Af hverju að breyta rétt?

Það er aðeins ein ástæða sem ég hef til að breyta rétt í þessu lífi:

Ég trúi því að ef ég breyti rétt, þá legg ég mitt á vogarskálirnar til að bæta líf fólksins í kringum mig, og er börnum mínum og vonandi fleirum góð fyrirmynd um hvernig hægt er að lifa lífinu vel þegar ég er sjálfur fallinn frá.

Lífið eftir dauðann er mikilvægt, líf þeirra sem erfa mann.

Mér er slétt sama hvort að ég hafi sál eða ekki eða hvort "ég" verð ennþá til í einhverju formi þegar líf mitt er horfið úr þessum kroppi. 

Ef lífið snérist bara um naflann á manni sjálfum, þá væri þetta frekar marklaust líf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Daníelsson

Bara örlítil athugasemd.

Ég skil hvað þú átt við með orðalaginu "þeirra sem erfa mann". Flestir skilja þetta þó trúlega öðru vísi og halda að þú sért að tala um peningana sem þú kannski skilur eftir.

Mæli með að við orðum þetta svona:

"Lífið eftir dauðann er mikilvægt, líf þeirra sem eftir lifa."

En þessi bloggfærsla þín er annars meðal þeirra allra fallegustu sem ég hef séð - að ekki sé minnst á heiðarleika og sanngirni.

Takk.

Jón Daníelsson, 9.9.2010 kl. 06:03

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Sæll Jón og takk fyrir hlý orð.

Ég hafði velt þessu fyrir mér. "Erfa" finnst mér rétta orðið í þessu samhengi, þó að það sé almennt notað um efnisleg gæði. Andleg og siðferðileg verðmæti hafa hins vegar meiri líftíma.

Góðmennsku hef ég að mestu "erft" frá fjölskyldu minni.

Þegar ég tala um "arf" á ég heldur ekki bara við þá sem eftir lifa, heldur líka þá sem á eftir lifa.

Hrannar Baldursson, 9.9.2010 kl. 06:44

3 Smámynd: Ómar Ingi

Mér sýnist komin tími á að skoða Blade Runner aftur og endurmeta stöðuna

Ómar Ingi, 9.9.2010 kl. 08:36

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Hrannar.

Hvers vegna er orðstír þinn þér svona mikilvægur?

Svanur Gísli Þorkelsson, 9.9.2010 kl. 13:08

5 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ómar: Hvað kemur Blade Runner málinu við?

Svanur Gísli: Orðstír skiptir mig minna máli en góð áhrif og raunverulegur stuðningur.

Hrannar Baldursson, 9.9.2010 kl. 15:36

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég reyni alltaf að breyta rétt, það hef ég líka reynt að kenna börnunum mínum 6.  Ég er stolt af því að börnin mín eru ekki lygarar og ekki þjófar, þau sem eru orðin fulorðin eru vinnusöm og vel liðin í vinnu.  Ég hef reynt að vera börnunum góð fyrirmynd.  Í dag er ég þakklát fyrir það að hafa alltaf reynt að kenna börnunum mínum að heiðarleiki er alltaf bestur..

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.9.2010 kl. 01:48

7 Smámynd: Hrannar Baldursson

Jóna Kolbrún:

 Þetta fer sjálfsagt eftir markmiðum í lífinu.

Hrannar Baldursson, 10.9.2010 kl. 05:53

8 Smámynd: Ómar Ingi

Jú þú villt breyta rétt ekki satt.

Ómar Ingi, 10.9.2010 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband