Birgitta Jónsdóttir á forsíðu Wired.com

Birgitta Jónsdóttir hefur vakið heimsathygli vegna sjálfboðaliðsstarfa fyrir Wikileaks og er grein um stefnuna gagnvart Twitter, þar sem krafist er aðgangs að öllum Twitterfærslum Birgittu frá 2009, á forsíðu Wired.com

Það er merkilegt hvernig leynd er réttlætt til að vernda opinbera starfsmenn, á meðan íslenskur veruleiki segir okkur að leyndin hafi verið notuð til að vinna skuggaverk bakvið tjöldin, þá af einhverjum stjórnmálamönnum, opinberum starfsmönnum, útrásarvíkingum, eigendum banka og starfsmönnum þeirra.

Því miður hefur fólki sem fer með völdin ekki verið treystandi fyrir leyndinni, þó að þeim hafi verið treyst í blindni.

Leynd er frekar vandmeðfarið kvikyndi, getur verið mögnuð þegar vel er farið með hana, en stórskaðleg þegar hún er misnotuð. Eiginlega eins og kjarnorka.

Kíktu á fréttina um Birgittu í Wired hérna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Er hún þá "wired"? – Skilgreining skv. The Free Dictionary á netinu:

1. Equipped with a system of wires, as for electric, telephone, cable television, or computer network connections. (Hlýtur að hafa efni á því núna.)

2. Slang: Equipped with hidden electronic eavesdropping devices: a wired hotel room. (Og þótt fyrr hefði verið, segja eflaust sumir sums staðar!)

3. a. Reinforced or supported by wires.

b. Tied or bound up with wire: wired bundles of newspaper. (Vona ekki!)

4. Slang: Having numerous influential connections, as with high-ranking members of an organization. (A-ha!)

5. Slang: Very stimulated or excited, as from a stimulant or a rush of adrenaline. (Alveg örugglega!)

Jón Valur Jensson, 9.1.2011 kl. 07:30

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

http://www.dagbladet.no/2011/01/09/nyheter/medier/politikk/twitter/wikileaks/14998803/

Óskar Þorkelsson, 9.1.2011 kl. 15:13

3 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Vilja þeir bara fá Twitterfærslurnar hennar? Eru þær ekki opinberar hvort sem er alveg eins og bloggfærslur? Spyr sú sem ekki veit...

Margrét Birna Auðunsdóttir, 16.1.2011 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband