Ný hugmynd um framkvæmd kosninga: 10 inn, 10 út

Hvaða skoðun þú hefur á þessari hugmynd um lausn á spillingarvandamálinu? Ef þér finnst hugmyndin góð, ræddu hana við félaga þína og skrifaðu í athugasemdakerfið. Með þessu fyrirkomulagi fengju þingmenn á sig pressu til að standa sig vel og vinna af heilindum. Þá gætu einstaklingar með vafasama fortíð síður laumað sér inn á þing með því að spila á kosningakerfið. 

Mig langar að vekja athygli og varpa fram til umræðu þessari hugmynd sem Einar Sólheim sendi í athugasemdakerfið við greinina Hefur meirihlutinn alltaf rétt fyrir sér?

Hann skrifar:

Kannski við ættum að fá að kjósa fólk bæði á og af þingi í beinni kosningu. Jack Welch sagðist alltaf losa sig við 10% starfsmanna á ári hverju. Þannig náði hann stöðugt að hækka meðlahæfni hjá GE. Við gætum t.d. árlega kosið á þing 10 nýja einstaklinga, en á sama tíma kjósa burtu þá 10 sem við vildum losna við. Þannig gætu t.d. ekki setið á þingi einstaklingar sem hefðu 30% stuðning ef 70% væru á móti þeim.

Vekjum athygli á þessari góðu hugmynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábær hugmynd, styð hana fullkomlega. Merkilegt að það hafi engum dottið þetta í hug fyrr. Líklega af því að hún er svo einföld, en góð.

Larus (IP-tala skráð) 20.5.2011 kl. 12:57

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

LIKE

Jóhanna Magnúsdóttir, 20.5.2011 kl. 14:36

3 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 20.5.2011 kl. 23:25

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Góð hugmynd hjá Einari...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.5.2011 kl. 01:53

5 Smámynd: Hrannar Baldursson

Já, þetta er góð hugmynd. Ég setti hana inn á athugasemdakerfi Eyjunnar í gær við grein um spillingu. Áður en klukkutími var liðinn hafði athugasemdin hlotið 3 neikvæð atkvæði.

Það finnst mér athyglisvert. Sjálfsagt berst fjórflokkurinn gegn öllum breytingum, því að Status Quo er bara eitthvað sem hentar sumum. Áhuginn fyrir betri stjórnmálum virðist frekar takmarkaður.

Hrannar Baldursson, 21.5.2011 kl. 07:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband