Er Guð dauður?

Guð er dauður. Guð verður áfram dauður. Og við höfum drepið hann. Hvernig getum við huggað okkur, mestu morðingja allra morðingja? Það sem var heilagast og mest af öllu því sem þessi heimur hefur til þessa átt hefur blætt til dauða undan hnífum okkar: hver mun þrífa upp þetta blóð? Hvaða vatn getum við notað til að hreinsa okkur? Hvaða sáttahátíðir, hvaða heilögu leiki þurfum við að finna upp? Er mikilfengleiki þessa verks ekki of mikill fyrir okkur? Verðum við sjálf ekki að verða guðir til þess eins að virðast geta staðið undir þessu verki? - Nietzsche, Hin Kátu Vísindi, þáttur 125.

Síðustu 12 færslur mínar hafa fjallað um trúarbrögð á einn eða annan hátt. Eitt af markmiðum allra þessara greina var að velta fyrir mér hvort að Guð væri í raun dauður.

Þannig hugsaði ég þetta: ef Guð er dauður, þá verður flestum sama um þessar greinar, en sé ennþá líf í Guði, munu greinarnar fá einhver viðbrögð.

Engar af þeim greinum sem ég hef skrifað á blogginu hafa fengið jafn mikil viðbrögð og þessar síðustu 12 greinar. Þannig að Guð er sprelllifandi.

Hver er annars merkingin með spurningu eins og þeirri hvort að Guð sé lifandi eða dauður? 

Ég held að líf Guðs felist í þeim áhuga sem öll umræða um hann vekur. (Ég vísa til Guðs í karlkyni orðsins vegna, ekki vegna þess að ég tel Guð vera kynbundna veru, enda aldrei séð neina handbæra sönnun á tilvist kynfæra slíkrar veru.)

Nietzsche hefur verið slegið upp sem gaurnum sem fullyrti um dauða Guðs. Að sjálfsögðu hefur skoðun Nietzsche verið einfölduð og honum lagt ýmislegt í munn, bæði vegna einfeldningslegrar túlkunar á texta hans, sem og hagræðingu Elizabeth Nietzsche á skrifum bróður síns Friedrich Nietzsche til að kenningar hans féllu betur að heimsmynd nasista, nokkuð sem Friedrich Nietzsche hefur sjálfsagt haft óbeit á, enda segir sagan að hann hafi slitið samband við sinn besta vin vegna rasisma hins síðarnefnda.

Það sem fékk Nietzsche til að fullyrða að Guð væri dauður, var meira gagnrýni á spillingu og óheiðarleika í þýsku samfélagi samtíma hans, þar sem fólk með rotið siðferði þóttist trúað og hagaði sér í samræmi við helgiathafnir kirkjunnar, en lifði ekki í samræmi við kristið siðferði. Honum blöskraði tvískinnungur stjórnmálamanna og auðmanna.

Hugmyndir hans um ofurmennið, manneskju sem þurfti ekki á trúarbrögðum að halda til að komast til menntunar, er svo annar merkilegur þráður í sömu sögu. Stóra spurningin er hvort að hver einasta manneskja sé þess fær að vera ofurmenni, eða hvort fáeinir séu dæmdir til þess og fjöldinn muni ávallt fylgja hinum fáu sterku.

Ef fjöldinn fylgir þessum fáu sterku, hvort ætli sé betra að fjöldinn fylgi í kjölfar flóðhests sem aldrei bifar, kirkjunnar, eða stjórnmálaafls sem sveima eins og hrægammar í leit að dauðum flóðhestum?

Síðan Nietzsche lifði höfum við séð afleiðingar þess að fylgja ofurmennum. Við þurfum ekki að líta á dæmi úr sögu fasista, nasista og kommúnista. Það er nóg að líta í okkar eigin barm, á ofurtrú okkar á stjórnmálaelítu og útrásarvíkingum. Hún er sama eðlis. 

Þessi ofurmenni koma og fara, en trúarbrögð virðast standa af sér hvert fárviðrið á fætur öðru, enda eru skilyrðin að baki ofurmenninu annars vegar og trúarbrögðum hins vegar afar ólík. Ofurmennið er mannlegt og dauðlegt, og þarf ekki að gera nema ein mistök til að missa tök sín á samfélaginu. Trúarbrögð eru hins vegar ómannleg og ódauðleg, enda samanstanda þau af samfélagi fólks og tengslum einstaklinga, en byggja ekki á einstaklingunum sjálfum.

Hópar eru sterkari en einstaklingar. Hópar með hugmyndir sem fólk er tilbúið að gefa lífið fyrir eru sterkari en hópar sem hafa ekkert fram að bjóða. Það þarf ekki nema tvo til þrjá einstaklinga til að halda lífi í trúarbrögðum sem virðast vera að deyja út, en svo geta þau blossað út og blómstrað allt í einu á nýjan og óvæntan hátt vegna breyttra aðstæðna í mannlegu lífi.

Er Guð dauður? 

Nei. Guð er lifandi, að minnsta kosti sem spennandi hugtak, hugtak sem hvetur okkur til að velta fyrir okkur lífsgildum, þekkingu og takmörkunum.

Það merkilegasta við þetta allt er að þeir sem halda mestu lífi í Guði eru þeir sem flokka sig sem trúlausa, en þeir eiga það til að gefa þessum umræðum spennandi og skemmtilegt líf.

Vissulega eru vegir Guðs óvæntir og órannsakanlegir. Whistling

Guð er dauður. -Nietzsche

Nietzsche er dauður. -Guð

 

Fyrri færslur og fjörugar umræður um guðleysi, trú, gagnrýna hugsun, heimspeki og vísindi:

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst umræða um trú og trúmál vera nauðsynleg auk þess að að finnast hún skemmtileg. Eina sem skyggir á eru virðingarlaus inngrip hinna meintu trúleysingja sem snúast í raun ekki um trúmál heldur um skilgreiningar á orðum og hugtökum og árásir á trú annarra.

Mig langar til að spyrja hina trúuðu, sérstaklega Mofa og Nonna því Valur er búinn að svara þessu játandi:

Var einhvern tíma sá tími í ykkar lífi að þið voruð trúlausir?

Hólímólí (IP-tala skráð) 12.8.2010 kl. 08:17

2 identicon

Það sem hefur aldrei verið til getur ekki dáið... guð er tól, kannski svona eins og fjölnota hnífur.... mikilvægastu not fyrir guði er að fara í stríð... etja fólki á móti hvor öðru... skapa Us and Them fíling.

Guð er ekki dáinn.. hann var aldrei til.

Bra bra hér að ofan mun verða dauður þegar hann er dauður.. sóaði lífi sínu í fáránlegustu svikamyllu allra tíma... hann hangir á svikamyllunni eins og útrásarvíkingur á nýju láni...

doctore (IP-tala skráð) 12.8.2010 kl. 09:05

3 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Þannig að með "Guð" áttu ekki við yfirnáttúrulega veru eða skapara heldur bara eitthvað annað og með "dauður" áttu ekki við "ekki lengur lifandi/til" heldur eitthvað allt annað.

Þú ættir að búa til eigið tungumál :-)

Matthías Ásgeirsson, 12.8.2010 kl. 09:11

4 identicon

Þetta er dálítið fyndið. Ég er ekki fyrr búinn að skrifa ...

"Eina sem skyggir á eru virðingarlaus inngrip hinna meintu trúleysingja sem snúast í raun ekki um trúmál heldur um skilgreiningar á orðum og hugtökum og árásir á trú annarra."

... en að inn koma tveir "trúlausir", annar með árás á trú annarra og hinn með skilgreiningarnar. Segi nú bara eins og Perry Mason: I rest my case.

Hólímólí (IP-tala skráð) 12.8.2010 kl. 10:17

5 identicon

Skemmtilegur pistill Hrannar.

Vissulega er það svo að það er hollt að að þurfa rökstyðja og útskýra lífsviðhorf sitt fyrir öðrum sem deilir ekki sömu skoðunum. Það er sennilega besta aðferð í heimi til að slípa þær og mynda sjálfstæð viðhorf í stað þess að apa upp annarra manna sýn gagnrýnislaust. Ég held að það sé því nauðsynlegt að fólk almennt þjálfi sig í gagnrýnni hugsun til að þau fylgi hvorki flóðhestum né hrægömmum umhugsunarlaust.

Ef kirkjan er afl sem aldrei bifar þá finnst mér það skelfilegt. Ég get ekki ímyndað mér verri hlut en að eyða lífinu í fullvissu, það dýrmætasta sem við eigum er forvitni og sá eiginleiki að þroskast og skipta um skoðun. Mér finnst þetta eiga bæði við einstaklinga og mannkynið í heild sinni.

Jónína (IP-tala skráð) 12.8.2010 kl. 10:34

6 identicon

En Hrannar ... þú skrifar:

Það merkilegasta við þetta allt er að þeir sem halda mestu lífi í Guði eru þeir sem flokka sig sem trúlausa, en þeir eiga það til að gefa þessum umræðum spennandi og skemmtilegt líf.

Þessu get ég nú ekki verið sammála. Í fyrsta lagi þá reyna hinir "trúlausu" að gera allt sem þeir geta til að ganga af Guði "dauðum" og í öðru lagi þá gefa þeir umræðunni leiðindayfirbragð, óspennandi með öllu og miklu fremur niðurdrepandi umgjörð en skemmtilegt líf.

Ég var til dæmis að ræða við Kristinn Theódórsson á þessum þræði. Innleggin voru orðin tólf þegar Kristinn sá að hann fór mjög halloka í rökræðunni. Hann brá þá á það ráð að stroka bara alla umræðuna út og skrifaði svo nýtt innlegg þar sem  hann sakaði mig um"heimsku" og "hranalegheit". Hvort tveggja er víðsfjarri sannleika málsins.

Síðan strokaði hann út allar athugasemdir mínar nema eina við þessa færslu og sakaði mig um "ofstopa" ... sem er fjarri sanni.

Það er að sjálfsögðu ekki ræðandi við svona menn sem falsa hiklaust umræðuna eftir að hún hefur átt sér stað til að fela eigin málefnafátækt og saka svo viðmælandann um óheiðarleika.

Hólímólí (IP-tala skráð) 12.8.2010 kl. 10:41

7 identicon

æi æi, trúlausir gefa umræðunni leiðinlegt yfirbragð... Já það er ekkert gaman að fá að vita að menn séu steindauðir þegar þeir eru dauðir... Ferlega boring.

Það eina sem trúaðir geta huggað sig við.. er sú staðreynd að þeir munu ekki getað grátið yfir sóuðu lífi.. eftir að þeir eru dauðir.

Svo bið ég alla að lesa biblíu.. og kóran; Heimskulegustu bækur evar

doctore (IP-tala skráð) 12.8.2010 kl. 11:07

8 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Hver er Bra bra?

Matthías Ásgeirsson, 12.8.2010 kl. 11:18

9 Smámynd: Mofi

Bra bra
Mig langar til að spyrja hina trúuðu, sérstaklega Mofa og Nonna því Valur er búinn að svara þessu játandi:

Var einhvern tíma sá tími í ykkar lífi að þið voruð trúlausir?

Ég að minnsta kosti man ekki eftir að hafa einhvern tíman ekki trúað á Guðs. Var samt mjög fáfróður um trúmál, man ekkert eftir Biblíufræðlsu fyrir 16 ára aldur en á þeim tíma fór ég að lesa sjálfur. 

Hrannar,  gaman að greininni þinni, takk fyrir mig.  

Mofi, 12.8.2010 kl. 11:19

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jú jú, Nietzsche var án efa með í huga að þekking mannsins á19.öld væri orðin svo mikil að hún hefði ýtt Guði,  eða kristnum kenningum má segja,  til hliðar, þ.e. eins og og bæði Guð og kenningin var fram sett í evrópskri millistétt 19.aldar.

Og þ.a.l. segir hann að maðurinn verði sjálfur að taka að sér hlutverkið - verða ofurmaður.   Verði sjálfur að taka sess þann er Guð og kristin gildi höfðu áður. (eg skil hann þannig)  Útfrá þessu kviknar síðan  hugmyndafræðin um ubermensch sem þróast í ýmsar áttir og að sumir séu meira uber en aðrir.  þjóðflokkar og svona.

Þar með er eg ekki að segja að hann hafi með þessu persónulega hafna Guði per se eða andlegum mætti o.s.frv. heldur eins og það var fram sett í evrópskri millistétt á 19.öld og að maðurinn ætti að setja sér háleit markmið og stefna á æðri svið.  Stefna á ,,fullkomnun"   Held það.   Var hann ekkið lesa eitthvað indversk fræði?  Það kæmi mér ekki á óvart.  Hann hefur örugglega kynt sér hinduisma og slíkt eins og sú menning þekktist þá í evrópu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.8.2010 kl. 11:27

11 identicon

Ég er nú bannaður á blogginu hans Mofa ritskoðara dauðans... .EN ég þakka Mofa og öðrum álika; Mofi sagði um daginn að þjóðkirkjan væri helsti óvinur kristni... EN málið er að flestir flýja kristni vegna manna eins og Mofa.. með sínar sköpunarsögur og fáránleika...
Takk Mofi, ég hvet þig eindregið til að halda áfram á sömu braut...

Að auki verð ég að segja að ég veit ekki hvort er aumingjalegra, að trúa rugli eins og Mofi... eða ríkiskirkjan að breyta biblíu til að geta haldið sér á ríkisspenanum...
Ok, bæði jafn aulalegt

doctore (IP-tala skráð) 12.8.2010 kl. 11:47

12 identicon

Mér sýnist röksemdafærslan vera svona:

Líf Guðs felst í þeim áhuga sem öll umræða um hann vekur.

Umræða um Guð á blogginu vekur áhuga.

Þessvegna er Guð lifandi.

Er ekki eitthvað bogið við þetta? Hvað sannar þá lífleg umræða um drauga, huldufólk, fljúgandi diska, astralplanið?

Virðist vera ný útgáfa af ontólógísku rökunum fyrir tilvist Guðs.

Skúli Pálsson (IP-tala skráð) 12.8.2010 kl. 12:02

13 identicon

Ég tek orðun Hrannars nú ekki svona bókstaflega eins og Skúli Pálsson virðist gera. Ég tók þessu miklu fremur þannig að áhuginn og öll umræðan um Guð benti til þess að hann væri sprelllifandi í huga fólks og langt frá því að vera "dauður". Sama myndi þá væntanlega gilda um drauga, huldufólk, ffh, o.s.frv.

En svo veit ég svo sem ekki hvað "ontólógíska" er.

Salmon (IP-tala skráð) 12.8.2010 kl. 12:35

14 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Guð. Hann hefur alltaf verið til og mun ávallt verða til.

Sönnun á Guði færir engan mann til trúar eða visku, það er misskilningur.

Að trúa er ekki bara "að trúa" að eitthvað sé til ofar sérhverjum stað og tíma sem teflir fram veruleikanum, þessum fjöllum, þessu hafi og öllu sem til er eins og skáldið Hannes Pétursson segir efnislega í kvæðinu Innlönd. 

Að trúa merkir ekkert síður að sjá innri sjónum og skilja. Það er vissulega mögnuð sjón en hún er líka einföld á sama tíma eins og þegar barn skilur að það er elskað. Getur það kannski tekið feil?

Guðmundur Pálsson, 12.8.2010 kl. 13:03

15 identicon

Takið eftir því að Guðmundur telur sig fá eilíft líf í súperlúxus.. ef hann trúir á galdrakarl biblíu.. sem nota bene er sami galdrakarl og í kóran.

Það verður að taka verðlaun úr jöfnu... kristni byggir á 3 þáttum

1 Guð
2 Verðlaun
3 Ógnir

Ef þið takið út #2, þá hverfur guð algerlega... vegna þess að guð er bara fancy nafn yfir hluti sem fólk getur ekki fengið... ofurgræðgi í eilíft líf, án vinnu.. bara að chilla með sjálfum sér, já ég segi með sjálfum sér.. því guð er trúmaðurinn sjálfur.. og lúxusinn sem hann þráir meira en nokkuð annað

doctore (IP-tala skráð) 12.8.2010 kl. 13:10

16 identicon

Og svo til Mofa og ritskoðaða bloggið hans... þar heldur hann því fram að kristni hafi startað vísindabyltingu... EKKERT gæti verið meira fjarri sannleikanum... við værum örugglega komnir með mannað far til mars ef kristni hefði ekki fótumtroðið vísindi og þekkingu ÖLDUM saman.
Og þeir krissar sem voru í vísindum... hættu að skoða meira þegar þeir töldu sig vera komnir of nálægt Gudda...


doctore (IP-tala skráð) 12.8.2010 kl. 13:14

17 Smámynd: Mofi

doctore, þetta var skoðun sagnfræðings og hann færði góð rök fyrir þessari niðurstöðu hans.  Hefur þú einhver mótrök og getur vísað til mannkynssögunnar máli þínu til stuðnings?

Mofi, 12.8.2010 kl. 13:21

18 identicon

Auðvitað get ég stutt það... og þér er í lófa lagt að skoða það sjálfur... þú kannt á google.. verandi forritari og svona.. ha

Ég á mynd sem lýsir áhrifum kristni á þekkingu



Myndin er algerlega sönn Mofi

doctore (IP-tala skráð) 12.8.2010 kl. 13:30

19 Smámynd: Mofi

doctore, þetta er akkúrat tímabilið sem Biblían var bönnuð...  hérna ertu að hunsa staðreyndir vegna þess að þú hatar kristni og Biblíuna. Kynntu þér sögu þeirra vísindamanna sem lögðu grunninn að þeim vísindum sem við höfum í dag og reyndu að sefa hatrið á einhvern hátt á meðan þú gerir það.

Mofi, 12.8.2010 kl. 13:44

20 identicon

Ég kann þessar sögur Mofi.. mönnum hent í fangelsi fyrir að segja að sólin snúist ekki í kringum jörðina... fyrir það að frussa vatni og búa til regnboga...

Meira að segja var það svo Mofi, að Íslam bjargaði miklu af gögnum sem ella hefðu verið eyðilögð af kristnum.

Þú ert bara sorglegur afsökunargaur... en ég styð þig 100% vegna þess að þú ert einn af fáum sem er helsti óvinur kristni... það eru örugglega ófáir sem hafa séð þín skrif og farið að spá í fáránleika þess sem þeir sögðust trúa á.

Annars eru fullt af videóum á mínu bloggi Mofi.. um mannkynssögu, vísindi ,trúarbrögð..... Eitthvað sem þú munt aldrei finna á AnswersInGenesis...

Að auki, ef guð er til... heldur þú að hann vilji fá mann til sín sem afneitar staðreyndum.. eins og þróunarkenning sem er líklega best sannaða kenning innan vísinda... aðeins fávitar geta neitað að taka mark á þeim gögnum... heldur þú að guðinn þinn vilji fávita... heldur þú að einhver guð sé sáttur með að vera titlaður vitleysingur.. í bókum eins og biblíu og kóran.

Er það kannski djöfulinn sem er búinn að ná Mofa í netið sitt... allt sem Mofi skrifar er guðlast.. hann skrifar daglega um það að guðinn hans sé fáviti

doctore (IP-tala skráð) 12.8.2010 kl. 13:54

21 Smámynd: Mofi

doctore, gerðu grein þar sem þú kemur með bestu rök og gögn fyrir þróunartrúnni. Ég hefði svo gaman af því, betri brandari er erfitt að finna fyrir mig. Ég að minnsta kosti hefði gaman að sjá það og síðan rakka það niður.

Mofi, 12.8.2010 kl. 13:59

22 identicon

Deja Vu all over again... Hvað segja sköpunarsinnar þegar þeim er bent á staðreyndir...
Sköpunarsinni: Bentu mér á þær...
Svo skoðar hann ekki gögnin... heldur dissar þau algerlega.

Mofi er líkast til einn gráðugasti maður íslands... í gegnum árin hef ég BENT honum á ótal gögn... og alltaf spyr hann aftur og aftur: Getur þú bent mér á gögn...
Þetta gerir hann vegna þess að honum langar svo í eilíft líf í lúxus.. hann hefur meira að segja komið fram og sagt að aðeins Sússi fyrirbyggi að hann gangi um nauðgandi og myrðandi... vegna þess að þá hendi Sússi honum í helbvíti... Mofi hefur komið fram og sagt að ekkert skipti neinu máli ef hann sjálfur fær ekki extra líf í lúxus.

Mofi á bágt, ég vorkenni honum rosalega mikið... alveg eins og ég vorkenni öðrum sem hafa látið glepjast af græðgisáróðri trúarbragða

doctore (IP-tala skráð) 12.8.2010 kl. 14:04

23 identicon

P.S. Mofi segir að þetta hafi verið vegna þess að biblían var bönnuð... kaþólska kirkjan, sem tók saman biblíu vissi vel að biblían var ekki boðleg.. þess vegna var venjulegu fólki bannað að lesa hana... enda byrjar hnignun kristni með því að fólk fór að lesa.. og bara WTF, þetta er púra steypa.

Já Mofi, illa upplýst fólk sá að biblían var bullshit... þú hefur enga afsökun.. nema það aðþú ert eins og twisted útrásarjesúlingur á yfirnáttúrulegri lygasögu sem lofar þér gulli og grænum sleðlum

doctore (IP-tala skráð) 12.8.2010 kl. 14:10

24 Smámynd: Mofi

doctore, chicken :)

Mofi, 12.8.2010 kl. 14:13

25 identicon

Frekar vill ég vera hæna en heimskur sköpunarsinni.... En í alvöru Mofi, the joke is on you, totally.

Hér hafa ótal menn gefið þér upplýsingar, bent þér á gögn.. heldur þú virkilega að ég sé að reyna að aftrúa þig... nosiribob, ég er löngu búinn að afskrifa þig... ég nenni ekki að ganga á veggi, að tala við gervigreind


doctore (IP-tala skráð) 12.8.2010 kl. 14:21

26 Smámynd: Mofi

doctore, ekki gleyma því að það var ég sem var að biðja um rök og gögn og þú sem vildir ekki sjá slíkt.  Þú hafðir rétt fyrir þér um eitt "illa upplýst fólk sér Biblíuna sem bs" en upplýst fólk veit betur; menn eins og Galileó, Newton, Kepler og Faraday og...vá, listinn er svo langar að það hálfa væri nóg til að grafa þig allt þitt guðleysi með.

Mofi, 12.8.2010 kl. 14:53

27 identicon

Sjáðu þennan fjölfaltaða mann Mofi
http://www.youtube.com/watch?v=WUReqRX2jsk

Hann lætur ekki glepjast af glópabulli trúarbragða eins og þú... hann mun alltaf verða miklu meiri maður en þú...


Hættu svo að tala um Newton og aðra.. sem létu einmitt trúarbrögðin stöðva sig í að leita lengra... að auki þá var þekking þess tíma þannig að auðvitað voru þeir eins og þeir voru... að auki.. menn gátu ekki strokið um frjálst höfuð ef menn voguðu sér að gagnrýna ruglið

doctore (IP-tala skráð) 12.8.2010 kl. 15:14

28 Smámynd: Mofi

doctore, þessi einstaklingur er að rugla eitthvað. Við getum ályktað að vitsmunir bjuggu til forritunarmál, vélar og upplýsingar af því að við vitum að vitsmunir geta orsakað svona hluti.  Þeir sem trúa að tilviljanir geti orsakað þessa hluti, þeir eru að taka trúarstökk sem á sér enga stoð í raunveruleikanum.  Þetta veist þú en velur að hafna rökhugsun og velur að trúa í andstöðu við staðreyndirnar. Þú velur þín örlög og loka brandarinn verður á þig en því miður verður hann ekki fyndinn heldur mjög sorglegur.

Mofi, 12.8.2010 kl. 15:20

29 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

Afhverju er þá ekki búið að grafa guðleysi fyrir fullt og allt mofi, fyrst það eru engin gögn sem styðja þróun ?

Jú einmitt vegna þess að öll gögn styðja þróun og þessi fáránlega saga sem þú trúir á stenst enga naflaskoðun What so ever.. Þú veist það mætavel að kristni hélt mönnum niðri í margar aldir, þeir sem afneita því þurfa að fara skoða söguna aðeins betur.

Charles Geir Marinó Stout, 12.8.2010 kl. 15:22

30 identicon

Enn og aftur tekur Mofi okkur sjálf sem viðmið... þó svo að við skiljum ekki eitthvað á einhverjum tímapunkti Mofi... eða að okkur þyki eitthvað rosalega flókið... það segir ekki neitt um hversu flókið hitt og þetta er, það eina sem það segir er að MIÐAÐ VIÐ ÞEKKINGU OKKAR Á ÞESSUM TÍMAPUNKTI... þá er þetta flókið..
Það sem var rosalega flókið fyrir skemmstu... var gert guðlegt, er á hvers manns færi í dag.

God of the gaps Mofi.... God of the gaps....

Hætta að sóa lífi ykkar í trúarbrögð.... nema hann Mofi, hann er svo góður liðsmaður gegn kristni.. það fara allir að hlægja þegar hann er að segja okkur galdrasögurnar og verðlaunin sem hann fær fyrir að trúa vitleysu

doctore (IP-tala skráð) 12.8.2010 kl. 15:29

31 Smámynd: Mofi

Charles, ég sagði ekki að engin gögn styðja þróun og er ekki á þeirri skoðun. Málið er það að hérna er líka stór spurning um vilja.

Tökum t.d. það sem Lewinton sagði:

Richard Lewontin's January 9, 1997 article, Billions and Billions of Demons
We take the side of science in spite of the patent absurdity of some of its constructs, in spite of its failure to fulfill many of its extravagant promises of health and life, in spite of the tolerance of the scientific community for unsubstantiated just-so stories, because we have a prior commitment, a commitment to materialism. It is not that the methods and institutions of science somehow compel us to accept a material explanation of the phenomenal world, but, on the contrary, that we are forced by our a priori adherence to material causes to create an apparatus of investigation and a set of concepts that produce material explanations, no matter how counter-intuitive, no matter how mystifying to the uninitiated. Moreover, that materialism is absolute, for we cannot allow a Divine Foot in the door

Ég veit mæta vel að ákveðin kirkja hélt mönnum niðri enda hélt sama kirkja Biblíunni niðri. Það var hreinlega fátt kristilegt við þessa stofnun á þessum tíma að mínu mati.

Fyrst þú segir að öll gögn styðja þróun, getur þú þá gert grein þar sem þú tekur fram bestu gögnin og bestu rökin?  

Mofi, 12.8.2010 kl. 15:34

32 Smámynd: Mofi

doctore, ég er að vísa í bestu útskýringuna miðað við gögnin og okkar reynslu. Þú getur ekki vísað í neitt slíkt, þú getur ekki bent á neitt sem styður að tilviljanir eða heimsk efni geti gert svona hluti. Þín trú, passar ekki við veruleikann; því fyrr sem þú sættir þig við þetta sem þú þegar veist, því betur mun þér líða :)

Mofi, 12.8.2010 kl. 15:36

33 identicon

Fátt kristilegt við þá stofnun sem bjó kristni til... fyndið :)

Allir hugsandi menn hljóta að spyrja sig hvað þeir séu að spá með að trúa einhverju sem kaþólska kirkjan ritstýrði... Svo kom hann Lúther... með harðlífi, alltaf á kamrinum.. fékk þá snilldarhugmynd að allir ættu að fá að lesa biblíu...

Síðan þá hefur kristni staðið á brauðfótum... margbúið að sýna fram á að sögur biblíu eru falsaðar frá a-ö... sögum ber ekki einu sinni saman.

doctore (IP-tala skráð) 12.8.2010 kl. 15:39

34 Smámynd: Hrannar Baldursson

Athugasemd 3, Matthías:

Þannig að með "Guð" áttu ekki við yfirnáttúrulega veru eða skapara heldur bara eitthvað annað og með "dauður" áttu ekki við "ekki lengur lifandi/til" heldur eitthvað allt annað.

Þú ættir að búa til eigið tungumál :-)

Er það? 

Sú hugmynd að taka hugtakið "dauður" bókstaflega í setningunni "Guð er dauður" finnst mér fjarstæðukenndara en að túlka hugtakið "dauður" sem myndhverfingu, og reyndar hugtakið "Guð" líka sem myndhverfingu. 

Þannig er afar erfitt að túlka hvað setninging "Guð er dauður" þar sem tvær myndhverfingar skella saman í einni setningu.

Mig grunar að bókstafstrúarmenn (þeir sem telja að alltaf skuli vera samsvörun milli orðs og reynslu) séu að missa af nokkuð merkilegum hugmyndum með því að horfa stöðugt til jarðar og afneita algjörlega að sólin geti verið til. Það er eins og að halda því fram að skuggarnir séu veruleikinn, en sólin hrein ímyndun.

Hrannar Baldursson, 12.8.2010 kl. 15:40

35 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

Byrjaru aftur mofi.. að byðja aðra um gögn þegar sönnunarbyrðin er öll á þér.

Charles Geir Marinó Stout, 12.8.2010 kl. 15:40

36 Smámynd: Hrannar Baldursson

Athugasemd 5, Jónína:

Vel orðað. Ég er þér sammála og gæti ekki orðað þetta betur.

Athugasemd 6, Bra bra:

Það merkilegasta við þetta allt er að þeir sem halda mestu lífi í Guði eru þeir sem flokka sig sem trúlausa, en þeir eiga það til að gefa þessum umræðum spennandi og skemmtilegt líf.

Þessu get ég nú ekki verið sammála. Í fyrsta lagi þá reyna hinir "trúlausu" að gera allt sem þeir geta til að ganga af Guði "dauðum" og í öðru lagi þá gefa þeir umræðunni leiðindayfirbragð, óspennandi með öllu og miklu fremur niðurdrepandi umgjörð en skemmtilegt líf.

En er þetta ekki svona? Þeir æstustu eru annað hvort afar heitir með eða á móti og þeir kappræða. Síðan er fjöldinn allur sem er nær miðju sem finna leiðir til að ræða málin saman út frá svipuðum forsendum.

Strax og þetta snýst um "með eða á móti", eins og hægt er að sjá í athugasemdum þeirra "Mofi" og "doctore" hér fyrir ofan, þá erum við komin á svipað stig og "pabbi minn er víst sterkari en pabbi þinn" eða "KR er víst betra lið en Valur". 

Ætli mætti til dæmis ekki túlka athugasemdi doktore sem bænir manns sem á erfitt með að sætta sig við að sumt í þessari tilveru er dularfullt og óljóst, og það ekki vegna vanþekkingar, heldur líka vegna þess að fólki líkar almennt við hið dularfulla og óljósa ef slík fyrirbæri eru þeim stuðningur í daglegu lífi.

Grundvallaratriðið snýst ekki um hvort Guð sé til eða ekki, heldur hvort við viljum lifa lífinu með hugmynd um gildi eða ekki. "Guð" er einhvers konar stytting á handbók um æðstu gildi sérhvers hóps.

Mig grunar að Guð doktore sé sannleiksást og þar sem mótsögn er á milli Guðs og sannleiksástar í hans huga, gæti slíkt hljómað í hans eyru sem hin versta móðgun, á meðan það er alls ekki ætlunin. 

Hrannar Baldursson, 12.8.2010 kl. 15:52

37 Smámynd: Mofi

Charles, sem sagt, mjög erfitt fyrir þig að tína til gögn og rök styðja þína þróunartrú        ég hef bara gaman af þessu. Auðvitað emja menn og kveina þegar á að koma með eitthvað alvöru til að styðja þessa trú. Það sem ég hef séð hingað til hefur einmitt verið svo aumkunarvert að maður getur ekki annað en vorkennt þeim sem trúa þessu.

Það er mjög auðvelt fyrir mig að rökstyðja mína trú, lífið inniheldur forritunarmál, upplýsingar á "stafrænu" formi og flóknar vélar sem lesa þessar upplýsingar. Öll reynsla mannkyns segir okkur að aðeins vitsmunir búa til svona hluti.  Hvar eru þín rök, hvar eru þín gögn?

Mofi, 12.8.2010 kl. 15:54

38 identicon

Var ekki sá sem þýddi biblíuna yfir á ensku drepinn, wonder why that was.....

Goldberg (IP-tala skráð) 12.8.2010 kl. 15:55

39 Smámynd: Mofi

Hrannar
Strax og þetta snýst um "með eða á móti", eins og hægt er að sjá í athugasemdum þeirra "Mofi" og "doctore" hér fyrir ofan, þá erum við komin á svipað stig og "pabbi minn er víst sterkari en pabbi þinn" eða "KR er víst betra lið en Valur". 
Já, þegar menn neita að tala um rökin og gögnin þá óneitanlega verður þetta þannig barnaleg umræða. Ekki kenna mér samt um það! 

Mofi, 12.8.2010 kl. 15:56

40 Smámynd: Hrannar Baldursson

Athugasemd 10, Ómar Bjarki:

Það er afar erfitt að gera sér grein fyrir hvað Friedrich Nietzsche meinti með skrifum sínum, þar sem þeim var mörgum hverjum breytt af systur hans, Elisabeth, til að þær hentuðu nasistum betur. Margar bækur hafa verið skrifaðar um það hver hinn raunverulegi Nietzsche var, en líklegra þykir mér að hann hafi verið frekar ljufur og vinsamlegur gaur sem hafði áhyggjur af uppgangi nasisma í heimalandi sínu, heldur en eitthvað annað.

Það er sorglegt að ævistarf hans skuli hafa verið misnotað í þágu höfuðóvina hans og mannkynsins, en það virðist vera raunin.

Hrannar Baldursson, 12.8.2010 kl. 15:56

41 Smámynd: Hrannar Baldursson

Athugasemd 12, Skúli:

Já, þú segir nokkuð. Verufræðileg sönnun á tilvist Guðs? Ætli væri ekki nákvæmara að kalla þetta Fyrirbærafræðilega sönnun á tilvist Guðs?

Að sjálfsögðu er eitthvað bogið við þetta. Það er alltaf eitthvað bogið við sannanir á tilvist Guðs.

Hrannar Baldursson, 12.8.2010 kl. 15:59

42 identicon

Hvers vegna haldið þið að biblían hreinlega banni sannanir fyrir honum Gudda... að menn verði að taka trú á hann með sjálfsblekkingu...

Hugsið málið... it's obvious

doctore (IP-tala skráð) 12.8.2010 kl. 16:01

43 Smámynd: Hrannar Baldursson

Athugasemd 13, Salmon:

Rétt túlkað. "Ontologískt" er "verufræðilegt", en það eru fræðin sem fjalla um það sem er eða er ekki, óháð tilvist. Slíkar verur eða óverur er hægt að kalla fyrirbæri, en fyrirbæri er það sem ber fyrir í hugum fólks, óháð tilvist. 

Guð er án nokkurs vafa fyrirbæri, og má vel vera að Guð sé vera, en það fer sjálfsagt eftir túlkun þinni á hugtakinu Guð. Hvort að Guð sé til eða ekki, hefur ekkert með málið að gera, enda nógu merkilegt að Guð sé eitthvað fyrirbæri eða vera sem við getum skilið án þess að útskýra hvað það merkir.

Stóra spurningin hérna er sjálfsagt hvort að Guð sem fyrirbæri og Guð sem vera séu það sama?

Hrannar Baldursson, 12.8.2010 kl. 16:04

44 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

http://www.talkorigins.org/faqs/abioprob/originoflife.html

Gjörðu svo vel Mofi.

Charles Geir Marinó Stout, 12.8.2010 kl. 16:06

45 Smámynd: Hrannar Baldursson

Mofi: ég þakka þér þátttökuna og hrósið í athugasemd 9, og afsakaðu að ég skuli taka þig sem dæmi á jafn yfirborðskenndan hátt og ég gerði hér fyrir ofan. Meiningin er sú að þegar málin fara að snúast um kröfur á sönnunargögnum fyrir einu viðmóti umfram annað, þá erum við farin að kappræða. Mér líkar ekkert sérstaklega vel við að taka þátt í kappræðum, en finnst allt í lagi að aðrir geri það ef þeir átta sig á hvað þeir eru að gera.

Hrannar Baldursson, 12.8.2010 kl. 16:07

46 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

http://www.actionbioscience.org/evolution/benton.html

Charles Geir Marinó Stout, 12.8.2010 kl. 16:11

47 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

Mofi; þú ert, eins og maður myndi segja á ensku, heavily outgunned í þessum málefnum.

Charles Geir Marinó Stout, 12.8.2010 kl. 16:12

48 Smámynd: Mofi

Charles, getur þú ekki gert þína eigin grein þar sem þú útskýrir af hverju þú trúir þessu?  Það er síðan ekkert leyndarmál að þeir fræðimenn sem vinna í þessum eru ekkert að fela það að þetta er risastórt vandamál og mjög langt frá því að vera leyst en þú með þessu lætur sem svo að þetta er sama sem leyst.

Hrannar, ekkert mál, þakka bara fyrir að fá að taka þátt.

Mofi, 12.8.2010 kl. 16:13

49 identicon

Fyndið, Mofi er betri en allir helstu vísindamenn heimsins... Við höfum svo mikið af gögnum að það hálfa væri nóg... En þá kemur Mofi með eldgamla bók sem enginn veit hver skrifaði, ritstýrð af kaþólsku kirkjunni ... sem á þessum tíma var í miklum slag um hver ætti bestu galdrabókina....

Já það má lesa í sögunni um bókastríðið... leyfar af bókastríðinu finnast nú í dag í hellum upp í fjöllum, leyfar frá mönnum sem voru líka að keppa í galdrabókastríðinu en töpuðu... og földu því galdrabækur og þulur í hinum og þessum skúmaskotum... svona rétt áður en kaþólksa kirkjan kom og drap þá.

Mofi trúir þessu öllu, hann hefur engar sannanir, þvert á móti segir all að bókina hans sé bull... en Mofi er ofurseldur glópabullinu.. sem er næsti bær við glópagull

doctore (IP-tala skráð) 12.8.2010 kl. 16:22

50 Smámynd: Mofi

doctore, ekki einu sinni rök doctor? Hvers konar doctor ertu?  Það er ekkert umdeilt meðal helstu vísindamanna heims að þetta er óleyst vandamál fyrir þróunarsinnar; sumir bara halda í "vonina" að það finnist guðleysis lausn á þessu.

Mofi, 12.8.2010 kl. 16:41

51 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

"Science adjusts its views based on what's observed, faith is the denial of observation so that belief can be preserved."

Afhverju þarf ég að rita einhverja grein afhverju ég "trúi" þessu ? ég trúi þessu ekki.. ég veit. Þannig er nú það.

Charles Geir Marinó Stout, 12.8.2010 kl. 16:41

52 Smámynd: Mofi

Charles, ef þú veist þá hlýtur það að þýða að þú átt í engum erfiðleikum með að útskýra í eigin orðum. Getur aðeins þýtt að það er auðveldara að rökstyðja það með eigin orðum.

Mofi, 12.8.2010 kl. 16:54

53 Smámynd: Mofi

Charles
"Science adjusts its views based on what's observed, faith is the denial of observation so that belief can be preserved.
Hver eiginlega sagði þessa þvælu?

Mofi, 12.8.2010 kl. 16:54

54 identicon

doctore þú ert ekki sá eini sem Mofi lokaði á. Hann lokaði á mig þegar ég sagði að hann trúir kannski á biblíuna en hann lifir ekki eftir henni.

Guð er ekki til frekar en the Loch Ness monster eða fólk sem getur lesið hugsanir eða Astrology.

Arnar (IP-tala skráð) 12.8.2010 kl. 17:09

55 Smámynd: Mofi

Arnar,  ég hef ekkert á móti því að einhver bendi mér á hvernig ég get lifað betur eftir boðskapi Biblíunnar.

Mofi, 12.8.2010 kl. 17:34

56 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það sem aldrei hefur lifað getur ekki dáið

Óskar Þorkelsson, 12.8.2010 kl. 19:27

57 identicon

Ein spurning  til doktor e, og ég vona að hann geti svarað henni á einhvern vitrænan hátt.

  Nú ertu ekki kristinn. Ef aftur á móti að þú fengir 100% sönnun á tilvist Guðs, eins og hann kemur fyrir í Biblíunni, bara sönnun, sem væri jafn líkleg og tilvist þín á jörðinni. 

  Myndir þú trúa á Biblíuna þá og reyna þá  að breyta í samræmi við trúnna?

Blóm (IP-tala skráð) 12.8.2010 kl. 20:38

58 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Ertu virkilega að eyða tíma í spurningu til doktorsins Blóm? Ég spái því að þú fáir bullsvar :)

Guðmundur St Ragnarsson, 12.8.2010 kl. 22:07

59 identicon

http://www.whatdoesitmean.com/indexdfc88.htm  hjer er haegt ad kaupa agaeta bok um tessi mal

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 12.8.2010 kl. 22:30

60 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já já, þekki alveg þessar kenningar um áhrif Elísarbetu - en það á varla við um meginatriði í bókum Nietzsche.  En jú jú, get alveg tekið undir það að kallinn er túlkanlegur.  Ekki alveg augljóst endinlega hvað hann átti við alltaf o.s.frv.

En mér finnst samt augljóst að hann hefur hrifist mikið af hindúisma og/eða austrænum fræðum trúarlegum.  Minnir að eg hafi lesið haft eftir honum að kristni væri ekki neitt neitt miðað við hindúspeki. 

þar fyrir tutan var hann, minnir mig, upptekinn af að sviðsetja Master - slavery  trúarbrögð.  Sagði hann ekki einhversstaðar að kristni væri þrælatrúarbrögð?  Og að demókratar og kristni innu að því saman að gera alla jafna = alla að þrælum?

Sko, það er margt sniðugt og óvænt í nálgun Nietzsche á mál - en mér finnst stundum gert allt of mikið úr honum.  Eins og með frasann hjá honum ,,god is dead" - og fólk talar stundum eins og það hafi sjálfstæða þýðingu.  Eins og Nietzshe hafi persónulega deytt guð með þessum þrem orðum eða eitthvað.

Kannski er ,,god is dead" frasinn álíka og Lennon kvótið um að Bítlarnir væru ,,bigger than Jesus".  Nei, eg segi svona.   Margar hliðar á þessu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.8.2010 kl. 23:37

61 identicon

Guð er svo sannarlega til og bið ég þess að hann snerti alla þá sem eru trúlausir í dag.  Það er ekkert betra en að vita af tilvist Guðs.

Langar líka að vita hvað gerir það að verkum að doktorinn ofsækir hina Kristnu með allskonar vitleysis upphrópunum? 

Siggi (IP-tala skráð) 13.8.2010 kl. 08:54

62 identicon

Siggi minn... ég er ekki að ofsækja ykkur krissana... ef ég væri að því þá væri ég búinn að stofna kirkju... í stað þess að setja athugasemdir á blogg.. ásamt því að vera með mitt eigið blogg.

Það sem Siggi er að sýna okkur hér er hversu vel hefur tekist til með að heilaþvo hann... hann er búinn að taka trúna þannig að hún sé partur af fjölskyldunni.
Heilaþotturinn hjá Sigga er lýsandi...  Siggi verður að spyrja sjálfan sig að því hvort hann vilji fara með lygasögu á bakinu í gröfina... eða hvort hann ætlar virkilega að leita sannleikans... já já ég veit að mörgum finnst fúlt að vera dauðir þegar þeir eru dauðir; En raunveruleikinn spyr einskis... All er betra en að lifa í sjálfsblekkingu dauðans

doctore (IP-tala skráð) 13.8.2010 kl. 09:26

63 identicon

Blóm... well ef við sáum sönnun fyrir tilvist guðs.. þá eru allir dæmdir til helvítis.. þú verður að trúa án sannana... Ferlega LAME :)

Ef þessi guð biblíu og kórans væri til, sannaði það.. .þá væri ég tilknúinn í að berjast gegn honum... því samkvæmt bókunum þá er hann aumingi.

doctore (IP-tala skráð) 13.8.2010 kl. 10:02

64 identicon

doktor minn,

  Haltu bara þessari brynju uppi áfram, ef það hjálpar þér. 

Blóm (IP-tala skráð) 13.8.2010 kl. 12:54

65 identicon

Ég verd ad hrósa Hrannari Baldurssyni.  Sjaldan er ég sammála tökum hans á thví sem hann skrifar um.  Sjaldan er ég sammála thví hvernig hann svarar athugasemdum.  Mér finnst hann fela afstödu sína (ef hann hefur einhverja) í ordaskrúdi, sem hann svo sjálfur túlkar í allar áttir og ómögulegt er ad botna í hvad hann meinar eda hvert markmid hans er.  (Fyrir utan ad honum er meinilla vid trúlaust fólk)

En ég verd samt ad hrósa honum vegna thess ad hann lokar aldrei á fólk thótt skrif hans séu gagnrýnd.  Thad er mjög gott thví thá verdur blogg hans áhugavert fyrir lesendur.  

Mikid mod...en réttlaeti er gaett thví allir geta gert athugasemdir vid modid.

Í gulum jakkafötum med horgraent bindi (IP-tala skráð) 13.8.2010 kl. 13:18

66 identicon

Ég hef enga brynju Blóm... það ert þú sem ert með brynju, brynju sjálfselsku og sjálfsblekkingar.

Það sjá allir það augljósa; Galdrakarlinn frá OZ.. úps frá himnaríki er uppskáldaður.. hlægilegt að fólk trúi svon heimskulegum sögum... það er eiginlega sönnun þess að við eigum sameiginlegan forföður með öpum.

Monkey boy signing out :)

doctore (IP-tala skráð) 13.8.2010 kl. 13:57

67 Smámynd: Mofi

doctore, geturðu sagt mér hvað er heimskulegt að álykta að það þurfti vitsmuni til að orsaka forritunarmál, gífurlegt magn af upplýsingum og flóknar vélar?

Mofi, 13.8.2010 kl. 14:04

68 identicon

Mofi að bera saman epli og appelsínur...

Mofi spyr alltaf eitthvað á þessa leið: Hvernig getur lífið orðið til án hönnuðar.
Svo spyr maður á móti: Hver hannaði hönnuðinn.
Mofi: Hönnuðurinn var alltaf til...

Er þetta ekki mikil snilld hjá Mofa... Aðeins Mofi og heilaþvegnir trúbræður hans skilja ekki hvers vegna fólk hlær að þeim... þegar þeir koma með gömlu galdrabókina sína.. skrifaða af hinum og þessum óupplýstum eyðimerkurbúum... eyðimerkurbúum sem sögðu að Guddi hefði sagt sér að jörðin væri flöt... að það mætti klifra upp í hátt tré í garðinum hjá sér og sjá allan heiminn.

doctore (IP-tala skráð) 13.8.2010 kl. 14:30

69 Smámynd: Mofi

doctore, getur þú ekki svarað spurningunni?

Mofi, 13.8.2010 kl. 14:48

70 identicon

doktor e skrifar, 

að það mætti klifra upp í hátt tré í garðinum hjá sér og sjá allan heiminn.

  Er það ekki akkúrat sem menn gerðu..........kannski ekki tré, en ég held að menn hafi nú ekki verið þannig að þeir hafi raunverulega farið upp í tré, og reynt að finna hæsta tréð til að sjá heiminn

  Þú mátt ekki túlka allt svona bókstaflega. Við fáum aðeins leiðbeiningar doktor minn, okkar hlutverk er síðan að ganga frá verkinu, af ábyrgð.

  Veit ekki betur en að það hafi verið munnkar að stórum hluta sem stunduðu stjörnuvísindi, ekki bara með samþykki, heldur beinlínis hvatningu kirkjunnar. 

  Reyndar er spurning hvort kirkjan hafi ekki farið offari þar, enda maðurinn á góðri leið með að tortíma sjálfum sér, með alls kyns vopnum, gegndarlausri útbreiðslu, og beinínis sóun, bæði á peningum og hlutum. 

  Já, en væntanlega er það líka trúnni að kenna

Blóm (IP-tala skráð) 13.8.2010 kl. 14:53

71 identicon

Nei Mofi.. það er ekki nein sönnunarbyrði á mér... öll byrðin er hjá þér... Svaraðu... fyrst það þarf hönnuð til að búa til X... hver hannaði hönnuðinn þinn... það gengur ekki að segja bara: Galdrkarlinn minn var alltaf til Abracadabra, hókus pókus fílarókus.

Er það ekki Blóm, má ég ekki taka stöffið í töfrabókinni bókstaflega.. ef það er eitthvað sem hljómar heimskulega(Eins og 99% af biblíu)... þá á ekki að taka það bókstaflega, það á að giska á eitthvað sem maður sjálfur fílar... sem er ástæða þess að yfir 30 þúsund mismunandi trúarsöfnuðir eru innan kristni... What You See Is What You Want To Get.

Heimurinn hefur aldrei verið betri Blóm... kynna sér mannkynssöguna..

doctore (IP-tala skráð) 13.8.2010 kl. 15:06

72 Smámynd: Mofi

doctore, er erfitt að horfast í augu við raunveruleikann dokksi?  Segðu mér, hvert er svarið?   Hvernig hönnuðurinn er, er önnur spurning sem hægt er að glíma við þegar að því kemur, eitt skref í einu. 

Mofi, 13.8.2010 kl. 15:16

73 identicon

Það er ekki neinn hönnuður Mofi... Þú talar eins og holræsisrotta sem finnur kúk í rottymynd... og áliktar að hann sé hannaður sérstaklega til að koma þeim skilaboðum til rottunnar að hún sé special.

Taktu eftir Mofi, ég gef þér ekki nein gögn því þau eru tilstaðar á netinu fyrir alla sem það vilja... þróunarkenning er staðreynd.. hver sá sem afneitar því er einfaldlega fífl... eða maður sem vill hafa peninga af fíflum..

Hvað er þú Mofi, ertu fíflið eða glæpamaðurinn sem selur börnum, eindöldum og sjúkum lygasöguna þína

doctore (IP-tala skráð) 13.8.2010 kl. 15:29

74 identicon

Ok eitt video fyrir Mofa... við bíðum eftir að þú hrekir þetta Mofi.. Líkast til kemur Mofi með biblíuvers eða bull úr answersingenesis :)
http://www.youtube.com/watch?v=8ZvTmgCk1Lo

Svo þakka ég þér aftur Mofi, fyrir að sýna fólki hversu steikt kristni er :)

doctore (IP-tala skráð) 13.8.2010 kl. 15:33

75 Smámynd: Hrannar Baldursson

Athugasemd 73, doctore:

Ef þróunarkenningin er staðreynd, er nokkuð ljóst að vísindin þurfa að endurhugsa hvað staðreyndir eru.

Hrannar Baldursson, 13.8.2010 kl. 15:40

76 Smámynd: Mofi

doctore, það sjá allir hérna að þú getur ekki svarað einfaldri spurningu og ég held að flestir sjái af hverju.  Skák og mát dokksi!

Mofi, 13.8.2010 kl. 15:43

77 identicon

Ekki hengja sig í bókstafinn Hrannar :).... Þróunarkenning er svo vel sönnuð að hún er staðreynd innan gæsaplappa.... ein best sannaða kenning innan vísinda.

Ólíkt ruglinu í biblíu og honum Mofa.. .þar eru sjálfsblekking, sjálfselska, græðgi.... Galdrakarl skapaði alheiminn fyrir Mofa... svo setti hann Sússa afstað til að fyrirgefa Mofa fyrir það sem Adam og Eva gerðu... því annars hefði Guddi þurft að setja Mofa til helvítis.. vegna eplaáts Adams og Evu

Svara hvaða spurningu Mofi... Það er ekki neinn hönnuður....ég var búinn að svara þér mjög vel.. tók líka til kúk í rottulíki...

doctore (IP-tala skráð) 13.8.2010 kl. 15:52

78 identicon

doktore skrifar,

Heimurinn hefur aldrei verið betri Blóm... kynna sér mannkynssöguna..

  Verðum við ekki að trúa því, er þó ekki alveg viss um að þeir sem létust í styrjöldum á síðustu öld, eða útrýmingarbúðum, séu sammála þér.  Síðan get ég nú alveg haldið áfram, en ekki núna. 

  Annars hvað point ertu að meika með þessu "heimurinn betri í dag". Mér sýnist þú frekar vera uppfullur af einhverju hókus pókus dóti

   doktor e skrifar, 

ef það er eitthvað sem hljómar heimskulega(Eins og 99% af biblíu).

   1%, sem er ekki heimskulegt...........................Hvað er að gerast!!!!

doktor e,

em er ástæða þess að yfir 30 þúsund mismunandi trúarsöfnuðir eru innan kristni

  "trúarsöfnuðir", þér til mikilla vonbrigða þá eru örfáar kirkjudeildir til, og allar eru þær með sama boðskapinn meira og minna, og þar tilheyra 99% þeirra sem er kristnir...................hvað ertu að fara?

Mofi,

   Ein spurning til þín. Þú virðist hafa sögu af rökfræðum við doktor. Hver er þetta eiginlega??  Ég veit að þetta æsir hann upp

Blóm (IP-tala skráð) 13.8.2010 kl. 16:04

79 Smámynd: Mofi

doctore, þessari spurningu: "geturðu sagt mér hvað er heimskulegt að álykta að það þurfti vitsmuni til að orsaka forritunarmál, gífurlegt magn af upplýsingum og flóknar vélar?"

Blóm, enginn veit :)   Well, einn vinur minn telur sig vita hver doctore er ég held að það er best að láta það í friði.

Mofi, 13.8.2010 kl. 16:34

80 identicon

doktore lestu í Jóhannesarguðspjalli 14 kafla vers 1-14. Það er mannbætandi. Ég mun halda áfram að biðja fyrir þér og ég veit að Guð mætir þér. Guð læknar enn í dag og það er ljós sönnun þess að Hann er lifandi í dag. Ég skrifa þetta eingöngu vegna þess að ég hef kynnst Guði.  Guð blessi þig ríkulega vinur.

Siggi (IP-tala skráð) 13.8.2010 kl. 22:21

81 identicon

Siggi er það þess vegna sem það þarf 11 útgáfur af biblíunni á Íslandi. Afhverju grýtur þú ekki fólki sem vinnur á sabbath degi eins og bíblían segir þér að gera. Biblían er um dæmisögur sem fólk á ekki að taka bókstaflega.

Arnar (IP-tala skráð) 13.8.2010 kl. 22:56

82 identicon

hello, sorry for posting in english but i've seen english quotes here so hopefully you can read this

mainly i just want to thank Doctore for linking my video, from what i've translated of the comments (not the best translation) it looks like Doctore and others are handling the argument just fine :)

QDragon1337 (IP-tala skráð) 15.8.2010 kl. 01:15

83 Smámynd: Mofi

ODragon1337, then your icelandic translation skills are really lacking. DoctorE is not taken seriously here or anywhere else, not by atheist and certainly not by theist. 

Mofi, 15.8.2010 kl. 12:10

84 Smámynd: Óskar Þorkelsson

mofi speak for your self plz

Óskar Þorkelsson, 15.8.2010 kl. 12:24

85 Smámynd: Mofi

Óskar, I haven't met many who side with DoctorE, they may agree with him but never like how he conducts himself. If you want to side with his way of arguing his case then please, by all means, go right ahead.

Mofi, 15.8.2010 kl. 12:32

86 identicon

Bullshit Mofi.   You're meeting all the wrong people.

Bolz (IP-tala skráð) 15.8.2010 kl. 13:30

87 Smámynd: Vendetta

ODragon1337: Many of us get inspired by DoctorE, despite Mofi's claims. For instance the graph he posted above (in #18) tells us, that if Christianity and the Church never had made any impact nor had had any powers (or Jesus had not been born), today we would witness the eradication of all diseases, pollution and poverty besides the elimination of armed conflicts and we would be able to enjoy the results of technical and scientific achievements beyond our wildest deams.

Because of the Church and Christianity, instead of progressive and healthy societies we now live in a world that is not worth a shit.

Please note that I have written this comment with great restraint, respect  and courtesy. If I spoke my mind freely, I would probably be banned from this blog site forever.

Vendetta, 15.8.2010 kl. 15:54

88 identicon

well well Mofi it seems your readers disagree

i admit my translation is not great, i use google

but it is clear from the english comments that reason has supporters everywhere :)

QDragon1337 (IP-tala skráð) 15.8.2010 kl. 17:16

89 Smámynd: Mofi

ODragon1337, one man's reason is another man's stupidity :)

The problem with DoctorE is that he only womits insults, that may appeal to you and some other folks here but I have no desire to have any dealins with people who think that kind of behaviour is ok.  Now I do admit that DoctorE sometimes links to interesting videos and articles, like in your case.

Mofi, 15.8.2010 kl. 17:22

90 Smámynd: Hrannar Baldursson

Gaman að fá svona heimsókn að handan, og býð ég QDragon velkominn í umræðuna. 

Auðvitað er það rétt hjá Mofi að erfitt sé að taka DoctorE alvarlega, enda skrifar hann meira upphrópanir en setningar. 

En skemmtilegur er hann. Svona oftast.

Hrannar Baldursson, 15.8.2010 kl. 19:00

91 Smámynd: Hrannar Baldursson

QDragon: This blog is about reasoning and being reasonable, while using reasons to get a bit closer to a solid opinion, knowledge or even if possible, truth.

Those who are religious do have the same facilities as the non-religious to reason, both can be very good friends of reason, even though the starting point may be different: one in a world where God exists without a question, and one in a world where it is not an issue, and one in a world where there is no room for gods or a god.

Feel welcome to visit this blog and express your views. A fresh perspective is always welcome.

Hrannar Baldursson, 15.8.2010 kl. 19:07

92 Smámynd: Pétur Eyþórsson

Ég komst ekki í að svara þessu hjá þér Hrannar vegna anna en ég skrifað út frá þessum pælingum þínum smá pistill hér.

Pétur Eyþórsson, 19.8.2010 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband