The Social Network (2010) 0: Hefurðu nokkurn tíma sofnað í bíó?

Í gærkvöldi fór ég á "The Social Network" og átti í vandræðum með að halda mér vakandi. Þar sem ég hef mikinn áhuga á kvikmyndum velti ég fyrir mér hvort að myndin hafi verið svona léleg eða ég svona syfjaður. 

Ég var nokkur ferskur þegar myndin byrjaði, en þá byrjaði það sem kalla má endalaust blaður þar sem hausar á kvikmyndatjaldinu kepptust um að segja eitthvað snjallt. Persónurnar í myndinni þótti mér svo óáhugaverðar að ég byrjaði að líta í kringum mig og velta fyrir mér hvort aðrar manneskjur í salnum væru ekki áhugaverðari. 

Ég reyndi þó.

En sofnaði. Svo vaknaði ég. Enn var sami tónninn á skjánum. Ég sofnaði aftur, og aftur.

Þessi upplifun var eins og leiðinlegur draumur. Flestir mínir eigin draumar eru skemmtilegri.

Sjálfsagt hefur verið einhver djúp pæling og hugmyndir á bakvið söguna, kvikmyndatökuna, handritið og leikinn, en mér tókst ekki að finna neitt af viti í þessu.

Reyndar má vel vera að ástæðan fyrir að mér fannst ekkert til þessarar myndar koma að ég þjáðist af ferðaþreytu og almennri syfju. Svo er sjálfsagt ekkert að marka þennan dóm því ég reikna með að hafa sofið um 70% af sýningartímanum.

Ég hef einu sinni áður sofnað í bíó. Það var þegar ég sá bíómynd um máv með tónlist eftir Neil Diamond, "Jonathan Livingstone Seagull". Þá mynd leigði ég mörgum árum síðar og reyndi að horfa á hana aftur, en réð ekki við mig og sofnaði aftur.

Ætli megi ekki segja að ég hafi upplifað "The Social Network" eins og mávagarg yfir fiskimiðum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekkert "dúbíus" að gagnrýna mynd sem maður hefur bara séð 30% af?

Borat (IP-tala skráð) 19.12.2010 kl. 17:53

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Tja. Sjálfsagt er það dúbíus. En væri ekki jafn dúbíus að láta ekki vita af þessari upplifun? ;)

Hrannar Baldursson, 19.12.2010 kl. 20:06

3 Smámynd: Ómar Ingi

Skil bara ekki fólk sem sofnar í bíó , get bara ekki sofnað í bíó eða farið út af lélegri mynd , enda erfitt að dæma mynd sem maður hefur ekki séð 100%.

En ég held að þú ættir að gefa þessu meistaraverki annan séns þetta er bara ein af bestu kvikmyndum ársins 2010.

og mun keppa við Kings Speach um óskar frænda sem besta kvikmynd ársins 2010.

Ómar Ingi, 19.12.2010 kl. 22:30

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég óska þér gleðilegra jóla og farsæls komandi árs

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.12.2010 kl. 01:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband