra en tíu sekúndur, en þar birtist gamalkunnur karakter úr myndaröðinni og fer með setningu ásamt svipbrigðum sem kitluðu hláturtaugarnar. 

Ekki alvond kvikmynd en ekki algóð heldur. Ívið betri en verri. Ef við berum "X-Men: First Class" saman við fyrri X-Men myndirnar, þá finnst mér hún ekki jafn góð og "X-Men" og "X2: X-Men United"; hins vegar mun betri en bæði "X-Men: Last Stand" og "X-Men Origins: Wolverine".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Það er ljóst að Don þú ert dottinn í ruglið.

Ómar Ingi, 6.6.2011 kl. 00:00

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ég er löngu dottinn í ruglið Ómar. Hvað finnst þér um myndina?

Hrannar Baldursson, 6.6.2011 kl. 05:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband