Erfiðar spurningar um niðurfellingu lána

Eiga fyrirtæki að vera flokkuð á sama hátt og einstaklingar? Það er þekkt að fyrirtæki geta orðið gjaldþrota án þess að manneskja verði hundelt til æviloka fyrir gjaldþrotið. Það sama á ekki við um einstaklinga.

Á það sama að gilda um fólk sem keypti sér munaðarvörur eins og sumarbústaði, húsbíla, sportbíla eða annað slíkt og um þá sem keyptu hreinar nauðsynjar, þak yfir höfuðið og fararskjóta?

Á það sama að gilda um þá sem enn vaða í peningum og þá sem ná varla endum saman?

Á það sama að gilda um þá sem hafa neyðst til að flytja úr landi og þá sem neyðst hafa til að búa enn á Íslandi vegna stökkbreyttra lána?

Sjálfsagt væri réttast að miða niðurfellingu við ákveðna hámarksupphæð á niðurfellingu, því það eru sumir sem hafa keypt fasteignir á lánum fyrir hundruði milljóna, en vandinn sem rætt er um snýr fyrst og fremst að fjölskyldufólki og að hver manneskja geti komist af og haldið í íbúð sína eða hús. Niðurfelling á lánum braskara sem keypt hefur sér tuttugu íbúðir á lánum er ekki það sem þjóðin er að hugsa. Held ég.

Hvað finnst þér?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Það er eðlilegt að leiðrétting á stökkbreytingu höfuðstóls lána sem varð vegna hruns krónunnar nái yfir alla, hvort sem hún verður fengin með því að lækka höfuðstól eða með því að taka upp nýjan gjaldmiðil á gengi sem leiðrétti þessa skekkju. 

Með því að taka upp dollar, evru, norska krónu eða einhvern annan gjaldmiðil á gengi svipuðu því og var í byrjun árs 2008, færðust skuldir landsmanna að líkindum í rétt horf.

Við það er hætt við að lífeyrissjóðirnir töpuðu öllu hærri fjárhæðum, en vegna 18% niðurfærslu höfuðstóls,  verði þeir ekki búnir að koma sínum erlendu eignum í skjó

Kjartan Sigurgeirsson, 12.10.2010 kl. 11:07

2 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Það er ekki einfalt að vinna úr þessu öllu saman. En eitt er víst að það á ekki að elta fólk eftir gjaldþrot frekar en fyrirtækin sem geta byrjað upp á nýtt daginn eftir þrot.  Því miður er umboðsmaður skuldara ekki á sama máli.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 12.10.2010 kl. 21:00

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Lausnin er að miða við eina eign í almennri leiðréttingu og síðan fara í sértækar aðgerðir fyrir þá sem að eru fastir annarstaðar í vítahringnum. Við skulum gera okkur grein fyrir því að þó að farið verði í leiðréttinguna sem er algjört réttlætismál að mínu mati þá verður fjöldi manns áfram í vandræðum og það verður aldrei hægt að bjarga öllum en biðin hefur því miður fjölgað þeim sem að leiðrétting kemur ekki til með að hjálpa. Því miður og ég lít á þetta sem leiðréttingu en ekki niðurfellingu það er kýrljóst í mínum huga að hér var framin glæpur sem verður að bæta fyrir ef einhvern tíma á að gróa um heilt hér á landi.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 12.10.2010 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband