Stórsigur fyrir heimili og almannaheill

Ég vil óska bróður mínum til hamingju með sigurinn í dag. Það er ekki smátt afrek að sigra í svo stóru máli gegn fjármögnunarfyrirtæki eins og Lýsingu, og berjast sem heiðvirður lögfræðingur fyrir almenning í landi þar sem lagatæknar virðast ráða för frekar en sannir lögfræðingar, og þar sem stjórnmálamenn ógna sjálfri réttlætiskenndinni með því að ógna aðgerðum gegn þessum mikla sigri almennings gegn mestu kúgun sem Íslendingar hafa þurft að upplifa frá því við öðluðumst sjálfstæði.

Þarna fer sannur heiðursmaður sem lætur lítið fyrir sér fara og vill helst ekki trana sér fram í sviðsljósið heldur láta verkin tala. Þrátt fyrir hógværð hans og það að hann hvatti mig engan veginn til að skrifa þetta, vil ég brjóta aðeins gegn þeirri bloggreglu minni að skrifa ekki um fjölskyldu mína, óska honum innilega til hamingju og öllum Íslendingum gleðilegrar hátíðar.

Ég er gífurlega stoltur af bróður mínum og þakka honum kærlega fyrir að leggja í þetta stórverk á yfirvegaðan og skipulegan hátt, eins og hans er von og vísa. Ég veit að hann gerði þetta fyrir heimilin í landinu og með almannaheill að leiðarljósi.

Nú verður mér hugsað til allra þeirra heimila sem geta létt af herðum sínum þeim þungu böggum sem fylgja gengistryggðum lánum. 

 

Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þú ert fullsæmdur af því að brjóta þína meginreglu um að fjalla ekki um fjölskylduna hér á síðunni. Óska þér og fjölskyldunni til hamingju með þennan heiðarlega afreksmann sem hann bróðir þinn er. Um leið vil ég óska okkur öllum til hamingju með alla 3 dómana sem kveðnir voru upp í dag um ólögmæti gengistryggðra lána á Íslandi.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.6.2010 kl. 01:04

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

til hamingju :)

Óskar Þorkelsson, 17.6.2010 kl. 06:24

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Hrannar, það var leitað til fámenns hóps á sínum tíma til þess að meta lögmæti  gengislánanna. Við sendum allir inn greinargerð í sitt hvoru lagi. Við vorum allir sammála. Okkar mat var að tenging við gengi væri ólögmæt. Síðan er liðið rúmlega ár. Á þessu ári hef ég séð mikla vanlíðan fjölda fólks. Séð fjölskyldur splundrast, og fólk fara í þrot. Það mátti öllum vera ljóst að miklar líkur væru til þess þetta yrði niðurstaðan. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar voru með ólíkindum, hroki. Allt færi í rúst ef lánin yrðu dæmd ólögmæt.

Nú segir Gylfi Magnússon að þessi niðurstaða verði bara til góðs!

Þrátt fyrir vissu mína fyrir niðurstöðu dómsins, getur maður aldrei verið 100% viss og það þurfti mjög góða menn til þess að klára þetta mál. Ef bróðir þinn var einn af þeim þá máttu vera stoltur af honum.

Um leið og fögnuðurinn í gær var mikill. Fékk tugi símtala og heimsókna. Fyrir marga er nýtt líf að hefjast. Mjög margir hafa fordæmt framgöngu Samfylkingarinnar í málinu. Einn af flokksnúðum sem hefur hvatt þá til óhæfuverkana og aðgerðarleysisins er með innlegg hér að ofan Hólmfríður Bjarnadóttir. 

Sigurður Þorsteinsson, 17.6.2010 kl. 08:29

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég óska bara bróður þínum til hamingju með þetta! Ætli þetta þýði að ég fái bílinn minn aftur? Eða það sem ég átti í honum því því var öllu stolið af sama fyrirtæki.

Óskar Arnórsson, 17.6.2010 kl. 23:27

5 Smámynd: Hrannar Baldursson

Óskar A: Þú ættir að geta gert kröfu á Lýsingu, bæði vegna ofgreiddra vaxta og skaðabóta. Ég er enginn lögfræðingur, en það myndi ég gera í þínum sporum. Sjálfur tapaði ég bæði mínum gamla góða skrjóð og bíl konunnar vegna þessa. Lýsing vildi ekki semja á neinn hátt, heldur taka bílinn og rukka langt umfram verðmæti bílsins. Okkur bræðrum einfaldlega ofbauð þessi yfirgangur. Þannig skapaði Lýsing sér hættulega óvini. Hefði fyrirtækið sýnt einhverja auðmýkt og samstarfsvilja með lánþegum, er ég viss um að það hefði ekki lent í þessum málaferlum. Miðað við fyrri hegðun eiga þessi fyrirtæki ekkert betra skilið en gjaldþrot.

Hrannar Baldursson, 18.6.2010 kl. 03:35

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

Við skulum von að þeir fari ekki ekki í gjaldþrot eins og einhver sagði, svo fólk geti fengið leiðréttingu. Ég ætla að setja endurkröfu í gang...já það er seint hægt að ásaka Lýsingu um auðmýkt...

Óskar Arnórsson, 18.6.2010 kl. 07:04

7 identicon

Island á  sem betur  fer svona fólk.

aagnarsson (IP-tala skráð) 20.6.2010 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband